Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2018, Page 60
60 FÓLK - VIÐTAL 14. desember 2018
sef, finn fyrir sársauka alla nóttina.
Sársaukinn stoppar ekki.“
Allar meðferðir og aðgerðir
sem Kjartan fer í eru tilraunir til að
deyfa sársaukann.
„Ég fer í þessar meðferðir, allt
til að reyna að deyfa þetta. Þeir
hafa dælt í mig skuggaefni og sett
á mig sérstakan chili-plástur með
virka efninu í chili-pipar. Plástur-
inn átti að brenna taugarnar til að
tæma taugaboðin en ég upplifði
þá svo mikinn sársauka að ég end-
aði uppi á gjörgæslu. Sársaukinn
var að drepa mig. Hjartslátturinn
og blóðþrýstingurinn var kominn
út fyrir heilbrigð mörk og það
þurfti að deyfa mig svo mikið að
það hægðist á önduninni. Hjúkr-
unarfræðingur þurfti að standa
við rúmið mitt og minna mig á
að anda. Ég lét mig þó hafa þetta
í alls fjögur skipti, bara til að eiga
möguleika á þremur til fjórum vik-
um með minni sársauka. En ekk-
ert virkar, sársaukinn fer aldrei.
Skaðinn er bara svo svakalega
mikill. Ég hef meira að segja farið í
lyfjagjöf þar sem ég fékk ketamín,
sem er hrossadeyfilyf. En það virk-
aði bara í viku.“
Fékk vír í hrygginn
Loksins fundu læknar þó úrræði
sem lofaði góðu. „Ég fékk græddan
í mig sérstakan vír sem er tengdur
við batterí og þræddur í gegnum
hrygginn á mér. Ég þurfti að fara
út fyrst til að prófa vírinn til að
sjá hvort hann hentaði mér. Að-
gerðin var gerð með staðdeyfingu
þar sem ég þurfti að vera vakandi
til að láta lækninn vita hvenær vír-
inn snerti taugina. Eftir prófunina
þurfti ég svo að koma aftur til að
láta koma honum fyrir varanlega.
Með vírinn í mér fann ég fyrir 80
prósent minni sársauka. En svo
færðist hann til og sársaukinn kom
aftur. Vírnum var aftur komið fyrir
á réttum stað en þegar hann færð-
ist aftur sögðu læknarnir mér að of
mikil áhætta væri á að það blæddi
inn á mænuna og því væri ekki
ákjósanlegt að koma honum aft-
ur fyrir. Ef blæddi inn á mænuna
gæti ég lamast eða dáið. Því lét ég,
í samráði við læknana, fjarlægja
vírinn.“
Blóðtappar í lungum
En sársaukinn var ekki eini heilsu-
brestur Kjartans. „Ég hef tvisvar
sinnum fengið blóðtappa í lungun. Í
bæði skiptin skiptu tapparnir hund-
ruðum. Ég var hættur að geta and-
að eðlilega. Fyrst hélt ég að ég væri
bara kominn í svona ofsalega slæmt
form en þegar ég fór upp á spítala
var mér tilkynnt að ég væri nánast
við dauðans dyr.“
Ofsalegur sársauki krefst ofsa-
lega verkjastillandi lyfja og Kjart-
an var þarna kominn á mjög stóran
skammt af morfíni og hafði bætt á
sig rúmlega fimmtíu kílóum vegna
kyrrsetu. „Ég var á skömmtum sem
hefðu líklega nægt til að drepa fíl.
