Morgunblaðið - 09.11.2018, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 09.11.2018, Blaðsíða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2018 Vörn gegn sýklum Linar særindi í háls Flýtir bata á kvefi og endurnýjun slímhimnu í Við kvefi og særindum í hálsi i hálsi Coldfri munnúði AF AIRWAVES Anna Margrét Björnsson amb@mbl.is Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves er haldin í tuttugasta sinn í ár og hefur, með nýjum eigendum og skipuleggjendum, sótt aftur til for- tíðar þar sem mikið er lagt upp úr íslenskum listamönnum og minna er um stór erlend nöfn. Um 240 hljómsveitir og sóló- tónlistarmenn koma fram á hátíð- inni og eru listamennirnir frá 25 löndum. (Það er auðvitað dálítið ógnvænlegt að hugsa sér að hátíð- in hafi átt sér stað í tuttugu ár og að maður hafi sótt næstum því hverja einustu þeirra.) Tónleikar hafa færst mikið úr Hörpu og eru nú, líkt og í „gamla daga“ bara á víð og dreif á hinum ýmsu stöðum í miðbænum, sem er skemmtilegt. Ég verð að viður- kenna að mér fannst samt dálítið langt að fara til dæmis að Bryggj- unni brugghúsi, frábær staður en þegar maður er að reyna að sjá sem flesta listamenn sem allir hafa einungis um tuttugu mínútur á sviði þá hjálpar svona langur göngutúr ekki til. Eins og listgjörningur Fyrsta hljómsveitin sem ég sá á fyrsta kvöldi Airwaves, mið- vikudagskvöldi, var Madonna + Child á Bryggjunni. Hljómsveitin er umlukin mikilli dulúð. Meðlim- irnir eru tvær stúlkur sem koma ekki fram undir nafni og hylja andlit sín. Drungalegar melódíur og tölvuteknóbít blandast und- arlegum söngvum um dauða og dráp og ýmis smádýr. Madonna + Child eru skemmtilega krípí og eru eins og listgjörningur, stöll- urnar skapa sérstakt andrúmsloft sem hefur meira vægi en tónlistin sem er draumkennd, skrýtin og sorgleg. Grípandi og fagurt Næst fór ég á Gaukinn en ég var spennt að sjá Sólveigu Matt- hildi sem fékk Kraumsverðlaunin í fyrra fyrir plötu sína Unexplained Miseries & The Acceptance of Sor- row. Sólveig er líka ein af þremur meðlimum óttabylgjusveitarinnar Kælunnar miklu og hefur ótrúlega flotta og einlæga sviðsframkomu. Hún var klædd í eldrauða dragt og kom til skila miklum tilfinningum með fallegri víbratórödd sem blandast við tregafulla elektrón- íska takta. Lögin fjalla öll á mis- munandi hátt um sorg og trega, eitt lagið fjallar um að sættast við sjálfan sig þegar maður áttar sig á að sorgin er manni sjálfum að kenna. Grípandi og fagurt, tært og svo einlægt að það nístir í hjarta- rætur. Greinilega miklir hæfi- leikar á ferð hjá Sólveigu. Ég varð hinsvegar svolítið pirruð út í út- lenda Airwaves-gesti sem töluðu of hátt og trufluðu rafmagnað andrúmsloftið. Karlar og vampírur Leið mín lá næst í Iðnó þar sem var fullt út úr dyrum. Hljóm- sveitin GlerAkur steig á svið en þar er á ferð kraftmikið og sveim- andi gáfumannarokk í anda God- speed með dassi af Pink Floyd og jafnvel Can. Þessi sjö (karl)manna sveit skartar fjórum gítarleikurum og myndar flottan og dáleiðandi hljóðvegg sem greinilega féll í kramið hjá áhorfendum. Á eftir GlerAkri var það Kæl- an mikla sem steig á svið í Iðnó. Það hefur verið magnað að fylgj- ast með þessari sveit sem byrjaði fyrir nokkrum árum sem flott og reið, hrá, ung og pönkuð. Í dag eru þær jafn kraftmiklar en það fylgir þeim ótrúleg fágun, bæði í sviðsframkomu og tónlistinni. Þær spila tilfinningaþrungna elektrón- íska tónlist, ekta dimmbylgjuraf- goth, jafnvel með smá Cure-ívafi. Svartklæddar minntu þær næstum því á vampírur á sviðinu, töff, angurværar og dálítið ógnvekj- andi. Spái stórum hlutum fyrir þessa skemmtilegu hljómsveit. Flott kvöld á Airwaves sem ein- kenndist af drunga, myrkri og sorg, akkúrat eins og tónlist á að vera. Sorg, dauði og myrkur Morgunblaðið/Árni Sæberg Dulúð Drungalegar melódíur og tölvuteknóbít blandast undarlegum söngv- um um dauða og dráp og ýmis smádýr hjá Madonna + Child. Morgunblaðið/Árni Sæberg Eldrauð Sólveig Matthildur var klædd í eldrauða dragt og kom til skila miklum tilfinningum með fallegri víbratórödd og tregafullum töktum. » Lögin fjalla öll ámismunandi hátt um sorg og trega, eitt lagið fjallar um að sættast við sjálfan sig þegar maður áttar sig á að sorgin er manni sjálfum að kenna. Ljósmynd/Ian Young - Nounpusher.com Kælan mikla Stúlkunrnar eru kraftmiklar en það fylgir þeim ótrúleg fág- un, bæði í sviðsframkomu og tónlistinni, og þær minntu á vampírur á sviði. Iceland Airwaves stendur fyrir ráð- stefnu um tónlist og ýmislegt henni tengt á Center Hotel Plaza hót- elinu við Að- alstræti í dag. Eru allir við- burðir opnir og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Ráðstefnan er skipulögð af Út- flutnings- skrifstofu ís- lenskrar tónlistar, ÚTÓN. Einn viðburð- anna er afrakstur samstarfs Bók- mennta- og tón- listarborgarinnar Reykjavíkur en á honum er tónlist- arfólki, orðlistarfólki og öðru áhuga- fólki um góða lagatexta gefið tæki- færi til að skyggnast inn í heim söngtextasköpunar. Yfirskrift hans er „Frá texta yfir í söngtexta – From words to lyrics“ og hefst hann kl. 12 og stendur yfir í 45 mínútur eða þar um bil. Í umræðunum taka þátt þau Ás- geir Trausti, Em- ilíana Torrini, Kolfinna Nikulás- dóttir og Sjón en umræðustjóri er Elísabet Indra Ragnarsdóttir. „Rætt verður um söngtexta, hvað einkennir góða tónlistar- texta og hvernig þeir verða til. Tónlistarmenn vinna á mismun- andi hátt með orðlistina og ein af spurningunum sem ræddar verða er hvort aðrar reglur gildi um texta sem ætl- aðir eru til söngs en aðra,“ segir í til- kynningu um viðburðinn. Fleiri viðburðir verða á ráðstefn- unni og má finna dagskrá hennar á vefsíðum Iceland Airwaves og ÚT- ÓN á slóðunum icelandairwaves.is og uton.is. Hvað einkennir góða tónlistartexta?  Umræður á Iceland Airwaves Kolfinna Nikulásdóttir Emilíana Torrini Ásgeir Trausti Sjón

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.