Morgunblaðið - 09.11.2018, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2018
Hjörtur J. Guðmundsson
hjortur@mbl.is
„Við erum að ganga í gegnum um-
skipti í efnahagsmálunum. Það sem
er að gerast er það að mikill uppgang-
ur samfara verðbólgu undir markmiði
er núna að láta undan síga og því
fylgir hægari vöxtur og aukinn verð-
bólguþrýstingur,“ sagði Már Guð-
mundsson seðlabankastjóri á pen-
ingamálafundi Viðskiptaráðs Íslands
sem fram fór á Hilton Nordica í gær.
Már sagði að að baki velgengni síð-
ustu ára, sem skýrði hvers vegna
þessi umskipti væru að eiga sér stað,
hefði annars vegar búið mikill bati í
ytri skilyrðum þjóðarbúsins, sem
birst hefði ekki síst í bættum við-
skiptakjörum og í miklum vexti í kom-
um erlendra ferðamanna til landsins,
og hins vegar hagstjórnin sem heppn-
ast hefði vel í sögulegu samhengi með
tilliti til annars vegar þess að halda
verðbólgu í skefjum og hins vegar að
tryggja að gengi krónunnar virkaði til
sveiflujöfnunar en ekki til sveifl-
umögnunar eins og stundum hefði
gerst áður í sögunni.
Kostir sveigjanlegs gengis
„Peningastefnan náði árangri við
að færa verðbólgu- og síðan verð-
bólguvæntingarmarkmið á árunum
eftir 2012 án fórnarkostnaðar fyrir
efnahagslífið. Og þetta er óvenjulegt.
Gjaldeyrisinngrip, fjármagnshöft og
síðar sérstök bindiskylda á fjár-
magnsinnflæði og hlutabréfamarkað
og hávaxtainnistæður vörðu gengið
fyrir áhrifum sveiflukenndra fjár-
magnshreyfinga og það gat því þróast
meira óáreitt í samræmi við undir-
liggjandi efnahagsaðstæður.“
Þannig hafi kostir sveigjanlegs
gengis notið sín en ókostirnir verið
mildaðir. Þetta hafi þó ekki verið ein-
föld sigling því ljóst væri að þó að
jafnvægisgengið hafi hækkað væri
alltaf töluverð óvissa um það hvert
það væri á hverjum tíma og hættan á
ofrisi gengisins verið raunveruleg. Sú
hætta kunni að hafa raungerst í ein-
hverjum mæli. En án áðurnefndra
tækja Seðlabankans væri hætt við að
það hefði gerst í mun meira mæli með
tilheyrandi áhættu á snarpri leiðrétt-
ingu síðar.
Már sagði að umskiptin í efnahags-
málum nú ættu rætur að rekja til þess
að viðsnúningur hefur orðið á sumum
þeim sviðum sem áður hefðu stuðlað
að velgengninni. Alþjóðlegt efnahags-
ástand væri Íslendingum ekki eins
hagstætt, viðskiptakjörin við útlönd
hefðu versnað og mjög hefði dregið úr
fjölgun erlendra ferðamanna. Afleið-
ingin væri sú að það drægi talsvert úr
vexti útflutningstekna þjóðarbúsins í
ár og á næstu árum miðað við síðustu
þrjú ár.
„Það þýðir að hagvöxturinn verður
minni og einnig aukningin í raun-
tekjum okkar sem þjóðar. Hvað svo
sem við kunnum að ákveða um aukn-
ingu nafntekna í kjarasamningum eða
skiptingu þeirra okkar á milli. Þetta
þýðir líka að jafnvægisgengi krón-
unnar hefur líklega lækkað upp á síð-
kastið og það kann að vera hluti af
skýringunni á lækkun krónunnar að
undanförnu. Verri ytri skilyrði þjóð-
arbúsins eru auðvitað ekki góð tíðindi
en setja þarf þá þróun í samhengi við
það hversu mikið við höfum dafnað á
síðustu árum,“ sagði seðlabankastjóri
ennfremur.
