Morgunblaðið - 09.11.2018, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 09.11.2018, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2018 Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Sumarhús / Gesthús Mjög vandað sumarhús / gesthús til sölu, algjörlega viðhaldsfrítt, klætt með lerki og gluggar eru áltré, bræddur pappi á þaki. Upplýsíngar í síma 8220023, tvt@simnet.is Til sölu KRISTALS LJÓSAKRÓNUR í Glæsibæ Glæsilegar kristalsljósakrónur fyrir falleg heimili. Handskornar kristals- ljósakrónur, veggljós, matarstell, kristalsglös til sölu. BOHEMIA KRISTALL Glæsibær. Sími 7730273 Bókhald NP Þjónusta Býð fram liðveislu við bókanir, reikn- ingsfærslur o.fl. Hafið samband í síma 649-6134. Ýmislegt Sólbaðsstofa Súper sól Enduropna Sólbaðsstofu Súper sól í Hólmaseli 2,109 Rvk. Nýir sól- og kollagen-bekkir beint frá Ítalíu. Opnunartilboð: 7, 10, 11 mínútur, aðeins fyrir 1200 kr. Allir velkomnir frá kl. 10 til 22, sími 5870077. Húsviðhald FLÍSALAGNIR - MÚRVERK FLOTUN - SANDSPARSL MÁLUN - TRÉVERK Ásamt öllu almennu viðhaldi fasteigna Áratuga reynsla og þekking skilar fagmennsku og gæðum Tímavinna eða tilboð Strúctor byggingaþjónusta ehf. S. 893 6994 Atvinnuauglýsingar Vélstjóri FISK Seafood ehf óskar eftir vélstjóra til afleysinga í vetur. Umsækjandi þarf að hafa VF-II réttindi. Upplýsingar gefur Jón Ingi í síma 825 4417. Senda skal umsókn á netfangið joningi@fisk.is Raðauglýsingar Raðauglýsingar Nauðungarsala Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Þórsberg 4, Hafnarfjörður, fnr. 208-1162 , þingl. eig. Ágústa Pálína Færseth, gerðarbeiðandi Landsbankinn hf., þriðjudaginn 13. nóvember nk. kl. 10:30. Fagrihvammur 2B, Hafnarfjörður, fnr. 207-4723 , þingl. eig. Sigurður Arason, gerðarbeiðendur Sýslumaðurinn á Norðurlandi ves og Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 13. nóvember nk. kl. 11:00. Langamýri 16, Garðabær, fnr. 207-1163 , þingl. eig. Valgerður Hildi- brandsdóttir og Sigbjörn Jónsson, gerðarbeiðendur Arion banki hf. og Landsbankinn hf., þriðjudaginn 13. nóvember nk. kl. 11:30. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu 8 nóvember 2018 Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Vallholtsvegur 8, Norðurþing, fnr. 215-3490, þingl. eig. Laxagata ehf., gerðarbeiðandi Arion banki hf., fimmtudaginn 15. nóvember nk. kl. 11:00. Klapparstígur 15, Dalvíkurbyggð, fnr. 215-6628, þingl. eig. Hólmfríður Helga Björnsdóttir og Sigurþór Brynjar Sveinsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 14. nóvember nk. kl. 14:15. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra 8. nóvember 2018 Tilkynningar Mat á umhverfisáhrifum Athugun Skipulagsstofnunar Hólasandslína 3 Landsnet hefur tilkynnt til athugunar Skipulagsstofnunar frummats- skýrslu um Hólasandslínu 3, 220 kV raflínu frá Akureyri að Hólasandi. Línuleiðin er innan fjögurra sveitarfélaga: Akureyrarkaupstaðar, Eyja- fjarðarsveitar, Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps. Kynning á frummatsskýrslu: Tillaga að ofangreindri framkvæmd og skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur frammi til kynningar frá 9. nóvember til 21. desember á eftirtöldum stöðum: Í ráðhúsi Akur- eyrarkaupstaðar Geislagötu 9, á skrifstofum Eyjafjarðarsveitar, Þing- eyjarsveitar og Skútustaðahrepps, í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipu- lagsstofnun. Frummatsskýrslan er aðgengileg á vef Skipulagsstofnunar www.skipulag.is. Athugasemdafrestur: Allir geta kynnt sér frummatsskýrsluna og lagt fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 21. desember 2018 til Skipulagsstofnunar, Borgartúni 7b, 105 Reykjavík eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is. Vakin er athygli á að Landsnet stendur fyrir kynningarfundi á frummats- skýrslu þann 21. nóvember kl. 17:30-20:30 á Hótel KEA, þann 22. nóvember kl. 17:30-20:30 í félagsheimilinu Breiðamýri í Reykjadal og þann 27. nóvember kl. 16-19 á Grand Hóteli í Reykjavík og eru allir velkomnir. Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9-12.30. Zumba 60+ kl. 10.30. BINGÓ kl. 13.30, spjaldið kostar 250 krónur. Kaffi kl. 14.30-15.20. Árskógar Smíðar, útskurður, pappamódel með leiðbeinanda kl. 9-16. Botsía með Guðmundi kl. 10. Opið hús kl. 13-16. Bókabíllinn kemur við Árskóga 6-8 kl. 16.15-17. Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl.11.40- 12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni. Velkomin. S. 535-2700. Áskirkja Jólabasar Áskirkju, Vesturbrún 30, verður haldinn sunnu- daginn 11. nóvember að aflokinni messu um kl. 12. Ef þið viljið gefa muni á basarinn þá endilega komið þeim til kikjunnar, kirkjuvörður mun taka á móti. Ef þið hafið tök á að gefa okkur kökur eða annað kruðerí á kökuborðið okkar þá endilega komið með í efri sal kirkjunn- ar sunnudagsmorgun 11. nóvember milli kl. 10. og 11. Boðinn Vöfflukaffi kl. 14.30. Línudans kl. 15.30. Bólstaðarhlíð 43 Notendaspjall kl. 9.30-10. Heimsókn frá Stakka- borg kl. 10.30. Opin handverksstofa kl. 9-16. Morgunkaffi kl. 10-10.30. Leikfimi kl. 12.50-13.30. Haustfagnaður kl. 16-18. Síðdegiskaffi fellur niður vegna haustfagnaðar. Félagsmiðstöðin Lönguhlíð 3 Leikfimi kl. 13.45. Kaffiveitingar kl. 14.30. Allir velkomnir! Garðabær Dansleikfimi Sjálandi kl. 9.30. Gönguhópur frá Jónshúsi kl. 10. Félagsvist FEBG í Jónshúsi kl. 13. Bíll fer frá Litlakoti kl. 12.20, Hleinum kl. 12.30 og frá Garðatorgi 7 kl. 12.40 og til baka að lokinni félagsvist ef óskað er. Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9 botsía, kl. 9.30 postulínsmálun, kl. 12.45 tréskurður, kl. 20 félagsvist FEBK. Gullsmári Handavinna kl. 9. Leikfimi kl. 10. Ljósmyndaklúbbur kl. 13. Bingó kl. 13.30. OPIÐ HÚS laugardaginn 10. nóvember kl.14. Einnig verður BASAR . Hraunbæ 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9. Opin handavinna kl. 9–12. Útskurður kl. 9, verkfæri á staðnum og ný- liðar velkomnir. Hádegismatur kl. 11.30. Bingó kl. 13.15. Kaffi kl. 14.30. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16, blöðin og púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, útvarpsleikfimi kl. 9.45, hádegismatur kl. 11.30, brids í handavinnustofu kl. 13 og bíó kl. 13.15 og eftirmiðdagskaffi kl. 14.30. Hæðargarður 31 Opnað kl. 8.50. Við hringborðið kl. 8.50, boðið upp á kaffi. Frjáls tími í Listasmiðju, thai chi með Guðnýju kl. 9-10, botsía kl. 10.15, hádegismatur kl. 11.30. Zumbadansleikfimi með Auði Hörpu kl. 13-13.50, Svavar Knútur og Aðalsteinn Ásberg syngja og lesa upp, kl. 14, eftirmiðdagskaffi kl. 14.30. Allir velkomnir, óháð aldri. Nánari uppl. í s. 411-2790. Korpúlfar Hugleiðsla og létt jóga með Ingibjörgu kl. 9. í Borgum, sundleikfimi í Grafarvogssundlaug kl. 9. Brids hefst kl. 12.30 í dag í Borgum. Hannyrðahópur Korpúlfa kl. 12.30 í Borgum og hið vinsæla vöfflukaffi milli kl. 14.30 til 15.30. Tréútskurður á Korpúlfsstöðum kl. 13. í dag. Góða helgi. Seltjarnarnes Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Leikfimi með Evu á Skólabraut kl.11. Syngjum saman í salnum á Skólabraut kl. 13. Spilað í króknum kl. 13.30, brids í Eiðismýri 30, kl. 13.30. Nk. miðvikudag verður grill og skemmtikvöld í salnum á Skólabrut. Monika Abend- roth hörpuleikari og Björg Gísladóttir verða með ljóðatónleika kl. 19 og Grillvagninn mætir kl. 20. Skráning og uppl. hjá Kristínu í síma 8939800. Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10–14. Heitt á könnunni frá kl. 10–11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá kl. 11.30–12.15, panta þarf matinn daginn áður. Framhaldssaga eða bíó kl. 13. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er 568-2586. Stangarhylur 4 Íslendingasögu-námskeið, Hávarðarsaga Ísfirðings, kl. 13, kennari Baldur Hafstað. Dansað sunnudagskvöld kl. 20-23. Hljómsveit hússins leikur fyrir dansi. Vantar þig fagmann? FINNA.is mbl.is alltaf - allstaðar fasteignir jólanna í ágúst og elskaði að und- irbúa jólin með fjölskyldunni, baka, kaupa gjafir og handskrifa jólakort. Ég man þegar ég var á kafi í prófatörn í háskólanum þeg- ar hún kom með lakkrístoppana til mín, sem hún og mamma henn- ar höfðu bakað, til þess að gleðja mig, minnka stressið og stappa í mig stálinu. Það er bara lítið dæmi um það hvað hún var alltaf hugulsöm, alltaf að hugsa um fólkið sitt. Þegar systir mín dó stóð hún sem klettur við hlið mér, grét með mér og hjálpaði mér að vinna úr sorginni. En lífið er hverfult og nú hef ég misst aðra systur. Þú munt alltaf eiga stað í hjarta mínu, elsku vinkona og systir. Ég sakna þín og mun alltaf gera. Þú varst mikilvægur og stór hluti af mínu lífi og þér á ég svo margt að þakka. Ég væri ekki sú manneskja sem ég er í dag hefði ég ekki kynnst þér fyrir 28 árum. „Öll ástin“ til þín elsku Elín, eins og þú áttir til að segja. Takk fyrir allt og allt. Aníta Magnúsdóttir. Elsku yndislega vinkona mín. Það er þyngra en tárum tekur að skrifa þessi orð því maður vill bara ekki trúa því að þú sért farin frá okkur. Þetta er svo óraun- verulegt og fyllir mann mikilli sorg að við höfðum ekki hist meira en raun var undanfarin ár. En vináttu þinnar, sérstaklega á bernsku- og unglingsárum, minn- ist ég með miklu þakklæti og kærleika. Þú varst fyrsta vinkona mín á Akureyri og höfum við brallað ýmislegt saman, allt frá því að leika okkur í playmo og síð- ar fara á rúntinn eða skella okkur til Benidorm. Það sem við eigum margar stundir sem eru uppfullar af hlátri og gleði, en líka sorg og tár- um. Það var alltaf hægt að treysta og stóla á þig og þú varst alltaf til staðar fyrir mig, sama hvað gekk á. Þú varst líka alltaf svo ákveðin og hreinskilin og það kunni ég vel að meta. Hlátur þinn var einn sá mest smitandi sem ég hef komist í kynni við og mun minningin um hann lengi ylja sem og allar þær góðu stundir sem við áttum sam- an. Ég er óendanlega þakklát fyrir okkar stundir saman og öll faðm- lögin og hlýjuna. Þín mun verða sárt saknað, elsku vinkona. Ég sendi fjölskyldu þinni mínar dýpstu samúðarkveðjur og vil þakka ykkur fyrir allt undanfarin ár. Í margra huga er minning skær, og mynd í hjarta geymd. Stöðugt okkur stendur nær, stund sem ekki er gleymd. Nú komið er að kveðjustund, klökkvi hjartað sker, gengin ertu Guðs á fund sem góður líknar þér. (Kristján Runólfsson) Þín vinkona, Jarþrúður Árnadóttir. Elín Helga hóf störf í leikskól- anum Lundarseli tuttugu og eins árs og starfaði með hléum í átta ár. Við samstarfsfélagar hennar kynntumst henni sem ungri stúlku sem var létt og kát og hrókur alls fagnaðar. Elín Helga var mjög áhugasöm um starfið með börnunum, natin og umhyggjusöm. Við sáum að hún var á réttum stað