Morgunblaðið - 09.11.2018, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.11.2018, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2018 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Staðsetning nýrra íbúðarhúsa á reitnum við Sjómannaskólann nær langt út fyrir þann reit sem afmark- aður var í auglýsingu borgarinnar í sumar samkvæmt kynningu fyrir- tækisins Vaxtarhúsa fyrr í haust. Á þetta er bent á Facebókarsíðu Salt- fiskmóans, sem eru íbúasamtök fólks í nágrenninu er vilja m.a. vernda gamalt stakkstæði efst á Rauðarárholti. Á fundi í skipulags- og samgönguráði borgarinnar í fyrradag óskuðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins eftir skýringum á málinu. Forsaga málsins er sú að í vetur auglýsti Reykjavíkurborg eftir hug- myndum til þess að auka framboð af hagkvæmu húsnæði fyrir meðal ann- ars ungt fólk og fyrstu kaupendur. Gert ráð fyrir íbúabyggð í þróunarvinnu á svæðinu Sextíu og átta aðilar sendu inn er- indi, samkvæmt því sem fram kemur í auglýsingu frá skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar um næsta stig verk- efnisins. Þar var óskað eftir sam- starfsaðilum um uppbyggingu á völdum reitum í borginni og með fylgdu útlínur byggingarreita. Á Sjómannaskólareit segir að gert sé ráð fyrir um 40 íbúðum á fjölbýlis- húsalóðum. Samþykkt deiliskipulag frá 1996 gerir ekki ráð fyrir íbúða- byggð þarna. Um reitinn segir meðal annars í auglýsingunni: „Þróun svæðisins er nýhafin en gert er ráð fyrir því að þar bætist íbúabyggð. Í aðalskipu- lagi segir meðal annars um svæðið: Þéttleiki nýrrar byggðar taki al- mennt mið af yfirbragði núverandi byggðar og nýtingarhlutfalli á að- liggjandi lóðum, sbr. ákvarðanir þar um í hverfis- og eða deiliskipulagi. Í þeirri vinnu sem er að hefjast verða skilgreindir nýjir reitir fyrir íbúðauppbyggingu. Þegar er búið að gefa vilyrði til Félags eldri borgara í Reykjavík og byggingarfélags námsmanna. Þriðji byggingaraðilinn á þróunarreitnum mun byggja hag- kvæmt húsnæði.“ Matsnefnd á vegum borgarinnar fór yfir innsendar tillögur og að því loknu voru samstarfsaðilar valdir til að hanna og byggja á reitunum sam- kvæmt ákveðnum gefnum for- sendum. Rík áhersla er lögð á að framkvæmdir hefjist sem fyrst og gangi hratt fyrir sig, samkvæmt því sem fram kemur á heimasíðu borg- arinnar. Á fundi 2. nóvember, fór Dagur B. Eggertsson borgarstjóri yfir verkefnið en síðan kynntu sam- starfsaðilar frumhugmyndir sínar. Í kynningu fyrirtækisins Vaxtarhús, sem er aðgengileg á vef borgar- innar, má sjá hvernig 18 húsum er raðað á reitinn norðvestan við Stýri- mannaskólann. Sjö byggingar af 18 innan framkvæmdasvæðis Við það hafa Íbúasamtökin Vinir saltfiskmóans ýmislegt að athuga eins og lesa má á Facebooksíðu hópsins. Segir þar að samkvæmt til- lögu Vaxtarhúsa nái staðsetning bygginga langt út fyrir það landrými sem afmarkað hafi verið í auglýs- ingu skrifstofa eigna- og atvinnu- þróunar sem birtist 1. júní. Samkvæmt tillögunni lendi aðeins sjö byggingar af 18 innan þess land- svæðis sem skilgreint var sem fram- kvæmdasvæði í auglýsingunni, en níu byggingar lendi inni í Salt- fiskmóanum, þar af fjórar byggingar í stakkstæði frá 1920. Bent er á að það sé hið síðasta sinnar tegundar í Reykjavík en aðeins örfáir mánuðir séu þar til það teljist til fornminja samkvæmt lögum um menning- arminjar og nyti þar með friðunar. Tvö húsanna vestast á svæðinu, lendi inni á lóð Háteigskirkju. Íbúasamtökin Vinir Saltfiskmóans voru sett á laggirnar í fyrravetur er fréttist af áformum um byggingu á gamla saltfiskreitnum. Markmið hópsins er að standa vörð um Salt- fiskmóann, en þar var saltfiskur þurrkaður frá því um 1920 og fram eftir síðustu öld. Einnig til að vernda þetta útivistarsvæði í þéttri byggð á þessum slóðum. Fyrirspurn sjálfstæðismanna Fyrir nokkru var af hálfu borg- arinnar