Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2019, Blaðsíða 53
KYNNING
Gómsætt og
girnilegt í 12 ár
Það er ekki sjálfgefið að veitinga-staðir haldi velli í harðri samkeppni, en veitingastaðir
Castello fagna núna 12 ára afmæli.
„Þetta hefur verið frábær tími með
frábæru starfsfólki sem hefur unnið
hjá okkur í mörg ár, sumir frá upphafi,“
segir Armend, eigandi staðanna.
Castello heldur upp á afmæli
dagana 17. til 21. febrúar og verða
þá ýmis spennandi tilboð á boðstól-
um. Vinsældir Castello hafa verið
miklar í gegnum árin allt frá opnum
árið 2007. „Við opnuðum Castello
fyrst í Kópavogi árið 2007 og tveimur
árum síðar opnuðum við annan stað
í Hafnarfirði til þess að anna eftir-
spurn, enda stækkaði kúnnahópurinn
hratt,“ segir Armend sem rekur stað-
ina tvo með bróður sínum Dardan.
Staðirnir eru að Dalvegi 2 í Kópavogi
og Dalshrauni 13 í Hafnarfirði.
Castello-staðirnir eru þekktir fyrir
framúrskarandi eldbakaðar pítsur,
þar á meðal hina vinsælu kebabpít-
su, Dolce eftirréttapítsu, frábærar
ostastangir, kanilbát, súkkulaðihálf-
mána og margt fleira.
Kebabpítsan kom á markaðinn í
haust og hefur slegið í gegn. „Pítsan
er með pítsusósu, osti, jalapeño,
kebabsósu, fersku jöklasalati og
kebabkjöti. Hægt er að fá ýmist
kjúkling eða lamb á pítsuna og erum
við að nota sama kjöt og í keba-
bréttina okkar. Þessar eru alveg
svakalega góðar, bæði ferskar og
djúsí,“ segir Armend.
Safaríkir hamborgarar og sætar
eftirréttapítsur
„Þess má geta að við erum með sjúk-
lega djúsí og ljúffenga 140 gramma
hamborgara sem hamborgara-
meistarinn okkar töfrar fram af sinni
einstöku list. Þetta eru fyrsta flokks
borgarar úr hágæða nautahakki með
góðu brauði og öllu tilheyrandi,“ segir
Armend.
„Einnig erum við með kanilbát
með kanilsykri og súkkulaðibát með
karamellu og súkkulaði. Þetta eru
niðurskornir hálfmánar sem bornir
eru fram með ýmist glassúr, kara-
mellusósu eða súkkulaðisósu,“ segir
Armend. Að auki bætti Castello ný-
lega við ostastöngum á matseðilinn
og eru þær vægast sagt guðdóm-
legar.
Castello-staðirnir eru opnir sun–
fim frá 11.00–23.00 og fös–lau frá
11.00–23.30. Pöntunarsími er 577-
3333. Netfang er castello@simnet.is
Castello býður til afmælisveislu: