Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2018, Page 78

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2018, Page 78
78 FÓLK 14. desember 2018 Áskriftarklúbbur DV Meðlimir áskriftarklúbbs DV framvísa aðildarkorti sem er í gildi hverju sinni til að nýta sér þau tilboð og fríðindi sem eru í boði hverju sinni fyrir áskrifendur DV. Áskriftarklúbbur Áskriftarklúbbskorti ð gildir til 31.12.201 8 Wizar lock Wizar lock Leður 239.900 kr. Áskriftarklúbbsverð 179.925 kr. Wizard lock Tau 199.900 kr. Áskriftarklúbbsverð 149.925 kr. T I L B O Ð DV O G VO G U E ÁSKRIFTARKLÚBBA- Tilboðið gildir til áramóta. F Y R I R H E I M I L I Ð Síðumúla 30 - Reykjavík / Sími 533 3500 Hofsbót 4 - Akureyri / Sími 462 3504 Guðmundur Ragnar Magnússon sigmaður hjá Landhelgisgæslunni tók þátt í björgunaraðgerðum við afleitar aðstæður í Helguvík þegar sementsflutningaskipið Fjordvik strandaði á leið til hafnar. Um borð var fjórtán manna áhöfn og hafnsögumaður frá Reykjaneshöfn. Það var hlutverk Guðmundar að síga niður í skipið, stjórna aðgerðum þar og koma öllum heilum og höldnu upp í þyrluna. Rifbeinsbrotnaði hann þegar hann seig fyrstu ferð í skipið, en harkaði af sér þar til björgunar- aðgerðum var lokið. Gunnar Nelson MMA-kappi hefur vakið mikla athygli fyrir íþróttaafrek sín, nú síðast sigurinn á Alex Oliveira, sem fleytti Gunnari upp um tvö sæti á UFC-listanum í hans þyngdarflokki. Þó að sitt sýnist hverjum um hvort íþróttin eigi rétt á sér eða ekki, þá er Gunnar einn af okkar fremstu íþrótta- mönnum, traustur, staðfastur og hógvær. Heiðveig María Einarsdóttir kokkur á Engey og viðskiptalögfræðingur frá Bifröst, hristi upp í karllægu veldi Sjómannafélags Íslands, þegar hún bauð sig fram til embættis formanns félagsins. Uppi varð fótur og fit hjá stjórninni sem setið hafði óáreitt í stólum sínum um árabil og varð niðurstaðan sú að reka Heiðveigu úr félaginu. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra þykir sýna einstakan skörungsskap í starfi sínu, og nýtur hún mikils álits og trausts meðal kjósenda. Frammistaða hennar í viðtali tengdu Klaustursmálinu þykir sýna vel þá leiðtogakosti sem Lilja býr yfir, eitthvað sem Íslendingar þurfa á að halda nú, eins og alltaf. Sanna Magdalena settist í borgarstjórn fyrir Sósíalistaflokkinn í maí. Vakti hún mikla athygli í kosningabarátt- unni og stal hverju atkvæðinu á fætur öðru af fjórflokknum. Síðan þá hefur hún látið gott af sér leiða og barist fyrir hönd þeirra sem ekki hafa rödd í samfélaginu. Þá hefur það einnig gríðarleg áhrif að kona sem er dökk á hörund og alin upp í fátækt hafi orðið borgarfulltrúi. Þannig er Sanna fyrirmynd og sýnir að allir geta haft áhrif, og þá til góðs. Skúli Mogensen forstjóri flugfélagsins WOW air hefur verið mikið í kastljósinu á árinu. Hefur hann sýnt mikla baráttu við að reyna að bjarga flugfélaginu. Um tíma leit út fyrir að WOW myndi sameinast Icelandair Group. Úr því varð ekki og tóku þá við viðræður við Indigo Partners. Í kjölfarið varð að segja upp fjölda starfsmanna en Skúli neitar að gefast upp og segir að um sé að ræða eitt skref aftur á bak en síðan verði tekin tvö stór skref áfram. Sólveig Anna Jónsdóttir Fáir vissu hver hún var í byrjun árs, hún starfaði á leikskóla þegar hún kom, sá og sigraði í formannskjöri Eflingar, eins stærsta stéttarfélags landsins, í vor. Hún talar tæpitungulaust um stöðu verkafólks og kjör, og hikar ekki við að láta auðvaldið heyra það. Stefán Karl Stefánsson Stefán Karl snerti hjörtu íslensku þjóðarinn- ar, bæði sem leikari og sem ötull baráttu- maður gegn einelti. Hann lést 21. ágúst á þessu ári eftir tveggja ára baráttu við illvígt gallgangakrabbamein. Áður en hann lést var hann sæmdur riddarakrossi fyrir fram- lag sitt til íslenskrar leiklistar og samfélags. Hann lætur eftir sig eiginkonu, Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur, og fjögur börn. Sunna Elvíra Þorkelsdóttir upplifði martröð á Spáni þegar hún lam- aðist eftir fall og sambýlismaður hennar var handtekinn grunaður um innflutning á eiturlyfjum. Sunna man lítið eftir því sem gerðist. Hún er nú komin heim og hefur með mikilli baráttu, eljusemi og fyrst og fremst einstakri jákvæðni tekið miklum framför- um. Þrátt fyrir öll áföllin sést Sunna aldrei öðruvísi en með bros á vör. Sævar Ciesielski og fjölskylda hans Niðurstaða fékkst loks í Guðmundar- og Geirfinnsmálið á árinu, þó að því máli muni í raun aldrei ljúka. Á haustmánuðum voru allir sakborningar sem tengdust þessum málum sýknaðir. Sævar barðist lengi fyrir endurupptöku á málinu en fékk aldrei að upplifa þennan dag. Börn hans tóku við kyndlinum af föður sínum eftir að hann lést og upplifðu loks eitthvert réttlæti nú í haust en vegferðin var löng og ströng. Í niðurstöðu starfshóps frá árinu 2013 um málið kom fram að það væri hafið yfir allan vafa að játningarnar væru óáreiðanlegar og ungmennin hefðu verið beitt ofbeldi og kúgun til að játa á sig eitthvað sem þau gerðu ekki. Guðmundur Ragnar Magnússon sigmaður hjá Landhelgisgæslunni tók þátt í björgunar- aðgerðum við afleitar aðstæður í Helguvík þegar sem- entsflutningaskipið Fjordvik strandaði á leið til hafnar. Um borð var fjórtán manna áhöfn og hafnsögumaður frá Reykjaneshöfn. Það var hlutverk Guðmundar að síga niður í skipið, stjórna aðgerðum þar og koma öll- um heilum og höldnu upp í þyrluna. Rifbeinsbrotnaði hann þegar hann seig fyrstu ferð í skipið, en harkaði af sér þar til björgunaraðgerðum var lokið. Þórdís Elva Þorvaldsdóttir hefur lifað ótrúlegt ár. Hún er rithöfundur, fyrirlesari, aktívisti og femínisti. Þá eignað- ist Þórdís Elva tvíbura fyrir tímann og var lengi rúmliggjandi og mátti vart hreyfa legg né lið en á sama tíma var hún afar áberandi í jafnréttisbaráttu og við að vekja athygli á reynslu kvenna af kynbundnu ofbeldi og fleiri mikilvægum málum sem snerta okkur öll.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.