Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2018, Side 66

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2018, Side 66
66 14. desember 2018 Á rið 1974 var bjarndýr skot­ ið í Fljótavík á Vestfjörð­ um. Átti það ekki nema þrjá til fjóra metra ófarna til manna þegar því var veitt eftir­ tekt. Frá þessu segir meðal annars í nýútkominni bók, Hvítabirnir á Íslandi, en í henni fjallar höf­ undurinn, Rósa Rut Þórisdóttir, um alla landgöngu bjarndýra hér á landi, allt frá landnámi til okk­ ar dags, með viðkomu í þjóðsög­ um um þessar grimmu skepnur og sagnir ýmiss konar. En áfram með frásögnina af bjarndýrinu í Fljóta­ vík. Björninn hnusaði af dyrunum Það var laugardaginn 18. maí að Helgi Geirmundsson skipstjóri, Jón Gunnarsson trésmiður og Ingólfur Eggertsson útvarpsvirki fóru ásamt eiginkonu Ingólfs, Herborgu Vern­ harðsdóttur, syni þeirra Herði, sex­ tán ára, og tveimur öðrum drengj­ um, Magnúsi, syni Jóns, og Helga, báðum ellefu ára, á vélbát frá Ísa­ firði norður í Fljótavík. Strax eftir lendingu fór Herborg með drengina inn að sumarhúsi þeirra að Atla­ stöðum en karlmennirnir fóru að slysavarnaskýlinu til að huga að jeppabifreið sem þar stóð og var í eigu þeirra. Þar sem þeir hlustuðu á útvarpið og dyttuðu að jeppanum varð einum þeirra skyndilega litið upp og sá þá bjarndýr nokkra metra frá þeim. Mönnunum brá mikið við þetta og snöruðust inn í skýlið. Þeim tókst að grípa haglabyssu með sér inn í skýlið en skotin urðu eftir úti. Úr skýlinu náðu þeir talstöðvar­ sambandi við Ísafjörð þar sem þeir sögðu frá aðstæðum sínum og voru strax gerðar ráðstafanir til að ná í flugvél og senda menn norður til að vinna á dýrinu. Helgi Geirmunds­ son sagði blaðamanni Vísis að þeim hefði ekki liðið vel lokuðum inni í skýlinu á meðan björninn hnus­ aði af dyrunum. Mestar áhyggjur höfðu þeir þó haft vegna Herborgar og drengjanna sem voru í sumar­ bústaðnum í tveggja og hálfs kíló­ metra fjarlægð og hefðu alltaf getað tekið upp á því að fá sér göngutúr í góða veðrinu til að líta eftir þeim og gengið þannig beint í flasið á dýrinu. Að lokum náðu þeir þó í skotin og felldu björninn. Át appelsínur og franskbrauð Helgi Geirmundsson lýsti atburðin­ um á eftirfarandi hátt: „Við komum norður í Fljótavík svona um hálf tólf og vorum búin að vera þar í rúmar tvær klukkustundir þegar við sáum bjarndýrið. Það hlýtur að hafa kom­ ið utan frá Kögri. Líklega hefur það heyrt til okkar og runnið á hljóðið. Hins vegar veittum við því enga eft­ irtekt þegar það kom að. Það heyrð­ ist ekkert í því og við vissum ekki af neinu því sem var í kringum okkur þar sem við vorum önnum kafnir við að setja vél í jeppaskrifli sem við höfðum með okkur frá Ísafirði. Jepp­ ann höfum við þarna til að létta okk­ ur ganginn. Bangsi hélt okkur þannig inni í hálftíma meðan hann þefaði úti fyrir dyrum, vitandi vel af okk­ ur inni fyrir. Við heyrðum í gegn­ um dyrnar andardráttinn í honum fyrir utan. Þegar hann fékk leið á að skoða dyrnar fór hann í dótið okkar. Át þar appelsínur og gleypti heilt franskbrauð en annað fann greyið ekki. Ferðaútvarpstækið okkar vakti mikla athygli hans. Hann hlustaði vendilega eftir músíkinni og velti tækinu um koll með hrömmunum. Svo vék hann sér nægilega frá til þess að ég taldi óhætt að freista þess að ná til úlpunnar og þá var ég ekki höndum seinni að smella skoti í ein­ hleypuna. Og eins og færið var stutt þá var ekki vandinn að sálga bangsa. Ég sendi honum kveðjuna beint í hausinn. Það dugði. Að vísu sendi ég honum annað skot til þess að vera alveg viss því að biðin inni í skýlinu hafði ekki beinlínis verið til þess að róa okkur félagana.