Nánar var fjallað um erindi Más á
mbl.is í gær.
Hægari vöxtur og auk-
inn verðbólguþrýstingur
Seðlabankastjóri á peningamálafundi Viðskiptaráðs
Morgunblaðið/Hari
Efnahagsmál Már Guðmundsson
fór yfir peningamálin á fundi í gær.
Útifuglafóður
Mikið úrval, gott verð
Smáratorg · Bíldshöfði · Grandi · Hafnarfjörður
liggja, eftir að hafa heyrt og lesið
um þetta og þar á meðal plastflák-
ana eða -eyjarnar fimm í Atlants-
hafi, Indlandshafi og Kyrrahafi, þar
sem einn var fyrir tveimur árum
orðinn á stærð við Texasríki í
Bandaríkjunum, eða um sjöfalt
stærri en Ísland, og ákváðu að sýna
í verki hvað hægt væri að gera til
mótvægis án mikils tilkostnaðar.
Þetta var niðurstaða verkefnis sem
þeim var úthlutað í náttúru- og
samfélagsfræði, að koma með hug-
mynd um eitthvað sem tengdist um-
hverfisvernd en nemendur bekkjar-
ins hafa verið að læra um þá hluti á
síðustu vikum.
Nýtur mikilla vinsælda
Eftir nokkra umþóttun tóku þær
sig til og fóru að sauma haldapoka
úr tauafgöngum, sem þær settu svo
í matvöruverslanir sveitarfélagsins,
Sigurður Ægisson
Siglufirði
Að undanförnu hafa verið að birtast
frásagnir og myndir af skelfilegum
afleiðingum plasts, ekki síst á dýra-
líf í höfunum, og mikil vitundar-
vakning hefur orðið í kjölfarið, jafnt
hér á landi sem annars staðar.
Samkvæmt upplýsingum frá
Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóð-
anna (UNEP) má ætla að eins og
staðan er í dag eigi um 80% af
plastinu í heimshöfunum rætur sín-
ar að rekja til starfsemi á landi og
aðeins um 20% til starfsemi á hafi
úti, að því er lesa má á Vísinda-
vefnum.
Þrjár stúlkur í 9. bekk Grunn-
skóla Fjallabyggðar, Halldóra
Helga Sindradóttir, Marlís Jóna
Þórunn Karlsdóttir og Ronja
Helgadóttir, vildu ekki láta sitt eftir
aðra í Ólafsfirði og hina í Siglufirði.
Fólki sem þar verslar hefur síðan
staðið til boða að fá pokana lánaða
undir vörur, í stað þess að kaupa
plastpoka, en þarf svo að skila þeim
í næstu búðarferð, svo að fleiri geti
haft af þeim gagn. Þetta hefur notið
mikilla vinsælda, en verra er að fólk
hefur ekki verið nógu duglegt við
að koma með þá aftur í versl-
anirnar.
Þær stöllur eru hvergi nærri
hættar, heldur eru farnar að safna
að sér fleiri klæðabútum, og kenn-
ari þeirra, Arnheiður Jónsdóttir,
hefur beðið aðra kennara um að
koma með afgangsefni í skólann,
t.d. gamla boli, lök og sængurver og
þess háttar, og leyfa saumakon-
unum ungu að nýta til þessa brúks.
Nú er bara að vona að fleiri taki
sér þessar norðlensku stúlkur til
fyrirmyndar.
Láta til sín taka í umhverfisvernd
Þrjár stúlkur í 9. bekk Grunnskóla Fjallabyggðar ákváðu að sauma haldapoka úr tauafgöngum
Verkefni þeirra í náttúru- og samfélagsfræði Viðskiptavinir matvöruverslana fá pokana lánaða
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Saumaskapur Vinkonurnar úr 9. bekk, talið frá vinstri, Halldóra Helga
Sindradóttir, Marlís Jóna Þórunn Karlsdóttir og Ronja Helgadóttir.