Morgunblaðið - 09.11.2018, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.11.2018, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2018 ✝ Inger Ragn-arsdóttir fæddist í Reykja- vík 23. maí 1937. Hún lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 25. október 2018. Foreldrar henn- ar voru Sigrún Óskarsdóttir, f. 1910, d. 1989, og Ragnar Bjarkan, f. 1910, d. 1964. Systkini Ingerar voru Axel Ó. Lárusson (hálf- bróðir, sammæðra), f. 1934, d. 2003, Anna, f. 1940, Kristín, f. 1942, d. 1994, Jóna, f. 1944, og Þórunn, f. 1956 (hálfsystir, samfeðra). Sumarið1956 giftist Inger eftirlifandi eiginmanni sínum Jóhanni Emil Björnssyni, f. 1935. Foreldrar hans voru Charlotta Jónsdóttir, f. 1906, þeirra eru Ísafold Salka, f. 2008, og Stígur, f. 2012, og c) Jóhann Ingi, f. 1996. 3) Ragn- ar, f. 1962, maki Anna Frið- riksdóttir, börn þeirra eru a) Inger, f. 1987, maki Simon Morelli, börn þeirra eru Anna Eleonora, f. 2011, Friðrik Orla, f. 2015, og tvíburarnir Jóhann Vincenzo og Patrick Vífill sem fæddust á dánar- degi langömmu sinnar 25. október 2018, b) Oddný, f. 1993, unnusti Jón Ingvar Þor- geirsson og c) Jóhann, f. 1995, unnusta Thelma Kristins- dóttir. Inger ólst upp á Gunnars- braut og á Háteigsvegi í Reykjavík. Að loknu gagn- fræðaprófi var hún au pair í London og starfaði síðan í Ingólfsapóteki. Inger var heimavinnandi í allmörg ár en þegar börnin komust á legg vann hún við verslunarstörf í bókabúð og síðar sem ritari á rannsóknar- kjarna Landspítalans. Útförin fer fram frá Árbæjarkirkju í dag, 9. nóvember 2018, klukkan 13. d. 1977, og Björn Magnússon, f. 1904, d. 1997. Börn Ingerar og Jóhanns eru 1) Dó- róthea, f. 1957, maki Hörður Helgason, dætur þeirra eru a) Hjör- dís, f. 1985, maki Tryggve Folkeson, börn þeirra eru Sólveig Þorbjörg, f. 2012, og Einar, f. 2016, b) Helga, f. 1986, maki Gunnar Dagur Darrason, sonur þeirra er Hörður Darri, f. 2015, og c) Steinunn, f. 1992. 2) Sigrún, f. 1958, maki Skúli Guðbjarnar- son, börn þeirra eru a) Hildur, f. 1981, maki Edvard Brøther, dætur þeirra eru Vigdís, f. 2009, og Vilma, f. 2018, b) Íris Stefanía, f. 1986, maki Búi Bjarmar Aðalsteinsson, börn Elsku besta amma mín lést á fallegu fimmtudagskvöldi seint í október. Sama dag eignaðist nafna hennar og barnabarn tví- bura. Þessi sólbjarti haustdagur var því bæði mikill gleðidagur og sorgardagur í senn fyrir fjöl- skylduna. Amma sagði við mig þegar ég varð ólétt að fyrsta barninu mínu að ég yrði að passa upp á sjálfa mig, fá þá menntun sem ég vildi og ekki láta barneignir stöðva mig í að lifa því lífi sem mig langaði. Hún hafði áhyggj- ur. Sjálf giftist hún og eignaðist börnin sín þrjú ung að aldri. Fjölskyldan var ömmu allt og afi var og er fyrirmyndar eiginmað- ur. Hann eldaði, þreif, lék við börnin, og seinna barnabörnin og barnabarnabörn, og elskaði ömmu meira en allt. En á þeim tíma fengu giftar konur ekki pláss í leikskóla fyrir börnin sín. Afi var forstjóri og amma var því heima. Amma var að passa upp á að ég myndi ekki láta móðurhlutverkið hamla mér, sem ég hef gert enda eru tím- arnir öðruvísi núna sem betur fer. Ég hef alltaf haft það á til- finningunni að ef amma hefði lif- að sem ung kona á okkar tímum væri hún hámenntuð og senni- lega læknir. Seinna meir, þegar börnin voru orðin stór, fór amma nefnilega að vinna á Landspít- alanum. Ég man eftir að hafa heimsótt hana og dáðst að henni í hvíta sloppnum að ganga um með blóð- og þvagprufur. Ég vissi ekkert hvað hún var að gera en ég leit upp til hennar. Hún hafði byrjað sem læknarit- ari og vann á meinadeild Land- spítalans. Amma þurfti að vakna snemma á þessum tíma. Hún sagðist vakna um hálfsexleytið. Á veturna fór afi út á undan henni, startaði bílnum og skóf fyrir hana. Samrýndari hjón var ekki hægt að finna þótt víða væri leitað. Einu sinni varð ég samt vitni að rifrildi þeirra á milli. Ég var þá 15 ára og við fjölskyldan áttum heima hjá þeim tímabundið vegna flutn- inga. „Ertu að þrífa ganginn, Jói?