Morgunblaðið - 09.11.2018, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.11.2018, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Sinnuleysistjórnvaldagagnvart neytendum vegna breyttra mælinga á útblæstri bifreiða er undarlegt. Þess- ar breytingar eru farnar að hafa veruleg áhrif á verð nýrra ökutækja og mun þeirra gæta í verðbólgumæl- ingum áður en langt um líður. Um leið valda þær samdrætti í bílasölu. Tilgangurinn með breyting- unni er að komast nær því að mæla raunverulegan útblástur bifreiða. Gamla aðferðin er frá níunda áratug liðinnar aldar og þótti að mörgu leyti úrelt. Verða bílar nú prófaðir við lægra hitastig miðað við fjöl- breyttari akstursaðstæður og gengið út frá raunsærri akst- urshegðun, svo eitthvað sé nefnt. Nýja prófið mun því sýna að bíll tiltekinnar tegundar losi meiri koltvísýring en gamla prófið. Í kynningu á hinni breyttu mælingu segir að flest ríki Evrópusambandsins leggi um þessar mundir einhvers konar útblástursskatt á bíleig- endur og hann sé byggður á þeim koltvísýringsgildum, sem fylgi bílum þeirra. Innleiðing nýju aðferðarinnar ætti hins vegar ekki að hafa neikvæð áhrif á sköttun bifreiða með því að hækka kostnað neytenda. Þegar öllu sé á botninn hvolft verði engin breyting á frammi- stöðu bifreiðarinnar við breyt- inguna, gildið hækki einungis vegna þess að nýja prófið sé strangara en það gamla. Í kynningunni segir jafnframt að framkvæmda- stjórn Evrópusam- bandsins eigi að gera aðildarríkjum ljóst að breytingin eigi ekki að leiða til skattahækkana og auk- ins kostnaðar neytenda. Stjórnvöld aðildarríkjanna eigi að laga skattkerfi sín að breyt- ingunni vegna þess að breyt- ingin muni sýna hærri út- blástur sams konar bíla miðað við gamla kerfið. Í Morgunblaðinu í gær er vitnað í útreikninga, sem Bíl- greinasambandið lét gera vegna áhrifa breyttra mælinga samhliða lækkun krónunnar. Frumvarp um vörugjald liggur nú fyrir Alþingi, en ekki er gert ráð fyrir að það taki gildi fyrr en um áramót. Samkvæmt því eiga breytingarnar ekki að leiða til hærri bílaskatta. Breytingin á mengunarstaðl- inum tók hins vegar gildi 1. september. Bílgreinasam- bandið mælist til þess að gildin verði lækkuð fram að áramót- um til að afstýra neikvæðum áhrifum hækkana. Nokkuð er síðan byrjað var að þrýsta á stjórnvöld um að bregðast við þessari breytingu. Það ætti ekki að vera flókið mál að sjá til þess að bíll haldist í sama vörugjaldaflokki þótt breytt hafi verið um staðal. Neytandinn á ekki sök á að gamla prófið vanmat útblástur. Hvers vegna ekki var brugðist við í tæka tíð er óskiljanlegt. Löngu var vitað af breytingunni en samt var ekki hægt að bregðast við í tæka tíð} Undarlegt sinnuleysi HæstirétturBandaríkj- anna er bitbein þar í landi því repú- blikanar segja hann setja laga- reglur en það sé handan við mörk stjórnarskrár. Demókratar segja slíkt leyfilegt sé um „réttlætismál“ að tefla. Hlut- verk réttarins er einnig mik- ilvægt vegna deilna um vald- mörk einstakra ríkja og alríkisins. Dómarar hans eru skipaðir til lífstíðar og taka þá reglu al- varlega. Líkamlegt eða andlegt starfþrek þarf að vera verulega skert svo þeir biðjist lausnar. Í gær voru fréttir um að elsti dómari réttarins, og oft sagður lengst til vinstri þar, Ruth B. Ginsburg, hafi hrasað og slas- ast nokkuð. Ginsburg verður 86 ára snemma á næsta ári. Þótt pólitísk afstaða hennar sé kunn er ekki um það deilt að hún er mjög fær lögvís- indamaður. Gins- burg hefur strítt við veikindi síðustu árin og í því sam- bandi um það rætt að hún biði þess að demókratar næðu meirihluta í öld- ungadeild þingsins svo hún gæti hætt störfum. Þá kæmist Trump forseti