Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2018, Page 104

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2018, Page 104
Áramótablað 28. desember 2018 50. tölublað 108. árgangur Leiðbeinandi verð 999 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 En Ragnheiður, er hún ekki trúlofuð? FAGLEG ÞJÓNUSTA OG RÁÐGJÖF! ÖLL ÞJÓNUSTA Á SAMA STAÐ · SMÍÐAVINNA · MÚRVINNA · MÁLNINGARVINNA HÚSAVIÐGERÐIR ENDURBÆTUR OG NÝSMÍÐI LÓÐAFRAMKVÆMDIR HELLULAGNIR · JARÐVINNA · DRENLAGNIR · HELLULAGNIR · ÞÖKULAGNIR 788 8870 eind@eind.is Lítt þekkt ættartengsl Leikarinn og knattspyrnukempan E inn ástsælasti leikari þjóðarinnar, Stefán Karl Stefánsson, lést þann 21. ágúst síðastliðinn og var þjóðin harmi slegin við fráfall hans. Stefán Karl hafði glímt við ólæknandi krabbamein um langt skeið og háð baráttuna af slíku hugrekki og æðruleysi að eftir var tekið. Stefán Karl var náskyldur öðrum leikara, Magnúsi Ólafs­ syni, sem er frægastur fyr­ ir túlkun sína á Bjössa bollu. Magnús er móðurbróðir Stef­ áns Karls. Sonur Magnúsar, og þannig frændi Stefáns Karls, er einnig þekktur fyrir leik­ ræna tilburði, ekki á sviði held­ ur í sjónvarpslýsingum. Það er knattspyrnu kappinn fyrrver­ andi, Hörður Magnússon. Barnastjarna keppir við bróður sinn í flugeldasölu E nn á ný takast bræðurnir Einar S. Ólafsson og Rún­ ar Laufar Ólafsson á á flugeldamarkaðinum. Einar rekur Alvöru flugelda í Akralind og Rúnar Stóra flug­ eldamarkaðinn við Smiðshöfða. Athygli vekur að Rúnar notar skilti merkt Alvöru flugeldum til að auglýsa sinn markað. Til að byrja með ráku bræðurnir saman flugeldasölu en það samstarf varði aðeins í eitt ár. Brugðust illa við DV hefur áður fjallað um samkeppni bræðranna og tóku þeir þá báðir illa í spurn­ ingar blaðamanns. „Finnst þér þetta upphefjandi fyrir þig sem persónu?“ sagði Einar og „Hættu að búa til þvælu,“ sagði Rúnar. Einar kom Íslendingum fyrst fyrir sjónir sem barn með hinu geysivinsæla lagi „Ég vil ganga minn veg.“ Hann átti þó ekki eft­ ir að ílengjast í tónlistinni held­ ur gerðist síðar bifvélavirki. Einar komst aftur í deigluna þegar hann gekk í það heilaga í Krossinum með annarri barnastjörnu, Hönnu Valdísi Guðmundsdóttur, sem söng svo ljúflega um Línu langsokk í eina tíð. Minna hefur farið fyrir Rúnari á opinberum vettvangi. Umdeildur bransi Barátta bræðranna er langt því frá að vera eini barningurinn þegar kemur að flugeldamark­ aðinum. Lengi vel hefur stað­ ið styr milli björgunarsveitanna annars vegar og einkarekinna flugeldasala hins vegar. Vilja sumir meina að það séu hrein drottinsvik að kaupa ekki flug­ elda af björgunarsveitunum. Hafa þó íþróttafélög og önnur félagasamtök sem selja flugelda sloppið að mestu við gagnrýni. Einnig eru fleiri og fleiri að komast á þá skoðun að flugelda eigi að banna alfarið. Þeir sem beita sér fyrir banninu gera það á grundvelli umhverfissjónar­ miða, dýraverndar og lýðheilsu­ sjónarmiða. Enn virðist þó sem flestir Íslendingar vilji halda í þennan sið og benda á að fjöldi útlendinga komi til lands­ ins gagngert til að fylgjast með brjálæðinu. Ólafur trúlofaður Ó lafur Stephensen, fram­ kvæmdastjóri Félags at­ vinnurekenda, og Ragnheið­ ur Agnarsdóttir settu upp hringana um jólin en þau hafa verið saman síðan árið 2017. Ólafur var áður ritstjóri hjá Morgunblaðinu og Fréttablað­ inu. Hann var kvæntur Halldóru Traustadóttur í tuttugu ár og um tíma var hann með Hildi Sverris­ dóttur, varaþingmanni Sjálfstæðis­ flokksins. Ragnheiður er stofnandi Heilsu­ félagsins og starfaði áður sem framkvæmdastjóri Tryggingamiðstöðvar­ innar. Hún var áður gift Þórði Friðjónssyni, for­ stjóra Kauphallar Íslands, sem féll frá langt fyrir aldur fram árið 2011.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.