Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2019, Síða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2019, Síða 42
Brot af því besta 25. janúar 2019KYNNINGARBLAÐ Verslunin Móðurást á sér merki-lega forsögu en eigandinn, Guðrún Jónasdóttir, hóf árið 1992 að kaupa brjóstadælur og leigja þær út. „Ég eignaðist fyrirbura 1987 og upp úr því stofnuðum við nokkur saman stuðningshóp fyrir fyrirburaforeldra. Þá áttaði ég mig á því að þetta vantaði hér á Íslandi. Ég fór því að kaupa mjalta- vélar dýrum dómum og leigja þær út,“ segir Guðrún. Frumkvöðlastarfsemi Þegar Guðrún stofnaði verslunina var um sannkallaða frumkvöðlastarf- semi að ræða sem rekin var af fallegri hugsjón. „Svona var enginn að gera á Íslandi og ég gerði mér fljótt grein fyrir því að það vantaði mikið upp á þjón- ustuna við mæður nýfæddra barna.“ Starfsemin tók smám saman að vaxa og breikka og Guðrún fór að selja ýmsan skyldan varning. Fyrst var hún bara með þetta heima hjá sér en árið 2002 opnaði hún verslunina Móðurást sem í dag er bæði verslun við Laugaveg 178 og vefverslun. Brjóstaráðgjöf „Ég veiti líka brjóstagjafarráðgjöf fyrir konur sem þurfa á slíku að halda en ég er menntaður brjóstagjafarráðgjafi. Sérhæfing mín felst í þessu ásamt því að ég sel allt sem snertir brjóstagjöf, allt sem gæti þurft við mismunandi aðstæður við brjóstagjöf,“ segir Guðrún, sem segir starfið mjög gefandi og hún sé lánsöm að fá að starfa við áhugamál sitt og hugsjón, ekki séu allir svo heppnir. Mjaltavélar, ungbarnavogir, snuð, leik- föng, fatnaður, barnavagnar… Fyrir mæður með börn á brjósti fæst mikið úrval af undirfatnaði í Móðurást, auk þess sem bæði mjaltavélar og ung- barnavogir eru leigðar út. Í versluninni fást ýmsar ungbarnavörur, sem henta vel fyrir börn frá fæðingu fram á annað ár, allt frá snuðum, leikföngum og fatn- aði, til Silvercross-barnavagna og kerra, svo eitthvað sé nefnt. Þroskaleikföng frá Lamaze og Chicco eru vinsæl leikföng. Dúkkan Lottie er einnig vinsæl fyrir eldri börn, hún er í réttum stærðarhlutföllum og einnig fæst fjöldi fylgihluta fyrir hana. Nánari upplýsingar má nálgast á vefversluninni modurast.is. Sumar vörur eru eingöngu til sölu í vefversluninni en það er engu að síður hægt að sækja þær í verslunina. Margir viðskiptavinir skoða vörurnar vandlega á vefnum en koma síðan í verslunina til að skoða betur og fá ráðgjöf. Vefverslun: modurast.is Móðurást er staðsett að Laugavegi 178, við hliðina á gamla útvarpshúsinu. Sími: 564-1451 Netfang: modurast@modurast.is Opnunartími er mánudaga–föstu- daga frá kl. 11 til 18 og laugardaga frá 12 til 16. n VERSLUNIN MÓÐURÁST: Býður upp á allt fyrir ungbarnið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.