Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2019, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2019, Page 28
Veiðileyfi 2019 25. janúar 2019KYNNINGARBLAÐ VEIÐIKLÚBBURINN STRENGUR: Fjölbreytt úrval veiðisvæða, eitthvað fyrir alla V ið hjá Veiðiklúbbnum Streng gerum allt sem í okkar valdi stendur til þess að tryggja að komandi kynslóðir fluguveiðimanna geti krækt sér í lax og sjógenginn silung í framtíðinni. Á okkar veiði- svæðum er eingöngu stunduð fluguveiði þar sem veitt og sleppt er meginreglan. Við bjóðum fulla þjónustu hvað varðar gistingu og mat. Við bjóðum einnig veiðisvæði þar sem veiðimenn gista í húsi við ána en sjá sjálfir um sig í mat og drykk. Fyrir þá sem vilja bjóðum við upp á leiðsögumenn við árnar, það getur verið mjög skynsamlegt að fá leiðsögn við veiðarnar, einkum þegar komið er í fyrsta sinn á nýja veiðislóð. Veiðisvæði Strengs Hofsá í Vopnafirði Hofsá er að mati margra veiði- manna hin fullkomna fluguveiðiá. Laxgengt svæði árinnar er 27 kíló- metrar. Veitt er á sjö stangir í Hofsá á sjö svæðum. Mjög rúmt er um veiði- menn og komast þeir sjaldnast yfir að kasta flugu á alla hylji árinnar. Veiði hefst í lok júní og lýkur upp úr miðjun september. Áin er fjöl- breytt og það er einstaklega fallegt í Hofsárdal. Veiðihúsið Árhvammur er stað- sett við neðri hluta árinnar. Í húsinu eru sjö tveggja manna herbergi, sem eru öll með sér baðherbergi, auk tveggja eins manns herbergja. Setustofa með arni og notaleg borðstofa með gullfallegu útsýni yfir ána og Hofsárdal. Maturinn er fyrsta flokks. Boðið er upp á vel úti- látinn morgunverð, hádegisverð og þríréttaðan kvöldverð. Selá í Vopnafirði Selá er mikilfengleg og fjölbreytileg fluguveiðiá sem hefur upp á allt að bjóða. Áin rennur í stórkostlegu umhverfi. Aðalveiðisvæði árinnar er 42 kílómetrar. Veitt er á 6–8 stangir í Selá á jafnmörgum svæðum. Líkt og í Hofsá þá er mjög rúmt um veiði- menn og hyljirnir mismunandi og fjölbreyttir. Veiði hefst í lok júní og lýkur upp úr miðjun september. Veiðimenn eru algerlega í kyrrð og fjarri allri umferð við veiðar. Veiðihúsið Fossgerði er nýjasta og glæsilegasta veiðihús landsins. Það er staðsett á árbakkanum við neðri hluta árinnar með útsýni upp að fossasvæðinu. Í Fossgerði eru tíu tveggja manna herbergi, öll með sér baðherbergi. Maturinn er fyrsta flokks. Boðið er upp á vel útilátinn morgunverð, hádegisverð og þrí- réttaðan kvöldverð. Sunnudalsá + Hofsá (silungasvæði) Sunnudalsá er hliðará Hofsár og mætir henni rétt við neðsta svæði árinnar. Áin er falleg og fjölbreytt með 75 merktum veiðistöðum. Veitt er á tvær laxastangir í Sunnudalsá. Með Sunnudalsá fylgir veiði á eina stöng á efri hluta silungasvæðis Hofsár þar sem er góð sjóbleikjuveiði og laxavon. Verðlag veiðileyfa í Sunnudalsá er sérlega hagstætt. Veiðimenn sjá um að elda sjálfir í glæsilegu bjálkahúsi á árbakkanum. Í húsinu eru fjögur tveggja manna herbergi, öll með baði. Fyrir hóflegt húsgjald koma veiðimenn í hreint hús með uppábúnum rúmum. Miðfjarðará í Bakkafirði Strengur býður nú veiðileyfi í Mið- fjarðará í Bakkafirði sem er falleg laxveiðiá á norðausturhorninu. Veitt er á tvær laxastangir í Miðfjarðará. Nýlega var opnaður laxastigi í Fálkafossi sem tvöfaldar veiðisvæði árinnar sem er nú um 9 kílómetrar. Veiðimenn sjá um að elda sjálf- ir í prýðisgóðu sumarhúsi við ána. Í húsinu eru þrjú tveggja manna herbergi. Sama fyrirkomulag er á húsinu og í Sunnudalsá, veiðimenn koma í hreint hús með uppábúnum rúmum fyrir hóflegt húsgjald. Tungulækur Tungulækur er ein besta sjóbirtingsá Íslands. Áin er staðsett í um 300 kílómetra fjarlægð frá Reykjavík og rennur í gegnum fallegt landslag í Landbroti neðan Kirkjubæjarklaust- urs. Tvö veiðitímabil eru í Tungulæk. Vortímabilið byrjar fyrsta apríl og stendur til loka maí. Hausttímabilið byrjar fyrsta september og stendur til 20. október. Eingöngu er veitt á flugu og öllum sjóbirtingi á að sleppa. Undirbúningur er hafinn við að reisa nýtt og glæsilegt veiðihús við Tungulæk þar sem veiðimenn sjá um að elda sjálfir. Í húsinu verða þrjú tveggja manna herbergi, öll með baði. Fyrir hóflegt húsgjald koma veiðimenn í hreint hús með uppá- búnum rúmum. Hægt er að senda fyrirspurnir og panta daga á heimasíðu Veiðiklúbbs Strengs www.strengurangling.is n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.