Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2018, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2018, Síða 24
24 UMRÆÐA Sandkorn 28. desember 2018 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. Aðalnúmer: 512 7000 Auglýsingar: 512 7050 Ritstjórn: 512 7010 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Framkvæmdastjóri: Karl Garðarsson Aðalritstjóri og ábyrgðarmaður: Kristjón Kormákur Guðjónsson Aðstoðarritstjóri: Einar Þór Sigurðsson Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur Suðurlandsbraut 14 2. hæð 108 Reykjavík FRÉTTASKOT 512 7070 ABENDING@DV.IS 2019 verður að vera betra Þ að er einhver fjandans grámygla yfir öllu. Köld, blaut og snjólaus jól eru að baki og annar hver mað- ur flúði til útlanda til að þurfa ekki að horfast í augu við til- breytingarlausan drungann. Hvað tekur svo við? Jú, rakettu- kaup, sem áður voru okkar helsta þjóðarskemmtun, en eru nú orðin að þrætuepli. Þeim sem ekki kaupa af björgunarsveitunum er brigslað um landráð og þeir sem skjóta upp rakettum yfirhöfuð eru vændir um umhverfisspjöll og dýraníð. Þegar gamlárskvöld kemur dreypum við á ódýru freyðivíni og kveikjum jafnvel í vindli til há- tíðarbrigða. Annálarnir rúlla og við hugsum: Djöfull var þetta ómerki- legt ár. Skaupið er líka lélegt. Svo er orðið mjög kalt úti og krakkarn- ir orðnir allt of þreyttir til að skjóta upp flugeldum. Væl og skæl út í eitt. Svo strengjum við áramóta- heit sem við vitum að við munum aldrei geta staðið við. Byrja í rækt- inni? Endist í tvær vikur í mesta lagi. Hætta að reykja? Tyggjó í viku og svo fall. Gleðilegt nýtt ár, 2019 verður að vera betra. Hvernig væri nú að slaka að- eins á? Hætta að gera svona miklar kröfur? Við þurfum ekki að vera höfðatöluheimsmeistarar í öllu, eiga allt og geta allt. Lífið þarf ekki að vera eitt stórt partí. Það sem skiptir kannski mestu máli er að það þurfa ekki allir að vera sam- mála okkur. Við lifum á öld þar sem við erum í stöðugu kapphlaupi við hvert annað. Við erum einnig í stöðugu talsambandi við hvert annað. Línan er laus, alltaf og um öll málefni. Sama hvort það sé við einhvern sem við þekkjum eða bláókunnugt fólk. Við setjum líf okkar í sýningarglugga og verj- um okkar lífsstíl og okkar skoðanir með kjafti og klóm á hverjum degi. Ef einhver einhvers staðar mælir hnjóðsyrði um einhvern eða eitt- hvað sem við stöndum með, verð- um við reið, pirruð og sár. Þetta getur eyðilagt daginn eða vikuna. Svona rúllar þetta allt árið. Gamall karl setur fram ósmekk- lega athugasemd um hárgreiðslu stjórnmálakonu og samfélagið fer á hliðina. Einhver nefnd frá borginni skilar kyngreindri skýrslu og hver miðaldra karlinn á fætur öðrum stífnar upp af bræði. Ungar grænmetisætur ákveða að eyða eftirmiðdegi í að mótmæla við Sláturfélag Suðurlands og kjötæt- urnar flykkjast að til að mótmæla mótmælendunum. Við gerumst öll sek um að láta smámál fara í taugarnar á okkur. Verða reið, jafnvel hamstola yfir einhverju sem skiptir okkur sjálf nákvæmlega engu máli. Þegar rykið er sest virðast mörg þessara mála ansi hjákátleg og beinlínis fyndin. Ekki aðeins málin sjálf heldur það moldviðri sem skap- aðist vegna þeirra. Eftir heilt ár af upphlaupum og tryllingsköst- um erum við hvekkt og uppstökk í jóla- og áramótaveislunum. Eigum við ekki að reyna að strengja það áramótaheit að slaka svolítið á á næsta ári? Ekki brjálast í næsta skipti sem Páll Vilhjálmsson eða Hildur Lilliendahl setja fram einhverja staðhæfingu sem sam- rýmist ekki okkar lífs skoðunum. Hlæja frekar að því eða lesa eitt- hvað annað. Kannski endist það áramótaheit ekki lengur en þessi hefðbundnu. n Leiðari Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is Bitur kaleikur Það virðist hafa verið afleikur hjá Sigurði Inga Jóhannssyni sam- gönguráðherra að láta undan Sjálfstæðismönnum og taka við þeim bitra kaleik vegtolla sem forveri hans, Jón Gunnars- son, bar á borð. Gæti hann hafa blindast af vilja norðanmanna til að borga toll í hin nýju Vaðlaheiðargöng. Lengi hafði verið beðið eftir þeim göng- um og heimamenn viljugir að greiða nánast hvað sem er til að keyra í gegnum þau. Sunnanmenn eru aftur á móti nýhættir að greiða í Hval- fjarðargöngin og þá á að setja upp nýtt hlið sem mun standa um óákveðinn tíma. Þetta mun bitna harðast á íbúum í nágrannasveitarfélögum við höfuðborgarsvæðið. Þar hafa Framsóknarmenn víða verið sterkir, sérstaklega á Akra- nesi, Borgarnesi og í Árborg. Hugsa flokksmenn þar nú Sig- urði þegjandi þörfina þar sem aðgerðin virðist ætla að verða mjög óvinsæl. Bein Þórdísar Öllum er það ljóst að meirihlutasamstarfið í borginni stendur nú á brauðfótum. Öll spjót standa á borgarstjóra sem ætlar sér ekki að axla neina ábyrgð og reyna frekar að bíða af sér storminn. Það er aftur á móti ekki örvadrífa and- stæðinganna sem hann þarf að hafa áhyggjur af heldur sam- starfsfólk sitt sem ókyrrist með hverri mínútunni sem líður. Nú horfa margir á Þórdísi Lóu og velta fyrir sér hennar pólit- ísku beinabyggingu. Ætlar hún að pakka í vörn með Degi eða taka sjálf frumkvæðið. Allir vita að hún hefur ekki geð til að vinna með Vigdísi Hauks eða Sósíalistum. Hún gæti hins vegar sparkað Samfylkingunni út og tekið Sjálfstæðismenn inn og leitt nýjan meirihluta. Sjálfstæðismenn myndu sætta sig við hvað sem er, en Píratar þyrftu að fá veglega umbun í ráðum og nefndum. „Eftir heilt ár af upphlaupum og tryllingsköstum erum við hvekkt og uppstökk í jóla- og áramótaveislunum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.