“ sagði amma höstuglega. „Já, ég hafði ekkert að gera og ákvað að þrífa fyrir þig,“ sagði afi. „Ég þríf ganginn á fimmtu- dögum, þú veist það!“ sagði amma og hrifsaði af afa ryksug- una. Sama hvað það var, amma var sjálfstæð kona og enginn fékk að troða henni um tær. Ég man að ég óskaði þess að ég myndi seinna eignast mann og að þetta væri innihald rifrild- anna okkar. Þvílíkt lúxusvanda- mál. Amma vildi hafa allt í röð og reglu man ég. Það var bæði gott en líka krefjandi að búa heima hjá henni sem 15 ára unglingur. Ég var mjög iðin við að and- mæla henni og vera löt við að bretta saman föt og búa um rúm. Ég tók hlutverk mitt sem uppreisnargjarn unglingur al- varlega. Fór í rifnu buxurnar, flúði einu sinni að heiman og annað í þeim dúr. Það skemmti- lega við þetta var að allt sem hún þrjóskaðist við að kenna mér, sem ég lét sem vind um eyru þjóta, síaðist hægt og ró- lega inn. Ég lærði svo ótrúlega margt af henni. Um daginn kenndi ég syni mínum að leggja á borð eins og amma hafði kennt mér. Ég bý alltaf um rúmin á eins snyrtilegan hátt og ég get og bretti föt af natni. Þetta var því ekki til einskis og amma hef- ur vitað það. Elsku amma mín. Þín verður sárt saknað. Megir þú hvíla í friði. Íris Stefanía Skúladóttir. Þegar Sólveigu litlu var sagt að langamma Inger væri dáin var það fyrsta sem hún sagði að amma Inger hefði alltaf verið góð því úti í litla húsi hjá henni og afa Jóa uppi í Árbæ fékk maður alltaf djús og rúsínur. Nú, þegar komið er að kveðju- stund, höfum við systur rifjað upp allar þær minningar sem við eigum um ömmu Inger og það er alveg rétt hjá Sólveigu að amma Inger var einstaklega góð og umhyggjusöm. Margar góðar minningar eigum við frá sumarbústaðnum við Hreðavatn sem afi byggði á sínum tíma. Þar var alltaf ævin- týri að vera og amma Inger passaði vel upp á öll barnabörnin sem oft dvöldu hjá þeim. Þegar við busluðum í vatninu eða ánni passaði hún okkur svo vel að litlu mátti muna að við þyrftum að vera í bandi. Á milli leikja og ærslagangs var svo amma alltaf með góðan mat, en við systurnar höfðum mikla matarást á ömmu Inger. Hún var líka nýjunga- gjörn í eldamennskunni og á síð- ustu árum þegar foreldrar okkar bjuggu erlendis buðu hún og afi okkur jafnan í sunnudagsmat þar sem hún prófaði gjarnan nýjar uppskriftir. Amma talaði ekki undir rós, heldur lét skoðanir sínar í ljós. Það fyrsta sem amma sagði við Tryggve, sænskan sambýlis- mann Hjördísar, var ásökun um að hann væri að taka barnabarn- ið hennar frá Íslandi. Það kom þó fljótlega í ljós að amma tók honum opnum örmum. Hún og afi komu oft í heimsókn til Sví- þjóðar, meðal annars um ára- mótin 2011, þegar ekki varð af hinni árlegu jóla- og áramóta- ferð til Íslands sökum óléttu. Þá komu þau með lambalæri og meðlæti í töskunni og göldruðu fram dýrindis áramótaveislu. Svona var amma, hún hugsaði vel um alla og sá til þess að öll- um liði vel. Við kveðjum ömmu Inger með söknuði og þakklæti. Hjördís, Helga og Steinunn. Inger Ragnarsdóttir ✝ Ásta EmilíaFriðriksdóttir fæddist á Krithóli í Lýtingsstaða- hreppi í Skaga- firði. Hún lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Hlíð 28. október 2018. Foreldrar henn- ar voru Friðrik Jónsson bóndi, f. 28.5. 