Morgunblaðið - 09.11.2018, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 09.11.2018, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2018 ✝ Trausti Run-ólfsson fæddist á Berustöðum 28. júní 1933. Hann lést á Lundi á Hellu 31. október 2018. Trausti var son- ur hjónanna Önnu Stefánsdóttur, f. 12. nóv. 1890, d. 22. júní 1982, og Run- ólfs Þorsteins- sonar, f. 21. mars 1886, d. 25. janúar 1968. Systk- ini Trausta voru: Ingigerður, f. 1922, Stefán, f. 1924, Margrét, f. 1926, Þorsteinn, f. 1927, Ólafur, f. 1929, og Steinþór, f. 1932. Þau eru látin. Hinn 25. október 1958 kvænt- ist Trausti Dýrfinnu Guðmunds- dóttur, f. 18. maí 1938. For- eldrar hennar voru Hólmfríður Magnúsdóttir, f. 31. janúar 1910, d. 25. október 1983, og Guðmundur Hreinn Gíslason, f. 30. ágúst 1903, d. 18. apríl 1987, þau voru bændur á Uxahrygg. Dætur Trausta og Dýrfinnu eru tvær: 1) Anna Rósa, f. 15. ágúst 1958, maki Gylfi Sigurðs- son. Hún á fimm börn: a) Trausti Jónsson, maki Sólrúna Ásta Steinsdóttir, þau eiga Freyju Fönn, Stein Trausta og Silju Máneyju. b) Magnea Karen Svavarsdóttir, maki Sævar Örn synir Hjálmars, eru: a) Andri Már, maki Halldóra Helga Valdimarsdóttir, synir Gabríel Þór og Mikael Þór. b) Ingi Þór, maki Arna Lundgren Ein- arsdóttir, synir Ýmir Þór, Snorri Steinn og Brynjar Hrafn. Einnig ólust upp hjá Trausta og Dýrfinnu þau Trausti Jóns- son og Magnea Karen Svavars- dóttir. Trausti ólst upp á Berustöð- um, hann fór í farskóla þess tíma er stóð yfir í fjóra vetur frá 10 ára aldri og síðar einn mánuð í Sandvík. Hann varð síðar bóndi á Berustöðum, vann á vinnuvélum við virkjana- framkvæmdir á Suðurlandi og ók flutningabíl fyrir Kaupfélag Rangæinga um árabil ásamt bú- störfum. Síðar rak hann vara- hlutaverslun á Rauðalæk um árabil. Trausti og Dýrfinna fluttust á Hellu árið 1983 og hafa búið þar síðan. Trausti gegndi ýmsum trúnaðarstörfum, sat m.a. í hreppsnefnd Ásahrepps í 24 ár, var í sóknarnefnd Kálfholts- kirkju og skólanefnd Lauga- landsskóla í Holtum. Hann var virkur félagsmaður í ýmsum fé- lögum og sinnti gjarnan trúnað- arstörfum í þeim. Síðustu tæp þrjú ár dvaldist hann á Hjúkrunar- og dvalar- heimilinu Lundi á Hellu. Útför Trausta fer fram frá Kálfholtskirkju í dag, 9. nóvem- ber 2018, klukkan 14. Sæmundsson, þau eiga Anítu Ósk, Karen Lind og Dagnýju Rós. c) Anna Dögg Gylfa- dóttir, unnusti hennar er Bjarni Bjarnason, synir Ív- ar Bragi og Þröstur Máni. d) Axel Finn- ur Gylfason, unn- usta Birgitta Birkisdóttir. e) Agnes Rún Gylfadóttir, unnusti Árni E. Guðmundsson. 