Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2018, Síða 76

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2018, Síða 76
76 MENNING 28. desember 2018 PIZZERIA DALVEGI 2, 201 KÓPAVOGI DALSHRAUNI 13, 220 HAFNARFIRÐI BESTU KVIKMYNDIR ÁRSINS 2018 N ú þegar (bíó)árið er á lokametrunum þýðir ekki annað en að gera upp framlag til kvikmyndalistarinnar og sjá hvað upp úr stendur. Hvaða kvikmyndir grættu okkur mest? Hverjar voru þær fyndn- ustu? Hverjar voru mest spennandi, fallegustu og, svo við gleym- um því ekki, hverjar skildu mesta óbragðið eftir sig? Þetta eru spurningarnar sem flestir reglulegir bíófarar og kvikmynda- fíklar eiga að spyrja sig í lok hvers árs. Listinn er miðaður við titla kvikmynda sem sýndar eða aðgengilegar voru á Íslandi frá janúarlokum á þessu ári til loka desember. Athugið að þetta er brot af ítarlegri úttekt, sem birtur verður í heild sinni í vefútgáfu greinarinnar. The Death of Stalin er bæði lúmskt fyndin og sprenghlægileg. Hún fjallar um flókin og þung málefni en spinnur alveg einstaklega hnytt- inn og ruglaðan farsa úr þeim. Leikhópurinn er hreinn fjársjóður og er handritið hlaðið hnyttnum frösum en skefur ekki af veruleikanum sem snýr að pólitískum átökum og fjöldamorðum á tímum Stalín. Steve Buscemi er þarna fremstur á meðal jafningja en hann er sér- staklega eftirminnilegur sem Khrushchev í krísu. Hrollvekjan hefur verið á farsælu flugi síðustu árin og slást yfirleitt nokkrar um að bera af á hverju ári. A Quiet Place markar eina af skemmtilegri bíóferðum ársins hjá undirrituðum, þó svo að hún sé sáraeinföld og gölluð í aftari hlutanum, nær hún þó að vera undar- lega áhrifarík frá byrjun til enda. Hún flýgur hátt á frumlegri grunn- hugmynd og leikur sér þrælskemmtilega með þagnir og hljóðvinnslu sem gerir hana nánast að nýstárlegri þögulli mynd. Hún snýst í raun- inni meira um fjölskyldutengsl en skrímsli eða dystópíu; um sam- skiptaleysi, missi, samviskubit og ýmislegt sem nánir ættingjar láta ósagt. Aðalleikarar myndarinnar bæði hjónakornin og krakkarnir eiga stórleik. Sannfærandi barnaleikarar eru yfirleitt algjör rúlletta í hryllingsmyndum og hér er ekki feilnóta slegin. Nicolas Cage er biblískum hefndarhug í hreint martraðarkenndu ferðalagi út á ystu nöf. Ofan á þetta brjálæði bætist við eitt besta kvikmyndastef Jóhanns Jóhannssonar heitins (og umrætt stef sæk- ir örugglega meira í Vangelis en Blade Runner-tónlistin hans hefði gert) og stílbrögð sem sjá til þess að áhorf- endur vita ekki í hvorn fótinn þeir eiga að stíga. Mandy er bæði grafalvarleg og hressilega yfirdrifin og Nicholas Cage fer á kostum. Myndin er einföld í framvindu en margbrotin í táknrænni maníu og yfirþyrmandi dáleiðandi ef þú ert í réttum fíling. Eðlilega er Mandy svo sannarlega ekki tebolli allra, en hún sýnir tært hvað Cage getur verið ógleyman- legur þegar hann er settur í réttan taum. Og hvernig er hægt að segja nei við einu besta einvígi undan- farinna ára? En þar koma keðjusagir (já, í fleirtölu) hressilega við sögu. Marvel-stúdíóið hefur dritað út myndum undanfarin ár sem hafa mikið skemmtanagildi en fá kannski ekki hrós fyrir djúpa sögu eða flókna karaktera. Þess gerist yfirleitt ekki þörf enda markhópurinn ekki á höttunum eftir slíku. Það voru margir skelfdir yfir þeirri til- hugsun hvernig ætti að vera hægt að búa til kvikmynd með öllum helstu ofurhetjum Marvel-heimsins í öndvegi en það tekst með eftir- tektarverðum hætti. Myndin býður upp á hefðbundinn hasar, tækni- brellur og fimmaurabrandara en er einnig uppfull af eymd, vonleysi og dauðsföllum. Myndin nær ótrúlegu flottu jafnvægi á óteljandi persónum en í lykilhlutverki er skúrkurinn Þanos sem Josh Brolin eignar sér. Meira að segja þó að framhaldsmyndin verði drasl, þá stendur þessi næstum því á eigin fótum sem góð saga um einn geð- illan en einbeittan þrjót sem telur sig vera að gera réttan hlut með því að eyða helmingi lífs í alheiminum. Og hvílíkur endir … SVANASÖNGUR JÓHANNS OG KÚNSTIR MEÐ KEÐJUSAGIR – MANDY HLEGIÐ AÐ GAMANLEIK UM HARMLEIK – THE DEATH OF STALIN You Were Never Really Here tekur öðruvísi snúning á tveimur kunnug legum stefjum, hefndartryllinum og harðsoðnu rökkur- myndinni. Í slíkum myndum er yfirleitt hart ofbeldi fléttað við eins konar spæjarasögu, nema hér er komin mynd sem nálgast hið hrottalega með bítandi og óvenjulegum hætti – og þrátt fyrir allt skiptir söguþráðurinn afskaplega litlu máli. Myndin snýst um and- rúmsloft, geðshræringu og ekki síst andlegt ástand aðalpersónunn- ar sem túlkuð er með eldfimum hætti af Joaquin Phoenix. Sagan hvílir öll á herðum hans og óróleiki hans smitast yfir á áhorfandann. Þessi óróleiki er ef til vill betur sniðinn fyrir áhorfendur sem horfa ekki bara á kvikmyndir sér til afþreyingar en ringulreiðin í kringum karakterinn sem Phoenix skapar er nánast áþreifanleg í hverri senu. Þessi mynd er vel tíma þíns virði. Nýjasta meistaraverk fag- mannsins Alfonso Cuarón sýnir ljúfsára og átakanlega úttekt á samkennd, mannúð- leika og kaflaskilum í lífi þeirra persóna sem Cuarón kynnir til leiks. Myndin gerist nán- ast á sniglahraða og gætir þess að áhorfendur fái að upplifa líf og persónuleika aðalpersón- anna. Roma er einnig gullfal- lega skotin og nær lúmskum og bitastæðum krafti úr svarthvítu kyrrðinni. Myndin er vissu- lega ekki ætluð hinum óþol- inmóðu en útfærslan er sígilt dæmi um notkun myndmáls sem segir meira en djúpar út- skýringar. Fegurðin er alls- ráðandi en ljótleiki heimsins lætur á sér kræla á köflum. Því má segja að myndin sverji sig í ætt við regluna „minna gefur meira“ og í hreinni merkingu orðsins er Roma tært listaverk sem kvikmyndaáhugafólk mun þrasa um og lesa í um ókom- in ár. SUSSAÐ TIL SIGURS – A QUIET PLACE ÞANOS Í FORSETANN – AVENGERS: INFINITY WAR MINNA GEFUR MEIRA – ROMA REYFARI Á EITURLYFJUM – YOU WERE NEVER REALLY HERE Tómas Valgeirsson tomas@dv.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.