í lífinu hvað starfið varðar. Við hvöttum hana til að fara í leikskólakennaranám- ið í Háskólann á Akureyri og samglöddumst henni mikið þegar hún fór í námið. Þegar við hugsum til baka sjáum við gjarnan Elínu Helgu fyrir okkur með geislandi blik í augum og smitandi hlátur. Hún talaði með ákafa um starfið og hvað er það besta fyrir börnin. Hún sá oft um að kalla starfs- mannahópinn saman. Okkur er sérstaklega minnisstætt þegar Elín fékk tvisvar lánaðan sum- arbústað foreldra sinna fyrir okk- ur starfsmannahópinn, þar áttum við saman frábærar stundir sem lifa um ókomna tíð. Allt of ung var kallið hennar komið frá tveimur ungum börn- um og fjölskyldu, eins sárt og það er. Elsku Eddi og börn, Guðrún Svala, Hannes og fjölskyldur, ykkar harmur er mikill en minn- ing um góða konu lifir. Við send- um ykkur okkar dýpstu samúðar- kveðjur. Fyrir hönd starfsmanna í Lundarseli, Björg Sigurvinsdóttir. sagðist hann geta guðsvarið að hann hefði séð að sonur minn lítill hefði hallað sér að mömmu sinni og spurt: „Hvor þeirra er svo pabbi minn?“ Seinna sagði hann svo stundum þegar við vorum að klippa, líma og skrifa í svolítið kennslukver sem nöfnin okkar rötuðu á og menntaskólakrakkar í Hamrahlíð voru látnir lesa: „Æ, minna slugs, reyndu nú að vera aðeins vaskari en í próflestrinum í gamla daga, við getum ekki hang- ið yfir þessu mikið lengur.“ Svo söng hann líka svo vel og ævinlega skandinavískt; Kim Larsen í hádegisuppvaskinu með krökkunum í óteljandi sumarbú- staðaferðum en Alf Prøysen eftir kvöldmat, oft með soldið tár í ann- arri hendinni og sígarettu í hinni, en stundum söng hann líka Åge Aleksandersen um birtuna og yl- inn. Nei, það var ekki ónýtt að standa í skjóli þessa stóra manns í nærri hálfa öld og þá er ég ekki bara að tala um öryggið sem fylgdi því að hafa hann við hliðina á sér á stöðum eins og White Hart Lane og við í bláum Chelsea- treyjum, bullurnar nenntu ekki einusinni að berja rindilinn sem var með þessum stóra manni. Það var frekar öryggið sem stafaði af manngæsku hans og réttsýni sem var svo gott afdrep. Siggi er kvaddur af miklum innileik og með endalausum góð- um minningum. Steingrímur Þórðarson. Fundum okkar bar fyrst sam- an fyrir fjórum árum er ég leitaði til hans með bókarhandrit. Hann gaf sér góðan tíma til skoðunar á því. Vel undirbúinn kallaði hann mig til samræðu á skrifstofu sinni, í „kommastólunum“ er hann kallaði svo. Verki mínu sýndi hann hvetjandi áhuga, leið- beindi og liðsinnti í stóru og smáu, bjó því form og gerð, betri en mig hafði órað fyrir. Mér fannst ég vera í öruggum hönd- um. Hann fylgdi bók minni þétt eftir, og síðan fleirum, nú síðast heyskaparbók er út kom fyrr á þessu ári. Hann hvatti mjög til framhalds og fund um það og fleira höfðum við ráðgert í „kommastólunum“ nú í vetrar- byrjun. Mennirnir ráðgera en guð ræður, segir þar … Ráð hans og leiðsögn alla um skrif, bókagerð og -útgáfu mat ég afar mikils, þau kynni urðu mér lærdómur. Mér er hins veg- ar enn meira virði sú vinátta sem með okkur ræktaðist og það til stærra rýmis en ég minnist að gerst hafi með öðrum á jafn skömmum tíma. Hann hafði af mikilli manngæsku og hlýju að miðla og þeir voru margir sem vináttu hans nutu. Ófáir sakna því vinar í stað. Sárlega. Við leiðaskil þakka ég kynnin, sem urðu mér mannbætandi; verða eftirminnileg. Ég sendi ástvinum hans innilega samúðarkveðju. Blessuð sé minning Sigurðar Svavarssonar. Bjarni Guðmundsson.  Fleiri minningargreinar um Sigurð S. Svavarsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.