Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2018, Side 70
70 28. desember 2018FRÉTTIR
E
ins og árið á undan var DV
og dv.is í mikilli sókn á ár-
inu. DV opnaði nýjan og
glæsilegan vef sem lesendur
tóku fagnandi. Í nóvember-
mánuði féll aðsóknarmet DV í
tvígang þegar tæplega 450 þúsund
stakir notendur heimsóttu vefinn
yfir viku tíma. Að meðaltali voru
rúmlega 120 þúsund gestir á dag
sem heimsóttu vef DV.
Hvers konar miðill er DV í dag?
DV er eins og áður, frjáls og óháð-
ur og tekur á spillingu. DV hefur
hins vegar stækkað og er nú eins
og hlaðborð þar sem allir geta
fundið bita við sitt hæfi. Miðill-
inn birtir í kringum 120 fréttir á
dag. Lítill hluti af þeim er svokall-
aðar gular fréttir eða æsifréttir.
Þær fréttir verða hins vegar oft
áberandi vegna vinsælda. Blaða-
menn DV hafa haldið áfram að
sinna hlutverki sínu þegar kemur
að rannsóknarblaðamennsku og
má þar nefna ástandið í Krýsuvík,
Biskupsmálið eða að vera leið-
andi í umfjöllun um Braggamál-
ið þar sem bruðlað var með al-
mannafé. Þá birti DV fyrstu frétt
upp úr Klaustursupptökunum en
DV hafði aðgang að upptökunum
ásamt Stundinni og Kvennablað-
inu. En skoðum hvaða fréttir voru
vinsælastar á árinu.
Björn Bragi káfaði á
stúlku undir aldri
Frétt DV um að Björn
Bragi Arnarsson,
skemmtikraftur og
uppistandari, hefði
káfað á stúlku undir
lögaldri fór í mikla
dreifingu á sam-
félagsmiðlum. Átti
atvikið sér stað eftir
skemmtun hjá KPMG
á Akureyri, en Björn var
veislustjóri þar. Stúlkan
sem Björn Bragi áreitti
kynferðislega var aðeins 17
ára. Loguðu samfélagsmiðlar
í kjölfarið. Björn Bragi baðst af-
sökunar opinberlega og í kjölfarið
birtu foreldrar stúlkunnar bréf
fyrir hennar hönd þar sem hún
fyrirgaf Birni Braga.
SS stöðvar aug-
lýsingar um Árna
pylsusala
Sláturfélag Suðurlands ákvað
að stöðva auglýsingar um Árna
pylsusala eftir að eldri dómur
vegna kynferðisbrots leikarans
Kjartans Guðjónssonar fór á flakk
um samskiptamiðla. Dómurinn
var frá árinu 1989. Auglýsingarnar
um Árna slógu í gegn fyrir löngu
en Steinþór Skúlason, forstjóri
SS, ákvað eftir að hafa heyrt af
dómnum að stöðva allar birtingar
á auglýsingunum.
Umdeild Hafdís
Hafdís Kristjánsdóttir, einkaþjálf-
ari og margfaldur Íslandsmeistari
í fitness, skrifaði pistil um sjálfsvíg
karlmanna. Þar sagði hún að einn
og sama daginn hefðu fjórir karl-
menn svipt sig lífi. Hún spurði sig
hvort sjálfsvígin tengdust femín-
isma
en tók
fram að um vangaveltur væri að
ræða. Fréttin varð ein sú um-
deildasta á árinu og hart tekist á í
athugasemdakerfinu.
Guðný í tjaldi með
langveikan so
Í júlí birtist frétt sem varpaði ljósi
á að samfélagið bregst okkar
minnstu bræðrum og systrum.
Guðný Guðnadóttir er einstæð
móðir fjögurra barna, og er
yngsta barn hennar langveikt.
Íbúðin sem Guðný leigði var
seld ofan af þeim og þrátt fyrir
stanslausa leit fann hún enga
íbúð fyrir fjölskylduna til að flytja
í. Lesendur sem og áhrifafólk í
samfélaginu var afar ósátt við
að svona lagað ætti sér stað í
velferðarsamfélagi.
Kynlíf í Breiðholtslaug
Myndband af pari í ástaratlot-
um í Breiðholtslaug fór sem
eldur í sinu um samfélagsmiðla
í október. Myndbandið var tekið
upp af skjá öryggismyndavélar
af starfsmanni laugarinnar sem
sendi það út til fylgjenda sinna
á Snapchat. Aðrir notendur tóku
síðan skjáskot af myndbandinu
og fóru myndirnar víða. Að sögn
forstöðumanns laugarinnar var
málið litið alvarlegum augum
enda starfsmaður laugarinnar
sem stóð fyrir því að dreifa mynd-
um af gestum.
Íslensk klámstjarna í
London
Klámstjarnan Tindra Frost á
mörg þúsund fylgjendur á sam-
félagsmiðlum og hefur unnið
til verðlauna fyrir leik í klám-
FRÉTTIRNAR SEM VÖKTU ATHYGLI Á ÁRINU
Vinsælustu fréttir ársins á DV.IS
Ástaratlot gestanna voru tekin upp á
öryggismyndavél sundlaugarinnar. Starfs-
maður laugarinnar birti síðan myndir af
atlotunum á Snapchat.
Björn Bragi
Guðný þurfti að hírast í tjaldi með
langveikan son sinn