Morgunblaðið - 09.11.2018, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.11.2018, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2018 Stór hjörð vísunda – yfir 400 buffalóar – drukknaði í Chobeá í norðurhluta Botsvana, nálægt landamærum Namibíu aðfaranótt miðvikudags. Rannsókn bendir til þess að dýrin hafi verið á flótta undan ljónahópi. Yfirvöld segja að vísundarnir hafi troðist undir í þrönginni í ánni, lemstrast og drukknað þegar þeir fullir örvæntingar reyndu að bjarga sér undan ljónunum. Ekki er vitað hve mörg ljón voru í flokkn- um. Þau virðast hafa birst óvænt þegar vísundarnir voru á beit og áttu sér einskis ills von. Íbúar í nágrenninu hafa lagt á sig mikla vinnu við að fjarlægja hræin. Atvik af þessu tagi eru ekki óal- geng meðal villtra dýra í Afríku. Yfir 400 vísundar drukknuðu á flótta Drukknuðu Ófögur sjón í Chobeá. BOTSVANA Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Tólf létu lífið, þar af einn lög- reglumaður, þegar aðvífandi maður dró skyndlega upp hálfsjálfvirka skammbyssu og hóf skothríð á gesti á vinsælum skemmtistað ungs fólks í einu úthverfa borgarinnar Thousand Oaks nálægt Los Angeles í Banda- ríkjunum undir miðnætti á miðviku- daginn. Tíu til viðbótar særðust. Morðinginn fyrirfór sér á staðnum eftir ódæðið. Hann hét Ian David Long, 28 ára gamall fyrrverandi sjó- liði Lögreglumaðurinn sem lést var fyrstur á staðinn og lenti þegar í skot- bardaga við morðingjann. Hann varð fyrir mörgum byssukúlum og dó af sárum sínum á sjúkrahúsi í gær- morgun. Hann var fjölskyldumaður sem átti að baki nær 30 ára feril í lög- reglunni og hafði hugsað sér að fara á eftirlaun á næsta ári. Skemmistaðurinn, Borderline Bar & Grill, var þéttskipaður ungu fólki þegar byssumaðurinn birtist og hóf skothríðina og kastaði síðan reyk- sprengju inn í mannfjöldann. Talið er að um tvö hundruð gestir hafi verið innandyra. Fyrsta fórnarlamb byssu- mannsins var ung starfskona í af- greiðslu staðarins. Örvænting greip um sig þegar gestirnir áttuðu sig á því sem var að gerast og reyndu að komast burt. Maðurinn var svart- klæddur með svartan hatt og svört gleraugu og sögðu gestir það hafa verið ógnvekjandi sjón þegar hann tók upp byssuna og hóf skothríð. Engin vitsmunaleg skýring „Þetta er skelfilegur atburður,“ sagði Geoff Dean lögreglustjóri við fréttamenn í gær. „Svona hryllilegir hlutir eru að gerast hvarvetna í land- inu okkar, og ég sé ekki neina vits- munalega skýringu á þessu. Hér í bænum höfum við ekki séð annað eins voðaverk í meira en fjóra áratugi.“ Ekki er talið að um hryðjuverk sé að ræða og ástæða Long fyrir illvirkinu er ekki kunn. Sumir gestanna slösuðust þegar þeir brutu rúður og stukku út til að forðast kúlnahríðina. Aðrir leituðu skjóls á snyrtiherbergjunum og á svölum og þaki hússins. Hélt að hún væri örugg Einn gestanna, 19 ára gömul stúlka, sagði við fréttamenn að hún hefði haldið að Thousand Oaks væri öruggur staður og skemmtistaðurinn líka, enda hefðu foreldrar hennar leyft henni að fara þangað með vinum sínum. Það væri skelfilegt að svona atburður sem enginn gæti varist gæti gerst. Dagskráin á Borderline Bar & Grill þetta örlagaríka kvöld var mið- uð við ungt háskólafólk í nágrenninu og var það fjölmennt á staðnum. Tólf skotnir til bana á skemmtistað í Kaliforníu  Fjöldi særðist  Staðurinn sóttur af ungu fólki sem átti sér einskis ills von Ljósmynd/AFP