2) Guðfríður Erla, f. 19. nóvember 1961, maki Egill Sig- urðsson. Börn þeirra eru: a) Andri Leó, maki Brynja Dögg Ólafsdóttir þau eiga Leu Mábil. b) Signý, maki Jóhann Ingi Pét- ursson, börn Erla Margét, Kol- brún Emilía, Egill Pétur og Kristinn Gunnar. c) Eygló Kristín. Uppeldissonur Trausta og Dýrfinnu, sonur Dýrfinnu Óskar Andrésdóttur og Kristjáns Jóns- sonar, er Hjálmar Trausti Krist- jánsson, f. 8. sept. 1962, maki Eygló Huld Jóhannesdóttir. Börn Hjálmars eru: a) Ásta Berglind, maki Tómas Jónsson, börn Ragnheiður Sól, Þorgerð- ur Kolbrá og Jónatan Knútur. b) Knútur Trausti, látinn. c) Smári Ragnar. Synir Eyglóar, fóstur- Þau ljós sem skærast lýsa, þau ljós sem skína glaðast þau bera mesta birtu en brenna líka hraðast og fyrr en okkur uggir fer um þau harður bylur er dauðans dómur fellur og dóm þann enginn skilur. En skinið loga skæra sem skamma stund oss gladdi það kveikti ást og yndi með öllum sem það kvaddi. Þótt burt úr heimi hörðum nú hverfi ljósið bjarta þá situr eftir ylur í okkar mædda hjarta. (Friðrik Guðni Þórleifsson) Sumarið líður. Sumarið líður. Það kólnar og kemur haust. Bylgjurnar byrja að ólga og brotna við naust. Af liminu fýkur laufið. Börnin breyta um svip. Fuglarnir kveðja. Í festar toga hin friðlausu skip ... Ég lýt hinum mikla mætti. Það leiðir mig hulin hönd, og hafið – og hafið kallar. – Það halda mér engin bönd. Ég er fuglinn sem flýgur, skipið sem bylgjan ber. Kvæði mín eru kveðjur. Ég kem, og ég fer. Stormurinn liggur frá landi. Brimið brotnar við naust. Ég kom að sunnan í sumar og sigli í haust. Bænir aftra mér ekki. Ég hegg á helgustu bönd, – yfirgef ástvini mína og æskunnar heimalönd. Af skipinu horfi ég heim ... Faðir, fyrirgef mér. Kvæði mín eru kveðjur. Ég kem, og ég fer. (Davíð Stefánsson) Þakka þér fyrir allt og allt, pabbi minn. Hvíl í friði, þín dóttir Anna Rósa. Trausti frændi minn Runólfs- son skipaði stóran sess í lífi mínu, sérstaklega um tíu ára skeið – frá því ég var þriggja til þrettán ára. Á þessum árum var ég í sveit hjá þeim Diddu og Trausta á Beru- stöðum öll sumur. Fyrsta sum- arið bara þriggja ára pjakkur. Og það var vel hugsað um mig á Berustöðum. Trausti var ekki margmáll maður en ég man vel að þegar hann lagði eitthvað til málanna þá voru lóðin þung. Og kímnigáf- an var á sínum stað þó að ég fatt- aði nú ekki alltaf hvað við var átt. Til dæmis þegar ég var kringum 10 ára aldurinn og fékk far með Trausta á flutningabílnum úr bænum og austur, en hann vann lengi við flutninga og fleira fyrir Kaupfélag Rangæinga, ef ég man rétt, og þá á Rauðalæk. Það var mikið sport að fá far með Trausta á þessum stóra bíl og í þetta sinn mætti ég í þessum líka fína kratabol með myndinni af kratarósinni sem Kjartan frændi minn og okkar Trausta hafði gef- ið mér, en hann var þá á fullu í pólitíkinni og var auðvitað krati eins og flestir Hafnfirðingar á þeim tíma. Ég var hins vegar lít- ið farinn að pæla í pólitík. „Ætlarðu austur í þessu?“ spurði Trausti mig kankvíslega. Mér datt bara í hug að svara því ját- andi. „Mér þykir þú hugaður!