Morgunblaðið - 09.11.2018, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2018
✝ Guðmundurfæddist 29.
febrúar 1928 í
Reykjavík. Hann
lést á Hrafnistu í
Reykjavík 31. októ-
ber 2018.
Foreldrar Guð-
mundar voru Har-
aldur Skúlason
Norðdahl, f. 24.9.
1897, d. 24.1. 1993,
og Valgerður Jóns-
dóttir Norðdahl, f. 20.9. 1895, d.
30.9. 1960. Systkini Guðmundar
eru Skúli Norðdahl, f. 29.6.
1924, d. 8.1. 2011. Kristín Guð-
rún H. Norðdahl, f. 8.8. 1926, d.
1.5. 2017. Jón Bjarni Norðdahl,
f. 24.4. 1931, d. 17.2 2011. Hálf-
bróðir Guðmundar er Jóhannes
Víðir Haraldsson, f. 2.6. 1939.
Hálfsystir Guðmundar er
Hrafnhildur Baldvinsdóttir f.
31.8. 1942.
Guðmundur kvæntist 4.4.
1953 Þórdísi Huldu Ólafsdóttur,
f. 12.9. 1927, d. 19.11. 1990,
tannsmið. Hún var dóttir Ólafs
Jóhannesar Guðlaugssonar, bú-
fræðings og veitingamanns, og
Vilborgar Eiríksdóttur hús-
móður. Börn Guðmundar og
Þórdísar Huldu eru Haraldur
Norðdahl, f. 4.4. 1952, d. 9.3.
1968, Brynhildur Þórdís Engen,
í Austurríki. Sama ár tók hann
þátt í að stjórna námskeiði á
vegum Ernst Read-stofnunar-
innar í Englandi. Guðmundur
sótti fjölmörg námskeið á sviði
tónlistar og tónlistarkennslu,
bæði á Íslandi og erlendis; m.a. í
Ungverjalandi, Bandaríkjunum
og Kanada. Kennsluferil sinn
hóf Guðmundur árið 1956 í
barnaskóla Keflavíkur. Á sama
tíma kenndi hann við Tónlistar-
skóla Keflavíkur. Frá árinu
1962 til ársins 1995 var Guð-
mundur kennari margra skóla;
við Barnaskóla Garðahrepps,
Tónlistarskóla Garðahrepps,
Tónlistarskólann í Sandgerði,
tónlistardeild Stórutjarnaskóla,
tónlistardeild Hafralækjarskóla
og Tónlistarskóla Akraness,
Hvassaleitisskóla í Reykjavík og
Fossvogsskóla í Reykjavík. Alls
spannar kennsluferill Guð-
mundar 60 ár. Hann var einn af
stofnendum Tónlistarskóla
Keflavíkur, stofnandi og skóla-
stjóri Tónlistarskólans í Sand-
gerði. Árið 1964 var Guð-
mundur ráðinn skólastjóri hins
nýstofnaða Tónlistarskóla í
Garðahreppi, gegndi hann því
starfi til ársins 1975. Guð-
mundur var stjórnandi Lúðra-
sveitar Reykjavíkur 1994-1995.
Hann er höfundur hinna þekktu
tónlistarkennslubóka Flautan
og litirnir, sem enn eru í
notkun.
Útför Guðmundar fer fram
frá Vídalínskirkju í Garðabæ í
dag, 9. nóvember 2018, klukkan
15.
f. 31.5. 1954, Garð-
ar Norðdahl, f.
12.7. 1955, Vilborg
Norðdahl, f. 29.1.
1958, María Norð-
dahl, f. 28.2. 1959,
og Guðmundur Þór
Norðdahl, f. 4.4.
1960.