1892, d. 5.1. 1962, og Steinunn Soffía Stefánsdóttir hjúkrunarkona, f. 15.4. 1895, d. 8.11. 1958. Systkini Ástu voru Páll, f. 18.2. 1918, d. 26.5. 1966, Katrín Emilía, f. 1923, d. 1925, og Þorbjörg Jónína, f. 25.10. 1933, d. 12.4. 1983. Ásta giftist Þórhalli Sig- tryggssyni, f. 9.11. 1917, d. 29.7. 1949, hinn 19.5. 1944. Skagafirði, fyrst í Lýtings- staðahreppnum og síðar á Sauðárkróki. 1938 fluttist fjöl- skyldan til Akureyrar, en þar bjó Ásta það sem eftir lifði æv- innar. Ásta lauk gagnfræða- prófi frá Menntaskólanum á Akureyri og var heimavinn- andi framan af, en eftir fráfall fyrri manns síns vann hún ým- is afgreiðslustörf, meðal ann- ars í mjólkurbúðinni Bólu og hjá skóverslun KEA. 1957 hóf hún störf á skrifstofum KEA og vann þar þangað til á sumarmánuðum 1960. Eftir það var Ásta heimavinnandi, þangað til hún hóf störf hjá Sjúkrasamlagi Akureyrar 1975. Sjúkrasamlagið færðist síðar undir Tryggingastofnun, nú Sjúkratryggingar, og starf- aði Ásta þar þangað til hún lét af störfum vegna aldurs. Um skeið tók Ásta virkan þátt í starfsemi kvenfélagsins Fram- tíðarinnar á Akureyri. Útför Ástu fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 9. nóvember 2018, og hefst at- höfnin kl. 13.30. Dóttir þeirra er Guðríður, f. 17.9. 1945, maki Hall- grímur Jónsson, f. 7.2. 1942. Börn þeirra eru Hrefna, f. 12.4. 1966, Ásta, f. 20.10. 1971, og Hallgrímur Jón, f. 20.6. 1976. Barna- börn Guðríðar og Hallgríms eru fimm. Seinni maður Ástu var Arngrímur Jón Vídalín Bjarnason, f. 24.3. 1908, d. 15.12. 1991. Sonur þeirra er Stefán, f. 9.8. 1960, maki Guð- björg Theresía Einarsdóttir, f. 21.2. 1962. Synir Stefáns af fyrra hjónabandi eru Arn- grímur Vídalín og Andri Dagur. Ásta sleit barnsskónum í Það er skelfing erfitt að hringja í manneskju ef maður veit ekki hvernig. Það reyndi ég fyrst í ársbyrjun 1992. Afi var nýdáinn, ég var einn heima og langaði að tala við ömmu á Akureyri. Ég mundi að síma- númerið innihélt 2-3-4 í röð, en annað ekki, svo ég sneri fyrst skífunni á símanum þannig. Svo giskaði ég á síðustu tvo stafina. Hann hringdi, hún svaraði. Ég hafði hitt á rétt númer. Ég var sjö ára. Upp frá þessu, ef ég sá mér það fært, þá hringdi ég í ömmu á Akureyri. Það var sjaldan að hún svaraði ekki. Rödd hennar þegar hún svaraði gleymist mér aldrei, hvað þá hitt hversu treglega við kvöddumst í lokin, stundum fjórum sinnum áður en það gekk. Í tæp 27 ár leið aldrei vika án þess ég talaði við hana í síma, jafnvel á löngum dvölum erlendis. Hún trúði því aldrei að það væri nánast ókeypis að hringja á milli landa, og oft var það ein- mitt ekki þannig. Ef ég ein- hvern tíma laug að ömmu, þá var það gjaldskrártengd lygi svo hún hefði ekki samviskubit að tala við mig milli landa á minn reikning. Svona gekk það. Gegnum árin upplifði ég marga ósigra, ýmsar sorgir. Þá hringdi ég í ömmu, ef hún hafði þá ekki hringt fyrri til á hárréttu augnabliki. Við fund- um það á okkur þegar hitt þurfti samræðu. Að sama skapi voru gleðistundir okkur í hví- vetna tilefni til að tala saman. Samband okkar styrktist því meir sem ég á hverju sumri heimsótti hana norður eftir að afi dó. Síðustu árin fjölgaði þessum heimsóknum mínum. Amma mín var umfram allt ákveðin