“ sagði Trausti þá. Og svo var ekki meira sagt. Ég spurði ekki um fleira og Trausti útskýrði þetta ekki frekar. Ég hef oft rifjað þetta upp síðan mér og öðrum til gamans og hefur skilist síðan að líklega var það talist krefjast nokkurs hugrekkis að skarta kratarósinni þarna austur í bændasamfélagi framsóknar- manna. Það hafði ég bara ekki hugmynd um þá. Önnur sterk minning mín um Trausta er tengd morgunverðar- venjum hans. Þá settist hann á stól eða koll við brauðskápinn, vopnaður hnífi og smjöri, tók fram brauðhleifinn, smurði end- ann á brauðinu og skar síðan sneiðina með smjörinu frá hleifn- um. Nú man ég ekki hvort þetta var daglegt brauð hjá honum eða hvort um undantekningar var að ræða. Mér fannst þetta bara al- veg stórmerkileg aðferð. Í þess- um sama skáp var oft stór pappa- kassi með mjólkurkexi frá Frón. Ég ætla að játa það nú að mér varð stundum á að bjarga einni og einni köku úr þessum kassa. Mér var mjög hlýtt til Trausta alla tíð þótt fundum okkar bæri sjaldan saman á síðari árum. Mér þótti þó vænt um það þegar hann minntist á að hafa lesið ljóðin mín í Lesbók Morgun- blaðsins meðan hún var enn mál- gagn okkar alþýðuskáldanna. Að venju hafði hann ekki um þau mörg orð en bara með því að fylgjast með mér á þennan hátt lét hann mig finna ákveðna vænt- umþykju. Það var kannski háttur hans. Ég kveð nú Trausta Runólfs- son hinsta sinni með einlægri þökk fyrir fóstrið og öryggið öll þessi sumur. Jóhann Guðni Reynisson. Trausti Runólfsson ✝ Ögmundur H.Stephensen fæddist í Reykja- vík 13. desember 1926. Hann lést 30. október 2018. For- eldrar hans voru hjónin Hans Ög- mundsson múr- arameistari, f. 4.11. 1903, d. 15.1. 1959, og Margrét Tómasdóttir hús- móðir, f. 16.1. 1897, d. 27.12. 1937. Bræður Ögmundar voru: Gunnar H. Stephensen, f. 6.5. 1931, d. 23.1. 2008, kvæntist Höddu Benediktsdóttur, f. 1.2. 1934, d. 4.11. 2017, eignuðust þau þrjú börn. Jóhann Grétar Stephensen, f. 3.10. 1948, kvæntur Maríu Árnadóttur og eiga þau fjögur börn. Móðir Jó- hanns Grétars var seinni kona hans, Laufey Vilhjálmsdóttir, f. 8.10. 1911, d. 16.1. 1998. 27.6. 2001. Synir Margrétar og Sævars Sigurðssonar eru Sig- urður Einar Sævarsson, f. 30.1. 1979, og Finnbogi Hans Sæv- arsson, f. 11.11. 1985, sam- býliskona hans er Sigríður Björk Bragadóttir, f. 24.4. 1988, og börn þeirra eru Úlfey Mínerva Finnbogadóttir, f. 18.12. 2012, og Hrafntýr Loki Finnbogason, f. 24.5. 2017. 2) Sigríður Ögmundsdóttir, f. 6.9. 1958, gift Jóni Björgvini Garð- arssyni, f. 9.12. 1959, og synir þeirra eru Garðar Þór Jónsson, f. 23.10. 1981, kvæntur Guð- rúnu Eyrith Einarsdóttur, f. 20.1. 1982, og eru synir þeirra Gylfi Þór Garðarsson, f. 13.10. 2014, og Rúnar Ingi Garðars- son, f. 17.4. 2018. Sonur Garð- ars úr fyrra sambandi er Jón Björgvin Garðarsson, f. 16.4. 2002. Davíð Jónsson, f. 17.7. 1984, sambýliskona hans er Kristín Þóra Jökulsdóttir, f. 28.10. 1985, Ögmundur Jóns- son, f. 15.7. 1989, og Björgvin Valur Jónsson, f. 27.12. 1995. 