Guðmundur
Norðdahl var
barnakennari, klar-
inettleikari, tón-
listarkennari, tónskáld og
hljómsveitarstjóri. Guðmundur
var tilnefndur til íslensku
menntaverðlaunanna 2006 og
2009. Hann var sæmdur gull-
merki Sinfóníuhljómsveitar Ís-
lands. Árið 2016 var fékk Guð-
mundur viðurkenningu frá
Garðabæ fyrir merkt frum-
kvöðulsstarf í tónlistarmálum í
þágu Garðabæjar, þá Garða-
hrepps. Guðmundur lærði á
klarinett á árunum 1946 til 1949
og auk þess píanóleik og tón-
fræði við Tónlistarskólann í
Reykjavík. Árið 1960 hlaut hann
kennararéttindi. Guðmundur
stundaði sérnám hjá dr. Victor
Urbancic, Jóni Þórarinssyni og
dr. Róbert A. Ottóssyni um
tveggja ára skeið. Árið 1970 út-
skrifaðist Guðmundur frá Orff
Institute Mozarteum í Salzburg
Afi var mér mjög kær. Hann
var einstakur, eins og allir segja
sem hann þekktu. Ég dáðist að
honum og mun alltaf líta til hans
sem fyrirmyndar um hvernig ég
vil lifa mínu eigin lífi. Fyrir utan
að vera tónlistarsnillingur var
hann hugsjónamaður og helgaði
líf sitt tónlistinni og tónlistar-
kennslu barna, bjó auk þess til
kennsluefni og hjálpartæki fyrir
ungt tónlistarfólk og kom á fót
tónlistarskólum og lúðrasveit-
um um land allt. Hann stofnaði
leikfélög í skólum þar sem hann
kenndi, sem þekktist ekki á
þeim tíma. Hvert sem hann fór
hreif hann fólk með sér. Hann
vann alla tíð við ástríðu sína,
enda hætti hann ekki að kenna
fyrr en hann var áttræður og
einungis vegna þess að hann var
skorinn niður í hruninu, eins og
hann sagði sjálfur.
Þegar ég hugsa um frelsi
hugsa ég um afa. Hann lifði líf-
inu á sínum forsendum. Ég var
ung þegar ég var hætt að kippa
mér upp við ef mamma sagði
mér hún hefði hringt í afa og
ætlað að heimsækja hann, en
hann væri í miðjum klíðum að
keyra yfir Kjöl, nota bene á bíl-
druslu sem virtist hanga saman
á herðartrésvírum og vilja-
styrknum einum saman, um vet-
ur með tilheyrandi snjó og
hálku. Honum hafði allt í einu
dottið í hug að heimsækja fé-
laga sinn fyrir norðan. Þegar
sjötugsafmæli afa nálgaðist óð-
um og fjölskyldunni datt í hug
að halda upp á það með pomp og
prakt hringdi mamma í afa til að
bera undir hann hugmyndina.
Hann tilkynnti henni að hann
væri á skemmtiferðaskipi í Kar-
íbahafinu. Hann fékk þá hug-
mynd að skella sér í tilefni stór-
afmælisins og framkvæmdi
hana sisona.
Afi hafði alltaf mikið fyrir
stafni. Áttræður var hann meira
upptekinn en ég var sautján
ára. Eitt skipti heimsóttum við
mamma afa og hann talaði um
að þurfa að fara á lúðrasveita-
ræfingu seinna um daginn. Við
báðum hann að skrópa á æfingu
og koma í bíó. Stuttu síðar sát-
um við þrjú í miðjum bíósal að
horfa á Avatar. Eftir bíó kom-
umst við að því að afi hafði
reyndar átt að fara í myndatöku
fyrir eitthvað viðtal á þessari
lúðrasveitaræfingu. Úps. En
þannig hef ég alla tíð upplifað
afa minn, hann var upptekinn,
lifði lífinu eins og hann vildi, en
gaf sér alltaf tíma fyrir mig. Jól-
in eru með mínum kærustu
æskuminningum því afi var hjá
okkur á jólunum og kom fær-
andi hendi, hver jól gaf hann
okkur systkinunum bækur, sem
við elskuðum. Afi hafði alltaf
sterka réttlætiskennd. Mér
fannst gaman að ræða við hann
um jafnrétti kynjanna síðustu
árin og heyra hann furða sig á
því að þegar hann var barn
máttu konur ekki keyra, sem
honum fannst fáránlegt. Afi var
alla tíð mikill dýravinur og má
vel vera að fjölskyldan öll sé
kattasjúk út í hið óendanlega
vegna áhrifa frá honum. Síðustu
árin var honum mikilvægt að
eiga alltaf korn fyrir svartþrest-
ina vini sína, sem heimsóttu
hvern dag blettinn við íbúðina
hans í leit að æti.
