Morgunblaðið - 09.11.2018, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.11.2018, Blaðsíða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2018 Kjölturakki Snotur hundur í kjöltu besta vinar síns og á Laugavegi. Kristinn Magnússon Það er árátta manns að gera eitt- hvað af sér. Það er misjafnt hvert sú ár- átta leiðir. Því er nú eitt sinn þannig varið, að árátta kvensamra er kvennafarið. Aðrir hafa áráttu til að skapa sér viðurværi þegar enginn vill ráða þá til starfa vegna þess að menntun þeirra er sér- hæfð. Íslensk flugstarfsemi er sprottin af þeim rótum að ungir menn hleyptu heimdraganum, lærðu að fljúga í útlöndum og þegar heim kom urðu þeir að skapa sér starfs- grundvöll. Frumkvöðlar íslenskra flugmála sem stofnuðu Flugfélag Íslands hf. og Lofleiðir hf. á fyrri hluta síðustu aldar höfðu ekkert annað en hyggjuvit sitt, dugnað og útsjónarsemi. Þeir sem á eftir komu byggðu á verkum frum- kvöðlanna. Það er örlítið annar veruleiki sem birtist í viðskiptum. Það þarf að finna hilluna til að starfa á. Til þess þarf hugvit eins og hjá rithöf- undum. Það þarf þekkingu eins og hjá verkfræðingum. Það þarf kjark eins og hjá fjallagörpum sem leita hátt. Flug er í raun fyrsta hátækniatvinnugreinin á Ís- landi. Það skorti ekki kjarkinn hjá ungum mönnum, sem fóru til Bandaríkjanna og Kanada með lít- ið annað en vilja og góðar óskir í veganestið. Þegar heim var komið varð að skapa við- urværið og finna hill- una. Hilluna má finna í samlíkingu við flug- vélamóðurskipið. Ís- land er flugvélamóð- urskip í Atlantshafi. Það hentar vel að safna saman farþegum frá tveimur heims- álfum og flytja þá frá brottfararstað til áfangastaðar með við- komu á Íslandi. Það var fyrir 65 árum sem sú hugmynd kom fram. Samkeppni við Flugleiðir hf. og Icelandair hf. Það er ekkert nýtt að flug- rekstur sé ekki dans á rósum. Það er sagt að þegar milljarðamær- ingar brjótast frá milljörðum til milljóna í örbirgð, þá er nærtækast að stofna flugfélag. Frá því Ice- landair hf. varð til við samruna Flugfélags Íslands hf. og Loftleiða hf., árið 1973, hefur verið stofnað til innlendrar samkeppni við það félag eigi sjaldnar en tólf sinnum. Jafn oft hefur hinn nýi keppinaut- ur horfið af sjónarsviðinu við mis- mikinn glæsibrag. Í nokkrum til- fellum hafa farþegar borið mjög skarðan hlut frá borði í viðskiptum við nýsnillinga í flugrekstri. Að ekki sé talað um lánastofnanir, jafnvel Lífeyrissjóð bænda, sem vildi aðstoða við stofnun flugfélags til að efla Ferðaþjónustu bænda. Engin þessara tilrauna til flug- rekstrar skilaði verðmætum, hvorki til eigenda né samfélagsins. Það er ekki allt starf frumkvöðla til fjár. Það eru gerðar nokkrar fjár- hagslegar kröfur þegar stofnað er til flugrekstrar. Þannig er gert ráð fyrir að flugrekstraraðili geti hald- ið áfram rekstri án tekna í þrjá mánuði. Flugrekstur fjármagnar sig að nokkru sjálfur, þar sem far- þegar greiða fyrir fargjöld með nokkrum fyrirvara. Þegar að flugi kemur hefur flugrekstraraðili feng- ið greiðsluna eða á von á greiðslu frá fjármálafyrirtæki. Krafa um rekstrarfé Ágreiningur er um það hvort þessi krafa um rekstrarfé sé við- varandi eða eigi aðeins við þegar flugfélag er stofnað. Ef krafa um rekstrarhæfi er ekki viðvarandi getur það leitt til þess að farþegar sem hafa flogið fyrra flug af tveim- ur eigi það á hættu að þurfa að borga öðru sinni fyrir heimferð sína. Og eigi jafnframt á hættu að þurfa að greiða fyrir ferð sem aldr- ei var farin. Krafa um rekstrarfé er með öðrum orðum neyt- endavernd. Það hefur verið