3) Valgerður Ögmunds- dóttir, f. 11.12. 1970, gift Egg- erti Arnari Kaaber, f. 17.1. 1964, og synir þeirra eru Mika- el Emil Kaaber, f. 29.7. 1999, og Ólafur Rúnar Kaaber, f. 9.5. 2003. Ögmundur ólst upp í Hóla- brekku á Grímsstaðaholtinu í Reykjavík, hann var alinn upp af föðurfólki sínu frá 11 ára aldri . Hann stundaði nám við íþróttaskólann á Geysi í Haukadal og Héraðsskólanum á Laugarvatni. Hann hafði alla tíð mikinn áhuga á íþróttum og var einn af stofnendum íþróttafélagsins Þróttar sem þá var á Grímsstaðaholti, sat í stjórn knattspyrnuráðs og í að- alstjórn félagsins. Hann keyrði vörubifreið fyrir afa sinn og vann hjá vörubílastöðinni Þrótti. Lengsta hluta starfsævi sinnar vann hann hjá Strætis- vögnum Reykjavíkur ásamt ökukennslu. Hann var um ára- bil í stjórn Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Hann var í karlakór STVR í nokkur ár. Ögmundur og Guðrún hófu búskap í Grímshaga 1 en bjuggu lengst af í Álftamýri 56, árið 2012 fluttu þau í Kópa- voginn. Útför Ögmundar verður gerð frá Digraneskirkju í dag, 9. nóvember 2018, og hefst at- höfnin klukkan 15. Ögmundur kvæntist 18.10. 1952 Guðrúnu Finnbogadóttur, f. 27.5. 1934, dóttur Finnboga Árnason- ar, f. 18.3. 1902, d. 20.9. 1968, og Sig- ríðar Ólafsdóttur, f. 25.4. 1904, d. 15.4. 1987. Dætur Ögmundar og Guð- rúnar eru: 1) Mar- grét Ö. Stephensen, f. 20.6. 1952. Sonur Margrétar og Guð- mundar Ólafssonar er Ög- mundur Rúnar G. Stephensen, f. 21.5. 1974, sambýliskona hans er Brynja Ástráðsdóttir, f. 21.11. 1978, börn þeirra eru Margrét Yrsa Ö. Stephensen, f. 11.4. 2011, og Ágúst Ingi Ö. Stephensen, f. 19.11. 2012. Börn Ögmundar úr fyrra sam- bandi eru Dagmar Lilja Ö. Stephensen, f. 14.8. 1997, og Aron Elvar Ö. Stephensen, f. Elsku pabbi minn, núna ertu farinn frá mér yfir til sumar- landsins. Við eigum margar góðar stundir sem ég get yljað mér við. Pabbi og ég í eldhúsinu, hann flautandi og ég að syngja hástöf- um með Ríó Tríó. Pabbi að keyra strætó og ég fæ að vera með í vagninum og taka við peningunum. Pabbi að búa til heimsins bestu fiskibollur. Pabbi að hlusta á allar fréttir bæði í útvarpi og sjónvarpi. Pabbi að ræða stjórnmál og ég að rökræða við hann og mömmu. Pabbi með mömmu og systr- um hennar í bústaðnum eða Costa del Hveragerði. Pabbi að spila á spil við okkur, auðvitað vann hann oftast. Pabbi að ...... Elsku pabbi, ég á eftir að sakna þín mikið og ég lofa að hugsa vel um mömmu. Ég vil koma kæru þakklæti til alls starfsfólks á K-2 á Landa- koti, þið eruð englar í manns- mynd. Þín dóttir, Valgerður. Ögmundur H. Stephensen ✝ Rúnar Hall-dórsson fædd- ist 18. júlí 1959 í Reykjavík. Hann lést 27. október 2018. Foreldrar hans voru Halldór Bjarni Þórhallsson húsasmiður, f. 5. nóv. 1927 í Hofs- gerði á Höfða- strönd í Skaga- firði, d. 9. des. 2014, og kona hans Guðbjörg Bergsveinsdóttir húsfreyja, f. 30. sept. 