Mosfellingur - 30.01.2014, Qupperneq 29

Mosfellingur - 30.01.2014, Qupperneq 29
Afturelding semur við sterkan markvörð Kvennalið Aftureldingar hefur feng- ið verulegan liðstyrk fyrir komandi átök í úrvalsdeildinni í knattspyrnu en markvörðurinn Mist Elíasdóttir hefur gert tveggja ára samning við félagið. Mist þarf vart að kynna fyrir knattspyrnuáhugamönnum en hún var einn sterkasti markmaður efstu deildar kvenna síðasta ár og varð bikarmeistari með Breiðabliki. Hún var oftast allra markmanna í liði vik- unnar í Pepsideildinni síðasta sum- ar. Það er því augljóst mál að Mist mun styrkja Aftureldingu verulega. Aftureldingar liðið stefnir á að styrkja lið sitt enn fremur fyrir kom- andi átök í Pepsí-deildinni. Á myndinni má sjá Mist ásamt John Andrews þjálfara liðsins. Við treystum Rúnari til góðra verka! • Vinnum markvisst að því að gera Mosfellsbæ að áhugaverðum bæ til að búa í með því að efla miðbæinn og alla almenna starfsemi og þjónustu. • Það þarf að efla og fjölga atvinnuskapandi verkefnum í Mosfellsbæ. • Aukum ferðaþjónustu og afþreyingarmöguleika fyrir ferðamenn. • Leitum leiða til að auka sparnað í rekstri án þess þó að skerða grunnþjónustu við íbúa og þjónustu við fatlaða sem og aldraða. • Íþróttir og tómstundir barna okkar eru besta for- vörnin. Tryggjum viðunandi aðstöðu og verum samkeppnishæf við nágrannasveitarfélög okkar. • Eflum löggæslu og gerum hana sýnilegri með öryggi bæjarbúa í fyrirrúmi. Kær kveðja, Leifur Guðjónsson Berglind Hilmarsdóttir Bjarki Sigurðsson Gylfi Guðjónsson Vilborg Jónsdóttir Svanþór Einarsson Ragnar Símonarson Klara Sigurðardóttir Herdís Ragna Þorgeirsdóttir Pétur Magnússon Alexander Kárason Hildur R. Harðardóttir Katrín Dögg Hilmarsdóttir Sigmar Vilhjálmsson Ólafur Darri Ólafsson Ásgeir Sveinsson Guðbjörg Pétursdóttir Bjarki Már Sverrisson Svala Árnadóttir Anna Ólöf Sveinbjörnsdóttir Karl Tómasson Sigurpáll Geir Sveinsson Geir Rúnar Birgisson Sigríður Hjálmarsdóttir Atli Eðvaldsson Óli Valur Steindórsson Níels Reynisson Hilmar Stefánsson Hekla Daðadóttir Davíð Ólafsson Hildur Björk Scheving Hanna Símonardóttir PRÓfKJöR SJÁLfSTæðiSMAnnA Í MoSfELLBæ fER fRAM 8. fEBRúAR éG ÓSKA eft iR þ íNuM StuðNiNG i í 4 . Sæt i Stelpurnar í blakinu á mikilli siglingu Afturelding vann Stjörnuna í Mik- asadeild kvenna í blaki þann 10. janúar. Afturelding byrjaði fyrstu hrinuna mjög vel á meðan Stjarnan átti í vandræðum í móttöku og end- aði hrinan með sigri Aftureldingar 25-13. Stjörnustúlkur komu ákveðn- ar til leiks í hrinu tvö og komust í 12-6 en Afturelding jafnaði leikinn í 14-14. Hrinan endaði með sigri með Aftureldingar 25-22 eftir mjög jafnan leik. Í þriðju hrinu var jafnt framan af en í stöðunni 8-8 náði Afturelding undirtökunum og vann hrinuna 25-15 og leikinn 3-0. Næsti heimaleikur Aftureldingar er við Þrótt frá Neskaupsstað og er hann 14. febrúar kl. 12:00. Þar verður um baráttu efstu liðanna í deildinni að ræða. Strákarnir í Aftureldingu spiluðu sama kvöld við Stjörnuna. Þá snérist dæmið við og Stjarnan vann 3-0. Stjarnan hafði tögl og haldir í fyrstu hrinu og vann hana 25-13. Í annari hrinu var jafnt á öllum tölum en í stöðunni 18-18 náði Stjarnan góðri rispu og móttökur hjá Aftureld- ingarstrákum fóru forgörðum og Stjarnan vann hrinuna 25-18. Í þriðju hrinu náði Stjarnan aftur undirtökunum og vann 25-14. Íþróttir - 29 elvar ingi M yn d/ Ra gg iÓ la Íþróttamenn mosfellsbæjar telma rut og kjartan

x

Mosfellingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.