Illvirki Geoff Dean lögreglustjóri ræðir við fréttamenn eftir skotárásina í skemmtistaðnum í borginni Thousand Oaks í Kaliforníu. Hann sagði enga vitsmunalega skýringu á glæpnum. Morðinginn er talinn hafa fyrirfarið sér. Hvíta húsið hefur samkvæmt fyrir- mælum Trumps forseta bannað hin- um þekkta fréttamanni CNN, Jim Acosta, aðgang að reglulegum blaða- mannafundum forsetans. Er það í framhaldi af atviki á fundi á miðvikudaginn þegar Acosta hélt áfram að spyrja forsetann óþægi- legra spurninga eftir að Trump hafði krafist þess að hann afhenti starfs- manni embættisins hljóðnemann og settist niður. Spurningarnar sem reittu Trump til reiði snerust annars vegar um Rússarannsóknina svo- kölluðu og hins vegar um ummæli forsetans í nýliðinni kosningabar- áttu þegar hann kallaði hóp fólks í Mexíkó sem vill fá landvist í Banda- ríkjunum „innrásarlið“. Þegar Acosta sagði orðið ekki eiga við í þessu sambandi fauk í forsetann. Trump er ákaflega í nöp við CNN og segir stöðina flytja neikvæðar fréttir um sig og stefnu sína. Frétta- menn eins og Acosta séu „óvinir þjóðarinnar“. Á fundinum kallaði hann Acosta „dónalega og hræðilega manneskju“. CNN hefur harðlega mótmælt banninu, sem talið er að sé tímabundið, og segir það ógnun við lýðræðið og starfsemi fjölmiðla vest- anhafs. Samtök fréttamanna á blaðamannafundum Hvíta hússins hafa einnig mótmælt banninu. AFP Í banni Trump fyrirskipar Acosta, fréttamanni CNN, að hætta að spyrja sig. Bannar fréttamanni CNN að sækja fundi Henrik Sass Larsen, þingflokks- formaður danska Sósíaldemókrata- flokksins, lét í ljós efasemdir um þátttöku Danmerkur í ýmsum alþjóðasáttmálum og -stofnunum og velti því upp hvort tími væri kominn til að segja sig úr ein- hverjum þeirra í umræðuþættinum Sass og Pind á sjónvarpsstöðinni TV 2 í gær. Hann dró í land með ummælin síðar á Facebook og kvaðst ekki hafa lagt til að Dan- mörk segði upp sáttmálum. Hann sagði í umræðuþættinum að það væru ýmsir „undarlegir hlutir“ sem ríki neyddust til að gera í nafni góðmennsku og að það hefði reynst skaðlegt fyrir miðju- flokka, bæði í dönskum stjórn- málum og víðar. „Ég held að ein af ástæðunum fyrir uppgangi öfga- sinnaðra stjórnmálaflokka sé að við höfum búið þessar stofnanir til og að miðjuflokkar standi vörð um þær, alla leið,“ sagði Sass. Efaðist um þátttöku í alþjóðasamstarfi DANMÖRK Þingmenn úr röðum demókrata létu í gær í ljós áhyggjur af því að brottvikning Jeff Sessions úr embætti dómsmálaráðherra Bandaríkjanna væri fyrirboði af- skipta Trumps forseta af rann- sókn á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016 eða jafnvel tilraun til að stöðva hana. Þingmenn úr röðum repúblikana tóku undir varnaðarorð þeirra og sögðu að rannsóknin yrði að fá að halda áfram. Nancy Pelosi, leið- togi demókrata í fulltrúadeild- inni, sagði að ákvörðunin væri „augljós tilraun“ til að binda enda á eða hefta rannsóknina. Donald Trump forseti hafði margsinnis lýst yfir óánægju sinni með Sessions, sérstaklega vegna ákvörðunar hans að lýsa sig vanhæfan til að hafa með höndum yfirstjórn rannsókn- arinnar. Matthew Whitaker, starfsmannastjóri dómsmála- ráðuneytisins, arftaki Sessions til bráðabirgða, hefur gagnrýnt rannsóknina og velt fyrir sér leið- um til að stöðva fjárveitingar til hennar. Óttast áhrif brottvikn- ingar á Rússarannsókn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.