Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2018, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2018, Page 24
24 UMRÆÐA Sandkorn 14. desember 2018 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. Aðalnúmer: 512 7000 Auglýsingar: 512 7050 Ritstjórn: 512 7010 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Framkvæmdastjóri: Karl Garðarsson Aðalritstjóri og ábyrgðarmaður: Kristjón Kormákur Guðjónsson Aðstoðarritstjóri: Einar Þór Sigurðsson Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur Suðurlandsbraut 14 2. hæð 108 Reykjavík FRÉTTASKOT 512 7070 ABENDING@DV.IS Vandræðaleg þögn V ika er langur tími í póli- tík. Klaustursfárviðrið er rétt gengið yfir þó að gera megi ráð fyrir að einhverjar vindhviður muni gjósa upp næstu vikur og mánuði út af mögulegri glímu uppljóstrarans Báru Hall- dórsdóttur við íslenskt réttarkerfi. Óvíst er hvort Bára verði sú sem þarf að gjalda þá byltu dýru verði. Strax gýs upp nýr stormur og ekki síður alvarlegur. Alþingis- maðurinn Ágúst Ólafur Ágústs- son sendir frá sér yfirlýsingu þess efnis að hann ætli að fara í tveggja mánaða leyfi vegna óeðlilegra samskipta við blaðamanninn Báru Huld Beck. Síðar kemur í ljós að túlkun, eða öllu heldur, upplif- un Ágústs Ólafs á atburðarásinni er talsvert léttvægari en upplifun Báru Huldar. Óvíst er hvort þing- maðurinn eigi afturkvæmt á Al- þingi, rétt eins og þingmenn Mið- flokksins sem einnig fóru í leyfi. Öll þessi umræða verður til þess að eldra mál gýs upp á yfir- borðið. Meint kynferðisleg áreitni fyrrverandi Alþingismannsins Helga Hjörvars í garð nokkurra kvenna. Sögusagnir um slíka hátt- semi þingmannsins hafa lengi grasserað án þess að þær hafi birst á síðum fjölmiðla áður. Þegar DV og Stundin kepptust við að birta fréttir upp úr Klausturs- upptökunum þá var lítill skortur á fordæmingu Samfylkingarfólks. Logi Einarsson, formaður Sam- fylkingarinnar, vandaði sexmenn- ingunum ekki kveðjurnar. Þá lýsti hann því yfir að hann treysti sér ekki til þess að senda fundarboð á Sigmund Davíð Gunnlaugsson vegna fundar formanna stjórnar- andstöðuflokka sem fram fór í síð- ustu viku. Vandlæting Loga var al- gjör. Flokkssystir hans, Helga Vala Helgadóttir, tók sama pól í hæð- ina. Þegar Sigmundur Davíð fór í ræðupúlt Alþingis og þingkon- an Þórunn Egilsdóttir gekk út úr fundarsal Alþingis þá eygði Helga Vala tækifæri til þess að komast í fjölmiðla og rauk einnig á dyr. Þögn þessa sama fólks í tengsl- um við mál Ágústs Ólafs og Helga er nánast ærandi. Logi hefur neitað að tjá sig um hvort Ágúst eigi aftur- kvæmt á Alþingi og hefur nálgast málið líkt og jólaköttur í kringum heitan möndlugraut. DV hefur ítrekað reynt að ná tali af Loga síð- ustu daga vegna málsins og hefur blaðið fengið þau skilaboð að for- maðurinn hafi sagt allt sem hann vill segja um málið. Sömu sögu er að segja af Oddnýju Harðardóttur, fyrrverandi formanni Samfylk- ingar, sem hefur ekki svarað DV vegna málsins. Það skal enginn halda öðru fram að en að allir þingmenn Sam- fylkingarinnar hafi vitað af málum Helga sem og máli Ágústs. Þögnin er vandræðaleg en hræsnin bein- línis yfirgengileg. n Leiðari Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Trúverðugleiki í húfi Hingað til hefur Samfylkingin skipað sér sess sem einn helsti femínistaflokkur landsins, há- heilagri í jafnréttismálum en bæði Vinstri græn og Viðreisn- arfólk. Það er því einstaklega óheppilegt fyrir flokkinn að tveir af forystusauðunum á undanförnum árum hafi ver- ið sakaðir um að áreita kven- fólk. Annars vegar Ágúst Ólafur Ágústsson og hins vegar Helgi Hjörvar. Vegna hins síðarnefnda þurfti Samfylkingin að setja á lagg- irnar sérstaka siðanefnd, líkt og Þjóðkirkjan gerði þegar kvartanir vegna kynferðisbrota klerka byrjuðu að flæða inn. Ekki er loku skotið fyrir að fleiri mál af fjölþreifnum krötum kunni að dúkka upp. Ljóst er að í báðum tilvikum hefði átt að upplýsa fyrr um málavexti. Því hefur forysta flokksins þegar brugðist kjós- endum sínum. Ef Samfylkingin ætlar að halda trúverðugleika sínum í jafnréttismálum verður hún að taka hart og afgerandi á gerendunum og setja þá af sakramentinu. Í hvað fara vegtollarnir? Ríkisstjórnin hyggst nú keyra samgönguáætlun í gegn í skjóli þess að stjórn- arandstaðan er í henglum vegna hneykslismála. Það sem hæst ber á góma í áætluninni eru vegtollar sem munu væntanlega verða settir upp á helstu um- ferðaræðum út og inn á höfuð- borgarsvæðið. Sigurður Ingi samgönguráðherra gefur fögur heit um að tollur- inn renni í „stórt stökk“ í vega- framkvæmdum á suðvestur- horninu, sem ekki er vanþörf á. Í ljósi fyrri reynslu er hins vegar líklegt að tollarnir verði fremur varanlegur tekjupóst- ur fyrir ríkið. Í raun aukaskattur á þá sem nota vegina. Sérstak- lega þá fjölmörgu sem búa í nágrannasveitarfélögunum en starfa í borginni. Til samanburðar má nefna út- varpsgjaldið. Ekki nema brot af því rennur í raun og veru til Ríkisútvarpsins. Restin fer í al- mennan rekstur ríkisins þrátt fyrir að vera kallað útvarpsgjald. Spurning vikunnar Hvað myndir þú gera ef þú ynnir milljarð í lottó? „Ég myndi reyna að hjálpa öllum sem ég gæti“ Bryndís Hagan Torfadóttir „Fjárfesta í fasteignum“ Sindri Sveinsson „Gefa börnunum mínum“ Margrét Blöndal „Byggja hús fyrir útigangsfólk“ Ragnar Breiðfjörð Ágúst Bent

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.