Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2018, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2018, Side 4
4 14. desember 2018FRÉTTIR Hættið að rífast um MMA! G unnar Nelson var að slást um daginn. Eins og venja er fer Ísland á hliðina og skiptist fólk í tvær fylk­ ingar sem takast á í nokkra daga. Báðar fullvissar um eigið ágæti og telja sig hafa sannleikann í bak­ höndinni. Hvor hópurinn verður ofan á veltur yfirleitt á úrslitunum hjá Gunnari sjálfum. Sumir fyllast heilagri vand­ lætingu, kalla þetta blóðbað og kalla eftir bönnum. Að það geti ekki talist íþrótt þegar tveir einstaklingar stíga inn í hringinn til að reyna að gera hvor annan meðvitundarlausan. Þetta er yfir­ leitt fólk af eldri kynslóð og há­ skólamenntað pakk. Forræðis­ hyggjulið sem þykist vita hvað öðrum er fyrir bestu. Bolirnir fylkja sér á bak við Gunnar og hans iðju. Segja að hann sé frábær fyrirmynd fyrir æsku landsins. Heilsteyptur og góður piltur. Þetta fólk reynir líka að ljúga því að okkur að þetta sé allt saman mjög faglegt og enginn í raunverulegri hættu. Sem er auð­ vitað hlægilegt kjaftæði. Það vita allir innst inni að þetta er stór­ hættulegt. Svarthöfða finnst þessi umræða vera ákaflega þreytt og lýjandi. MMA er hættulegt og það ætti að leyfa það. Hver sem er nógu heimskur til að taka þátt í þessu ætti vitaskuld að mega það. En glæpurinn er hversu fjári leiðinlegt þetta er. Að sjá tvo menn faðmast, liggjandi á nærbuxunum er afleitt afþreyingarefni. Kannski yrði það skárra ef þeir fengju að nota vopn. Svarthöfði leggur til að sjón­ varpsstöðvarnar hérna hætti að sýna þessa bölvuðu vitleysu en taki almennilegt hringleika­ hús inn í staðinn. Ameríska fjöl­ bragðaglímu. Það er langtum betri skemmtun, bæði innan hringsins og utan. Í fjölbragðaglímunni er gegnumgangandi söguþráður, lit­ ríkar persónur og langtum tilþrifa­ meiri fangbrögð en sjást í MMA. Amerísk fjölbragðaglíma er ekki bara skemmtilegri heldur er hún einnig ærlegri. Þar eru leik­ endur ekki að þykjast vera neitt annað en þeir eru. Vöðvaskrímsli á sterum og kókaíni sem deyja flestir langt fyrir aldur fram. Ef við ætlum að leyfa bardagaíþróttir í skylm­ ingaþrælastíl þá ættum við að gera það með stæl. n Svarthöfði Það er staðreynd að… Hvalir eru ekki með raddbönd. Í kringum 30% mannkynsins geta blakað nasavængjunum. Blint fólk sér þegar það dreymir. Draumarnir eru þó aðeins svarthvítir. Twitter, Facebook Youtube og Snapchat eru meðal þeirra samfé- lagsmiðla sem eru ólöglegir í Kína. Jarðhnetur eru ekki hnetur, heldur baunir. Hver er hann n Hann er fæddur 23. nóvember árið 1963 í Reykjavík. n Hann útskrifaðist árið 1990 úr Leiklistarskóla Íslands. n Hann lék rússneska fjallgöngu- manninn Anatoli Boukreev í frægri stórmynd. n Hann hefur hlotið Edduverð- launin alls fimm sinnum og deilt skjánum með Johnny Depp. n Á Facebook má finna umtalaða síðu sem ber heitið Sama myndin af [x] á hverjum degi. SVAR: INGVAR EGGERT SIGURÐSSON Almannatenglar skráðir sem innherjar hjá Icelandair Þ ann 20. nóvember síðast­ liðinn voru almannatengl­ arnir Friðjón Friðjónsson og