Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2018, Blaðsíða 55
Sérblað völvunnar 28. desember 2018 KYNNINGARBLAÐ
TÓNLISTARSKÓLI FÍH:
Tónlistarkennarar í fremstu röð
Tónlistarskóli FÍH er fyrsti skólinn á Íslandi sem hóf kennslu í rytmísku námi, þ.e. öðru námi
en klassísku tónlistarnámi, og var lengi
vel eini skólinn hérlendis sem kenndi það.
Skólinn hefur verið leiðandi frá upphafi
í rytmískri kennslu eða allt frá áttunda
áratugnum. Skólanum var í byrjun skipt
upp í almenna námsdeild með hefð-
bundnu sniði, jazzdeild eða rytmíska
og svo fullorðinsfræðsludeild. Síðar var
kerfið einfaldað og skipt var upp í undir-
búningsdeild og svo framhaldsdeild fyrir
lengra komna, þar sem í boði var sígilt,
jazz- og svo rokknám.
Námið sniðið að þörfum nemandans
„Í dag er þetta aðeins opnara. Grunnur-
inn á hljóðfæri þarf að vera góður hvort
sem um er að ræða rytmíska eða klass-
íska tónlist og í dag hægt að byrja strax
að læra rytmískt ef fólk vill það. Svo þarf
heldur ekkert endilega að velja þegar
maður er að byrja, heldur er nemend-
um frjálst að máta sig við ýmsar tón-
listarstefnur eftir því sem þeim hentar.
Námið er sniðið að þörfum nemandans
og skólinn leggur ríka áherslu á samspil
og samvinnu nemenda,“ segir Snorri
Sigurðarson aðstoðarskólastjóri.
Fjölbreytileiki í hljóðfæravali
Það er öllum frjálst að sækja nám í
skólann, hvort sem um er að ræða byrj-
endur eða lengra komna. „Þó er hægt
að sækja um að læra á hvaða hljóðfæri
sem er. Ef það er ekki kennari starfandi
við skólann sem kennir á viðkomandi
hljóðfæri þá finnum við kennara. Það er
meðal annars einn nemandi að læra á
mandólín í skólanum,“ segir Snorri.
Kennarar eru tónlistarmenn í
fremstu röð
„Kennaralið skólans hefur alltaf verið
skipað tónlistarfólki í fremstu röð sem
gefur nemendum okkar ákveðið forskot.
Tónlistarskóli FÍH hefur enda útskrifað
eða kennt stórum hluta þeirra tónlistar-
manna sem hafa atvinnu í popp-, rokk-
og jazzgeiranum. Einnig er skólinn búinn
fullkomnu hljóðveri og höfum við tekið
upp mikið magn tónleika í gegnum tíð-
ina. Nemendur okkar hafa að sjálfsögðu
notið góðs af því,“ segir Snorri.
Á næstu önn verður boðið upp á átta
vikna námskeið fyrir byrjendur á aldr-
inum 12–18 ára. „Við ætlum að kenna í
hópum á bassa, gítar, trommur og píanó
og setja þau saman í samspil. Þetta er
virkilega skemmtilegt og gott grunn-
námskeið fyrir krakka sem elska tónlist
og hafa áhuga á að prófa tónlistarnám,“
segir Snorri.
Opið er fyrir umsóknir á vorönn á
heimasíðu skólans: tonlistarskolifih.is/
index.php/umsoknir
Nánari upplýsingar má nálgast á vef-
síðu skólans http://tonlistarskolifih.is/
Tónlistarskóli FÍH er staðsettur að
Rauðagerði 27, 108 Reykjavík.
Sími: 588-8956 n