Morgunblaðið - 09.11.2018, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.11.2018, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2018 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. „Það eru mest kylfingar af höf- uðborgarsvæðinu sem mæta og spila hjá okkur. Ég er þannig nán- ast viss um að Heimir Karls mun koma. Við í klúbbnum höfum getað spilað á vellinum nánast allt árið um kring,“ segir Jóhann Páll Krist- björnsson, formaður Golfklúbbs Suðurnesja, en klúbburinn efnir til golfmóts í Leirunni næstkomandi sunnudag, 11. nóvember. Ræst verður út á öllum teigum samtímis kl. 10:30 og leikið á sum- arflötum og -teigum. Síðdegis í gær höfðu hátt í 60 kylfingar skráð sig en að sögn Jóhanns er reiknað með að hámarki 72 spilurum. Flestir klúbbar landsins urðu að loka völlum sínum þegar fór að snjóa og frost kom í jörðu. Svo- nefndir strandvellir út við sjáv- arsíðuna hafa jafnan verið opnir lengur. „Við höfum verið með golfmót í nóvember áður. Fyrir tæplega tveimur árum vorum við með mót í janúar. Það er alltaf einhver traffík um völlinn. Okkar félagsmenn eru margir hverjir í vaktavinnu og geta nýtt sér birtuna yfir vetrartímann,“ segir Jóhann Páll. Hann segir alla golfklúbba fagna því að geta lengt tímabilið, ekki síst eftir afleitt veður í sumar. „Það kom einn og einn góður dagur þeg- ar hægt var að leika golf. Þetta hef- ur verið eitt versta rekstrarárið fyrir klúbbana,“ segir Jóhann Páll. Golfmót í Leirunni 11. nóvember Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Vetrargolf Kylfingar eru enn á ferð þótt kominn sé vetur og degi tekið að halla. Nú eru síðustu forvöð að skrá sig á mót GS í Leirunni á sunnudag.  Golfklúbbur Suðurnesja lengir tímabilið  Leikið á sumarflötum og -teigum Karlmaður á fimmtugsaldri var fundinn sekur um að hafa í janúar síðastliðnum haft í vörslum sínum í sölu- og dreifingarskyni 254 kanna- bisplöntur, rúmlega 480 grömm af marijúana og um 2,5 kíló af kanna- bislaufum. Þá var hann einnig fund- inn sekur um að hafa um þónokkurt skeið ræktað kannabisplöntur, en dómur þessi féll í Héraðsdómi Reykjaness. Maðurinn játaði brot sitt fyrir dómi og var tekið tillit til þess við dómsuppkvaðningu. Var einnig tekið tillit til þess að maðurinn hafði hreinan sakaferil. Dómurinn mat það svo að horfa yrði til þess umtalsverða magns fíkniefna sem maðurinn hafði í fórum sínum og ætlað var til sölu og dreifingar. Fullnustu refsingar skal frestað og hún felld niður að liðnum þremur árum haldi hann skilorð. Tekinn með yfir 250 kannabisplöntur Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Þeim sem afplána refsidóma í sam- félagsþjónustu í stað fangelsisvistar hefur fjölgað mjög að undanförnu. Um þessar mundir eru fleiri í samfélagsþjón- ustu en vistaðir eru í fangelsum landsins. Fang- elsismálastofnun er að ráða fjóra nýja fangaverði að fangelsinu á Hólmsheiði og mun fangelsið komast í fulla virkni um áramót. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir að unnt sé að heimila þeim sem dæmdir hafa verið til tólf mán- aða fangelsisrefsingar eða minna að afplána dóma utan fangelsiskerfis- ins, með samfélagsþjónustu. Þetta á þó ekki við um kynferðisafbrota- menn og aðra sem taldir eru hættu- legir umhverfi sínu. Mjög hefur fjölgað í samfélagsþjónustu að und- anförnu. Nú eru um 200 í henni en til samanburðar má geta þess að um 170 eru í fangelsiskerfinu. Þeir geta verið í fullri vinnu eða námi en þurfa að stunda ólaunaða vinnu í þjónustu samfélagsins í sínum frítíma, svo sem fyrir Rauða krossinn, sambýli fatlaðra eða kirkjuna sína. Hægt að gera betur Páll segir reynsluna af samfélags- þjónustu góða. Aðeins 16% þeirra sem farið hafi í hana brjóti af sér á ný. Einnig hafa verið auknir mögu- leikar til að afplána hluta fangels- isvistar í opnu fangelsi og það hefur einnig skilað árangri í því að menn brjóta síður af sér að lokinni afplán- un. „Við þurfum að hugsa um það hvernig líklegast er að menn geti staðið sig þegar þeir koma aftur út í samfélagið. Reynslan sýnir að það gerum við með því að loka menn inni í eins skamman tíma og mögulegt er,“ segir Páll. Hann bendir á að maður sem fékk 8 ára fangelsisdóm hafi áður þurft að vera í lokuðu fangelsi í 7 ár. Nú sé hann þar í 2-3 ár, 3 ár í opnu fangelsi, 16 mánuði á áfangaheimilinu Vernd og svo það sem eftir er á heimili sínu með ökklaband. Þetta stendur þeim til boða sem standa sig vel. „Við getum gert betur í þessu. Margir fangar eiga við fíknivanda- mál að stríða og við þurfum að bjóða upp á fleiri meðferðarúrræði fyrir þá,“ segir Páll. Sextíu hafa sótt um 4 stöður fangavarða við fangelsið á Hólms- heiði sem Fangelsismálastofnun auglýsti á dögunum. Páll segir að dómsmálaráðherra