Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2018, Qupperneq 76

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2018, Qupperneq 76
76 FÓLK 14. desember 2018 Dragháls 14-16 Sími 412 1200 110 Reykjavík www.isleifur.is Straumhvörf í neysluvatnsdælum Grundfos Scala 3-45 Álagsstýrð, heldur jöfnum þrýsting og hljóðlát. Dregur vatn allt að 8 metra Innbyggð þurrkeyrsluvörn Afkastar 8 aftöppunar stöðvum DV velur Mann ársins 2018 og gefst lesendum DV kostur á að taka þátt í valinu. Valið stendur á milli 20 einstaklinga af öllum kynj- um, sem vakið hafa mikla athygli í fréttum ársins. Netkosning hefst á DV.is í dag, föstudaginn 14. des- ember og stendur til miðnættis sunnudaginn 16. desember. Val lesenda á Manni ársins 2018 verður birt í helgar- blaði DV föstudaginn 21. desember. Þeir einstaklingar sem valið stendur á milli eru eftir- taldir í stafrófsröð: DV VELUR MANN ÁRSINS 2018 - TAKTU ÞÁTT Í VALINU Arnór Sigurðsson er aðeins 19 ára og okkar helsta von á knattspyrn- usviðinu. Hann leikur með CSKA Moskvu og skor- aði eitt mark og lagði upp annað á móti stórliði Real Madrid í vikunni. Var Arnór í liði umferðarinn- ar í Meistaradeild Evrópu fyrir frammistöðu sína. Áslaug Thelma Einarsdóttir vakti athygli á árinu eftir að henni var sagt upp hjá Orku náttúrunnar, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur. Hún hafði kvartað undan hegðun Bjarna Más Júlíussonar framkvæmdastjóra. Við tók löng barátta við kerfið til að fá skýringar á uppsögninni, barátta sem rataði alla leið á toppinn í borgarkerfinu. Bára (Marvin) Halldórsdóttir var orðin ein umtalaðasta manneskja ársins áður en hún steig fram í dagsljósið. Bára var stödd á Klaustur Downtown Bar þriðjudagskvöldið 20. nóvember þegar hún heyrði sex þingmenn tala niður öryrkja og minnihlutahópa. Í stað þess að leiða það hjá sér ákvað Bára að sitja sem fastast og taka upp samræðurnar á símann sinn. Upptökurnar sendi hún fjölmiðlum undir dulnefninu „Marvin“. Á upptökunum heyrast þingmenn tala um samþingmenn sem „tíkur,“ og „kuntur“ og hæðast að þeim sem minna mega sín. Nú hefur Bára verið boðuð fyrir héraðsdóm og á yfir höfði sér refsingu fyrir uppátækið. Bára Tómasdóttir og Óskar Vídalín Einar Darri, sonur þeirra Báru og Óskars, lést aðeins 18 ára gamall í maí á þessu ári eftir neyslu róandi lyfja. Í kjölfarið setti fjölskylda Einars Darra á laggirnar minn- ingarsjóð sem styrkir baráttuna #égábaraeittlíf sem berst gegn fíkniefnum, með áherslu á misnotkun lyfja meðal ungmenna á Íslandi. Bjarki Már Sigvaldason og Ástrós Rut Sigurðardóttir Bjarki Már hefur gengið í gegnum ótrúlega erfiðleika en hann greindist með krabbamein fyrir sex árum. Fyrir um þremur mánuðum eignaðist hann dóttur ásamt eiginkonu sinni, Ástrós Rut Sigurðardóttur. Viðtal við Bjarka og Ástrós vakti mikla athygli þegar hann greindi frá því að ný æxli hefðu myndast í heila. Ekki er hægt að skera meinin burt og er Bjarki hættur á lyfjum. Var viðtalið bæði átakanlegt og fallegt og hægt að draga mikinn lærdóm af þessum ungu hjónum um hvernig tekist sé á við lífið. Einar Hansberg reri 500 kílómetra róður á 50 klukkustundum í CrossFit Reykjavík til styrktar Kristínu Sif Björgvinsdóttur og börnum hennar og til að vekja athygli á Útmeða og Píeta sjálfsvígssamtökunum. Með framtakinu minnti Einar á að engum á að líða illa og sitja einn uppi með það. Tölum við einhvern og nýtum þau úrræði sem eru í boði. Elísabet Margeirsdóttir langhlaupari vann nýlega það afrek, fyrst íslenskra kvenna, að hlaupa 40 maraþon á fjórum sólarhringum í Góbíeyðimörkinni í Kína. Utanvegahlaup eru ær og kýr Elísabetar, sem er frábær fyrirmynd og sterk bæði líkamlega og andlega í sinni íþrótt. Freyja Haraldsdóttir hefur staðið sig frábærlega í baráttunni fyrir réttindum fatlaðra hér á landi. Hún hefur þurft að þola mikið mótlæti á árinu, fyrst þegar hún var upplýst um smánandi myndir af sér í lokuðum hópum á samfélagsmiðlum, svo þegar hún tapaði máli gegn Barnaverndarstofu um að fá að gerast fósturforeldri. Svo í lok árs var hún ein af þeim fjölmörgu sem voru tekin fyrir af þingmönnunum sex á Klaustur Bar. Freyja lét engan bilbug á sér finna og skilaði skömminni þangað sem hún á heima. Einar Hansberg Árnason
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.