Afi hafði alltaf áhuga á að
heyra hvað ég væri að bralla,
hrósaði mér og hvatti mig til að
halda áfram að vera svona list-
ræn, en teiknihæfileika mína tel
ég komna frá honum. Afi var
öðruvísi, lifði lífinu lifandi og
var afi minn, fyrir það verð ég
alltaf þakklát.
Sveindís V. Þórhallsdóttir.
Mínir vinir fara fjöld,
feigðin þessa heimtar köld.
(Bólu-Hjálmar)
Guðmundur Norðdahl er dá-
inn. Hugsjónamaður er fallinn
frá. Hann var tónlistarkennari
af Guðs náð. (Fyrirgefðu orða-
lagið, elsku kallinn minn. Ég
veit að það sem ég kallaði guð,
kallaðir þú Big bang. Auðvitað
skildum við hvorugt hugtakið.)
Ég ætla þó ekki í þessum fáu
kveðjuorðum að reyna að meta
framlag hans til aukinnar tón-
menntar þjóðarinnar. Til þess
eru aðrir hæfari og vonandi
verður það gert, ekki Guðmund-
ar vegna, heldur sögunnar og
sannleikans. Til dæmis er það
fræðilegt viðfangsefni að kanna
þátt hans í öflugu tónlistarlífi
suður með sjó upp úr miðri síð-
ustu öld.
Guðmundur var tónlistar-
kennari af hugsjón en hann átti
sér fleiri hugsjónir og lá ekki á
þeim. Hann var kommúnisti,
þjóðfrelsissinni og herstöðvar-
andstæðingur. Þó var tónlistin
svo allt um lykjandi að hann var
alla tíð stoltur yfir að hafa spil-
að á offiséraklúbbum á Kefla-
víkurflugvelli. Offisérarnir voru
nefnilega margir einlægir tón-
listarunnendur og friðarsinnar í
þokkabót. Það var líka á hreinu
að „kvótakóngar“ og aðrir „arð-
ræningjar“ voru betri en ella ef
þeir eyddu hluta af auði sínum í
að láta kanabörnin læra á píanó.
Tónlist og tónlistarkennsla
var fyrir honum undirstaða lífs-
ins. Það var alveg á hreinu að
barn sem lærði á hljóðfæri átti
auðveldara með annað nám, með
lífið yfirleitt.
Nú er engu líkara en ég sé að
lýsa kaldhreinsuðu sérfræði-
fyrirbæri, fagidjót. Það var Guð-
mundur vissulega ekki. Hann
vildi vera og var svo sannarlega
mennta- og lífsnautnamaður af
bestu gerð. Hann gerði sér far
um að vera heima á sem flestum
sviðum. Las mikið og spjallaði
við menn.
Guðmundur drakk gjarna
morgunkaffi með karlahópi,
fyrst á Hressingarskálanum og
síðan á Kaffi París. Þangað kom
hann til að skeggræða og kallaði
hópinn gjarna gáfumannafélag-
ið. Ég hygg að í þeim hópi hafi
menn verið sammála um mann-
kosti Guðmundar. Þó hann væri
stundum talsvert ánægður með
sjálfan sig, bætti hann það upp
með því að vera jafnánægður
með okkur hina. Hann var kær-
leiksríkur og vildi öllum vel. Í al-
geru umboðsleysi leyfi ég mér
að bera kveðju frá þessum hópi.
Guðmundur var fæddur 29.
febrúar, á hlaupársdegi. Það olli
því að honum og okkur vinunum
fannst stundum erfitt að tíma-
setja afmælið. Oftar en ekki var
vandinn leystur með því að
halda veisluna bæði 28. febrúar
og 1. mars, en drekka sem stíf-
ast á því andartaksbroti sem
okkur fannst að sjálft afmælið
hlyti að vera, þ.e. 28.2. kl. 24.00.
Ég tel Guðmund til minna
bestu vina og hann er ekki far-
inn neitt. Ég á minninguna um
tryggan og hjálpsaman vin,
stundum óþolandi en alltaf
skemmtilegan.
Börnum Guðmundar og öðr-
um ástvinum votta ég samúð
mína en ég veit að eins og ég
ylja þau sér nú við skemmtileg-
ar og fjölbreytilegar minningar.
Hafsteinn Einarsson.
Guðmundur H. Norðdahl
fæddist á hlaupári 29. febrúar
1928. Guðmundur var í sérstöku
uppáhaldi á heimili foreldra
minna og mikill vinur Tomma
bróður sem snemma hóf sinn
feril hjá Lúðrasveit Reykja-
víkur þar sem þeir tveir kynnt-
ust. Þau vinabönd héldust allt
fram á síðasta dag.