1928 í Reykjavík, d. 17. júlí 2016. Þau bjuggu í Hamarsgerði og Grundargerði í Reykjavík. Bræður Rúnars eru Bergsveinn, f. 29. sept. 1949, og Þórhallur, f. 13. jan. 1956. Rúnar kvæntist 18. júní 1988 Ágústu Þorbergsdóttur, f. 9. sept. 1960. Þau skildu. Foreldrar hennar voru Þor- bergur Guðlaugsson, f. 16. apríl 1913 í Reykjavík, d. 2. jan. 1996, og kona hans Ólöf Guð- mundsdóttir, f. 26. maí 1920, d. 17. des. 1996. Börn Rúnars og Ágústu eru: 1) Ólafur Ingi, f. 15. maí 1987, 2) Halldór, f. 19. febr. 1989, sam- býliskona hans er Alida Ósk Smára- dóttir, f. 6. apríl 1988. Börn þeirra eru: a) Helena Björg, f. 2014, b) Rakel Elva, f. 2018, 3) Þor- bergur, f. 28. des. 1990. Rúnar lauk námi í uppeldis- fræði og félagsráðgjöf frá Há- skóla Íslands. Hann starfaði sem félagsráðgjafi, lengst af við barnavernd hjá Félags- þjónustu Reykjavíkur. Síðustu árin starfaði hann við ferða- þjónustu fatlaðra. Útför Rúnars fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 9. nóvem- ber 2018, og hefst athöfnin klukkan 13. Hjartans þökk fyrir allt, elsku bróðir. Hann gekk hér um að góðra drengja sið, gladdi mædda, veitti þreyttum lið. Þeir fundu best sem urðu á vegi hans vinarþel hins drenglundaða manns. Þó ævikjörin yrðu máski tvenn, hann átti sættir jafnt við Guð og menn. (Guðrún Jóhannsdóttir frá Brautar- holti) Guð geymi þig. Bergsveinn og Þórhallur. Þegar við fjölskyldan fluttum aftur í Bústaðahverfið síðla árs 1999 urðu krakkarnir okkar strax virk í íþróttastarfi Víkings. Í því umhverfi kynntumst við Rúnar. Eins og allir vita sem eitthvað þekkja til íþróttastarfs barna og unglinga skiptir þátttaka foreldra miklu um hversu öflugt slíkt starf verður. Rúnar var einn af þessum ötulu og mikilvirku foreldrum sem töldu aldrei eftir sér að leggja hönd á plóginn. Það skipti ekki máli hvort það var undirbún- ingur móta, dómgæsla, stjórnar- seta og formennska í barna- og unglingaráði handboltans, farar- stjórn á mót út á land, ferðalög með hópnum á erlenda grund nú eða bara að sitja á bekkjunum í foreldrahópnum og hvetja liðið okkar sem spilaði inni á vellinum. Alltaf var Rúnar mættur ef nokk- ur möguleiki var á. Á næstu árum var byggður upp í Víkinni öflugur hópur jafnaldra handboltastráka í Víkinni sem var meðal bestu liða landsins. Þessir strákar voru ekki bara góðir í handbolta heldur voru þeir einnig mjög félagslega sterkir. Gegnum handboltann myndaðist mjög þéttur hópur góðra félaga sem enn heldur hóp- inn. Það var ekki laust við að okk- ur foreldrunum fyndist við eiga svolítið sameiginlega í þessum góða hóp sem þroskaðist fyrir augunum á okkur gegnum árin úr litlum strákum upp í öfluga ung- linga og síðan í fullorðna fjöl- skyldufeður. Hluti þeirra spilar enn handbolta þrátt fyrir að leið þeirra allra hafi að lokum legið frá Víkinni en það er önnur saga. Margar góðar minningar koma fram þegar farið