settur upp standur með myndum og upplýsingum um fisk- reitinn í Saltfiskmóanum og fisk- þurrkun víða um borgina á árum áð- ur. Í móanum efst á Rauðarárholti var fiskur m.a. þurrkaður á vegum Kveldúlfs en flestir aðrir þurrkreitir í borgarlandinu eru nú komnir undir vegi, hús og önnur mannvirki. Á miðvikudag lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skipulags- og samgönguráði borgarinnar fram beiðni þar sem óskað er eftir skýr- ingum vegna þess ósamræmis sem birtist í kynningu Vaxtarhúsa ann- ars vegar og auglýsingu borgarinnar frá 1. júní hins vegar. Er hún efn- islega svipuð athugasemdum Vina saltfiskmóans. Erindinu var vísað til umsagnar fjármáladeildar umhverf- is- og skipulagssviðs. Húsin staðsett utan auglýsts reits  Íbúasamtök segja aðeins sjö hús af 18 vera á afmörkuðu landrými  Skýringa óskað í skipulags- og samgönguráði  Vaxtarhús hyggjast byggja hagkvæmt húsnæði á reitnum við Sjómannaskólann Saltfiskmóinn Rauðar útlínur sýna auglýst byggingasvæði í kynningu borgarinnar í júní. Húsunum er raðað á svæðið við Sjómannaskólann samkvæmt kynningu fyrirtækisins Vaxtarhúsa 2. nóvember. Myndin er sótt á Face- book-síðu Vina saltfiskmóans og af hálfu íbúasamtakanna hafa þau hús verið lituð rauð sem eru utan reitsins. Ljósmynd/Vinir saltfiskmóans Fræðsla Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur, segir frá söguminjum og merkum byggingum á Sjómannaskólareitnum á menningarnótt í sumar. „Það hefur ekkert verið neglt niður hvað okkur varðar og það er eftir að semja um alla þætti,“ segir Hreinn Loftsson, stjórnarformaður fyrirtæk- isins Vaxtarhúsa, sem hyggst byggja um 40 íbúðir á Sjómannaskóla- reitnum í samvinnu við borgaryfirvöld. Hann segir að vinna við deiliskipu- lag sé eftir og sömuleiðis grenndarkynningar. „Ef okkur verður hins vegar afmarkaður reitur norðvestast á svæðinu við Sjómannaskólann þá göng- um við út frá því að verja hluta af móanum og sýna sögunni og gömlum atvinnuháttum virðingu,“ segir Hreinn. Hann segir að Vaxtarhús hafi sent borginni ýmsar hugmyndir um íbúð- arhús við Sjómannaskólann og ekki hafi verið fest endanlega niður hvar hver þeirra þriggja aðila verði sem rætt hafi verið um að byggi á svæðinu. Í raun hafi verið um að ræða sýnishorn og skissur á því hvernig byggingar Vaxtarhúsa gætu litið út og hugmyndafræði að baki verkefninu. Spurður um staðsetningu þeirra 18 húsa sem sjá má á teikningum frá Vaxtarhúsum ítrekar Hreinn að ekkert sé endanlegt í þeim efnum. Hvorki staðsetning, fjöldi húsa né fjöldi íbúða í hverju þeirra. „Það er búið að gefa út að það verði gengið til viðræðna um þessa lóð, en eftir er að semja um alla þætti þessa verkefnis,“ segir Hreinn. Væntanlega komi fyrirtækið að vinnu við deiliskipulag og frekari útfærslu á þessum þróun- arreit ásamt fulltrúum þeirra annarra sem hafa fengið vilyrði fyrir lóð við Sjómannaskólann. Sýnum sögunni virðingu EFTIR ER AÐ SEMJA UM ALLA ÞÆTTI VERKEFNISINS, SEGIR STJÓRNARFORMAÐUR VAXTARHÚSA Borgarsögusafn vinnur nú að úttekt á minjum á svæðinu við Sjómanna- skólann, meðal annars í Saltfiskmóanum. „Áður en teknar verða ákvarð- anir um byggingarreiti við Sjómannaskólann eða deiliskipulag þarf skýrsla safnsins að liggja fyrir og formleg umfjöllun í nefndum og ráðum borgarinnar,“ segir Björn Axelsson, skipulagsfulltrúi Reykjavíkur. Hann segir að eftir sé að afmarka móann betur og hvaða minjar séu þar. Verkefnið framundan sé síðan að vinna að því með Vaxtarhúsum, Fé- lagi eldri borgara og Byggingafélagi námsmanna að þróa deiliskipulag á reitnum. Um allstórt svæði sé að ræða sem rúmi margar byggingar. Burt- séð frá Saltfiskmóanum séu önnur tækifæri á reitnum við Sjómannaskól- ann sem verði þá frekar horft á til að byrja með. Unnið að skráningu minja VINNA VIÐ DEILISKIPULAG FRAMUNDAN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.