Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2018, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2018, Qupperneq 6
6 FÓLK - VIÐTAL 28. desember 2018 H ljómsveitin Lights on the Highway var stofnuð síð­ sumars árið 2003 af söngv­ aranum Kristófer Jenssyni og gítarleikaranum Agnari Eld­ berg, Kristó og Agga eins og þeir eru kallaðir. Þeir höfðu þekkst lengi og voru báðir að leita sér að nýju verkefni. Fengu þeir afnot af hljóðveri í Hafnarfirði þar sem þeir tóku upp fimm lög. Skömmu síð­ ar gekk bassaleikarinn Karl Daði Lúðvíksson til liðs við sveitina og urðu þeir órafmagnað tríó. Lights on the Highway spil­ aði í kjölfarið á litlum kaffihúsum um alla Reykjavík og varð hluti af vissri senu sem var þá í gangi. Í þeirri senu voru einnig Pétur Ben, Tender foot, Indigo, Mood Company og fleiri tónlistarmenn. Haugasjór af hálfkláruðu efni Á Hróarskelduhátíðinni árið 2004 bættist trymbillinn Þórhallur Reynir Stefánsson í hópinn. Hann og Kristófer voru þá fyrir tilviljun saman í tjaldbúðum. Þegar heim var komið var stungið í samband og fyrsta platan tekin upp í Stúdíó Grjótnámunni. Seinna bættist í hópinn Stefán Gunnlaugsson á hljómborð en einnig hafa fleiri gít­ arleikarar verið í bandinu í gegn­ um tíðina, þeir Gunnlaugur Lár­ usson, Konráð Bartch og Bjarni Þór Jensson. Þeir munu allir koma fram á tónleikum sveitarinnar á Hard Rock dagana 29. og 30. des­ ember. Hvaðan kemur nafnið? Kristó: „Nafnið kom í rauninni mjög fljótlega eftir að við Aggi tók­ um upp fyrstu upptökurnar. Við vorum að keyra einhvers staðar og að hlusta á upptökurnar þegar þessi hugmynd kom upp sem nafn á verkefnið. Okkur fannst þetta lýsa tónlistinni ágætlega, eða alla­ vega sáum við það fyrir okkur að það væri svona pínu „roadtrip“ fíl­ ingur í þessu.“ Árið 2012 flutti Aggi til Banda­ ríkjanna og þá lagðist hljómsveitin í híði. Aggi segir að þeir hafi ekki náð að flétta neinu almennilega saman síðan en engan þeirra hafi langað til að hætta að starfa saman í tónlist. Er nýtt efni á leiðinni frá ykkur? Aggi: „Það er til alveg haugasjór af hálfkláruðu efni og okkur langar mjög mikið að gera þriðju plötuna. Svo er að reyna að mauka eitthvað úr þessum vilja, þannig að það er ekkert að fara koma á næstu vik­ um eða mánuðum, en vonandi sem fyrst.“ Týndist í lest Lights on the Highway spilaði mest hér heima en hefur einnig komið fram á erlendri grundu. Kristó: „Ég get ekki sagt að við höfum túrað mikið erlendis en við gerðum þó eitthvað af því á sín­ um tíma. Þá eingöngu í Bretlandi en þar höfum við spilað á alls kon­ ar stöðum, allt frá hryllilegustu klósettum upp í sögufræga staði eins og The Marquee og London Astoria.“ Aggi: „Við spiluðum ekki eins mikið erlendis og við hefðum átt að gera. Eftir að hafa búið í Banda­ ríkjunum í nokkur ár sé ég alveg að við gætum rúllað þessu upp þar og sópað undir teppið. En það skiptir oft ekki máli hvað þú kannt heldur hvern þú þekkir, því miður.“ Getið þið nefnt einhver skemmtileg atvik sem upp komu á tónleikaferðalagi? Kristó: „Mér er minnisstætt þegar við vorum að taka síðustu lestina heim eftir gigg í London. Allir orðnir mjög þreyttir og með allt dótið okkar í lestinni. Þegar við komum á lestarstöðina okkar stig­ um við allir út úr lestinni, nema Ásgeir sem var eins konar tour­ umboðsmaður og rótari. Hann varð einhverra hluta vegna einn eftir þegar dyrnar lokuðust og við horfðum á eftir honum. Við viss­ um reyndar líka að síminn hans væri straumlaus þannig að við gát­ um bara vonað að hann rataði aft­ ur upp á hostel þar sem við vor­ um með herbergi. Ég man síðan eftir að við sátum einhverjir fyrir utan til þess að bíða eftir og vona að hann skilaði sér. Þá tók að heyr­ ast íslenski þjóðsöngurinn með einhverju furðulegu flauti í fjarska. Viti menn, þar birtist Ásgeir, búinn að æfa sig í að flauta þjóðsönginn á einhverja furðulega fuglaflautu sem hann hafði keypt fyrr um daginn. Hann hafði þá gengið frá næstu lestarstöð, sem var líklega um klukkutíma gangur, flautandi þjóðsönginn alla leið.