Morgunblaðið - 09.11.2018, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2018
lifa tímana tvenna. Það tók tíma
að nálgast Guðmund Norðdahl,
og ekki fyrr en ég leitaði eftir
leiðsögn í hljómfræði að hann
léði máls á alvörusamtali. Sem
var reyndar mjög eftirminni-
legt; hann bauð mér þá að verða
samferða eftir æfingu á æsku-
heimili sitt við Bergstaðastræti.
Ég þáði virðulegt boð, þó óviss
um hvað biði. Viti menn, þar var
fyrir Haraldur Norðdahl, toll-
vörður á tíræðisaldri. Hvernig í
ósköpunum gat Guðmundur,
þessi roskni maður, átt föður á
lífi? Það var ógleymanlegt, samt
hversdagslegt, að heyra hann
segja með sinni djúpu og hrjúfu
rödd: Pabbi, þetta er bara ég.
Þannig hófst lífstíðarvinátta
okkar Guðmundar; ógleyman-
legt, samt svo eðlilegt. Hann sá
fljótt að kunnátta mín í hljóm-
fræði var á brauðfótum en með
tíðari tilsögn rofaði til. Síðar
heimsótti hann mig árlega til
Skotlands að fylgjast með fram-
haldsnámi mínu, var oft gestur
á heimili mínu og margt var
brasað. Okkur félögunum,
Hauki Gröndal, Pétri Valgarð
og mér, þótti til dæmis magnað
að hann skyldi hiklaust kynna
okkur fyrir sínum eigin vinum,
bóhemum og sýslumönnum.
Yfir öllu gnæfa þó árin þegar
við Guðmundur leigðum saman
fyrir vestan og endurreistum
m.a. Lúðrasveit Ísafjarðar – þá
sá ég í verki þá töfra sem hann
bjó yfir við tónlistarmiðlun. Með
blátt áfram framkomu, án þess
að tala barnamál eða skipa fyr-
ir, laðaði hann fram áhuga ólík-
ustu nemenda – þar kristallaðist
fordómaleysi hans og mann-
skilningur. Það ber sérstaklega
að athuga að hann hefði getað
veitt hæfileikum sínum í hvaða
farveg sem var, hann var flinkur
hljóðfæraleikari og stórgreind-
ur maður, en það segir sína
sögu að krakkakennsla var mik-
ilvægasta verkið. Margar kyn-
slóðir íslensks tónlistarfólks
eiga honum allt að þakka.
Þannig gæti ég haldið lengi
áfram, í hans anda, að rekja
sögurnar, en læt duga að votta
kærum vini virðingu og fjöl-
skyldunni dýpstu samúð.
Tómas Guðni Eggertsson.
Guðmundur H. Norðdahl tón-
listarmaður er látinn.
Ég kynntist honum fyrst
kringum 1992, er við unnum í
Breiðagerðisskóla; hann sem
tónlistarkennari en ég sem upp-
eldismenntaður starfsmaður á
skóladagheimilinu. Var þá gef-
andi að deila með honum áhuga
mínum á blásturshljóðfæraleik,
en ég var þá farinn að læra á
trompet, en átti áður klarinettu,
en það hljóðfæri var einmitt
miðdepill tónlistariðkunar hans.
Seinna hitti ég hann oft fyrir
á kaffihúsum borgarinnar,
lengstum á Kaffi París, og jafn-
vel í Ásatrúarfélaginu, og var
hann áhugasamur um ljóðabæk-
ur mínar, sem og um arfleifð
síðari heimsstyrjaldarinnar,
sem hann hafði upplifað sem
ungur maður á Íslandi.
Ég man að lengst af þótti mér
hann furðu ern og frambærileg-
ur miðað við aldur!
Ég mun hafa sýnt honum
ljóðið mitt sem heitir: Hreinsun
trompets. Þykir mér við hæfi að
kveðja hann nú með því og
flytja honum um leið saknaðar-
kveðju okkar kaffihúsafélag-
anna frá Kaffi París:
Haltu fjaðrandi tökkunum niðri
og helltu í þunnt eyra gjallarhornsins
sápuvatni hlýju upp að brún.
Það mun snörla þægilega
er þú sleppir tökkunum góðu
og fögur bunan þeytist úr stútnum
líkt og niður úr vænsta stórgrip.
Tappaðu svo úr krana
hlýju, hreinu vatni
í gyllinfægða trektina
og hafðu ermar uppbrettar
við þennan barnaþvott.
Tryggvi V. Líndal.
✝ Anna Sveins-dóttir fæddist
6. október 1923 í
Arnartungu í
Staðarsveit. Hún
lést á Mánateigi/
Hrafnistu í Reykja-
vík 29. október
2018.
Foreldrar Önnu
voru Sveinn
Þórðarson bóndi á
Fossi í Staðarsveit,
f. 25.8. 1893, d. 27.12. 1979, og
Pálína Svanhvít Guðbrands-
dóttir húsfreyja á Fossi, f. 13.9.
1893, d. 22.4. 1950.
Systkini Önnu eru: Ágústína,
f. 1919, Guðbrandur, f. 1920, d.
2010, Þórður, f. 1927, og Guð-
björg Elín, f. 1932. Anna ólst upp
á Fossi í Staðarsveit.
Árið 1945 giftist Anna Gunn-
ari Kristni Kristjánssyni,
verslunarmanni og hljóðfæra-
leikara, frá Hjarðarbóli í Kol-
grafafirði, f. 1.10. 1911, d. 21.
mars 1965. Foreldrar hans voru
Kristján Þorleifsson, f. 21.3.
1876, d. 23.6. 1959, og Ragnheið-
ur I. Benediktsdóttir, f. 4.4.
1875, d. 18.8. 1929. Synir Önnu
og Gunnars eru: 1) Sveinn Heið-
ar, kvæntur Sigríði Jakobs-
dóttur, börn þeirra: a) Gunnar
Valur, maki Guðrún Fema
Ágústsdóttir, og eiga þau þrjú
Gunnarsdóttir og þau eiga eina
dóttur. b) Daði Örn, maki Lára
Ásgrímsdóttir og þau eiga tvö
börn. c) Hanna Rut, maki Stefán
Bragason, þau eiga tvö börn.
Helena sambýliskona Heimis á
tvö börn og tvö barnabörn.
Anna og Gunnar hófu búskap
á Framnesvegi 22 en fluttu síðar
í Sörlaskjól 50 þar sem þau
bjuggu til ársins 1957 er þau
fluttu í nýbyggt hús fjölskyld-
unnar í Granaskjóli 18. Þegar
Sveinn Þórðarson faðir Önnu
hætti búskap eftir lát konu sinn-
ar 1950 bjó hann hjá Önnu til
dauðadags 1979. Eftir lát Gunn-
ars 1965 fór Anna að vinna hjá
Prjónastofunni Iðunni á Sel-
tjarnarnesi og síðar hjá Lysta-
dúni þar sem hún var verkstjóri
á saumastofu fyrirtækisins uns
hún lét af störfum fyrir aldurs
sakir. Hún starfaði mikið fyrir
Snæfellingafélagið og söng einn-
ig í Snæfellingakórnum.
Sambýlismaður Önnu til 36
ára var Gísli Guðbrandsson bif-
vélavirki, f. 6. júní 1922, d. 20.
ágúst 2004. Foreldrar Gísla voru
Guðbrandur Gíslason, f. 28.1.
1892, d. 31.10. 1975, og Frið-
björg Eyjólfsdóttir, f. 14.12.
1898, d. 11.10. 1992. Anna og
Gísli hófu búskap saman í
Granaskjólinu og bjuggu þar til
ársins 1985 er þau fluttu á
Kleppsveg 138 en þar bjó Anna
uns hún flutti á Hrafnistu við
Brúnaveg.