er í huganum yf- ir þau ca 15 ár sem leiðir okkar Rúnars lágu saman á þessum vettvangi. Við upplifðum sæta sigra en einnig beisk töp. Það er eins og gengur. Það voru ekki margir leikir Víkings, sem Rúnar og Óli, elsti sonur hans, misstu af á árunum sem þeir bjuggu og störfuðu austur í Rangárvalla- sýslu. Við fórum einn veturinn í eftirminnilega hringferð um land- ið með hópinn þegar mikið lá við. Á þessum árum voru einnig skipulagðar nokkrar utanlands- ferðir á handboltamót. Hápunkti þess verkefnis var náð þegar Víkingsstrákarnir okkar unnu Granollersmótið á Spáni þegar þeir lögðu jafnaldra sína frá Dukla Prag í úrslitaleik. Sem bet- ur fer náði Rúnar að upplifa stemninguna á staðnum. Með Rúnari er genginn góður vinur sem verðmætt er að hafa kynnst og starfað með. Einnig og ekki síður verður hans minnst sem hluta þess hóps sem er kannski ekki mest áberandi en er hið ómissandi lím í öllu fé- lagsstarfi. Það er fólkið sem gerir það að verkum að hægt er að halda úti margháttuðu íþrótta- starfi með ómældu sjálfboðaliðs- starfi. Rúnar er verðugur fulltrúi þess fólks. Það má segja að hann hafi tvinnað saman starf og áhugamál í þessu sambandi. Hann var lærður félagsráðgjafi og starfaði lengst af sem slíkur. Með því að leggja frítíma sinn í starf fyrir börn og unglinga gegn- um íþróttirnar var hann trúr þeirri sannfæringu að gott for- eldrastarf með iðkendum íþrótta er eitt skilvirkasta forvarnarstarf sem fyrirfinnst. Ég votta fjölskyldu Rúnars samúð mína með kærri þökk fyrir allar góðu stundirnar í Víkinni. Gunnlaugur A. Júlíusson. Kveðja frá Knattspyrnu- félaginu Víkingi Víkinga setti hljóða þegar fregnin um andlát Rúnars Hall- dórssonar barst okkur. Rúnar var fastagestur í Víkinni á heima- leikjum handboltans og fótbolt- ans. Hann elti ekki alltaf sviðs- ljósið en hann var hvers manns hugljúfi og ávallt boðinn og búinn til að aðstoða félagið sitt. Ásamt harðsnúnu liði stóð hann vaktina í heimaleikjaráði handboltans í áraraðir auk þess sem hann gegndi formennsku í barna- og unglingaráði handknattleiks- deildar um þriggja ára skeið. Á þeim tíma vann hann meðal ann- ars að innleiðingu og framkvæmd þess að Víkingur varð Fyrir- myndarfélag ÍSÍ. Sjálfur stundaði hann æfingar með Víkingi á sínum yngri árum þegar félagið lék og æfði í Hæðar- garði og í Réttarholtsskóla. Þeg- ar félagið varð 100 ára var Rúnar sæmdur silfurmerki félagsins fyrir störf sín. Í seinni tíð fylgdist hann með strákunum sínum í leik og starfi í Víkinni en Halldór lék lengi handknattleik með Víkingi og Ólafur Ingi var um tíma starfs- maður félagsins. Minning um góðan dreng lifir í hjörtum okkar. Hvíl í friði félagi. Haraldur V. Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings, Bjarki Rafn Eiríksson, formaður Handknattleiks- deildar Víkings. Rúnar Halldórsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.