Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2019, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2019, Blaðsíða 23
Heimili og viðhald 15. febrúar 2019 KYNNINGARBLAÐ Sérhæfing Verksýnar ehf. er á sviði viðhalds og endurbóta á mannvirkjum, innandyra sem utan. Hjá fyrirtækinu starfa sér- fræðingar með yfirgripsmikla reynslu og þekkingu á þessu sviði. Fyrirtækið leggur áherslu á að búa yfir fagþekk- ingu, sem felst í að verkefnastjórar fyrirtækisins hafa flestir reynslu af störfum sem iðnmeistarar og er það ein af grunnstoðum í þekkingu fyrir- tækisins. „Við erum stolt af því að margir okkar starfsmanna hafa þennan mikilvæga bakgrunn, sem þeir hafa í mörgum tilvikum byggt ofan á með frekara námi. Við teljum þetta skapa okkur ákveðna sérstöðu og umfram allt nýtist þessi þekking viðskiptavinum okkar vel,“ segir Andri Már Reynisson hjá Verksýn. „Stærsti hlutinn af okkar starfsemi felst í því að þjónusta húsfélög og aðra eigendur fasteigna með ráðgjöf vegna viðhalds og endurbóta á eignum þeirra. Við störfum eftir gæðakerfi sem vottað er af Mannvirkjastofnun,“ segir Andri. „Við höfum einnig þróað gæðakerfi fyrir byggingarstjóra og iðnmeistara, sem við bjóðum til sölu, svo að við þekkjum einnig vel til þeirra gæðakerfa.“ Fyrsta skrefið er ástandsskoðun „Fyrsta skrefið í okkar ferli er ástands- skoðun og í framhaldinu áætlanagerð. Það skiptir máli að þetta sé gert vel og vandlega. Mikilvægt er að þetta fyrsta skref sé tekið snemma. Núna er til dæmis góður tími til að hafa samband við okkur vegna ástandsskoðunar og þetta er að segja má sá tími ársins þar sem við erum á fullu að vinna þessa undirbúningsvinnu fyrir framkvæmdir. Eftir að ástandsskýrsla kemur út þarf viðskiptavinurinn að taka ákvörðun um næstu skref, sem tek- ur sinn tíma. Það er einnig best fyrir eigendur að gefa sér tíma í þá ákvarð- anatöku, enda getur verið um tölu- verða fjárfestingu að ræða vegna við- gerða eða endurbóta á eldra húsnæði. Út frá reynslutölum er áætlað að verja þurfi um 1–2% af verðmæti fasteigna til að mæta eðlilegu viðhaldi á hverju ári, en sú viðhaldsþörf safnast upp og getur hæglega stigmagnast ef það er dregið of lengi að bregðast við henni,“ segir Andri. „Stór hluti fasteigna á landinu er kominn á þann aldur að endingartími byggingarhluta fæst ekki framlengd- ur með t.d. málun og minni háttar viðhaldsaðgerðum. Tímabært verður því að horfa til endurnýjunar, t.d. á gluggum, þakklæðningu og öðrum byggingarhlutum.“ Útboð skila hagkvæmni „Að lokinni ákvarðanatöku um fram- kvæmdarleið beinum við verkefnum okkar í útboð. Búin er til verðsamkeppni svo viðkomandi framkvæmd verði sem hagkvæmust fyrir eigendur. Við sinnum einnig umsjón og eftirliti með framkvæmdum, alveg frá upphafi og þar til kemur að lokaúttekt við- komandi framkvæmda. Sú vinna er tímafrek og þarfnast yfirlegu.“ Eigendur vilja fá marktækar áætl- anir Iðulega heyrast sögusagnir um að kostnaður á hinum og þessum fram- kvæmdum hafi aukist langt umfram það sem eðlilegt getur talist. Þótt kostnaðaraukning geti átt sínar skýr- ingar í einhverjum tilvikum, er ekki þar með sagt að það eigi að taka þeim sem sjálfsögðum eða eðlilegum hlut. „Við hjá Verksýn skoðum fasteignir vel úr návígi og förum upp í stiga eða vinnulyftur til þess að komast yfir sem mest af ytra byrði hússins – og skoða það vel og vandlega. Einnig skoðum við innandyra samhliða eins og þörf er á. Það býður einfald- lega upp á ónákvæmar kostnað- aráætlanir að gera ekki nægilega nákvæma skoðun í upphafi og það er t.d. að okkar mati alls ekki nóg að „sjónskoða“ frá jörðu heilar húseignir og byggja áætlanir á því. Innan- hússmetnaður okkar er að halda skekkjumörkum á framkvæmda- kostnaði í ca. 5–10%, til eða frá, og hefur okkur tekist það að mestu leyti. Þá er það síðan alls ekki svo að framkvæmdir þurfi endilega að fara yfir áætlun, það er ekki síður algengt að þær endi undir áætlunum.“ Nánari upplýsingar má finna á heimasíðunni www.verksyn.is Verksýn ehf. Síðumúla 1, 108 Reykjavík 517-6300 – verksyn@verksyn.is n Taktu fyrsta skrefið með Verksýn Stykkishólmskirkja. Árin 2015–2018 var gert við/skipt um öll þök byggingarinnar. Auk þess voru framkvæmdar umfangsmiklar múr- og steypuviðgerðir á kirkjunni og hún máluð. Gluggar yfir kór kirkjunnar voru svo endurnýjaðir á síðasta ári. Viðhaldsframkvæmdir við Rauðarár- stíg 40–42. Endurnýjun flestra glugga hússins, gagngerar múrviðgerðir og endursteining, endurnýjun þaks, endurbygging þakkants, Endurnýjun niðurfallsröra. Viðhaldsframkvæmdir við Fellsmúla 17– 19. Álklæðning á útveggjum, endurnýjun og breyting á svalahandriðum, endur- bætur á þaki, gluggaskipti, múrviðgerðir og málun. Andri Már Reynisson Fjöleignarhúsið Veghús 31. Árið 2018 hafði Verksýn umsjón og eftirlit með glugga- og múrviðgerðum á húsinu, auk glerskipta og annars hefðbundins viðhalds á það. Loks var það málað. Borgartún 6, öðru nafni Rúgbrauðsgerðin. Sumarið 2018 lauk framkvæmdum við umfangsmikil gluggaskipti á húsinu, bæði á bakhlið og austurgafli. Í framkvæmdinni voru settir ál/trégluggar í stað uppruna- legra timburglugga. Hringlaga gluggar þessara hliða voru endurnýjaðir með álgluggum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.