Útför Önnu fer fram frá
Grafarvogskirkju í dag, 9.
nóvember 2018, og hefst athöfn-
in klukkan 13.
börn. b) Anna Gyða,
maki Guðlaugur
Þorleifsson og eiga
þau fjögur börn. c)
Inga Birna, maki
Helgi Þór Þórsson
og eiga þau þrjú
börn, d) Jakob Jó-
hann. 2) Pálmar
Smári, kvæntur
Norisu Suana
Gunnarsson, Pálm-
ar var áður kvænt-
ur Vigdísi Kjartansdóttur, þau
skildu, börn þeirra: a) Kjartan
Halldór, maki Hafdís Helgadótt-
ir og eiga þau þrjú börn. Kjartan
á einn son af fyrra sambandi og
tvö barnabörn, b) Anna Rósa,
maki Sigmund Leví Varðarson
og eiga þau þrjú börn, c) Gunn-
hildur Stella, maki Aron Hin-
riksson og eiga þau fjögur börn,
Auður Erla Albertsdóttir, unn-
usta Pálmars, fórst í flugslysi í
Ljósufjöllum ásamt dóttur
þeirra, Erlu Björk, 1986. 3)
Kristján Ragnar, kvæntur Grétu
Ebbu Bjargmundsdóttur, börn
þeirra: a) Gunnar Kristinn, maki
Lydia Gail McLaren, b) Una, hún
á einn son. 4) Heimir Örn, sam-
býliskona hans er Helena
Vignisdóttir. Heimir var áður
kvæntur Sigríði Hrönn Helga-
dóttur, börn þeirra: a) Svein-
björn Davíð, maki Agnes
Þá hefur amma Anna fengið
hvíldina sem hún hefur vafalaust
þráð lengi. Síðustu árin voru
henni erfið og var erfitt að horfa
upp á ömmu hverfa inn í heim
minnissjúkdóms.
Amma var mikil fyrirmynd,
sterk, stöðug, falleg, upprétt og
stolt kona með afar mikla skipu-
lagshæfileika, nokkuð sem við
hefðum viljað erfa. Það blés oft
hressilega í fangið á ömmu, hún
varð ekkja 42 ára gömul og sat
ein eftir með synina fjóra enda
lítið um félagslega aðstoð á þeim
tímum. En naglinn amma okkar
gafst ekki upp og fór á vinnu-
markaðinn, sem var eflaust ekki
algengt meðal kvenna á þessum
tíma. Við munum eftir því þegar
hún vann í Lystadún, þangað var
gaman að kíkja til hennar og
skoða allt efnið og vélarnar sem
til voru en þar vann hún við
saumaskap og undi því vel. Hún
er okkur minnisstæð sagan af
ömmu þegar það kviknaði í hús-
næðinu sem hún vann í og amma
þurfti að fara út um glugga á
annarri hæð og slaka sér niður,
það er greinilegt hvaðan íþrótta-
genin koma, en hún hafði mikinn
styrk og þrautseigju.
Sveinbjörn er sá eini af okkur
sem man eftir Granaskjólinu en
hann bjó í kjallaranum fyrstu
árin sín ásamt foreldrum okkar.
Við eyddum síðar miklum tíma
heima hjá ömmu og Gísla heitn-
um á Kleppsveginum. Þær voru
ófáar næturnar sem við gistum
þar og alltaf var jafn notalegt að
vakna og fá kókópöffs eða jógúrt
með banana. Eldhúskrókur
ömmu var yndislegur staður, þar
fékk maður nánast það sem
mann lysti og enginn að stoppa
mann, nema kannski þegar for-
eldrarnir voru með. Amma var
alltaf með kökur og kaffi og í
mestu uppáhaldi var hvíta sultu-
kakan.
Amma var mjög klár að sauma
og einhvern tímann sagðist
Hanna þurfa skíðastuttbuxur.
Hún fór í heimsókn til ömmu
með efni og amma sneið þær og
saumaði eins og ekkert væri auð-
veldara, á meðan Hanna Rut
borðaði köku og drakk mjólk.