kona og hætti aldrei að reyna að ala mig upp, þótt hún jafnframt hefði velþóknun á öllu sem ég gerði. Hún óttaðist aðeins eitt mér vitandi og það var að missa glóruna. Henni varð að ósk sinni og hélt henni allt til þess hinsta. Við Andri bróðir minn vorum hjá henni þegar hún leið úr þessum heimi og það var okkur mikils virði. Ég var nán- ari ömmu en flestum. Sorgin er eftir því djúpstæð, en jafn- framt veit ég að ef trú hennar var rétt, þá er hún ekki síður umvafin góðu fólki nú en hún var síðustu dagana og í andlát- inu, þegar allir sem gátu komu til að kveðja hana. Svo lengi sem ég lifi verð ég þakklátur fyrir allan þann góða hug og þá miklu samkennd sem ein- kenndu hinstu daga ömmu minnar og þá góðu umönnun og vináttu sem amma mín naut á Hlíð. Ég er orðlaus af þakklæti í garð starfsfólksins á Hlíð. Í dagslok situr þó eitt eftir: Þetta símanúmer sem ég sjálf- ur fann upp á að hringja í og reyndist einmitt vera númerið hennar ömmu, nú hringi ég aldrei aftur í það. Ég hef velt því fyrir mér samt, fyrst mér tókst að ramba á það ekki nema sjö ára gamall, hvort ég geti ef til vill fundið númerið hennar á nýja staðnum líka. Kannski ramba ég á nýja númerið dag einn þegar ég finn mig í réttum anda eins og forðum, en ef mig vantar beint samband við ömmu þá finn ég það á Akur- eyri, því þar á hún heima sama hvert tilvistarlegt lögheimili hennar er. Nú er kominn tími til að hvíla lúin bein; við fylgjumst að eins langt ég kemst, en hinstu sporin ferðu ein. Þegar ég kem að finna þig þá mætumst við kannski á miðri leið. Arngrímur Vídalín. Ein af þeim persónum sem ég man skýrast frá fyrstu bernskuárum var Ásta föður- systir mín. Hún bjó á Akureyri með Arngrími, síðari eigin- manni sínum, og heimsóknir þeirra voru eftirminnilegar vegna geislandi glaðværðar Ástu og ekki þótti mér verra síðar þegar ég gat leitað í smiðju til Arngríms varðandi leyndardóma ljósmyndunar. Ásta átti tvö systkini sem höfðu látist kornung og tvö sem náðu fullorðinsárum, Pál föður minn sem var eldri og Þorbjörgu sem var yngri. Þau létust bæði fyrir aldur fram, hvorugt náði fimmtugsaldri. Þótt hún byggi í öðrum lands- hluta og þá væri erfiðara að fara á milli en nú leit hún með og styrkti tengsl við fimm móðurlausa drengi, frændur mína, og við mig, jafnframt því sem vinskapur við móður mína varð sterkari. Árin liðu og maður fylgdist með börnum Ástu, þeim Guðríði og Stefáni, stofna eigin fjölskyldur og börn þeirra síðan sínar eigin. En ef eitthvað bjátaði á, þá sá ég að Ásta var ætíð reiðubúin að veita þeim styrkan stuðn- ing, hvort sem hún var nærri eða fjarri. Á síðari árum fann ég glöggt hve kær hún var ekki einungis sínum eigin af- komendum, heldur einnig systkinasonum sínum og fjöl- skyldum vegna þess hve hún hafði stutt okkur þegar dapur- leg straumhvörf urðu í ævi okkar og æ síðan. Mér er minnisstæð heim- sókn til Ástu í júní síðastliðn- um. Hún var 92 ára, hugurinn kvikur sem fyrr, en líkaminn tekinn að gefa sig og hreyf- ingar erfiðari. Eins og venju- lega gat maður treyst því að hún segði skoðanir sínar hispurslaust og við skemmtum okkur við að ræða ýmis sam- tímamál. Þá sýndi hún snerpu sem margt yngra fólk hefði mátt vera stolt af. En að minni ósk hurfum við einnig til bernsku hennar og föður míns og þeirrar grimmilegu fátækt- ar sem þau þekktu, aðstæður höfðu hins vegar batnað þegar yngri systir þeirra fæddist. Úr þessu umhverfi kom þó kona rík af mannkostum sem við nutum síðan góðs af síðar. Þótt það