Ég er búinn að vera svo lengi á mor-
fíni að líkaminn hefur myndað þol
gagnvart því. En ég var á morfíni því
annars hefði ég verið öskrandi af
sársauka.“
Kjartan skrapp í frí til Tenerife og
þá fór hann aftur að finna fyrir and-
þyngslum. Þegar hann komst undir
læknishendur kom í ljós að hann var
aftur kominn með fjölda blóðtappa
í lungun. „Eftir að ég fékk blóðtapp-
ana í fyrra skiptið sögðu læknar við
mig að ég þyrfti að fara að hreyfa
mig og grennast. Morfínskammtin-
um mínum var samt haldið óbreytt-
um. Þarna lá ég bara allan daginn
og gerði ekki neitt. Hugsaði bara
að ég myndi byrja að hreyfa mig á
morgun, en lét svo aldrei verða af
því. Svo eftir að ég fékk blóðtappa í
seinna skiptið sá læknirinn, sem ég
lenti á þá, tengsl á milli morfínsins
og tappanna.“
Þurfti að minnka
morfínskammtinn
Læknirinn sagði Kjartani að hann
yrði að minnka morfínskammtinn
og byrja að hreyfa sig. Morfín er
afar ávanabindandi og læknirinn
vissi því að það yrði erfitt fyrir Kjart-
an að minnka skammtinn hjálpar-
laust. „Mér voru gefnir tveir kostir,
að gera þetta sjálfur, eða fara inn
á Vog til að fá aðstoð. Ég ákvað að
fara inn á Vog og þar tókst mér að
trappa mig niður þar til ég tók að-
eins um þriðjung af skammtinum
sem ég var á.“
Kjartan mátti ekki alfarið hætta
á morfíninu því hann þarfnast þess
vegna verkja. Þegar hann fór inn
á Vog var hann enn með vírinn í
hryggnum og þurfti því minna af
verkjastillandi lyfjum. Eftir að vír-
inn var tekinn þurfti svo að að-
laga skammtinn að nýju. „Ég er hjá
verkjateyminu hjá Landspítalan-
um, þau taka við erfiðustu verkjun-
um. Ég er með beina línu við verkja-
hjúkrunarfræðing og það er hringt í
mig að minnsta kosti tvisvar í viku
til að taka stöðuna. Ef eitthvað er
að þá hringi ég í þau og þarf aldrei
að bíða lengi eftir viðbrögðum.
Allt sem ég lendi í er svo alvarlegt.
Venjulegur læknir hefur einfald-
lega ekki tíma fyrir þetta.“
Var orðinn sófakartafla
Áður en að Kjartan slasaðist var
hann í fantagóðu formi. „Þegar ég
slasast var ég um hundrað kíló og
rétt um tólf prósent í líkamsfitu.
Ég hljóp maraþon, ég hljóp hálft
maraþon í sjóstakk, ég lyfti, ég
kleif fjöll, ég gerði allt. Allt. Ég var
í últraformi. Ég var að safna fyrir
alls konar styrktarfélög og hélt úti
síðu þar sem fólk gat heitið á mig
í alls konar tilgangi. Þetta var bara
það skemmtilegasta sem ég gerði.“
Eftir slysið breyttust aðstæður
Kjartans mikið, hann bjó ekki yfir
sömu hreysti og fyrir slysið og
fyrir séð að hann yrði aldrei samur.
Það var eðlilega mikið áfall. „Ég
var heppinn að lenda á góðum
lækni sem spurði: „Kjartan þarftu
ekki að tala við einhvern“. Ég var
bara að taka þetta á sjómennsk-
unni, var ákveðinn að fara aftur á
sjó eftir nokkra mánuði, síðan ætl-
aði ég að fara eftir ár, en að lokum
þurfti ég að viðurkenna fyrir sjálf-
um mér að ég færi aldrei aftur á
sjó.“
Læknirinn rak Kjartan í sál-
fræðimeðferð til að vinna úr áfall-
inu og lauk Kjartan henni nýlega.
Bella til bjargar
Þegar Kjartan kom út af Vogi og
hafði minnkað morfínskammtinn
þá þurfti hann að fylgja læknis-
ráði og fara að hreyfa sig. Þá kom
upp sú hugmynd að hann fengi
sér hund. „Ég myndi þurfa að fara
með hann út á hverjum degi.“ Þá
fékk Kjartan Bellu sína. „Ég fékk
hana og fór að hreyfa mig. Síðan
þá hef ég misst um 25 kíló.“
Bella hjálpar Kjartani þó með
meira en hreyfingu. „Eftir að ég
fékk hana þá varð ég ekki leng-
ur jafn einmana. Ég var svo einn
áður, það var hræðilegt.“
Kjartan á góða vini og vanda-
menn, en þeir eru þó uppteknir
af eigin lífi, í vinnu eða skóla, sem
Kjartan getur ekki stundað. „Ég
vildi gjarnan geta unnið í kannski
svona 2–3 tíma á dag, bara upp á
félagsskapinn.“ En vinna getur haft
neikvæð áhrif á örorkubætur og
myndi líka valda Kjartani auknum
sársauka. Til hvers að leggja það
á sig að upplifa meiri sársauka og
mögulega lenda í veseni með ör-
orkubæturnar?
Bella léttir líka lundina. Hún
hjálpar Kjartani að dreifa hugan-
um frá sársaukanum og bætir geð
með brosmildi og hlýju. „Vírinn er
farinn og ég er orðinn svo verkj-
aður aftur. Ég get því orðið mjög
pirraður. Undanfarið hefur líka
verið mikið álag á mér og líðan-
in eftir því. Þá þarf ég oft bara eitt
bros frá henni Bellu, eða knús, til
að líða betur.“
Smitandi gleði
Bella unir athygli blaðamanns
vel og meðan á viðtalinu stend-
ur hefur hún fyllt skó af leikföng-
um, stillt sér upp fyrir myndatöku
og náð sér í knús hjá Kjartani. Það
er auðvelt að skilja hvað Kjartan
meinar þegar hann segir að Bellu
fylgi mikil gleði. „Bella bjargaði
lífi mínu. Ég hefði verið dauður úr
offitu eða einhverju öðru.“
Til að þakka Bellu ákvað Kjart-
an að hún skyldi fá að eiga frábært
líf. Hún er alin á fínasta hráfæði og
Kjartan fer með hana í göngutúr
tvisvar á dag. Hann hefur meira
að segja útbúið 20 metra langan
taum svo Bella hafi meira svigrúm
til að hlaupa og kanna heiminn í
göngutúrum.
Bella er hvers manns hugljúfi
og fagnar öllum ákaft sem verða
á vegi hennar. En hún er líka mik-
ill dýravinur. „Það eru tveir svanir
á Vífilsstaðavatni sem koma alltaf
til okkar þegar ég og Bella kom-
um upp að vatninu. Ég er búinn
að nefna þá Rómeó og Júlíu. Þeir
synda nánast alveg til okkar til að
heilsa upp á Bellu. Ef hún sér hesta
þá missir hún sig úr gleði. Þeir
skokka til okkar þegar við kom-
um nálægt girðingunni og heilsa
henni. Bella hleypur og hleypur
og finnst þetta ægilega gam-
an á meðan þeir leika við hana
yfir girðinguna, hún geltir ekki á
þá eða neitt, heldur virðist bara
hugsa „vá nýju bestu vinir mínir,
risa stórir hundar“.
Við ferðumst líka rosalega mik-
ið. Ég er með fellihýsi og hún sef-
ur með mér þar. Í sumar fórum
við í tíu útilegur og í þeirri síð-
ustu vorum við í heila viku. Bella
er búin að heimsækja alla helstu
ferðamannastaði landsins. Hún
er eigin lega aldrei ein, hún getur
verið ein en það er sjaldan þörf á
því. Í þessu fáu skipti sem hún er
ein heima þá fer hún bara og legg-
ur sig. Hún er svo rosalega glöð að
ég verð líka glaður.“
Er gífurlega þakklátur
Það er lán fyrir Kjartan að eiga
góða að. Fyrir það er hann gífur-
lega þakklátur. Þakklátur Bellu,
fjölskyldu og vinum og þakklát-
ur fagaðilum í heilbrigðiskerf-
inu. Fyrrverandi vinnuveitendur
hans hjá útgerðinni Ósi ehf. hafa
einnig verið honum ómetanlegur
stuðningur. „Útgerðin hefur stað-
ið með mér í fimm ár, alltaf. Skipt-
ir engu máli hvað það er, þeir eru
alltaf til í að hjálpa. Þeir hafa sam-
band við mig að minnsta kosti
einu sinni í viku. Ég vann hjá þeim
í tuttugu ár. Ég var ekki bara ein-
hver kennitala á pappír heldur er
þeim virkilega annt um mig. Síð-
an hefur 66°Norður séð mér fyrir
útivistarfatnaði og þeim er ég líka
mjög þakklátur.“
Kjartan Þór var venjulegur ís-
lenskur sjómaður, jafnvel óvenju-
lega hraustur íslenskur sjómaður.
Í dag glímir hann við krónískan
sársauka og er óvinnufær. Ekkert
er sjálfgefið í lífinu, sérstaklega
ekki heilsan, en blessuð dýrin geta
verið ljós okkar í myrkrinu. Bella er
glaðvær félagi sem styður Kjartan í
gegnum stöðugan sársauka. Kjart-
an er ákaflega heppinn með hund,
og að sama skapi er Bella líka ákaf-
lega heppin með eiganda. nHafnargata 19 • Ryekjanesbæ s: 421 4601 • www.rain.9is • rain@rain.is
Borðapantanir í síma: 421-4601/893-2082
Það er árleg hefð í sögu Ráarinnar
að vera með skötuhlaðborð
í hádeginu á Þorláksmessu og
verður engin undantekning á því
þetta árið
Við komum til með að bera fram
skötu einslengi og birgðir
endast á þorláksmessu.
3.900 kr.
Skötuhlaðborð
á Ránni
23. desember
VERIÐ VELKOMIN
„Hún er svo
rosalega
glöð að ég verð
líka glaður