hafi beitt sér fyrir auknum fjárveitingum til stofnunarinnar til þess að koma fangelsinu í fulla virkni og fjölgun fangavarða sé liður í því. Það verði gert um áramót. Áætlað er að 50 rými verði nýtt að jafnaði en núna eru þar 30 fangar. Fleiri í samfélagsþjónustu en fangelsi  Nú afplána um 200 menn dóma með ólaunaðri vinnu í þágu samfélagsins en 170 sitja í fangelsi  Fangelsismálastjóri segir það skila miklu  Fangelsið á Hólmsheiði í fulla virkni um áramót Morgunblaðið/Hari Hólmsheiði Með fjölgun fangavarða verður hægt að fullnýta nýja fangelsið. Þar verða um 50 fangar að jafnaði í stað 30 eins og verið hefur undanfarið. Páll Winkel Karlmaður á sex- tugsaldri, sem grunaður er um að hafa stungið konu með hnífi í Þorlákshöfn síð- astliðinn sunnu- dag, var í gær lát- inn laus úr haldi að lokinni yf- irheyrslu hjá lög- reglu. Maðurinn er sagður erlendur ríkisborgari. Var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Maðurinn hefur við yfirheyrslur hjá lögreglu neitað sök, en konan sem hann er grunaður um að hafa veitt áverka hefur verið útskrifuð af sjúkrahúsi. Er hún nú sögð dvelja hjá vinafólki sínu, en konan og mað- urinn eru vinnufélagar. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu stendur rannsókn málsins enn yfir og er meðal annars verið að vinna úr ýmsum gögnum. Þá hefur lögreglan einnig rætt við nokkur vitni að árásinni. Þá liggja upplýs- ingar um tildrög árásarinnar ekki fyrir að svo stöddu. Laus úr haldi eftir hnífstungu  Árásin átti sér stað í Þorlákshöfn nýverið Lögreglan Mað- urinn er nú laus. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Hæstiréttur staðfesti í gær dóm Hér- aðsdóms Reykjavíkur frá því í apríl á síðasta ári um að felld skyldi úr gildi 15 milljóna króna stjórnvaldssekt sem Seðlabanki Íslands lagði á Sam- herja hf. fyrir brot á gjaldeyrislögum. Er þar með lokið málarekstri Seðla- bankans sem staðið hefur yfir í tæp sjö ár. „Öllum fullyrðingum og ásök- unum Seðlabankans á hendur Sam- herja og starfsfólki okkar hefur verið hnekkt og bankinn beðið afhroð,“ seg- ir í bréfi Þorsteins Más Baldvinsson- ar forstjóra og Kristjáns Vilhelms- sonar framkvæmdastjóra til starfsmanna. „Ég er fyrst og fremst ánægður með að endanleg niðurstaða sé komin í málið og þakklátur starfsfólki mínu fyrir þá vinnu sem það hefur lagt í málið og það traust sem það hefur sýnt mér á þessum tíma,“ segir Þor- steinn Már við Morgunblaðið. Gjaldeyriseftirlit Seðlabanka Ís- lands taldi fyrirtækið hafa brotið gjaldeyrislög og stóð fyrir húsleit á starfsstöðvum Samherja á árinu 2012. Málinu var síðar vísað til sérstaks saksóknara í tvígang, meðal annars með kærum á yfirmenn fyrirtækisins, en saksóknari ákvað að fella niður sakamál vegna meintra brota. Þá ákvað Seðlabankinn að leggja á 15 milljóna króna stjórnvaldssekt. Hún var felld niður af Héraðsdómi Reykjavíkur og niðurstaðan staðfest í Hæstarétti í gær. Í niðurstöðu hér- aðsdóms sem Hæstiréttur staðfesti kemur fram að ekkert hafi komið fram um að ákvörðun Seðlabankans um að hefja meðferð málsins að nýju hafi byggst á nýjum gögnum og bank- inn ekki sýnt fram á að honum hafi verið heimilt að taka það upp. Þorsteinn bendir á að forsendur Seðlabankans hafi frá upphafi verið rangar og hafi verið dæmdar rangar af dómstólum. Þá kveðst hann ósáttur við að málið skuli hafa getað haldið svo lengi áfram sem raun ber vitni. Segir hann að Seðlabankinn sé valda- mikil stofnun sem eigi að tryggja stöðugleika og sýna sanngirni í störf- um sínum. Því hafi ekki verið fyrir að fara hjá Má Guðmundssyni seðla- bankastjóra og nánustu starfsmönn- um hans. Rekið af illum vilja „Már Guðmundsson og yfirlög- fræðingur bankans hafa rekið þetta mál áfram af illum vilja. Bankaráðið hefði átt að vera búið að stöðva það fyrir löngu. Nú er spurning hvort bankaráðið ætlar að sinna skyldum sínum og láta Má og yfirlögfræðing- inn hreinsa skrifborð sín á næstu dög- um. Már Guðmundsson á að fara út úr bankanum um helgina. Framferði hans gagnvart Samherja og mörgum öðrum er ekkert annað en glæpsam- legt og tel ég stjórnvöldum ekki stætt á að hafa slíkan mann í stóli seðla- bankastjóra. Hann hefur þæft málið áfram til að forðast óhjákvæmilega niðurstöðu. Það tók Hæstarétt ekki nema tvo daga að komast að niður- stöðu. Nú er hún komin og þá verður að láta bankaráð axla ábyrgð og láta Má Guðmundsson fara,“ segir Þor- steinn Már. „Ekki stætt á að hafa slíkan mann í stóli seðlabankastjóra“  Forstjóri Samherja ósáttur með Seðlabankann  Hæstiréttur felldi niður sektina Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Stjórar Þorsteinn Már Baldvinsson og Kristján Vilhelmsson taka á móti skipi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.