Þegar við vorum krakkar var
amma á leiðinni til Kanada,
pabbi ákvað að nýta tækifærið og
biðja hana að kaupa skauta fyrir
krakkana sem höfðu mjög gaman
af því að skauta og æfðu reyndar
seinna íshokkí. Amma þræddi
búðirnar í Kanada, hún vissi í
raun ekkert um íshokkískauta og
róaðist ekki fyrr en hún hafði
fundið slíka, í ofanálag var hún
stressuð að koma þeim heim
þannig að hún keypti sér tösku
undir þá. Þegar við svo fengum
skautana urðum við heldur betur
ánægð því hún hafði keypt flotta
tegund sem ekki fékkst á Íslandi
og urðu hinir krakkarnir frekar
öfundsjúkir þegar við mættum á
nýju skautunum í Laugardalinn.
Amma tæklaði öll verkefni á
þennan hátt; með einhverjum of-
urhetjuhæfileikum og kláraði
þau með stæl, því var erfitt að
horfa á ömmu missa máttinn síð-
ustu árin sín. Við gætum enda-
laust haldið áfram að rifja upp
yndislegar minningar um frá-
bæra ömmu, umhyggjan sem
hún sýndi okkur, bæði á góðum
tímum sem og erfiðum, var stór-
kostleg. Söknuðurinn er mikill og
munum við minnast hennar með
þakklæti um ókomin ár.
Takk fyrir allt elsku amma
Anna.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni
(Bubbi Morthens)
Sveinbjörn, Daði, Hanna
Rut og fjölskyldur.
Amma Anna eða amma í
Granó/ amma á Kleppsvegi, eins
og hún var oft kölluð er farin á
vit nýrra ævintýra og eftir situr
minning okkar og mynd af konu
sem myndi líklega skilgreina
orðið „amma“ í orðabókum. Alla
tíð tóku á móti okkur hlýir
straumar þegar við vorum hjá
ömmu Önnu. Arabatjald inni eða
venjulegt tjald úti, gamli gráni,
skemmtaraleikur, þvottahúsið og
háloftið voru leikvellirnir.
Amma bauð upp á lífsins lysti-
semdir ungra krakka, bleikt
kakó úr Vegamótum eða mat-
vörubúðinni í Skerjafirði, að
ógleymdu Cocoa Puffsinu sem
maður gleypti í sig við hvert
tækifæri allt fram á fullorðinsár.
Eitt sinn kláraðist heill pakki á
einu augabragði. Kaffidrykkju
kenndi hún okkur með mjólk og
sykri þó að við seint eða ekki höf-
um hafið þá iðju. Þegar við gist-
um á virkum dögum var meiri
agi, með hafragraut og vítamíni á
morgnana.
Amma og Gísli voru líka iðin
við að fara með okkur í ferðalög
og þar var sumarlandið Svigna-
skarð ætíð fyrir valinu, með bíl-
túrum til Ólafsvíkur. Þá var
ávallt stoppað við Hvítárbrú til
að kaupa lax og Vegamót til að
nesta sig með smá nammi.
Uppvöxtur okkar með ömmu
Önnu var ævintýri líkastur og
væntumþykja hennar skein þar
fjöllum hærra. Ekki var vænt-
umþykja hennar síðri þegar við
fullorðnuðumst og komum til
ömmu og Gísla eftir að þau fluttu
á Kleppsveginn þar sem hún tók
ávallt vel á móti okkur með gleði,
lagkökum og hálfmánum.
Eitt okkar var þess heiðurs
aðnjótandi að starfa með ömmu í
Lystadúni en þar var hún skör-
ungur mikill og ekkert það verk-
efni sem henni tókst ekki að
leysa eða horn að klæða. Hún
hristi Hawaii-skyrtu úr dýnu-
áklæði fram úr ermi nánast á
augabragði.
Við kveðjum nú ömmu Önnu
sem hefur verið okkur svo kær
og góð en minning um hana lifir
alla tíð í hjörtum okkar. Við vit-
um að hún er nú á góðum stað
með Gísla og gefur honum stöð-
una á okkar högum.
Stýr minni hönd að gjöra gott,
að gleði ég öðrum veiti,
svo breytni mín þess beri vott,
að barn þitt gott ég heiti.
(Valdimar Briem)
Barnabörnin úr Fífuseli:
Gunnar Valur Sveinsson
Anna Gyða Sveinsdóttir
Inga Birna Sveinsdóttir
Jakob Jóhann Sveinsson.
