Mosfellingur - 30.01.2014, Blaðsíða 26

Mosfellingur - 30.01.2014, Blaðsíða 26
Stutt hringrás Viktors og Svartvals Föstudaginn 31. janúar kl. 17 opnar í Listasal Mosfellsbæjar sýning á verkum Viktors Weisshappel og Svartvals (Þórður Grímsson). Sýn- ing þeirra Stutt hringrás fjallar um hugmyndir fólks um tíma og tíma- skyn, ímyndun þess á raunveruleik- anum og kerfisbundna hringrás. Listamennirnir leggja upp með þá hugmynd að myndgera hugmyndir fólks um tímaskyn og áttir í formi prentverka, málverka og teikninga. Viktor Weisshappel stundar nám í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands. Svartval /Þórður Grímsson) útskrifaðist úr Listháskóla Íslands 2009. Sýningin í Listasalnum er opin á opnunartíma Bókasafnsins. Fyrsti Mosfellingur ársins fæddist 4. janúar. Það var stúlka sem hefur fengið nafnið Sóley. Foreldrar hennar eru þau Hildur Björk Skúladóttir og Þorkell Jóhannes Traustason. Þau eru bæði Mosfell- ingar í húð og hár, fyrir eiga þau dótturina Söndru sem er að verða 5 ára. „Hún átti að fæðast á þrettándandum þann 6. janúar en þar sem þrettándagleðinni hér í Mosó var flýtt og haldin þann 4. janúar ákvað hún að koma í heiminn þá. Við vorum með nokkur nöfn sem okkur leist vel á en Sandra stóra systir tók af skarið og valdi nafnið Sóley sem við erum rosalega ánægð með,” segir Þorkell. Mosfell- ingur óskar fjölskyldunni til hamingju með stúlkuna. Sóley Þorkelsdóttir fæddist þann 4. janúar • Stóra systir tók af skarið og valdi nafnið Fyrsti Mosfellingur ársins M yn d/ Ra gg iÓ la - Fyrsti Mosfellingur ársins 201426 .is Hvar og Hvenær seM er...

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.