ekki hjá því að tilnefna dómaraefni nær miðj- unni en ella vildi hann fá stað- festingu þingsins. Eftir sigur forsetans í deildinni vaknar sú spurning hvort að Ginsburg reyni að þrauka í þeirri von að Trump nái ekki endurkjöri 2020. Það vakti athygli nýlega þegar að Ginsburg fordæmdi demókrata fyrir óboðlega framgöngu gagnvart Kavan- augh dómarefni. Bill Clinton tilnefndi Ginsburg sem dómara árið 1993 og hún fékk 96 at- kvæði í þinginu og því ljóst að nær allir þingmenn repúblik- ana studdu hana. Fréttir af Ginsburg hæstaréttardómara sýna enn mikilvægi sigurs Trumps í Öldungadeildinni} Nú kann að reyna á A ldrei áður í Íslandssögunni höfum við staðið frammi fyrir annarri eins fíkniefnavá og nú. Á árinu 2018 hafa þegar dáið fleiri á ald- ursbilinu 18 – 40 ára af völdum lyfjaeitrunar og fíknisjúkdóma en af öllum öðrum sjúkdómum á árinu samanlagt. Dauðs- föllin eru þegar orðin 42. Ég efa það ekki eitt andartak að ef öll þessi hörmulegu og ótíma- bæru dauðsföll væru af öðrum völdum en fíkn- ar, þá væri búið að kalla saman öll öryggis- og viðbragðsteymi landsins eins og um nátt- úruhamfarir væri að ræða. Þess í stað virðist ríkjandi algjört andvaraleysi stjórnvalda gagnvart því ákalli sem berst til þeirra frá samfélaginu. Ákalli um hjálp fyrir þá sem á þurfa að halda. Fordómar og afneitun Eru það fordómar gagnvart fíknisjúkdómnum sem or- saka þvílíka og aðra eins meðferð sjúklinganna? Hvað á maður að halda þegar staðreyndir alvarleikans blasa við öllum sem sjá vilja. Ákallið er skerandi nístandi neyð- aróp til stjórnvalda sem troða puttunum í eyrun um leið og þau troða hausnum á kaf í sandinn. Þetta framferði er algjörlega óréttlætanlegt og einkennist einungis af van- þekkingu og fordómum þeirra sem helst ættu að taka ut- anum um vandann og leysa hann af fremsta megni. Biðlistar aldrei lengri Það bíða um 600 einstaklingar eftir læknisþjónustu og meðferð á Vog. Þeir hafa aldrei verið fleiri og vandinn aldrei verið meiri. Forsvarsmenn SÁÁ segjast geta tæmt biðlistann með auknu fjárframlagi ríkissjóðs. Það sætir og furðu að enginn gildur samningur hefur verið á milli sjúkratrygginga Íslands og SÁÁ síðan árið 2014. Þar af leiðir að öll þjónusta göngudeilda SÁÁ og eftirfylgni sjúklinga sem útskrifast eftir meðferð er greidd af söfnunarfé til sam- takanna en ekki af ríkinu. Flest allir þeir sem leggjast inn á bráðadeild Landspítalans vegna fíknar eru sendir þaðan á Vog. Hvers vegna? Vegna þess að þar starfa færustu sér- fræðingar landsins í meðferð fíknisjúkdóma. 200 milljónir skipta sköpum Í næstu viku leggur fjármála- og efnahagsráðherra fram fjárlagafrumvarp fyrir árið 2019. Enn er tími til að taka utan um þann vanda sem að unga fólkinu okkar steðjar. Það er dauðans alvörumál að sitja hjá aðgerða- laus og horfa upp á vandann vaxa. Það er stutt síðan að ég talaði um að 29 einstaklingar væru dánir á árinu vegna lyfjaeitrunar, nú eru þeir 42 eins og áður segir. Ég neita að trúa því að þær 200 milljónir króna sem kallað er eftir og geta skipt sköpum í baráttunni við fíknivand- ann séu taldar betur komnar í eitthvað annað. Ég skora á stjórnvöld að bregðast við af djörfung og dug og leggja það fjármagn til sem þarf til hjálpar. Tækifærið til að- gerða er akkúrat núna. Inga Sæland Pistill Dauðans alvara Höfundur er þingmaður og formaður Flokks fólksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Guðm. Sv. Hermannsson gummi@mbl.is Listinn yfir háttsetta emb-ættismenn, sem DonaldTrump, Bandaríkjaforseti,hefur rekið á tæplega tveggja ára valdatíma sínum, lengd- ist á miðvikudagskvöld þegar Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, var