Anna Sesselja
Sveinsdóttir
✝ Svala Bjarna-dóttir fæddist á
Strandvegi 50 í
Vestmannaeyjum
6. apríl 1937. Hún
lést á HSN Siglu-
firði 26. október
2018.
Foreldrar Svölu
voru Bjarni Júlíus
Ólafsson, f. 1. júlí
1905, d. 13. maí
1981, og Kristín
Helga Jóhannsdóttir, f. 6. júlí
1909, d. 6. janúar 1994.
Systkini Svölu: Friðrik Sverr-
ir, f. í ágúst 1930, d. sex mánaða
gamall, Ásta, f. 26. febrúar
1932, d. 25. júlí 1992, Hörður, f.
13. apríl 1936, Ólafur, f. 7.
desember 1947.
Svala gekk í Barna- og gagn-
fræðaskóla Siglufjarðar, eftir
það hóf hún nám í hjúkrun við
Hjúkrunarkvennaskóla Íslands
Hring í Stíflu 22. maí 1929, d.
25. mars 2017, þau gengu í
hjónaband 26. desember 1964.
Synir þeirra eru: 1) Sigurður, f.
19. desember 1965, kvæntur
Huldu Magnúsardóttur, f. 24.
febrúar 1962, börn þeirra eru:
Linda Hrönn, f. 2. mars 1986,
gift Halldóri Páli Jóhannssyni, f.
7. ágúst 1985, og eiga þau sam-
an eina dóttur, Heru Sóleyju, f.
24. nóvember 2008, fyrir átti
Halldór soninn Gísla Mar, f. 13.
júlí 2004. Sigurjón Ólafur, f. 4.
júlí 1994, unnusta hans er Kol-
finna Esther Bjarkadóttir, f. 22.
október 1995. Helga Eir, f. 2.
febrúar 1996, unnusti hennar er
Alexander Már Þorláksson, f. 2.
ágúst 1995. 2) Júlíus Helgi, f. 26.
ágúst 1971, í sambúð með
Hönnu Bryndísi Þórisdóttur
Axels, f. 2. febrúar 1970, dætur
Hönnu Bryndísar eru Silja Ýr, f.
7. febrúar 1992, og Lydía Ýr, f.
16. janúar 1995.
Útför Svölu fer fram frá
Siglufjarðarkirkju í dag, 9.
nóvember 2018, klukkan 14.
árið 1956 og lauk
þaðan námi í októ-
ber 1959. Að námi
loknu starfaði hún
sem hjúkrunarkona
m.a. á FSA, Land-
spítalanum og há-
skólasjúkrahúsinu í
Umeå í Svíþjóð. En
lengstan hluta
starfsævinnar, eða
frá desember 1963,
vann Svala á
Sjúkrahúsi Siglufjarðar sem
hjúkrunarforstjóri eða þar til í
ágúst 1982 og tók síðan við
starfi á Heilsugæslustöð Siglu-
fjarðar, fyrst sem hjúkrunar-
fræðingur og síðar hjúkrunar-
forstjóri. Svala lét af störfum
31. maí 2002 eftir rúmlega 40
ára starf sem hjúkrunarfræð-
ingur.
Eiginmaður Svölu var Sigur-
jón Steinsson vörubílstjóri, f. á
Elsku mamma, þá eruð þið
sameinuð, aftur þú og pabbi, það
hafa verið fagnaðarfundir. Ég
var heppinn að eiga ykkur fyrir
foreldra, þið sáuð til þess að okk-
ur skorti aldrei neitt og veittuð
okkur endalausa ást og um-
hyggju.
Ég var alltaf mjög háður þér,
elsku mamma mín, og er ánægð-
ur með tímann sem við áttum
saman, þegar ég hugsa til baka
kemur gula bjallan upp í hugann
og ferðalög með þér og pabba.
Ferðalögin voru oft bara inn í
Fljót eða jafnvel suður á fjörð í
berjamó með teppi og nesti, fyrir
lítinn strák var það ævintýri og
þú gerðir allt skemmtilegra.
