Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2018, Page 44

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2018, Page 44
44 28. desember 2018Völvuspáin 2019 Sundrung innan verkalýðshreyf- ingarinnar Völvan sér fyrir miklar hamfar- ir í viðskiptalífinu á næsta ári, sérstaklega varðandi kjaramál- in auk þess sem mikill titring- ur verður á fasteignamarkaði. „Kjaramálin verða mál málanna á næsta ári og ef fólk er orðið þreytt á fréttum af Ragnari Þór Ingólfssyni þá munu þær eflaust tvöfaldast á næsta ári. Annars skynja ég að Ragn- ar Þór muni lenda í vand- ræðum á næsta ári. Hann ber sér fast á brjóst og hótar öllu illu. All- ur málflutningur hans hefur gert það að verkum að hann mun eiga erfitt með að gera málamiðlanir og það gæti leitt hann út í ógöngur. Sól- veig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Vilhjálmur Birgis- son, formaður Verkalýðsfélags Akraness, munu feta veg- inn með Ragnari af hörku og óbilgirni. Þegar verk- föll blasa við þá er ekki víst að sá stuðningur sem þau töldu vísan verði fyrir hendi. Það verður sundrung innan verkalýðshreyfingar- innar,“ segir völvan. Hún segir að baráttan muni skaða báða að- ila, launafólk og atvinnurekendur, en að endingu muni nást lending sem enginn verður sáttur við. Krónan veikist fram að sumri Völvan segir að krónan muni halda áfram að veikjast í byrj- un næsta árs og það muni hafa góð áhrif á ferðamannastraum- inn. „Útlendingar hafa enn mik- inn áhuga á að heimsækja Ís- land og munu flykkjast hingað á nýju ári. Almennt eru að- ilar í ferðaþjónustu að standa sig afar vel en ég skynja að stórt frétta- mál muni koma upp varðandi óprúttna starfshætti hjá stóru bókunarfyrirtæki,“ segir völvan. Í sum- ar mun síðan krónan byrja að styrkjast aft- ur í þann mund sem Ís- lendingar byrja að ferðast til útlanda í sumarfrí. Áfangi í afnámi verðtryggingar Völvan segist einnig sjá stór tíðindi varðandi afnám verðtryggingar. „Fjármagnseigendur berjast hat- rammlega gegn því en að endingu munu launþegar bera sigur úr býtum. Það verða stór skref stigin í afnámi verðtryggingar á árinu og það verður gæfu- spor.“ Lífeyrissjóðir fá leigufélag í fangið Völvan segir að tvö leigufélög muni glíma við mikla erfiðleika á næsta ári, sérstaklega þau stærstu. „Rekstur leigufélaga hefur ver- ið afar þungur og eitthvað mun undan láta á næsta ári. Í sum- um tilvikum duga leigugreiðslur ekki fyrir vöxtum og afborgun- um. Ég skynja að að minnsta kosti eitt stórt leigufélag verði úrskurð- að gjaldþrota á næsta ári. Eignir þess félags munu lenda í hönd- um kröfuhafa, sem eru að stærst- um hluta íslenskir lífeyrissjóðir. Umræddir lífeyrissjóðir verða því skyndilega orðnir með stærstu leigusölum landsins,“ segir völv- an og dæsir. Þá sér hún fyrir sér gjaldþrot verktaka, sérstaklega þeirra sem hafa veðjað á dýrar íbúðir í mið- bæ Reykjavíkur. „Þessar íbúðir eru ekki að seljast á þessu verði og það mun skapa talsverðan usla. Framundan eru mörg stór verk- efni, til dæmis Valssvæðið og auk þess rándýrar íbúðir í grennd við Hörpuna. Fjárfestar í þessum verk efnum eru byrjaðir að bryðja kvíðalyf.“ Fyrsti bankinn seldur Þá sér völvan, sem greinilega fylgist ágætlega með viðskiptalíf- inu, fyrir sér að ríkisbanki verði seldur á næsta ári. „Flestir hafa talið að Íslandsbanki yrði fyrsti bankinn sem hyrfi úr ríkiseigu en þegar á reynir verður Landsbank- inn seldur fyrstur. Ástæðan er fyrst og fremst sú að bankinn er mun betur rekinn en hinir bankarnir og nýtur meira trausts. Þó mun ríkið halda eftir 20–30% eignarhlut í bankanum,“ segir völvan ákveðin. Þá sér hún fyrir sér ýmiss konar sameiningu hjá fyrirtækjum á fjármálamarkaði. „Þau fyrirtæki sem ætla að vera samkeppnishæf verða að hafa aðhald í rekstri. Menn verða að kaupa freyðivín í stað kampavíns,“ segir völvan. Málaferli gegn GAMMA Hún segist sjá óvenjulegt mál blossa upp í tengslum við GAMMA á næsta ári. „Ég sé mikla reiði varð- andi brotthvarf stofnandans, Gísla Haukssonar. Hann á erfitt með að sætta sig við orðinn hlut og á næsta ári munu berast fréttir af málaferlum hans gegn fyrirtæki sínu.“ LÍFRÆNT OFURFÆÐI Fæst í apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum verslana. Lífrænt rauðrófuduft í hylkjum Rauðrófur innihalda mikið af næringar- og plöntuefnum, meðal annars járn, A-, B6- og C-vítamín, fólínsýru, magnesíum og kalíum. Að auki innihalda þær góð, flókin kolvetni, trefjar og öflug andoxunarefni. Ingveldur Erlingsdóttir, maraþonhlaupari „Áhrifin fóru ekki á milli mála, um það bil tveimur vikum eftir að ég fór að taka rauðrófuhylkin þá batnaði úthaldið og þrekið á hlaupum og ég fann bara almennt fyrir meiri orku.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.