Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2019, Síða 48
48
Tímavélin Gamla auglýsinginSiglfirðingur 18. október 1930
25. janúar 2019
T
ímavél DV hefur undan-
farið fjallað um beinafund-
inn við Faxaskjól árið 1975.
DV hefur nú undir höndum
skjöl rannsóknarlögreglunnar og
réttarmeinafræðinga sem gefa
sterklega til kynna að beinin hafi
ekki alltaf legið í byrginu sem þau
fundust í. Einnig hvernig rann-
sóknin beindist að hvarfi Svein-
bjarnar Jakobssonar frá árinu
1930.
Ekkert hár og engar neglur
Beinin fundust í Faxaskjóli fyrir til-
viljun þann 7. júlí árið 1975 þegar
krakkar úr hverfinu voru að grafa
göng. Lögreglan kom á svæðið,
gerði tveggja tíma frumrannsókn
og safnaði beinum og munum.
Í skýrslum lögreglunnar kemur
fram að aftur var farið á vettvang
þann 12. júlí til að leita að frekari
vísbendingum. Með í för var Brian
Desmont Holt, sem hafði starfað
í lögreglunni á Keflavíkurvelli,
og sonur hans Anton. Anton var
sagnfræðinemi og hafði komið
að fornleifauppgreftri áður. Hann
kunni því að fara með jarðveg.
Að þessu sinni var grafið mun
meira og moldin fínkembd. Engin
föt fundust í þessum uppgreftri, en
annað var merkilegra. Í skýrslunni
segir:
„Hvergi var að finna neitt sem
benti til þess að það væri hár af
manni, eða neglur, en að áliti Ant-
ons hefði slíkt átt að finnast, ef
beinagrindin væri af manni, sem
legið hefði í jörðu „á sama stað“, í
sem næst 20 ár.“
Einnig fundust engir fitublettir
á steyptu gólfinu sem hefði mátt
ætla að væru til staðar ef líkið
hefði legið þar. DV ræddi við
Anton um þennan gröft en hann
man ekki allt í smáatriðum, enda
nærri hálf öld liðin. Hann mundi
þó eftir því að rætt hefði verið um
að beinin hefðu hugsanlega verið
færð til á þennan stað. Sérstak-
lega í ljósi þess að beinin voru til-
tölulega dreifð og ekki aðeins þau
sem börnin höfðu fundið. Benti
það til þess að lík hefði ekki verið
sett þarna niður til að rotna heldur
bein sem áður hefðu legið annars
staðar.
Fram að þessu hafði rannsókn
lögreglunnar beinst að manns-
hvörfum frá fyrri hluta sjötta
áratugarins. Eftir þennan gröft
beindist rannsóknin hins vegar
að eldra máli, hvarfi Sveinbjarnar
Jakobssonar frá árinu 1930.
Þekkt svallhús
Hvarf Sveinbjarnar Jakobssonar
þann 9. október árið 1930 er með
þeim dularfyllri í Íslandssögunni
og lögreglan rannsakaði það sem
sakamál. Sveinbjörn, sem var 45
ára gamall sjómaður frá Ólafsvík,
var í heimsókn í Reykjavík eftir
vel heppnaðan síldartúr. Um tíma
lék grunur á að ábúendur á bæn-
um Sauðagerði tengdust málinu.
Þangað var hann keyrður af leigu-
bílstjóra daginn sem hann hvarf.
Þegar leigubílstjórinn hafði sam-
band við lögregluna til þess að fá
aðstoð við að innheimta túrinn
fannst Sveinbjörn hvergi og fólkið
í Sauðagerði sagðist ekki kannast
við að Sveinbjörn hefði komið
þangað.
Sveinbjörn dvaldi hjá Sigríði,
dóttur sinni, og tengdasyni á
Meistaravöllum í vesturbæ Reykja-
víkur í fimm daga. Ætlaði hann
aftur heim til Ólafsvíkur kvöldið
10. október með strandferðaskip-
inu Esju en um borð skilaði hann
sér aldrei. Tengdasonurinn, Hjalti
Einarsson, tilkynnti hvarfið.
Sveinbjörn var drykkfelldur
maður og mikið ölvaður á öðrum
tímanum þann 9. október, þegar
hann fór frá Meistaravöllum. Sagði
Hjalti lögreglunni að Sveinbjörn
hefði pantað sér leigubíl og farið
að bænum Sauðagerði til þekktrar
spákonu er hét Jósefína Eyjólfs-
dóttir. Í Sauðagerði, sem er nú við
Reynimel, var oft glatt á hjalla á
þessum árum og oftar en ekki vín
haft um hönd. Klukkan þrjú hafi
aftur verið hringt á leigubíl fyrir
Sveinbjörn. Var honum þá ekið
á Laugaveg 33B. Þar hafi Svein-
björn skroppið inn og síðan farið
að Sauðagerði að nýju.
Fékk ekki greitt
Leigubílstjórinn sem ók Sveinbirni
hét Skúli Eggertsson, 25 ára gam-
all og starfaði fyrir stöðina Bifröst. Í
yfir heyrslu sagði Skúli að eiginmað-
ur Jósefínu, Halldór Sigurðsson á
Sauðagerði eða „Halldór rukkari“,
hefði hringt og beðið um bíl. Þang-
að fór hann og beið fyrir utan í fimm
mínútur þangað til Jósefína og mað-
ur, sem reyndist vera Sveinbjörn,
komu út. Í skýrslunni segir:
við göm
lu höfnina
Eilíf ham
ingja
Kæ
st stórskata og tindabykkja m
eð öllu
tilheyrandi. Steingrím
ur í eftirrétt á aðeins
2.350 kr.
Skatan er í boði 1. des m
illi 11.30 og 14.00,
og 17.des.–23. des. alla daga, allan daginn.
Siginn fiskur og selspik m
eð tilheyrandi.
Steingrím
ur í eftirrétt á aðeins
1.950 kr.
Siginn fiskur er annan hvern þriðjudag frá
4.des.–23. des. í hádeginu m
illi 11.30–14.00.
Sæ
greifinn við Geirsgötu
Tekið er á m
óti pöntunum
fyrir Þorláksm
essu í 553-1500
TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN
KÆRU BÆNDUR!
við gömlu höfnina
2FYRIR1
3.440 KR
GRILLAÐ ÞORSKSPJÓT, HUMARSÚPA & BRAUÐ
n Lögregluskýrslur varpa ljósi á rannsókn beinanna við Faxaskjól n Beinin ekki alltaf hvílt í gryfjunni?„Ég get ekki
gefið mikl-
ar upplýsingar
af föður mínum,
meiri en við gáf-
um þá. Ég hafði
lítið af honum að
segja.
SJÓMAÐUR HVARF
VIÐ ÞEKKT SVALLHÚS
Kristinn Haukur Guðnason
kristinn@dv.is