Ég gat alltaf leitað til þín með
allt og það var ekkert sem að þú
og pabbi hefðuð ekki gert fyrir
mig, núna ertu komin á betri stað
sem er laus við alla sjúkdóma og
með pabba þér við hlið sem þú
varst búin að sakna svo mikið.
Ég sakna þín ólýsanlega mik-
ið, elsku mamma mín, og ég veit
að þú og pabbi takið á móti mér
þegar mínu ferðalagi lýkur.
Þú varst og verður alltaf fal-
legust, elsku mamma mín.
Þinn sonur,
Júlíus Helgi.
Í dag er komið að kveðjustund
er ég fylgi henni mömmu til
hinstu hvílu. Betri og blíðari
móður hefði ég ekki getað átt.
Hún, ásamt pabba, gerði líf okk-
ar bræðra ástríkt og fullt af
gleði. Barnabörnin fóru ekki var-
hluta af því og var ekkert sem
þau voru ekki tilbúin að gera fyr-
ir þau. Mamma gat dekrað við
þau endalaust. Aldrei skorti hjá
henni stuðninginn, hvort sem það
var við okkur bræður eða síðar
okkar fjölskyldur, börn og
barnabörn. Erum við full af
þakklæti hvað það varðar. Frá
því að pabbi dó á síðasta ári var
lífið frekar erfitt hjá mömmu,
bæði var söknuðurinn mikill að
sjá á eftir lífsförunaut sem gerði
allt með henni og einnig þau
veikindi sem hana hrjáðu. Hún
var alltaf viss um að þegar að
endalokum kæmi þá biði hann
eftir henni og tæki á móti henni
með nikkuna í hendi.
Góða ferð, elsku mamma mín,
þín verður sárt saknað.
Þinn sonur,
Sigurður (Siddi).
Í dag fylgi ég Svölu tengda-
móður minni síðasta spölinn.
Hennar verður mjög sárt sakn-
að af okkur sem eftir stöndum. Í
þau rúmlega 28 ár sem við átt-
um samleið bar engan skugga á
okkar samband, auðvitað höfð-
um við skiptar skoðanir á hlut-
unum eins og gengur og gerist,
en virtum það hvor við aðra. Ég
minnist hennar með eintómri
hlýju; þess hve einstök hún var
og hve umhugað henni var um
sína. Ávallt tilbúin til að gera
það sem hún gat til að létta
undir. Hún bar ætíð hag barna
sinna og barnabarna fyrir
brjósti umfram allt annað og
stóð eins og klettur við hlið
þeirra alla tíð og fyrir það er ég
henni ævinlega þakklát. Barna-
börnunum var hún einstök
amma og ég held að það hafi
verið ekkert sem hún vildi ekki
fyrir þau gera, enda njóta þau
góðs af því um alla framtíð. Líf
hennar tók miklum stakkaskipt-
um eftir að hún missti sinn besta
vin og lífsförunaut þegar Ninni
hennar féll frá hinn 25. mars á
síðasta ári, eftir stutt en erfið
veikindi. Hún varð ekki söm eft-
ir það, enda höfðu þau ætíð verið
mjög samrýnd og gengið í gegn-
um lífið sem eitt. Svala var síðan
greind með heilabilunarsjúkdóm
sem ágerðist eftir því sem leið á
og dró hana að lokum til dauða.
Það var erfitt fyrir okkur sem
stóðum henni næst að horfa upp
á sjúkdóminn taka frá henni lífs-
gæðin, persónueinkennin og
mátt, en hún vissi og gerði sér
grein fyrir í hvað stefndi og grét
það ekki, hún þráði það eitt að fá
að hitta Ninna sinn á ný. Nú eru
þau loks sameinuð á ný í sumar-
landinu.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Elsku Svala mín, ég vil þakka
fyrir þau ár sem við áttum sam-
leið, ég vil þakka þér fyrir hversu
einstök mamma, amma og
tengdamóðir þú varst og barst
hag okkar allra fyrir brjósti.
Megi góður guð geyma þig og ég
veit að Ninni þinn hefur beðið
eftir þér með útbreiddan faðm-
inn, farðu í friði mín kæra.
Þín tengdadóttir,
Hulda.
Svala Bjarnadóttir