Morgunblaðið - 09.11.2018, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 09.11.2018, Blaðsíða 37
DÆGRADVÖL 37 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2018 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Samræður þínar við foreldra þína eða yfirmenn geta komið þér á óvart í dag. Það getur verið einmanalegt að bera of mikla ábyrgð og hafa of mikla stjórn á hlutunum. 20. apríl - 20. maí  Naut Samskipti þín við aðra verða sérlega til- finningaþrungin í dag. Bráðræði verður þér bara til bölvunar. Sýndu því tillitssemi og um- burðarlyndi. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Stundum eru það aðeins smáatriði sem standa í veginum fyrir því að árangur ná- ist. Taktu öllum tilmælum með fyrirvara og gleymdu ekki að standa með sjálfum þér. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú þarft að endurskoða dagskrá þína því þú hefur hrúgað of mörgum verkefnum á daginn. Sígandi lukka er best og því eru allar sviptingar til lítils, þegar upp er staðið. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Undarlegir atburðir gætu orðið í dag. Reyndu að leita samstarfs við aðra um þau verk, sem þú getur ekki hrint einn í fram- kvæmd. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það þarf mikinn innri styrk til þess að gera það rétta, sérstaklega þegar það sýnist auðveldara að fara hina leiðina. Leggðu dæm- ið niður fyrir þér áður en þú hefst handa. 23. sept. - 22. okt.  Vog Samvinna við aðra getur auðveldað þér að láta drauma þína rætast. Haltu þínu striki og hlustaðu ekki á raddir þeirra sem eru á annarri bylgjulengd en þú. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þig vantar félaga til þess að framkvæma það sem þig dreymir um. Skoð- aðu vandlega hvað þú hefur sjálfur og lærðu að meta það. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú ert ákveðinn í að fá aðra til að gera eitthvað í vinnunni. Taktu ákvörðun um að gera eitthvað sem mun láta þér líða betur í eigin skinni. 22. des. - 19. janúar Steingeit Ef þú þarft að taka ákvörðun fyrir fleiri en sjálfan þig verðurðu að hugsa um allra hag en ekki bara þinn eigin. Gættu þess vegna orða þinna. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þér finnast of margir sækja að þér í einu og vilt því leita uppi einveruna. Ef þér finnst brotið á þér áttu ekki að hika við að láta til þín heyra. 19. feb. - 20. mars Fiskar Ef þú lumar á góðri hugmynd um það hvernig þú getir aflað fjár þá er þetta rétti dagurinn til að reyna hana. Líttu fram á veg- inn og vertu tilbúinn til að takast á við nýja hluti. Ég tók fyrstu ljóðabók dr. SturluFriðrikssonar „Ljóð langför- uls“ með mér í rúmið og hélt hún fyrir mér vöku. Bókin opnaðist við „Snjó á Kilimanjaro“: Nú hellist regnið niður þrumuþungt og þorstlát jörðin teygar skúraflóð svo sléttan lifnar, grasið ilmar ungt til unaðssemdar fyrir hungrað stóð, sem reikar um og etur allt sem grær, en út við sjónrönd gnæfir, miklu fjær, hin bláa hlíð og fjallsins föli snær. Þetta er falleg mynd. Næst liggur leið hans í spilavítið í Monte Carlo: Hér í tafli skiptast sköp, skaði þinn er mér í vil. Að jöfnu ganga gróði og töp, glötuð von og unnið spil. Í Sviss buðust Sturlu „góðostar“: Betra er en brauð og smér að borða góðan Camembert. Og frekar en að falla úr hor að fá sér gamlan Roquefort. Nema maður nái í nógu væna sneið af Brie. „Ljóð úr leiðöngrum“ er sjöunda ljóðabók Sturlu. „Á Tahiti“: Sólin er björt og ég brenn verð brúnn líkt og innfæddir menn, fæ moskítóbit í margskonar lit eins og málverk eftir Gauguin. Á Írlandi vissi Sturla hvar helst var traust að finna: Ef verður oss á nokkur villa á vegum, sem fyrir oss spilla, og sé okkar leið ekki gerð