nokkuð broslegt að fylgjast með skuldabréfaútboði flugfélagsins WOW á þessu hausti. Fyrir slysni fóru út upplýsingar, sem neytendum voru alls ekki ætl- aðar. Kjörin í skuldabréfaútboðinu voru mjög góð! Tvöföld ávöxtun annarra svipaðra útboða! En marg- föld áhætta! Þegar kjör í útboði eru góð er ástæða til að spyrja: Hvers vegna? Áhættuþættir? Svo var útboðið framlengt. Að lokum komu fréttir um að skulda- fjárútboði væri lokið! Án þess að niðurstaða væri birt neytendum. Víst er að árangur af skulda- bréfaútboðinu dugði ekki til að hægt væri að halda áfram í hluta- fjárútboð þar sem helmingur hluta- fjár í félaginu væri seldur fyrir allt að 25 milljarða. Félagið var selt fyrir tvo milljarða! Eða jafnvel ekkert ef áreiðanleikakönnun leiðir í ljós lík í fluglestinni! Það þurfti enginn ódrukkinn „fjárfestir“ að kaupa þessi skulda- bréf en kann að vera að einhver sem átti kröfu fyrir hafi breytt sinni kröfu í skuldabréf til að eiga von í að einhver „drukkinn“ fjár- festir keypti skuldabréf. Verðmæti fyrir hluthafa í Icelandair hf. Fyrir hluthafa í Icelandair hf. eru aðeins tvær spurningar sem skipta máli í kaupum á WOW air. Önnur spurningin er: Eykur þessi eign verðmæti hluthafa? Hin spurningin er: Er verðið rétt? Hluthafa í Icelandair hf. varðar ekkert um þjóðarhag. Það eru kjörnir fulltrúar sem skulu hafa þær áhyggjur. Hluthafa í Ice- landair hf. varðar ekkert um það hver eru áhrif áframhaldandi starf- rækslu WOW air á samkeppni. Það er ekki hlutverk hluthafa í öðrum hlutafélögum að viðhalda sam- keppni, frekar en það er hlutverk banka og fjármálafyrirtækja að byggja upp og viðhalda samkeppni á öðrum sviðum en fjármálamark- aði. Verða þessi kaup efnd? Þegar viðskipti af þessu tagi eiga sér stað verður að gæta þess að andlagið í viðskiptunum hafi þá eiginleika sem ætla má samkvæmt upplýsingum sem lágu fyrir þegar samningar voru gerðir. Hvað ef svo er ekki? Nærtækast er að spyrja: Hvaða verðmæti eru í seld- um flugmiðum? Hvað kostar að flytja þá farþega, sem eiga bókað hjá WOW ir? Ef tap verður af þeim flutningi, þá verður það í raun til að lækka verð á hinu selda andlagi ef rétt er reiknað til verðs. Og hvað með það þótt WOW air hverfi af sjónarsviðinu? Varðar hluthafa í Icelandair hf. eitthvað um það hvernig afkoman verður á hótelum á Íslandi? Hvað gerist ef þessi kaup verða ekki efnd vegna þess að andlagið er ekki eins og því var lýst? Þá kemur upp stór spurning: Hvað vissu eftirlitsaðilar um fjárhags- stöðu WOW air? Því þarf að svara ef farþegar WOW air ná ekki að ljúka ferðalagi sínu áður en rekstri félagsins verður hætt. En eins og skáldið sagði: Vit er að vanmeta vitsmuni almennings vandlega og vel. Eftir Vilhjálm Bjarnason » Það er sagt að þegar milljarðamæringar brjótast frá milljörðum til milljóna í örbirgð, þá er nærtækast að stofna flugfélag. Vilhjálmur Bjarnason Höfundur var alþingismaður. Flug og frumkvöðlar Okkur ber skylda til þess að hlúa sem best að velferð barna og ungmenna og tryggja þeim tæki- færi til þess að þroskast og dafna. Menntakerfið er eitt mikilvægasta jöfn- unartæki okkar og þar er lagður grunn- ur að tækifærum framtíðarinnar. Samkvæmt nýj- ustu skýrslu Efnahags- og fram- farastofnunarinnar (e. OECD) um menntatölfræði eru meginstyrk- leikar íslenska menntakerfisins gott aðgengi að menntun og góð samskipti nemenda og kennara. Í þeirra tölum hefur einnig komið fram að íslenskt skólakerfi ein- kennist af jöfnuði. Lesskilningur Kveikjan að þessum skrifum er umræða í þinginu í gær um stöðu drengja. Hún bar yfirskriftina „Drengir í vanda“ og þar ræddu þingmenn vítt og breitt um stöðu íslenskra drengja. Ég færi Karli Gauta Hjaltasyni, þingmanni Flokks fólksins, þakkir fyrir að vekja máls á þessu brýna málefni. Mér er málið hugleikið og líkt og samstarfsfólk mitt í þinginu hef ég áhyggjur af slökum lesskiln- ingi íslenskra drengja. Niður- stöður PISA-rannsóknarinnar 2015 sýndu að 29% íslenskra drengja væru í lægstu hæfniþrep- um prófsins og gætu ekki lesið sér til gagns. Það er stórt sam- félagslegt verkefni að bæta læsi íslenskra barna og að því vinnum við í sameiningu. Eitt mikilvægt tæki til þess eru lesfimipróf sem innleidd hafa verið. Vísbendingar eru um að okkur miði í rétta átt samkvæmt nýjustu niðurstöðum. Brotthvarf Töluverður munur er á brotthvarfi nem- enda úr framhalds- skólum eftir kynjum og þar hallar á drengina. Á Íslandi eru fleiri karlar á aldrinum 25-34 ára án framhaldsskóla- menntunar en í flest- um öðrum vestræn- um ríkjum. Menntunarstig þjóð- arinnar hefur aukist mjög á sl. tíu árum, en háskólamenntuðum kon- um hefur fjölgað mun hraðar en körlum þannig voru konur eru tveir af hverjum þremur sem brautskráðust af háskólastigi hér á landi á árunum 2015-2016. Að undanförnu höfum við gripið til aðgerða til að sporna við brott- hvarfi úr framhaldsskólum m.a. með því að veita auknum fram- lögum til skólanna til að mæta nemendum í brotthvarfshættu, hefja skimun fyrir brotthvarfi og vinna að bættri geðheilbrigð- isþjónustu fyrir nemendur í sam- starfi við heilbrigðisráðuneytið. Samstarf um árangur Vellíðan og velgengni nemenda er stöðugt verkefni skólafólks og menntakerfisins í heild. Þar þurfa margir þættir að koma saman til að árangur náist og hann sé við- varandi. Nú í haust var stigið gott skref í þá átt að auka samstarf í þágu barna þegar ráðherrar fé- lags- og jafnréttismála, dóms- mála, samgöngu- og sveitarstjórn- armála, heilbrigðismála og mennta- og menningarmála und- irrituðu viljayfirlýsingu þess efn- is, ásamt fulltrúa Sambands ís- lenskra sveitarfélaga. Í viljayfirlýsingunni kemur fram að við hyggjumst auka samstarf okk- ar á þeim málefnasviðum er snúa að velferð barna og brjóta niður múra sem myndast geta milli kerfa. Markmiðið er skýrt; að tryggja sem best að börn og ung- menni fái heildstæða og sam- hæfða þjónustu þvert á stofnanir og kerfi. Snemmtæk íhlutun Þessi viljayfirlýsing kallast á við þær áherslur sem við höfum talað fyrir er snerta snemmtæka íhlutun. Hún felur í sér að börn og ungmenni fái aðstoð og hjálp sem fyrst á lífsleiðinni og þeim sé veitt liðsinni áður en vandi þeirra ágerist. Við náum mestum ár- angri með snemmtækri íhlutun þegar allir leggja sig fram við að eyða þeim hindrunum sem geta skapast milli málefnasviða, stjórn- sýslustiga og stofnana þegar kemur að því flókna verkefni að stuðla að velferð barna. Íslenskt menntakerfi er öflugt og mörgum kostum búið. Við vilj- um gera enn betur og sókn- arfærin eru víða. Menntatölfræði og niðurstöður rannsókna eru mikilvæg innlegg í þá stefnumót- un sem nú stendur yfir vegna mótunar menntastefnu til ársins 2030. Eitt af því sem er til skoð- unar þar er hvernig við getum forgangsraðað með skilvirkari hætti í þágu þeirra sem mæta áskorunum í menntakerfinu, hvort sem það eru drengir eða stúlkur. Bæta þarf stöðu drengja í menntakerfinu Eftir Lilju Dögg Alfreðsdóttur »Markmiðið er skýrt; að tryggja sem best að börn og ungmenni fái heildstæða og sam- hæfða þjónustu þvert á stofnanir og kerfi. Lilja Alfreðsdóttir Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.