Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2018, Side 56
Sérblað völvunnar 28. desember 2018KYNNINGARBLAÐ
Í grunninn erum við dreifingar-fyrirtæki í Reykjavík og erum mjög öflugir í dreifingu á vörum
á höfuðborgarsvæðinu. Við sjáum
um vöruhýsingu, gámalosun og
heimakstur fyrir fyrirtæki á borð við
Frakt flutningsmiðlun ehf. og Blue
Water Shipping, í því felst meðal
annars að tæma alla gáma sem
koma til landsins og keyra vörur
heim að dyrum til viðskiptavina
þeirra. Einnig sjáum við um flutn-
ing fyrir Smyril Line Cargo og DB
Schenker,“ segir Arnar Þór Ólafsson
hjá Fraktlausnum.
Auk þess sinnir fyrirtækið um-
fangsmiklum vöruflutningum til og
frá Flúðum og Keflavík. „Við getum
flutt vörur fyrir hvern sem er og
erum opnir fyrir samstarfi við bæði
stærri og minni aðila. Við erum
mikið í alls konar sérflutningum, til
dæmis flytjum við mikið af límtrjám
fyrir Límtré Vírnet,“ segir Arnar en
fyrirtækið er afar vel búið ýmsum
tækjum fyrir flutninga.
„Við höfum mikið úrval af tækj-
um, til dæmis sendibíla í öllum
stærðum, gámalyftur, lengjanlega
flatvagna, frystivagna með heilopn-
un, bílaflutningavagn, vélavagna,
walking-floor vagn og erum mikið
í gámaflutningum. Auk þess eigum
við vagna undir vélar og bíla sem við
flytjum oft,“ segir Arnar, en samtals
starfa um 20 starfsmenn hjá fyrir-
tækinu.
„Við erum mikið í því sem við
viljum kalla hugsandi frakt. Við
flytjum oft dýran og viðkvæman
varning sem okkur er treyst fyrir og
það er ekki sama hvernig farið er
að. Þá sjaldan að eitthvert verkefni
hentar okkur ekki þá afþökkum við
það og vísum á samkeppnisaðila ef
við vitum að þeir eru betur til þess
fallnir. Markmiðið er góð viðskipti til
langframa en ekki stundarhagur,“
segir Arnar.
Eigendur Fraktlausna hafa ára-
tuga reynslu af flutningastarfsemi
og fyrirtækið þykir veita afar góða
og trausta þjónustu.
Í vöruhúsi félagsins á Héðinsgötu
1–3 sjá Fraktlausnir einnig um að
taka á móti vöru til áframflutnings á
Snæfellsnes og í Borgarnes fyrir BB
og syni ehf. og Júlla Jóns í Borg-
arnesi.
Enn fremur taka Fraktlausnir að
sér lestun gáma, sem og almenna
vörudreifingu.
Nánari upplýsingar eru á vefsíð-
unni fraktlausnir.is n
FRAKTLAUSNIR:
Sérfræðingar í hugsandi frakt