Guðmundur kom víða við á
viðburðaríkri ævi sinni og var
drifinn af tónlistaráhuga. Ég
varð þess heiðurs aðnjótandi að
vera boðinn í „tvítugs-afmæli“
Guðmundar í febrúar 2008.
Meðal ræðumanna í veislunni
var Flosi Ólafsson heitinn leik-
ari sem gerði grein fyrir vináttu
hans og Guðmundar. Ræðan var
afburða vel flutt fannst mér og
af virðingu og laut að ýmsu sem
á daga þeirra hafði drifið,
dyggðum afmælisbarnsins auk
nokkurra lasta. Guðmundur
kunni að njóta lífsins gæða,
hann reykti bæði og drakk en
ekki í þeim mæli að það hafi
aftrað honum frá að fylgja eftir
hugsjón sinni og ástríðu.
Haustið 2000, þá aðeins 18
ára gamall, starfaði Guðmundur
ásamt bróður mínum við tón-
listarkennslu á Ísafirði þar sem
ég fékk m.a. að fylgjast með
hæfileikum hans í umgengni
sinni við skólabörn. Á því sviði
held ég að hann hafi átt fáa sína
líka, hann var yfirvegaður og
með sinni hrjúfu rödd gat hann
fangað athygli stórs krakka-
hóps eins og ekkert væri. Í
ágripi um tónlistarstörf Guð-
mundar sem birtist í sunnu-
dagsblaði Morgunblaðsins 4.
júní 2000 kemur fram að hann
sé einstaklega fjölhæfur tónlist-
armaður og að úr þeim jarðvegi
sem hann sáði í á sínum tíma
hafi sprottið margt blómið í tón-
listarheiminum. Fyrir það
stöndum ég og fleiri í mikilli
þakkarskuld við Guðmund en
þess utan var hann góður félagi
sem ávallt hafði eitthvað fyrir
stafni og kvaddi með fulla vasa
af lífsreynslu.
Eiríkur Áki Eggertsson.
Guðmundur H. Norðdahl, fé-
lagi minn og vinur í meira en
hálfa öld, hefur nú kvatt þessa
lífstjörnu og sé hann sjálfum sér
líkur verður engin lognmolla
þar sem hann ber næst að garði.
Ég kynntist Guðmundi fyrst
þegar Æskulýðsfylkingin efndi
til mikils Kínakvölds og hann
æfði Fylkingarkórinn í að
syngja byltingarlög einsog
Austrið er rautt. Þá vissi ég
ekki að Guðmundur hefði verið
atkvæðamikill djassmúsíkant og
leikið með Borgarbandinu, rétt-
ara sagt Danshljómsveit Þóris
Jónssonar, þegar ríkisstjórn Ís-
lands tók Hótel Borg leigunámi
vegna lýðveldisveislunnar 17.
júní það ár. Hljóðfæraleikararn-
ir á Borginni voru í stræk vegna
launadeilu og þetta var eina
leiðin til að tónlist yrði í veisl-
unni. Guðmundur var þá orðinn
sleipur á klarínett sem frændi
hans Sveinn Ólafsson, fyrsti
stóreinleikari Íslandsdjassins,
hafði keypt handa honum í Dan-
mörku.
Löngu seinna fannst lag á
gamalli lakkplötu þar sem Guð-
mundur blés í klarínettið Runn-
in’ Wild með Goodman-sveiflu.
Þar var á píanóið Henni Ras-
mus, þrautþjálfaður svingari frá
því hann stofnði Blue Boys
1936, á bassann Bóbó Waage og
Gussi pikk á trommur. Þessi
plata var líklega tekin upp 1946.
En það var ekki í djassinum
eða byltingarkórnum sem sam-
vinna okkar Guðmundar var
mest og best. Þegar hann hafði
samið hinar frábæru kennslu-
bækur sínar, Flautan og litirnir,
fékk hann mig til að lesa text-
ann inn á myndbönd sem hann
gaf út. Mér var skylt og ljúft að
vinna það verk, enda hafði ég
reynslu af bókunum þegar ég
kenndi í Þorlákshöfn og hver
einasti nemandi skólans gat
blásið léttilega einföld lög eftir
veturlanga kennslu. Þvílíkur
var kraftur bókanna og íslensk-
um fræðsluyfirvöldum til
skammar að stuðla ekki að því
að þær væru kenndar í hverjum
skóla landsins.
