Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2018, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2018, Side 2
2 28. desember 2018FRÉTTIR hlutir sem gerðust ekki 2018 en hefðu átt að gerast Það gerðist ótrúlega margt á árinu sem er að líða. Það eru hins vegar ótal hlutir sem hefðu átt að gerast, DV tók saman nokkra hluti. Ísland hefði átt að ná lengra á HM í knattspyrnu karla í Rússlandi. Þetta var okkar fyrsta HM og miðað við hvernig EM þjappaði þjóðinni saman þá hefðum við átt að ná upp í 16 liða úrslit. Frans páfi hefði átt að koma til Íslands. Það er langt síðan páfi kom síðast. Verð á hlutum sem okkur langar í hefði mátt lækka á sama degi og heimsmark- aðsverð. Það hækkar yfirleitt samdægurs þegar heimsmarkaðs- verð hækkar, það ætti að lækka einu sinni þegar það lækkar. Stjórnmálamaður hefði mátt segja af sér. Skiptir ekki máli í hvaða flokki eða fyrir hvað, má líka vera embættismaður. Bara einhver að segja af sér einu sinni. Það hefði mátt gerast eitthvað yfirnáttúru- legt sem hægt væri að sanna að hefði átt sér stað. Til dæmis ef ein geimvera hefði lent, vampíra stigið fram (ekki í dagsljósið samt) eða alvöru draugur náðst á myndband. Það hefði sett mikinn svip á árið. Á þessum degi, 28. desember 1308 – Valdaskeið Hanazono keisara hefst í Japan. 1836 – Spánn viðurkennir sjálfstæði Mexíkó og undirritar Santa-María- Calatrava-samninginn. 1895 – Wilhelm Röntgen gefur út ritgerð þar sem upplýst er um uppgötv- un hans á nýrri tegund geislunar, sem seinna fær nafnið X-ray, og við þekkjum sem röntgengeisla. 1879 – Miðhluti Tay járnbrautarbrúar- innar í Dundee í Skotlandi hrynur þegar lest fer þar um og 75 manns missa lífið. 1989 – Um 5,6 stiga jarðskjálfti ríður yfir Newcastle í Nýju-Suður-Wales í Ástralíu. Þrettán manns farast. Síðustu orðin „Svona, svona, minn kæri, nú er ekki rétti tíminn til að afla sér óvina.“ – heimspekingurinn Voltaire (1694-1778) þegar prestur hvatti hann á dánarbeðinum til að afneita tilvist djöfulsins. Úti er ástarævintýri „Ástin dugir að eilífu,“ sungu Páll Óskar og Unun, en sú er ekki raunin. Samböndum manna er stundum ætlaður aðeins afmarkaður tími og tíma þessara para lauk á árinu. Greint var frá skilnaði Svölu Björgvins og Einars Egilssonar í september en þau höfðu geng- ið saman í gegnum súrt og sætt í rúmlega tuttugu ár. Í lok sept- ember opinberaði Svala að hún væri komin með nýjan ástmann. Sá heppni er hinn 23 ára gamli Guðmundur Gauti Sigurðarson. Samfélagsmiðlastjarnan Lína Birgitta Camilla Stefánsdóttir og söngvarinn Sverrir Bergmann hættu saman í byrjun árs. Orðróm- ur hafði gengið manna milli um sambandsslitin um tíma uns Lína staðfesti þau á samfélagsmiðlum. „Það hvarflaði ekki að mér að það væri hægt að eiga gott og fallegt „breiköpp“ við neina manneskju. Ég verð að segja að það er svo mikil virðing og svo mikill kærleikur og við erum svo góð við hvort annað,“ sagði Lína og bætti svo við að hún og Sverrir væru þrátt fyrir allt bestu vinir. Margt getur breyst á einu ári og í dag er Sverrir í sambúð með Kristínu Evu Geirsdóttur, sér- fræðingi í flugöryggis- og flugverndarmálum. Sigríður Elva og Teitur Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir, fréttakona á K100, og fyrrver- andi fréttamaðurinn Teitur Þorkelsson tilkynntu um skiln- að í október eftir 18 ára sam- band. Þau eiga eitt barn saman. Friðrika Hjördís Geirsdóttir, fjölmiðlakona og matgæðingur, og Har- aldur Örn Ólafsson, pólfari og ævintýramaður, slitu sambandi sínu í haust eftir þriggja ára samband. Sem par lögðu þau stund á mikla útivist saman, klifu fjöll og klæddust úlpum, ætli þau skilin hangi þá inni á hlýrabolum? Hildur Eir Bolladóttir, prestur í Akur- eyrarkirkju, og Heimir Haraldsson eru skilin. Hildur tilkynnti það í færslu á Facebook í nóvember. „Við Heimir erum skilin eftir 20 ára samfylgd og 18 ára hjónaband sem gat af sér tvo undur- samlega drengi og óendanlega dýrmæta vináttu sem við hjónaleysin ætlum svo sannarlega að rækta um ókomna tíð,“ sagði Hildur svo fallega um skilnaðinn. Hildur tók líka fram að gefnu tilefni að hún væri ekki samkynhneigð og ekki kominn á Tinder. En það var þá. Nú er kom- inn mánuður frá opinberuninni og raunin gæti verið önnur í dag. Sunna Elvíra og Sigurður Sunna Elvíra vann hug og hjörtu Íslendinga eftir að hafa lamast í hörmulegu slysi á Spáni í janúar. Hún skildi í maí við eiginmann sinn, Sigurð Kristinsson, en hann er einn sakborninga í umfangsmiklu smyglmáli sem kennt er við Skáksamband Íslands. Málið varðaði sex kíló af amfetamíni sem smyglað var til landsins í skákgripum og sent á Skáksam- band Íslands til að vekja ekki grunsemdir. Rétt er að taka það fram að Skáksamband Íslands hafði ekkert með málið að gera. Svala Björgvinsdóttir og Einar Egilsson Rikka og Haraldur Lína Birgitta og Sverrir Bergmann Hildur Eir og Heimir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.