hefði verið ánægjulegt að geta haft Ástu með okkur lengur, þá hefði hún örugglega viljað fá að fara á meðan hún gat haldið fullri reisn hugans og þannig munum við ætíð minnast hennar með hlýhug og þakklæti í minni fjölskyldu. Sigurður Emil Pálsson, Piret Laas, Páll Kaarel, Liina Björg og Eeva Ásta. Ásta móðursystir mín hafði oft á orði að þessi hérvist hennar væri orðin býsna drjúg. Tími til kominn að taka föggur sínar og halda á aðrar og óræðar slóðir. Samt er það svo að maður er eiginlega aldrei viðbúinn þegar náinn ástvinur fellur frá, heldur ekki þegar augljóst er hvert stefnir. Það var svo sem ekkert sér- stakt sem benti til þess að Ásta væri á förum, er við Sigurbjörg heimsóttum hana nú í haust, en þegar fólk er komið á tíræðisaldur getur kallið komið hvenær sem er. Ásta átti ríkan hlut í lífi mínu alla tíð. Þær Þorbjörg móðir mín voru samrýndar þótt nokkur aldursmunur væri á þeim, eins og Ásta lýsti sjálf nýlega er hún rifjaði upp bernsku- og æskuár þeirra systra. Nokkurra ára aldurs- munur dofnar líka smám sam- an með aldrinum og þótt Ásta byggi fyrir norðan og mamma í Reykjavík var samgangur fjölskyldnanna alltaf mikill og við bræður fórum oft í vist til Akureyrar til Ástu og Arn- gríms og nutum þar ástúðar og umhyggju. Í veikindum Ástu og Arngríms fyrir margt löngu áttu þau bæði hauk í horni þar sem móðir mín hjúkrunarfræð- ingurinn var og ég veit að þau kunnu henni miklar þakkir fyrir. Eins var þegar mamma veiktist af krabbameini innan við fimmtugt og lést fyrir ald- ur fram nutum við bræðurnir og pabbi hlýju og stuðnings frá þeim báðum. Ásta var fædd í Skagafirði og bar ávallt sterkar taugar þangað þótt hún hafi aðeins verið 12 ára þegar fjölskyldan flutti til Akureyrar. Þar bjó Ásta alla tíð síðan og þótt ætt- leggurinn væri að mestu flutt- ur suður vildi hún í engu breyta sínum högum. Henni leið vel í hinum fagra höfuð- stað Norðurlands. Lengi vildi hún ekki heyra á það minnst að fara á dvalarheimili til þess eins að „vera innan um gamalt og deyjandi fólk“. Það var ekki fyrr en snemma á þessu ári, þegar hún var orðin 92ja ára, að hún flutti á Dvalar- heimilið Hlíð og kunni þá reyndar afskaplega vel við sig þar. Líf Ástu var ekki alltaf dans á rósum. Hún varð ekkja og einstæð móðir aðeins 23ja ára gömul, er Þórhallur fyrri mað- ur hennar drukknaði og það hefur ugglaust verið hörð lífs- barátta fyrir hana og Lillu dóttur þeirra. En hún var ótrúlega seig og vann sig í gegnum áföll og erfiðleika. Það var henni mikil gæfa er hún níu árum síðar giftist Arngrími Bjarnasyni, miklum sómamanni. Þau eignuðust einn son, Stefán. Vináttubönd- in milli fjölskyldna okkar bræðra og Ástu og barna hennar hafa ætíð verið og eru traust. Það má ekki síst þakka nánum böndum þeirra systra. Heimsóknir til Ástu voru ætíð gefandi. Hún var sérlega glaðlynd, skýr og glögg og átti létt með að rifja upp viðburða- ríka ævi. Ljóðlínur frændans Sigurðar Norland í Hindisvík um Djásn Skagafjarðar áttu þar vel við: Blóm í haga, gullin gjá, glansa faguryrði. Það er saga að segja frá sumri í Skagafirði. En þótt andinn væri frískur var líkaminn farinn að gefa sig og síst vildi hún lifa það að missa andlega heilsu. Henni varð að þeirri ósk. Það er bjart yfir minningunni um hana Ástu. Að leiðarlokum þökkum við fjölskyldan Ástu móðursystur minni fyrir allt og allt og kveðjum hana með virðingu og þökk. Árni Þór Sigurðsson. Ásta Emilía Friðriksdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.