Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2019, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2019, Page 16
16 SPORT 15. feb 2019 Umboðsaðilar: Húsgagnaval Höfn Bara snilld ehf. Egilsstöðum Í slenskt íþróttaáhugafólk á flest sitt lið í enskum fótbolta, ís­ lenskir íþróttafréttamenn eru þar engin undantekning. Ís­ lenskir íþróttafréttamenn endur­ spegla í raun landslagið í þjóð­ félaginu, flestir hallast að rauða litnum og skiptast jafnt á milli stórliðanna á Englandi, Man­ chester United og Liverpool. 30 íþróttafréttamenn eru skráð­ ir í samtök íþróttafréttamanna en með krókaleiðum var hægt að finna út úr því með hvaða liðum á Englandi 27 einstaklingar halda. Ekki var hægt að grafa upp hvaða lið Edda Sif Pálsdóttir á RÚV, Páll Hilmar Ketilsson hjá Víkurfrétt­ um og Ívar Benediktsson á Morgunblaðinu styðja. Skærasta stjarnan heldur með United Manchester United, sem hefur unnið efstu deild á Englandi oft­ ast, á ellefu stuðningsmenn í röð­ um íþróttafréttamanna á Íslandi. Helst ber þar að nefna Guðmund Bene­ diktsson, einn frægasta núlifandi Íslendinginn. Þá hefur Arnar Björnsson ekki náð sínu í gegn í uppeldinu því dóttir hans, Krist­ jana Arnarsdóttir, heldur með United, Arnar er á öðrum báti. Þá er foringinn sjálfur, Henry Birgir Gunnarsson, stuðningsmaður rauðu djöflanna. Stuðningsmenn United hafa lifað í vonleysi eftir að Sir Alex Ferguson hætti en Guð­ mundur Hilmarsson á Morgun­ blaðinu er einn af þeim sem trúa að Ole Gunnar Solskjær geti fært stuðningsmönnum félagsins von í brjósti. Bítlaborgin heillar marga Það eru ellefu í röðum íþrótta­ fréttamanna sem halda með Liverpool, Bítlaborgin heillar jafn marga og United. Liverpool er líka sögufrægt félag sem var afar sig­ ur­ sælt á árum áður, líklegt er að titlarnir fari að koma aft­ ur undir stjórn Jurgens Klopp. Hörður Magnússon, sem hefur verið vinsæll í starfi til fjölda ára, heldur með Liver­ pool. Magnús Már Einarsson, sem er manna fróðastur um leikinn fagra, heldur einnig með Liver­ pool. Stuðningsmenn Liverpool hafa gjarnan mikla ástríðu fyrir félagi sínu, þeir eru vongóðir um að 29 ára eyðimerkurganga í efstu deild Englands taki enda í ár. Einir á báti Fimm íþróttafréttamenn á Íslandi eru einir á báti, þannig hefur Arn­ ar Björnsson alla tíð haldið með Leeds, það hefur oftar en ekki tek­ ið á, en á síðustu árum hefur liðið verið í vandræðum. Víðir Sigurðs­ son, sem er afar virtur blaðamað­ ur og hefur lengi verið í brans­ anum, heldur með Derby. Einar Örn Jónsson á RÚV styður Arsenal og Andri Yrkill Valsson styður Newcastle. Óskabarn þjóðarinnar, Haukur Harðarson, varð svo fyrir áhrifum Eiðs Smára Guðjohnsen og styður Chelsea. n Gamli skólinn: Guðmundur Hilmarsson á Morgunblaðinu, heldur með Manchester United. Haukur Harðarson er einn á báti og heldur með Chelsea. Henry Birgir Gunnarsson (Sýn) Guðmundur Benediktsson (SÝN) Tómas Þór Þórðarson (SÝN) Elvar Geir Magnússon (Fótbolti. net) Guðmundur Hilmarsson (Morgunblaðið) Hörður Snævar Jónsson (433.is) Ingvi Þór Sæmundsson (Frétta­ blaðið) Kristjana Arnarsdóttir (RÚV) Sindri Sverrisson (Morgunblaðið) Ástrós Ýr Eggertsdóttir (Manchester United) Kristján Jónsson (Morgunblaðið) Liverpool: Bjarni Helgason (Morgunblaðið) Guðjón Guðmundsson (Sýn) Hafliði Breiðfjörð (Fótbolt.net) Hörður Magnússon (Sýn) Magnús Már Einarsson (Fót­ bolti.net) Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson (Liverpool) Valur Páll Eiríksson (RÚV) Kristinn Páll Teitsson (Frétta­ blaðið) Hjörvar Ólafsson (Fréttablaðið) Eiríkur Stefán Ásgeirsson (Sýn) Óskar Ófeigur Jónsson (Sýn) Chelsea: Haukur Harðarson (RÚV) Leeds: Arnar Björnsson (Sýn) Arsenal: Einar Örn Jónsson (RÚV) Newcastle: Andri Yrkill Valsson (Morgun­ blaðið) Derby County: Víðir Sigurðsson (Morgunblaðið) Ást á ensku tuðrusparki Hörður Snævar Jónsson hoddi@433.is Gummi Ben heldur með Manchester United Hafliði Breiðfjörð held- ur með Liverpool en samstarfsfélagi hans á Fótbolta.net, Elvar Geir, heldur með með Manchester United. Manchester United:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.