Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2019, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2019, Page 16
16 FÓKUS - VIÐTAL 25. jan 2019 Þ etta gerði Patrick bara enn ákveðnari í að mótmæla.“ Þetta segir Pauline McCarthy, móðir Patricks McCarthy sem prýddi forsíðu DV þann 21. janúar 2009. Patrick var aðeins ellefu ára þegar hann var handtekinn í janúarbyltingunni við Austurvöll. Mikil spenna og reiði kraumaði á Austurvelli þenn­ an dag en þúsundir manna kröfð­ ust þess að ráðamenn þjóðarinnar segðu umsvifalaust af sér. Alþingismenn höfðu sett þing­ ið eftir langt og notalegt jólafrí en almenningur hafði fengið sig fullsaddan af aðgerðaleysi og blekkingum. Hart var tekist á og margir mótmælendur gáfust upp á að vera kurteisir og mættu með heimatilbúnar reyksprengjur. Lög­ reglan beitti piparúða en á annan hundrað lögregluþjónar voru á svæðinu, gráir fyrir járnum. Í DV frá 21. janúar 2009 sagði: „Allt var notað til að fram­ kvæma hávaða: Pönnur, pott­ ar, hjólbörur, flautur, hækjur og lyklar svo eitthvað sé nefnt. Flug­ eldum og eggjum var kastað í átt að húsinu á meðan lögreglan fjölgaði í skjaldborginni. Í kring­ um hundrað lögreglumenn voru staddir inni í garðinum um tíma og restin af liðinu vítt og breitt í kringum húsið. Súrmjólk var kastað yfir óeirðasveitina sem lét eins og ekkert væri, stóð pollróleg og sprautaði piparúða á fólk sem þótti sýna of mikla hörku.“ Og Patrick litli fékk að kenna á því, var handtekinn. Á forsíðu­ mynd má sjá hann rauðeygðan og óttasleginn með lögregluþjón í óeirðabúningi sér við hlið. Hann var athugull drengur þrátt fyrir ungan aldur, hafði fylgst vel með fréttum og fór viljugur með for­ eldrum sínum á mótmælin. Hann var búinn hjálmi og hlífðargler­ augum, í hermannaklæðnaði, til­ búinn að taka þátt í byltingunni. Pauline sat fáeinum metrum frá, þar sem hún þjáðist af slitgigt og gat því ekki staðið. Þegar hiti fór að færast í leikinn gengu lögreglumenn til Patricks og spurðu hann um nafn, heimilis­ fang og hvar foreldrar hans væru. Vanræksla að sitja 10 metrum frá 11 ára syni Þrátt fyrir að móðir hans sæti þarna skammt frá var Patrick fjar­ lægður og farið með hann á lög­ reglustöðina og þangað þurfti faðir hans að sækja hann. Föð­ ur hans var tilkynnt í kjölfarið að atvikið yrði tilkynnt til barna­ verndaryfirvalda. En samkvæmt samtali blaðamanns DV við lög­ regluna skömmu eftir atvikið er sá háttur hafður á þegar lögregla hef­ ur afskipti af barni yngra en 15 ára. Ekki var því úr vegi að hafa samband við þau mæðgin til að rifja upp atvikið. Ekki náðist í Pat­ rick, en hann er að sögn móður sinnar staddur erlendis í helli, fjarri rafmagni, til að einbeita sér að ritstörfum. „Okkur hafði verið sagt, og það kom fram í fréttum, að við for­ eldrarnir yrðum ákærðir fyrir van­ rækslu á barni. Þeir sögðu að þeir myndu tilkynna þetta til barna­ verndarnefndar á Akranesi, þar sem við bjuggum, og sagði þeim að ég sætti mig ekkert við það,“ segir Pauline þegar hún er beðin um að lýsa þessum degi. Hún heldur áfram: „Þau sögðu að ég hefði ekki verið að fylgjast með honum, en ég var bara tíu metrum í burtu frá honum. Ég benti á hann og bað þá um að koma með hann til mín, en í stað þess að gera það fóru þeir með hann af vettvangi yfir á lögreglustöðina.“ Táragasi beitt gegn 11 ára barni Pauline veifaði til lögregluþjón­ anna sem höfðu handsamað drenginn hennar en fljótlega var myndaður varnarveggur fyrir framan hana og hún komst hvergi. Pauline er hreyfihömluð og á erfitt með að standa í langan tíma. Hún hafði því tekið sér stöðu á bekk skammt frá og hafði sagt syni sín­ um að þangað skyldi hann koma ef þau myndu týna hvoru öðru. Patrick var sérstaklega útbúinn fyrir mótmælin. Með íshokkíhjálm á höfði og skíðagleraugu til að vernda augun fyrir piparúða. „Hann leit út fyrir að vera í hernum,“ segir Pauline. Búnaður­ inn reyndist honum vel er hann fékk svo yfir sig gusu af piparúða. „Þeir fóru með hann inn í Alþingi, en það gerðist eftir að þeir átt­ uðu sig á að þeir höfðu sprautað táragasi á barn. Því þeir spreyjuðu táragasi á hann. Þeir spreyjuðu yfir hópinn eins og þeir ættu lífið að leysa og fólk var öskrandi og grát­ andi og það ríkti algjört öngþveiti. Ég sá hluti sem almenningur sá ekki vegna þess hvar ég sat. Sum­ ir lögreglumennirnir kipptu grím­ um af fólki áður en þeir úðuðu táragasi beint framan í það.“ Pauline bætir við að flestir lög­ regluþjónarnir hafi staðið vaktina með sóma en svo hafi aðrir lag­ anna verðir verið ribbaldar og tek­ ið of hart á mótmælendum. „Það voru að minnsta kosti þrír lögreglumenn sem viljandi ögruðu fólkinu þar til það brást við. Þá gripu þeir um hálsinn á fólki, ýttu því niður, trömpuðu á fótum þess og brutu næstum fæturna á því. Ég horfði á þetta. Maðurinn sem var yfir lögreglunni þarna sagði við mig: „Þú verður að fara, þú verð­ ur að fara, það er mjög hættulegt að vera hérna.“ Ég svaraði: „Það er engin hætta. Það eina sem er að gerast er að það er verið að kasta snjóboltum.“ Þá sagði hann: „Þú gætir orðið fyrir skoti,“ og ég svaraði: „Þetta eru bara snjóboltar. Ég held ég muni lifa af að fá í mig snjóbolta.“ En það sem þeir vildu, var að losna við mig því þeir voru að hefja aðgerðir gegn fólkinu.“ „Veistu hvar sonur minn er?“ Eftir að sonur Pauline hafði verið handsamaður neyddist Pauline til MANITOU MLT 625-75 H Nett fjölnotatæki Pétur O. Nikulásson ehf. • Melabraut 23, Hafnarfjörður • Símar: 552 2650 / 552 0110 • pon@pon.is 6.800.000 kr. + VSK Hvað varð um litla 11 ára strákinn sem var handtekinn á Austurvelli? n Áratugur liðinn frá janúarbyltingunni n Sinnir ritstörfum í helli á Kanarí n Dreymir um að kaupa fallegt hús fyrir móður sína „Hann varð vel þekkt- ur sem syngjandi pylsusalinn Nú staddur á Kanarí Skrifar skáldsögu í helli. Erla Dóra erladora@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.