Gísli Freyr Valdórsson, hjá KOM, skráðir sem innherjar hjá Icelandair Group hf. Fyrir nokkrum mánuðum gekk sú saga fjöllum hærra að starfsmenn KOM stæðu að baki neikvæðum fréttum um flugfélagið WOW air í þeim til­ gangi að spilla fyrir frægu skulda­ bréfaútboði fyrirtækisins upp á 50 milljónir króna. Eyjan skrifaði frétt um þær ásakanir um miðjan sept­ ember og brást Friðjón hart við þegar hann var spurður út í þessa kenningu. „Þetta eru fullkom­ in og alger og helber ósannindi,“ sagði Friðjón í samtali við DV. Gísli Freyr, sem helst er þekktur fyrir aðild sína að lekamálinu svokall­ aða, brást einnig við umfjöllun­ inni og vísaði fréttunum til föður­ húsanna. Náin tengsl við áhrifamikla fjölmiðlamenn Í áðurnefndri frétt Eyjunnar var bent á náin tengsl Frið­ jóns við Hörð Ægisson, ritstjóra Markaðarins hjá Fréttablaðinu, og Stefán Einar Stefáns­ son, fréttastjóra við­ skipta hjá Morgun­ blaðinu. Fjölluðu miðlarnir ítarlega um slæma stöðu WOW air í að­ draganda skulda­ bréfaútboðsins. Sér­ staklega vakti frétt Morgunblaðsins um að WOW air skuldaði Isavia ohf. um tvo millj­ arða króna í lendingargjöld mikla athygli. Brást illa við frétta- flutningnum Brást Skúli Mog­ ensen, forstjóri WOW air, illa við fréttaflutn­ ingnum. „Ég get ekki orða bundist leng­ ur að sjá hvern­ ig sumir fjöl­ miðlar keppast um að tortryggja WOW air og það sem við höfum byggt upp undanfarin ár. Ég hrein­ lega trúi ekki að nokkur blaðamaður eða fjölmið­ ill sé svo skammsýnn að vilja vísvitandi skemma fyrir áfram­ haldandi uppbyggingu félagsins. Nýjasta „fréttin“ er að við eigum að skulda Isavia yfir tvo milljarða. Þessu er slegið upp með stórri fyrirsögn í æsifréttastíl á forsíðu Morgunblaðsins í dag og er vitn­ að í nafnlausan heimildarmann. Við leggjum ekki í vana okkar að tjá okkur um einstaka birgja eða þjónustusamninga en þetta er einfaldlega rangt. Við eigum mjög gott samstarf við Isavia og höf­ um aldrei skuldað þeim yfir tvo milljarða króna og það er til skammar að Morgunblað­ ið sé að slá upp slíkum fyr­ irsögnum án áreiðanlegra heimilda,“ sagði Skúli í yfir lýsingu á sínum tíma. Eins og frægt varð gekk skuldabréfaút­ boð WOW air ekki sem skyldi og skömmu síðar var tilkynnt um fyrirhuguð kaup Icelanda­ ir á WOW air, sem voru einar stærstu viðskiptafréttir ársins. Rúmum þremur vikum síðar féll þó Icelandair frá kaupunum og bandaríska félagið Indigo Partners stökk til og fjárfesti í WOW. Í vikunni var síðan tilkynnt um hópuppsagnir hjá WOW air en 111 fastráðnum starfsmönnum var sagt upp störfum. Þá kom fram að flugvélar yrðu seldar og rekstur fé­ lagsins einfaldaður. Rétt er að geta þess að önnur dæmi eru um að aðkeyptir al­ mannatenglar séu skráðir sem innherjar hjá stórum félögum. Þannig er Einar Karl Haraldsson skráður sem innherji hjá Heima­ völlum hf. og Ásgeir Friðgeirsson er skráður sem innherji hjá HB Granda. DV hafði samband við Icelandair vegna málsins og leit­ aði eftir frekari skýringum á starfi tvímenninganna fyrir félagið. Svör höfðu ekki borist þegar blaðið fór í prentun. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.