nógu greið við heitum á Kólumkilla. Þar sá hann sjónvarpsþátt um Ívar beinlausa: Menn notuðu sleggjur og steinhausa við slátrun á lýðnum bráðmeinlausa. Þá var brotið hvert bein og barið við stein. Og það bjargaði Ívari beinlausa. Sturla var á ferð í Danaveldi og kom í Limafjörð: Hér var orusta Haraldar hörð og hreystiverk mörg voru gjörð. Menn limi af skutu og skankana brutu, og skýrðu þar af – Lima-fjörð. Á ferð um Edinborg: Ég kempan er kominn að lotum og kraftar mínir á þrotum af að aka um torg hér í Edinborg sem er uppfull af skúma Skotum. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Bókum dr. Sturlu Friðrikssonar flett Í klípu „TIL AÐ SLÖKKVA Á ÞJÓFAVÖRNINNI SKALTU TAKA HÖNDINA HÆGT ÚR VASANUM OG GEFA HONUM HUNDAKEX. ” eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „MÁ ÉG BORGA ÞÉR Á FÖSTUDAGINN?” Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að æfa danssporin til þess að ganga í augun á henni. AF HVERJU LEYFIR EIGANDI ÞINN ÞÉR EKKI AÐ GANGA LAUS? ÉG BRYÐ KETTI FRELSI ER OFMETIÐ HELGA! ÞÚ GAFST LEIKLISTARDRAUMINN UPP Á BÁTINN. ÞÚ HEFÐIR GETAÐ ORÐIÐ FRÁBÆR LEIKKONA! SÆKTU BJÓR HANDA MÉR! ALVEG SJÁLFSAGT MINN ÁSTKÆRI, MJÖG SVO VERÐUGI EIGINMAÐUR SAGÐIRÐU HEFÐIR GETAÐ ORÐIÐ? NOTAÐIR BÍLAR Víkverji verður ekki með góðumóti kallaður mikill hannyrða- maður, já eða kona eftir því hvernig á málið er litið. Víkverji var framan af heldur ekki talinn í hópi þeirra sem státa af grænum fingrum eða bjórdrykkju. Af þessum sökum lend- ir Víkverji oft í því að þurfa að afsaka skort á hæfileikum á þessum sviðum. x x x Varnarviðbragð Víkverja er ávalltþað sama. „Mér er margt annað til lista lagt.“ Af hverju þarf Víkverji að afsaka sig? Af hverju má hann ekki bara vera áhugalaus eða án hæfileika til þess að hugsa um jurtir og blóm, sauma og safna bjórbumbu og hvað þetta allt saman kallast? x x x Það skal tekið fram áður en lengraer haldið að Víkverji hefur með árunum þróað með sér græna putta og getur sinnt hannyrðum kjósi hann svo en bjórdrykkjan er erf- iðari. Þessar vangaveltur Víkverja leiddu eins og svo oft áður til þess að Víkverji kafaði dýpra ofan í málefnið í leit að sannleikanum. x x x Víkverji komst ekki að neinni nið-urstöðu enda slíkt erfitt í eins flóknu máli og nú er til umfjöllunar. Víkverji hins vegar fann að í honum ólgaði uppsafnaður pirringur og spurningar sem hann hafði ekki svör við. Af hverju þarf að setja fólk í box? Af hverju þarf að fylgja tísku? Af hverju er gert grín að eða litið niður á þá sem fylgja ekki norminu og hvað er normið? Hver setur við- miðin? Hvað er það sem stýrir því hvernig mannskepnan hagar sér? Af hverju erum við hópsálir og veigrum okkur við að uppfylla langanir okkar ef þær falla ekki nægilega vel að norminu? Af hverju eiga konur að lita á sér hárið, ganga í nælonsokka- buxum og háhæluðum skóm? Af hverju mega pabbar ekki gráta? Svona mætti lengi telja og hugs- anlega er Víkverji löngu kominn frá því sem hann fór af stað með í upp- hafi. Eða hvað? Er mannfólkið ekki í sífelldri leit að viðurkenningu og að vera samþykkt í hópi? Já, þegar stórt er spurt verður lítið um svör. vikverji@mbl.is Víkverji Daníel tók til máls og sagði: Lofað sé nafn Guðs um aldir alda því að hans er viskan og mátturinn. (Daníel 2.20) BORÐPLÖTUR OG SÓLBEKKIR • Gæðavörur úr harðplasti, akrílstein, Fenix og límtré • Mikið úrval efna, áferða og lita • Framleiðum eftir óskum hvers og eins • Hentar jafnt fyrir heimili, vinnustaði og almenningssvæði Fanntófell hefur sérhæft sig í framleiðslu á borðplötum og sólbekkjum síðan 1987. Fanntófell ehf. | Gylfaflöt 6-8 | 112 Reykjavík | Sími 587 6688 | fanntofell.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.