Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2019, Síða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2019, Síða 48
48 15. feb 2019 E flaust má til sanns vegar færa að um helgarhjóna- band hafi verið að ræða hjá frönsku hjónunum Joel og Nadine Baude. Þau bjuggu í Iville, þorpi skammt frá Rouen í Norm- andí-héraði. Joel var slátrari með aðstöðu í úthverfi Parísar og þurfti að hefja störf í rauðabítið hvern virkan dag. Því hafði hann tekið á leigu stúdíóíbúð skammt frá vinnustað sínum og kom heim um helgar. Nadine var sjálfstæður sjúkrabifreiðarbílstjóri og réð tíma sínum nokkuð sjálf. Fljótlega var ljóst að Nadine var full alvara með sambandinu og engu líkara en hún hefði full- komlega gleymt þeirri staðreynd að hún hafði verið gift í tvo áratugi, eða þar um bil, og ætti 21 árs son. Í rúmið með skjólstæðingi Einn góðan veðurdag var Nadine fengin til að skutla manni að nafni Jacques Merlan til sjúkra- þjálfara. Jacques hafði lent í slysi á mótorhjóli sínnu og var í endur- hæfingu. Þetta varð að vikulegum viðburði hjá Nadine og Jacques og á endanum fóru þau saman í rúmið. Fjárfesta í fasteign Nadine sagði Jacques að hún hefði skilið fyrir 20 árum. Sonur hennar byggi enn hjá henni og hún væri ágætlega efnuð, þökk væri fjölskyldu hennar. „Svo, af hverju kaupum við ekki hús saman. Ég verð ekki í vandræð- um með að leggja fram helm- ing kaupverðsins?“ sagði hún við Jacques dag einn í apríl 2002. Á næstu vikum skoðuðu þau hús saman og festu að lokum, í byrjun maí, kaup á einu sem hentaði. Kaupverðið var 230.000 evrur, Jacques borgaði 40 prósent og Nadine afganginn og notaði sitt eigið ættarnafn, Morel, þegar hún skrifaði undir kaupsamn- inginn. Bakari finnur slátrara Árla morguns sunnudaginn 5 maí, 2002, sá bakari á leið í vinnuna bíl í ljósum logum og hafði samband við slökkviliðið. Þegar búið var að ráða niðurlög- um eldsins kom illa brunnið lík Joels í ljós. Áður en eiginleg rannsókn hófst skellti Nadine sér til Par- ísar. Síðar sagði hún að tilgang- ur fararinnar hefði verið að finna eiginmann sinn. Daginn eft- ir hafði hún samband við lög- regluna. Sagði hún að eiginmað- ur hennar hefði komið heim í helgarbyrjun en síðan þurft að fara aftur til Parísar vegna vinnu- tengdra vandræða. „Hann hefur ekki skilað sér heim,“ sagði hún og bætti við að hann hefði haft á sér 500 evrur í reiðufé og verið á bíl sonar þeirra. Áverkar á líkinu Það tók fimm daga að tengja brunna bílinn sem bakarinn ók fram á og hvarf Joels, því Nadine hafði ruglast á einum tölustaf í bílnúmerinu þegar hún gaf lög- reglunni þær upplýsingar. Fljótlega varð ljóst að Joel hafði ekki sest í bílinn sjálfur, staða hans mælti gegn því. Einnig bentu áverkar á líkinu til þess að hann hefði verið barinn. Lögreglan ákvað að kanna lista yfir símhringingar Baude- -fjölskyldunnar. Komu þá í ljós mikil samskipti Nadine við karl- mann að nafni Jacques. Fannst lögreglunni tími til kominn að spjalla aðeins við Nadine og son hennar, Jerome. Uppgjör í uppsiglingu Í ljós kom að tveimur dögum áður en Nadine og Jacques tóku við ný- keyptu húsi sínu, hafði Nadine hringt í Jerome, sem þá var stadd- ur ásamt kærustu sinni, í ónafn- greindum þemagarði. Það var laugardagur og Nadine vildi vara Jerome við því að fað- ir hans yrði hugsanlega í slæmu skapi þegar hann kæmi heim. Jerome, sem vissi um ást- mann móður sinnar, ákvað að brenna heim án tafar. Hann var mjög hændur að móður sinni og ósáttur við að faðir sinn hafði aldrei viljað heyra minnst á skiln- að. Þegar þarna var komið sögu taldi Nadine nokkuð víst að inn- an tíðar myndi Joel komast að ótryggð hennar. 4 dögum eftir að hafa myrt aldraða foreldra sína, var dr. Idella Kathleen Hagen handtekin. Þann 22. ágúst, árið 2000, banaði Idella 92 ára móður sinni og 86 ára föður sínum með því að kæfa þau. Notaði hún plastpoka og kodda til verksins, en foreldrar hennar voru í fastasvefni þegar hún réðst til atlögu. Við réttarhöldin kom fram að Idella hefði þjáðst af þunglyndi og að sögn tveggja lækna sem báru vitni hélt Idella að hún fengi skilaboð, meðal annars úr sjón- varpsauglýsingum, frá umferðarljósum og spilum. Idella ku einnig hafa heyrt rödd föður síns, sem skipaði henni að fremja morðin, því þannig myndu hún og foreldrar hennar fara til staðar þar sem hamingja ríkti. Idella var ekki talin sakhæf og dæmd til vistar á stofnun fyrir geðsjúka árið 2002. SAKAMÁL BANVÆNN BLEKKINGARLEIKUR FRÚ BAUDE n Hjónaband Nadine og Joel var ekki traust n Blekkingar einkenndu tilveru Nadine n Sonur þeirra blandaðist í málið „Það sem þau ekki vissu, og kom ekki í ljós fyrr en við krufningu, var að Joel var ekki dáinn þegar hann varð eldhafinu að bráð. Heimili Baude-fjölskyldunnar Joel var lítið heima við vegna vinnu sinnar. Nadine Baude Blekkti bæði eiginmann sinn og ástmann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.