Guðmundur kostaði þessa út-
gáfu sjálfur og bætti um betur
með myndbandi um tónfræði,
punkteringu, þar sem ýmsir fín-
ustu músíkantar landsins sungu
og spiluðu. Því miður varð ekki
framhald á þeirri útgáfu því
peningarnir uxu ekki á trjánum.
Fleiri myndbönd og kennslu-
bækur gaf hann út og sú síðasta
sem ég las inn á var klarínettu-
skóli fyrir byrjendur.
Guðmundur var ekki skipu-
lagðasti maður í heimi og til að
byrja með var dálítið miklum
tíma eytt í textavinnu í stúdíói
þar til ég sagði: Elsku Guð-
mundur minn, hringdu í mig
þegar textinn er tilbúinn og ég
kem á stundinni. Þetta gekk
nokkurn veginn eftir og komst í
fullkomið lag þegar Vilhjálmur
Guðjónsson yngri fór að taka
upp hljóðið. Sá drengur kunni
lagið á okkur félögum.
Hér verður ekki minnst á
önnur tónlistarafrek sem Guð-
mundur vann jafnt með börnum
sem fullorðnum. Allt fram á síð-
ustu ár var hann brennandi í
andanum, blés með dixíland-
hljómsveit Árna Ísleifs og velti
mjög fyrir sér aldri hinna ýmsu
dixílandlaga. Setti fram kenn-
ingar sem aldrei höfðu fyrr
heyrst í djasssögunni og lagði
fyrir mig endalausar spurning-
ar sem ég átti ekki alltaf svör
við.
Heimsókna Guðmundar,
meðan hann var ökufær, á ég
eftir að sakna og börnum hans
og öðrum aðstandendum send-
um við Anna Bryndís hugheilar
samúðarkveðjur.
Vernharður Linnet.
Vinur minn Guðmundur
Norðdahl er látinn.
Þar er skarð fyrir skildi, einn
af frumkvöðlum tónlistar-
kennslu á Íslandi er farinn.
Ég kynntist Guðmundi þegar
hann var að leiðbeina ungum
börnum í Fossvogsskóla og var
mjög hrifinn af tökum hans á
börnunum og ótrúlega örvandi
fyrir börnin, enda heillandi
tæknin sem hann notaði.
Guðmundur var kennari af
guðs náð ef svo má segja, enda
hafði hann leiðbeint ungmenn-
um í tónlist í flestum landshlut-
um. Poppstrákarnir í Keflavík,
sem allir þekkja, nutu góðs af
tónlistaráhuga og þekkingu
Guðmundar.
Líklega munu söngelskir
Þingeyingar minnast Guðmund-
ar með söknuði og ekki síður
djassunnendur, enda vel að sér í
tónlistarsögunni, hvort heldur
var dægurtónlist eða klassík.
Ég minnist hans líka sem frá-
bærs sögumanns.
Guðmundur var einn þeirra
manna sem láta aldurinn ekki
trufla sig, var alla tíð strákur í
sér og var með klarínettið með
sér jafnvel á ferðalagi okkar um
Evrópu fyrir nokkrum árum.
Minnist hér eins atviks í ferð-
inni þar sem við sátum úti á sól-
palli og Guðmundur tók upp
klarínettið og fór að spila þýska
slagara. Þannig vildi til að inni á
veitingastaðnum var brúð-
kaupsveisla. Það leið ekki á
löngu þar til flestir brúðkaups-
gestirnir voru komnir út til að
hlusta á klarínettspilið og tóku
undir með söng.
Ég mun sakna vinar og votta
börnum hans og aðstandendum
samúð mína.
Jón Hermannsson.
Í dag kveð ég góðan félaga
sem ég kynntist um miðja síð-
ustu öld. Guðmundur var öflug-
ur tónlistarmaður, kennari og
frumkvöðull í tónlistarlífi Kefla-
víkur. Hann var aðalhvatamað-
ur að stofnun Karlakórs Kefla-
víkur árið 1953 þar sem leiðir
okkar lágu saman en auk þess
kom hann að stofnun Tónlistar-
félags Keflavíkur, Tónlistar-
skóla Keflavíkur og Lúðrasveit
Keflavíkur o.fl.