látinn taka pokann sinn. Sá brottrekstur kom raunar ekki á óvart því Trump hafði ekkert farið í grafgötur með það lengi, að hann teldi Sessions hafa brugðist sér með því að bera ekki fyrir hann skjöld í rannsókn bandarísku alríkislögregl- unnar FBI og síðan sérstaks sak- sóknara á því hvort Rússar hefðu haft afskipti af forsetakosningunum árið 2016 og hvort starfsmenn fram- boðs Trumps tengdust því með ein- hverjum hætti. Rekinn eftir 22 daga Tugir háttsettra bandarískra emb- ættismanna hafa ýmist verið reknir eða sjálfir sagt upp störfum frá því Trump tók við embætti forseta í jan- úar 2017. Ekki liðu nema 22 dagar frá því Trump sór embættiseið þar til Michael Flynn sagði af sér embætti þjóðaröryggisráðgjafa forsetans eft- ir hann varð uppvís að því að hafa sagt ósatt um samskipti sín við rúss- neska embættismenn. H.R. McMas- ter, sem tók við af Flynn, entist að- eins í ár í embætti en þá tók John Bolton við. Af öðrum brottrekstrum má nefna að í maí 2017 var James Comey rek- inn úr embætti forstjóra bandarísku alríkislögreglunnar, FBI. Comey segist hafa fengið fréttir af uppsögn- inni úr fjölmiðlum þegar hann var staddur á starfsmannafundi FBI í Los Angeles. Í júlí 2017 tísti Trump á twitter, að John Kelly myndi taka við embætti starfsmannastjóra Hvíta hússins af Reince Priebus. Þetta tíst skrifaði Trump um borð í forsetaflugvélinni og Priebus var þar einnig um borð. Eitt fyrsta verk Kellys var að reka Anthony Scaramucci, sem þá hafði gegnt starfi samskiptastjóra Hvíta hússins í 10 daga. Scaramucci tók við embættinu af Sean Spicer, sem einn- ig átti brokkgengan feril sem blaða- fulltrúi Hvíta hússins. En eftir að Scaramucci lét dónaleg og móðgandi ummæli falla í samtali við blaðamann tímaritsins New Yorker var hann látinn fara. Hope Hicks, sem tók við af Scaramucci, sagði síðan af sér í mars sl. Steve Bannon, sem var einn helsti ráðgjafi og hugmyndafræðingur Trumps undir lok forsetakosninga- baráttunnar og á fyrstu mánuðum forsetatíðar hans, var rekinn í ágúst 2017. Trump líkaði ekki ýmislegt, sem Bannon lét hafa eftir sér í bók- um og fjölmiðlaviðtölum um forset- ann og vinnubrögð hans. Í desember 2017 lét Omarosa Manigault Newman af ráðgjafaemb- ætti í Hvíta hússinu. Fjölmiðlar full- yrtu að hún hefði verið rekin og Om- arosa reyndist hafa tekið upp á farsíma sinn fund, sem hún átti með Kelly þar sem henni var sagt upp. Hún spilaði upptökuna síðan í sjón- varpsviðtali þegar hún kynnti bók sem hún skrifaði um veru sína í Hvíta húsinu. Rex Tillerson, utanríkisráðherra, var á ferð í Afríku í mars sl. þegar hann heyrði af því að til stæði að reka hann. Tillerson flýtti á för sinni heim. Trump skýrði síðan frá því á twitter að Tillerson hefði verið rekinn. Loks má nefna að Gary Cohn sagði í mars af sér embætti efna- hagsráðgjafa forsetans. Fullyrt var að afsögnin tengdist þeirri ákvörðun Trumps að leggja verndartolla á ýmsar vörur. Listinn yfir brott- rekna lengist stöðugt AFP Dómsmálaráðuneytið Tveir verðir standa fyrir framan byggingu dóms- málaráðuneytis Bandaríkjanna við Pennsylvania Avenue í Washington. Jeff Sessions Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna Febrúar 2017 Öldungadeild Bandaríkjaþings staðfestir útnefningu Sessions Mars Segir sig frá rannsókn FBI á afskiptum Rússa af forsetakosn- ingunum árið áður Maí Trump rekur James Comey úr embætti forstjóra FBI eftir ráð- leggingar frá Sessions Janúar 2018 Yfirheyrður í tengslum við rann- sókn Roberts Muellers, sérstaks saksóknara á Rússamálinu 7. nóvember Rekinn Donald Trump, forseti, rak hann 7. nóvember

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.