Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2018, Síða 40
40 28. desember 2018Völvuspáin 2019
Dagur að kveldi
kominn
Hún segir að allt annað and-
rúmsloft ríki meðal Samfylk-
ingarfólks innan borgarstjórn-
ar. Þar ríkir ótti og tortryggni.
„Braggamálið hefur skaðað
Dag B. Eggertsson verulega. Í
draumum mínum sé ég hann
helsærðan. Hann vonast eftir
því að vera sloppinn en handan
við sjóndeildarhringinn brýna
óvinirnir vopnin, blóðþyrst
stríðsgyðja þar fremst í flokki.
Varnirnar í kringum borgar-
stjóra munu halda enn um sinn
en á fyrstu mánuðum hins nýja
árs þá munu koma fram nýj-
ar upplýsingar í málinu sem
valda usla. Boðberinn verður
illvígur minkur. Dagar borgar-
stjóra eru raun og veru taldir,“
segir völvan. Hún segir að nýr
leiðtogi muni taka við taumun-
um í borgarstjórnarflokki Sam-
fylkingarinnar. „Það verður ljós-
hærð kona en hún staldrar stutt
við. Augu hennar eru á lands-
málunum,“ segir völvan.
Leyndarhyggja
leggst illa í
Pírata
Hjá Pírötum logar allt í óreiðu,
nú sem endranær. „Það eru
mikil átök innan flokksins, á öll-
um vígstöðvum. Þar er eins og
flokksmenn fagni unnum sigr-
um með því að hella í sig rommi
og halda villtar veislur. Síðan
sest einhver í vitlaust sæti og þá
er kutum
brugðið á loft. Undan-
farin ár hefur eins konar
leyniklíka verið starfrækt
innan flokksins. Uppgjör
fór fram undir lok síðasta árs
án þess að mikið bæri á en sá
ófriður mun halda áfram inn á
nýtt ár. Mestu átökin verða inn-
an borgarstjórnararms flokks-
ins en þar á bæ verða menn
ekki á eitt sáttir við starfshætti
Dóru Bjartar Guðjónsdóttur
og hennar fylgismanna. Ósættið
mun varða þá leyndarhyggju
sem ríkir varðandi ýmis störf
meirihlutans sem Dóra Björt
tekur þátt í að viðhalda. Það
er þvert gegn vilja flokks-
manna og það leiðir af sér
áflog,“ segir völvan.
Björn Leví
vekur aðdáun
Þá sér völvan fyrir sér að
árið verði gott fyrir Björn
Leví Gunnarsson, þingmann
Pírata. „Hann mun veita stjórn-
völdum gott aðhald og vekja
aðdáun fyrir. Þá mun hann
vinna sigur í baráttu sinni gegn
óhóflegum kostnaðargreiðsl-
um til þingmanna, sérstaklega
þegar þeir eru í kosningabar-
áttu. Björn beið tímabundinn
ósigur á árinu sem er að líða en
þetta er þrjóskur maður með
eindæmum og barátta hans
mun skila árangri. Þá verður
hann einnig í fylkingarbrjósti
í baráttunni gegn veggjöldum
og mun vekja verðskuldaða
athygli fyrir,“ segir völvan.
Sigmundur telur
sig órétti beittan
Þegar völvan segist hugsa til
Sigmunds Davíðs Gunnlaugs-
sonar, formanns Miðflokks-
ins, þá komi ein tilfinning sterk
upp í huga hennar, einmana-
leiki. „Sigmundur er reiður yfir
Klaustursfárinu og telur sig hafa
verið beittan órétti. Þjóðfélags-
umræðan hefur engin áhrif á á
skoðun hans. Hann hefur aldrei
getað hegðað sér í takt við það
sem almenningur vill. Sigmund-
ur Davíð er orðinn pólitískt
eyland en góðu fréttirnar fyrir
hann eru að meirihluti kjós-
enda Miðflokksins mun
glaður búa á þeirri eyði-
eyju með honum. Hann
mun því geta setið óá-
reittur áfram á þingi en
hann er verulega laskaður.
Málaferlin gegn Báru Hall-
dórsdóttur munu aðeins
auka skaðann, það hefði verið
farsælla að reyna að láta málið
gleymast.
Ég sleit krossbönd
og fór í fimm
liðþófaaðgerðir.
Samt hljóp ég
hálft maraþon
í sumar verkjalaust.
Jóhann Gunnarsson – sölustjóri hjá Pennanum