Guðmundur var söngstjóri
Karlakórsins í sex ár og sinnti
því starfi af dugnaði og fag-
mennsku. Ég minnist Guð-
mundar með hlýju og þakklæti
fyrir góð kynni og ljúfa sam-
veru.
Við Magnea sendum börnum
Guðmundar og fjölskyldum
þeirra okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Haukur Þórðarson.
Góður drengur og mikill hug-
sjónamaður er fallinn frá. Leiðir
okkar Guðmundar lágu oft sam-
an á lífsleiðinni allt frá því að
við kenndum saman einn vetur í
Flataskóla í Garðabæ árið 1966
en þá var hann skólastjóri tón-
listarskólans þar og organisti og
fyrir kom að ég lagði honum lið í
söng. Síðar kenndi hann hjá
mér einn vetur á Stórutjörnum
á áttunda áratugnum og síðar
uppi á Akranesi, þar sem hann
m.a. stofnaði skólahljómsveit en
á þeirri starfsemi hafði hann
alla tíð brennandi áhuga og var
talsmaður nýrra aðferða í þeirri
kennslu. Við áttum það sam-
eiginlega áhugamál að efla tón-
listarkennslu í almennum
grunnskóla og fella hana að
stundaskrá skólanna til jafns
við aðrar námsgreinar. Hann
skildi öðrum betur gildi þess að
nemendur fengju tónlistarupp-
eldi mjög snemma á þroska-
brautinni og vann ötullega að
því að semja og gefa út kennslu-
efni í þeim tilgangi, efni sem
mikið hefur verið notað en sem
hann þurfti sjálfur að fjár-
magna til að koma á framfæri.
Og Guðmundur gerði meira en
prédika. Hann kenndi af og til í
grunnskóla langt fram yfir hefð-
bundinn lífeyrisaldur, nokkuð
sem fáir munu leika eftir. Hér
mun ég ekki rekja lífshlaup
Guðmundar sem kom víða við á
sinni löngu ævi, sem hljóðfæra-
leikari, kennari, námsefnishöf-
undur og skólamaður. Til þess
eru aðrir hæfari. Ég kveð hann
með þökk fyrir hans merka
framlag til tónlistaruppeldis
ungs fólks og fyrir margar frjó-
ar samverustundir í meira en
hálfa öld. Hann er einn af þess-
um samferða- og lífsnautna-
mönnum sem skilja eftir sig
góðar minningar.
Viktor A. Guðlaugsson.
Þetta hlýtur að vera tilfinn-
ingin þegar maður er valinn í
landslið, hugsaði ég þegar upp-
alandi minn í Lúðrasveit
Laugarnesskóla, Stefán Þ.
Stephensen, bauð mér á æfingu
hjá Lúðrasveit Reykjavíkur í
Hljómskála. Þetta var 1986 og
ég 12 ára. Það sem ég óskaði
þess að tilheyra þeirra hópi; Jó-
hannes Eggertsson, Björn R.
Einarsson, Árni Elfar, Þórarinn
Óskarsson, Sverrir Sveinsson
o.fl. kappar. Það voru án efa
LP-plötur mömmu og pabba
sem ég sat límdur við eftir skóla
sem ollu þessari botnlausu að-
dáun. Og hvernig þeir hvöttu
okkur nýliðana var vítamín í æð.
Ekki dró úr áhuganum að vera
boðinn í fyrsta partííð, sem for-
eldrum mínum þótti heldur
bratt í ljósi ungs aldurs míns.
En pabbi sýndi því furðu mikinn
skilning, enda deildi hann að-
dáun minni á þessum fjörkálf-
um, og varð úr að hann fylgdi
mér á fyrstu skemmtikvöldin.
Í undirbúningi fyrir Hol-
landsferð sveitarinnar 1990 brá
svo fyrir nýju andliti. Satt best
að segja leit það ekki út fyrir að
vera nýtt, frekar nokkur hundr-
uð ára eins og það birtist mér.
Hvaðan kom þessi maður og
hver var hann? Hann var í senn
virðulegur, sorgmæddur,
spennandi, hulinn dulúð sem ég
dróst að, auðsjáanlega búinn að
Guðmundur
Norðdahl