“ Hver er helsti munurinn á ís- lenskum og erlendum aðdáend- um? Aggi: „Það er ekki svo mikill munur á aðdáendunum sjálfum. En tónlistarsenan á Íslandi er mjög svo fjölbreytt og tónlistar­ menn gera í því að mynda sinn eigin hljómheim. Erlendis eru mjög margir greinilega að herma eftir því sem er heitt þá stundina.“ Eistnaflug það besta fyrir rokksenuna Áhrifavaldar hljómsveitarmeð­ lima koma úr ýmsum áttum. Má þá helst nefna Bítlana, Elliot Smith og Crosby, Stills og Nash. Hvað er það sem tónlistin gef- ur ykkur? Aggi: „Mér finnst að ég verði að gera músík svo ég verði ekki bara hrikalega þunglyndur.“ Kristó: „Tónlistin er ákveðið tjáningarform. Stundum til að sýna einhverjum hvernig þér líður, hvort sem það er svo raunverulegt eða skáldskapur.“ Er rokksenan betri eða verri í dag en fyrir tíu árum? Aggi: „Sumt mætti betur fara eitthvað langt í burtu. En annað er mjög gott. Ég held að þeir tónlistar menn sem eru ekki trú­ ir sjálfum sér viti upp á sig sökina en hinir megi vera ánægðir áfram. Svo vorkenni ég þeim sem þekkja ekki muninn þar á milli.“ Kristó: „Ég held reyndar að það besta sem gat komið fyrir rokk­ senuna á Íslandi var Eistnaflug. Það gaf svolítið „boost“ í annars meira hulda senu sem hefur svo sem alltaf verið til staðar. Rokk­ senan sem slík þarf enga hjálp, þetta gengur allt saman í hringi hvort eð er.“ Með suð í eyrum Lights on the Highway kom síð­ ast saman árið 2015 og tók þá lít­ inn túr um Ísland. Þá tróðu þeir upp á skemmtistöðum í Reykjavík, Græna hattinum á Akureyri og á Eistnaflugi. Aggi hefur ekki komið til Íslands síðan. Kristó segir: „Það er í raun Stebba á Hard Rock að þakka að við höfum látið verða af þessu, bæði þá og núna, en við ætlum að halda tvenna tón­ leika á Hard Rock núna. Miða­ salan er í gangi á tix.is en þegar er uppselt á fyrri tónleikana og örfáir miðar eftir á þá seinni. Við erum reyndar alveg orðlausir yfir við­ brögðunum sem við höfum feng­ ið.“ Hvernig ætlið þið að eyða ára- mótunum? Aggi: „Örugglega bara í kósí eftir þessi tvö kvöld með suð í eyrum að sprengja.“ Kristó: „Með fjölskyldu og vin­ um í Eyjum.“ n Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is Komdu í BÍLÓ! KIA SPORTAGE EX nýskr. 03/2017, ekinn 58 Þ.km, diesel, sjálfskiptur. Flott eintak! TILBOÐSVERÐ 3.660.000 kr. Raðnúmer 258417 AUDI A3 E-TRON DESIGN nýskr. 06/2017, ekinn 23 Þ.km, bensín/rafmagn, sjálfskiptur. Talsvert af aukahlutum, glæsilegt eintak! Verð 4.190þkr. TILBOÐ 3.990.000 kr. Raðnr 258730 ÓSKUM EFTIR BÍLUM Á SÖLUSKRÁ - LAUS STÆÐI HONDA CR-V EXCECUTIVE nýskr. 02/2008, ekinn 133 Þ.km, bensín, sjálfskiptur, leður, einn eigandi. Verð 1.390.000 kr. Raðnúmer 258884 TOYOTA LAND CRUISER 150 GX 35“ nýskr. 06/2014, ekinn 82 Þ.km, dísel, sjálfskiptur, nýlega 35“ breyttur. Verð 7.440.000 kr. Raðnúmer 258819 FORD F350 KING RANCH 4X4 nýskr. 01/2008, ekinn 174 Þ.km, dísel, sjálfskiptur, pallhús, 35“ dekk. Verð 3.490.000 kr. Raðnúmer 288297 TIL BO Ð TIL BO Ð Bílafjármögnun Landsbankans Týndu meðlim í London n Lights on the Highway snýr aftur n Eiga mikið af ókláruðu efni Guðni Einarsson gudnieinarsson@dv.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.