“ Vopnið, sem varð ísbirninum að bana, var rússnesk einhleypa af hlaupvídd nr. 12 og skotin voru með ósköp venjulegum „fuglahögl­ um“ eins og Helgi sagði. En heppi­ legt hafði það reynst að hafa byssu­ hólkinn með. „Já, það var nú annars meiri tilviljunin,“ sagði Helgi blaða­ manninum. „Ég hef farið í þetta sumarhús fjölskyldunnar á hverju ári frá því að ég man bara eftir mér og aldrei nokkurn tíma hef ég haft með mér byssu. En mest fyrir ein­ hverja gleymsku hefur þessi byssa verið í bátnum hjá mér um skeið en hins vegar engin skotfæri í hana. Þegar við vorum svo að fara í gær­ morgun mundi ég allt í einu eftir byssunni og því að engin voru í hana skotin. Þá datt mér allt í einu í hug að hlaupa inn og sækja nokkur skot sem ég stakk í úlpuvasann. Það var meiri happahugsunin.“ Stoppaður upp Jón Gunnarsson, sem einnig skaut á dýrið, rifjar upp atburðinn nokkrum árum seinna. Hann segir að þeir hafi verið hræddir um að bjarndýr­ ið myndi brjóta upp dyrnar á skýl­ inu, eins og hann þekkti til af sögum að hefði gerst, eða ráðast á drengina sem líklegir voru til að kalla á þá í mat og höfðu ekki hugmynd um bjarn­ dýrið. Mikil spenna hafi því verið í skýlinu. Þeir hafi mikið spekúlerað í hvað væri best að gera í stöðunni þar sem byssan var inni hjá þeim en skotin fyrir utan þar sem björninn var. Datt þeim meðal annars í hug að góma björninn í net sem þeir höfðu haft utan um bílvélina, komast með það upp á þakið og kasta yfir björn­ inn. Endirinn var eins og áður sagði að þeir komust út, náðu í skotin og brutu síðan rúðu á skýlinu og skutu björninn þar í gegn. Björninn var hengdur upp í stroffu og fluttur til Ísafjarðar þar sem múg­ ur og margmenni tók á móti honum. Hann var um 180 sentimetra lang­ ur og 200 kíló að þyngd. Ísafjarðar­ bær sýndi því áhuga að eignast dýrið en úr varð að Jón E. Guðmundsson stoppaði björninn upp og fór hann svo á Íslenska dýrasafnið í Reykja­ vík og þaðan í Safnahúsið á Selfossi. Jón Gunnarsson segir að það hafi ekki verið fjallað mikið um þessa lífsreynslu þeirra á þessum tíma. Þó muni hann eftir því að einhver „jóla­ kálfur“ úr Háskólanum hafi skrifað grein og skammað þá fyrir að hafa skotið greyið. Þessum manni var aldrei svarað og segir Jón að varla sé nokkur svo vitlaus að klappa bjarn­ dýri til að vita hvort það bíti. n TÍMAVÉLIN Mottur setja punktinn yfir i-ið á heimilinu. Persía er sérdeild innan Parka með stök teppi og mottur. Við bjóðum upp á sérvalin handhnýtt austurlensk teppi og fjölbreytt úrval af vönduðum vélofnum gervi- og ullarteppum. Bjóðum aðeins það besta fyrir þig. Parki ehf. • Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • www.parki.is • parki@parki.is • sími: 595 0570 VIÐARPARKET • UTANHÚSSKLÆÐNINGAR • VÍNYLPARKET • FLÍSAR • HURÐIR • TEPPI • KERFISLOFT • HARÐPARKET • INNRÉTTINGAR BJARNDÝR SKOTIÐ Í FLJÓTAVÍK „Bangsi hélt okkur þannig inni í hálftíma meðan hann þefaði úti fyrir dyrum, vitandi vel af okkur inni fyrir. n Börnin í hættu n Bangsi stoppaður upp og settur á safn Björninn fallinn Fljótavík á Ströndum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.