Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2018, Page 38
38 28. desember 2018Völvuspáin 2019
Það þarf kannski ekki að
koma mikið á óvart að völvan
skynjar að það muni hrikta í
ríkisstjórnarsamstarfi Vinstri
grænna, Sjálfstæðisflokks-
ins og Framsóknarflokksins
á næsta ári. Hún segir að það
geti vel farið svo að það slitni
upp úr ríkisstjórnarsamstarf-
inu á næsta ári. „Mig dreymdi
leiðtogana þrjá hvern á sínum
staðnum og gríðarstóran vegg
milli þeirra. Þau freistuðu
þess ekki að klífa þann múr.
Það kann að þýða gríðarlegt
ósætti eða jafnvel stjórnar-
slit á síðari hluta næsta árs.
Ég skynja það sterkt að Vinstri
græn munu stökkva á slíkt
tækifæri,“ segir völvan. Að
hennar sögn hafi Vinstri græn
þurft að gera mikið af óþægi-
legum málamyndunum og
grasrót þeirra væri farin að
ókyrrast verulega. Yfirstjórn
flokksins veit að flokkurinn
mun bíða afhroð í næstu
kosningum ef fram heldur
Við setjumst niður
í hlýlegu eldhúsinu
og völvan býður
blaðamanni upp á
rótsterkt kaffi. Hún
dregur upp blað
með ýmsum punkt-
um sem hún hefur
samviskusamlega
skrifað niður. Skyndi-
lega breytist viðmót
hennar og hún byrjar
að þylja upp óorðna
atburði. Blaðamaður
prísar sig sælan yfir
upptökuforritinu á
símanum. Annars
ætti hann fullt í fangi
með að fylgja völv-
unni eftir.
Blaðamaður DV er mættur stundvíslega fyrir utan hús í útjaðri borgarinnar og
hringir dyrabjöllunni. Til dyra kemur hlýleg og brosandi eldri kona. Loksins var
komið andlit við röddina sem hann hafði rætt við í gegnum síma í nokkur skipti.
Eftir nokkra umhugsun hafði þessi geðuga kona samþykkt að spá fyrir um hin
ýmsu mál sem brenna á þjóðinni á næsta ári. Ákveðið var að leita á nýjar slóðir
að þessu sinni og það var hægara sagt en gert að finna heppilegan spámiðil.
Sú er tók að sér verkefni að lokum hefur aldrei auglýst þjónustu sína en orðspor
hennar hefur borist víða á undanförnum árum. Í síðasta samtali fyrir fund okkar
kvaðst hún vera stressuð vegna verkefnisins. „Þetta reynir verulega á. Ég læt
í raun hugann líða og byggi spárnar mínar á þeim tilfinningum sem koma upp
þegar ég hugsa um tiltekinn einstakling eða málefni. Þessi skilaboð koma að
handan, ég hef verið næm frá því að ég var barn. Ég treysti líka mikið á drauma.
Síðan ég ákvað að verða við þessari beiðni þá hef ég haft ægilegar draumfar-
ir. Svo er það ákveðin list að reyna að túlka draumana rétt. Stundum verður
merking þeirra ekki ljós fyrr en löngu síðar,“ segir völvan. Við setjumst niður í
hlýlegu eldhúsinu og völvan býður blaðamanni upp á rótsterkt kaffi. Hún dregur
upp blað með ýmsum punktum sem hún hefur samviskusamlega skrifað niður.
Skyndilega breytist viðmót hennar og hún byrjar að þylja upp óorðna atburði.
Blaðamaður prísar sig sælan yfir upptökuforritinu á símanum. Annars ætti hann
fullt í fangi með að fylgja völvunni eftir.
Völva 2019
Völvuspá
2019
Ríkisstjórnarsam-
starfið nötrar