Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2019, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2019, Side 20
20 25. jan 2019BLEIKT É g held að ég þurfi bara að vera forseti Bandaríkj­ anna til að bjarga heim­ inum í eitt skipti fyrir öll. Því Bandaríkin eru voldugasta ríki í heimi og þá get ég sung­ ið fyrir öll ríkin á sama tíma. Ég veit ekki alveg hvað felst í því að vera forseti Bandaríkj­ anna, en eitt er víst að ég gef mig alla í það. Viskan sem ég bý yfir, hæfileikinn til að setja sig í spor annarra og fleiri „gifts“ sem ég bý yfir, næmni, hugs­ anaflutningur, að tala við dýr, sendiboði Guðs og fleira sem verður nefnt síðar. Mig langar að Barack Obama verði hægri hönd mín og Jón Gnarr vinstri, ef þeir vilja. Meira bið ég ekki um í bili.“ Svona hljómar hluti af þeim hugsunum sem Áslaug Eik Ólafs­ dóttir upplifir þegar hún fer í svo­ kallaða maníu. Áslaug, sem er tuttugu og fjögurra ára gömul, hefur glímt við geðhvarfasýki um nokkurt skeið. Fyrir utan geð­ hvarfasýkina er Áslaug einnig með fíknisjúkdóm og þegar hún var í hvað mestri neyslu ýttu grasreyk­ ingar hennar undir geðrof. Í gegnum veikindi sín hélt Ás­ laug úti dagbók þar sem hún skrif­ aði niður hugsanir sínar og upp­ lifun, sem hún birti á bloggsíðu sinni eftir veikindin. Að fara í gegnum síðuna getur verið mjög ruglingslegt, sérstaklega fyrir þá sem ekki þekkja sögu Áslaugar. Lesa má margar færslur, sem sum­ ar hverjar eru skrifaðar þegar Ás­ laug er ekki veik, en aðrar þeirra eru skrifaðar undir áhrifum geð­ rofs eða maníu. Áslaug hefur núna ekki upplifað nein alvarleg veik­ indi í tæplega eitt og hálft ár og var hún tilbúin til þess að koma fram í viðtali við DV. Blaðakona ræddi við Áslaugu um það hvernig líf hennar sé í dag og hvernig hún hefur upplifað það að vera með geðsjúkdóm á Íslandi. Einnig fékk blaðakona leyfi til þess að fara yfir og nota það efni sem Áslaug hefur skrifað í gegnum veikindi sín, til þess að gefa lesendum raunveru­ lega mynd af því hvernig mann­ eskja í geðrofi hugsar. Uppgötvaði „sannleika lífsins“ og taldi sig útvalda „Í lok nóvember 2015 upplifði ég fyrstu maníuna, sem er hluti af sjúkdómnum geðhvarfasýki, en ég fór líka í geðrof sem stundum fylgir maníunum. Það var af því að ég var í neyslu, ég í rauninni kveiki á þessum sjúkdómi með því að reykja gras. Ég hefði mögulega ekki veikst ef ég hefði ekki verið að reykja,“ segir Áslaug í samtali við blaðakonu. Áslaug hefur í þrjú skipti upplif­ að það að fara í stórar maníur þar sem hún fyllist miklum ranghug­ myndum um sjálfa sig og heiminn. „Alltaf þegar ég hef lent í svona ástandi þá hef ég ekki viðurkennt að ég sé í maníu, af því að ég var með ranghugmyndir um það hver ég var. Þær maníur sem ég skrifaði um í blogginu mínu … þá vissi ég ekki hvað manía var og ég var bara viss um að þetta væri persónuleik­ inn minn. Það var svo mikið í gangi hjá mér og margt sem ég var að uppgötva um „sannleika lífsins“ og hélt að ég væri útvalin. Þá taldi ég það bara vera eðlilegt ástand og var því ekki beint í afneitun. Ég taldi þetta eðlilegt og fannst ég geisla af persónutöfrum,“ segir Ás­ laug og hlær. Hún heldur áfram og segir: „Í dag er ég á lyfjum sem halda veikindunum í skefjum en ég á það til að fara aðeins upp og kallast það hypomania. Það er að­ allega í bipolar 2 en ég vil aldrei viðurkenna það, af því að ég elska hypomaníur, þá getur maður haft stjórn. Maður er kærulausari en á sama tíma örari og lífskrafturinn á fullu. En í alvarlegum maníum, sem fylgja bipolar 1, er maður gjör­ samlega stjórnlaus.“ Þegar Áslaug hefur upplifað sín­ ar stærstu maníur líður henni eins og allir elski hana og séu jafnvel ástfangnir af henni. „Ég fæ alveg ótrúlega mikið sjálfsálit, en verð samt ekki hroka­ full. Ég upplifi mig sem mjög sér­ staka manneskju.“ Ætlar að bjarga heiminum og er með Justin Bieber á heilanum Í febrúar á síðasta ári fékk Áslaug loks þá greiningu að hún glímdi einnig við fíknisjúkdóm og í mars fór hún í sína fyrstu meðferð. „Ég hef glímt við að halda mér edrú. Ég náði einhverjum tveimur mánuðum fyrst og datt svo í það. Betri Svefn Áslaug Eik Ólafsdóttir/ Ljósmynd: Aðsend og taldi sig út- valda af Guði Aníta Estíva Harðardóttir anita@dv.is Áslaug Eik uppgötvaði „sannleika lífsins“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.