Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2019, Page 31
Heimili og viðhald 15. febrúar 2019 KYNNINGARBLAÐ
Hvassavík ehf. þjónustar hvort heldur er einstaklinga eða fyrirtæki og stofnanir um allt
sem viðkemur múrverki. „Við sjáum
um járnabindingu, byggingastjórnun
og allt almennt múrverk. Sjálfur er ég
múrarameistari með meira en fimmtíu
ára reynslu í múrverki og lærði á sínum
tíma hjá Steiniðjuni, S Helgason, ásamt
því að hafa farið á ýmis námskeið er-
lendis. Þess vegna er ég líka í grjótinu,
þ.e. legg flísar og náttúrustein,“ segir
Róbert Kristjánsson.
Settu viðhaldið í áskrift!
Hvassavík ehf. hefur starfað við mörg
stór verkefni sem og smærri verkefni.
„Við bjóðum upp á sniðuga þjónustu
fyrir einstaklinga eða húsfélög; að vera
í svokallaðri áskrift á ástandsskoðun og
viðhaldi á húsum og byggingum. Þetta
getur verið sérstaklega sniðugt fyrir
íbúa fjölbýlishúsa, til þess að koma í veg
fyrir að húsið grotni niður vegna lélegs
viðhalds og þurfa svo að punga út
miklum fjárhæðum, til þess að lagfæra
eitthvað sem hefði verið hægt að gera
tíu árum áður, fyrir helmingi lægri upp-
hæð,“ segir Róbert.
Róbert mælir með að fólk hafi
samband sem fyrst varðandi ástands-
skoðun. „Það er best að byrja á þessu
að vori til og nýta sumarið í þau verk
sem þarf að klára fyrir næsta vetur.
Svo ráðleggjum við um framhaldið,
hvort það þurfi að huga að meira
viðhaldi strax næsta vor, eða hvort það
megi bíða einhvern tíma lengur,“ segir
Róbert.
Múrarar með tilskipuð réttindi
„Það eru nú þegar einhver fyrirtæki á
markaðnum sem bjóða upp á sam-
bærilega þjónustu, en það sem við
höfum fram yfir marga aðra er að
Hvassavík ehf. býr yfir gífurlegri reynslu
í múrverki, auk þess sem við erum allir
með tilskipuð réttindi til þess að starfa
við múrsmíði. Ég mæli ekki með því að
fólk skipti við einstaklinga og eða fyrir-
tæki sem ekki eru með tilskilin réttindi.
Múrarameistari er sá sem ber hvað
mesta ábyrgð á að bygging sé í lagi og
ef fólk kann ekki til verka þá getur illa
farið,“ segir Róbert.
Hvassahraun 27, 191 Vogar.
Netpóstur: hvassavik.ehf@gmail.com
Sími: 849-4423
Fáðu reynda múrara í verkið.
Múrarar með réttindi!
Flottar sturtur.
Aðstaða fyrir útigrill.
Flottur arinn.
Le Kock lítur glæsilega út.
Hressir strákar! n
HVASSAVÍK EHF:
Múrarar með reynslu
og tilskipuð réttindi!