Morgunblaðið - 09.11.2018, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 09.11.2018, Blaðsíða 44
Veröld – hús Vigdísar, við Háskóla Íslands, hefur verið tilnefnt til hinna virtu evrópsku byggingar- listaverðlauna sem kennd eru við Mies van der Rohe, EU Mies Award 2019. Andrúm arkitektar hönnuðu bygginguna sem hýsir Miðstöð er- lendra tungumála. Nýjar evrópskar byggingar sem þykja skara fram úr keppa um verðlaunin sem tónlistar- húsið Harpa hlaut árið 2013. Hús Vigdísar tilnefnt til Mies-verðlaunanna FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 313. DAGUR ÁRSINS 2018 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 641 kr. Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr. PDF á mbl.is 6.173 kr. iPad-áskrift 6.173 kr. Ólíklegt er að Martin Hermannsson geti leikið fyrir íslenska landsliðið í körfuknattleik þegar Ísland tekur á móti Belgíu í forkeppni EM 2021 í Laugardalshöllinni í lok mánaðar- ins. Martin tognaði á ökkla í Evr- ópuleik með Alba Berlín. Ekki ligg- ur fyrir hversu lengi hann verður frá en væntanlega verður hann nokkrar vikur að jafna sig. »1 Martin gæti misst af næsta landsleik ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Opið hús verður í Listaháskóla Íslands í dag milli kl. 13 og 17 í Þver- holti 11, Skipholti 31 og Laugarnes- vegi 91. Samtímis verður opnað fyr- ir umsóknir á allar námsbrautir skólans. Halldóra Geirharðsdóttir flytur erindi um markaðsleikhús, Kristinn Sigmundsson er með masterklass, boðið verð- ur upp á námskynn- ingar og leiðsögn um einkasýningu nem- enda í myndlist á 3. ári auk þess sem gestir og gangandi geta kíkt inn í tíma. Tæmandi dag- skrá má nálg- ast á vefn- um lhi.is. Opið hús hjá Lista- háskóla Íslands í dag *Verð miðast við WOW Basic aðra leið með sköttum ef greitt er með Netgíró og flug bókað fram og til baka. EINSTAKUR EVRÓPU- DRAUMUR FRANKFURT FRÁ 7.499kr.* Tímabil: nóv.–mars Tímabil: nóv.–mars MÍLANÓ FRÁ 7.999kr.* Tímabil: nóv.–mars AMSTERDAM FRÁ 7.499kr.* BRUSSEL FRÁ 6.499kr.* Tímabil: nóv.–mars Haltu á vit ævintýranna í einstökum Evrópuborgum.Flýttu þér til Frankfurt, hafðu það huggulegt í Amsterdam,brunaðu til Brussel eða drekktu í þigmenninguna í Mílanó.Þú færð Evrópuflug á einstöku verði hjáWOW air.Bókaðu þína ferð strax í dag! Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Að færa upp leikrit er áhugavert verkefni sem reynir á útsjónarsemi og listrænt innsæi. Það á ekki síst við í leikriti eins og þessu þar sem sagan sveiflast milli sterkra tilfinn- inga, svo nánast er öfgakennt. Grát- ur og hlátur mætast stundum í sömu senunni,“ segir Sigurbjörg Nanna Vignisdóttir hjá Listafélagi Verzl- unarskóla Íslands. Nemendur skól- ans í leikfélaginu frumsýna í kvöld leikritið Shawshank-fangelsið, en það er byggt á hinni heimsfrægu kvikmynd The Shawshank Redemp- tion sem aftur á rætur í skáldsögu hins þekkta höfundar Stephens Kings. Hefð fyrir leiklistarstarfi Í Verzlunarskóla Íslands er hefð fyrir öflugu leiklistarstarfi. Lista- félagið færir jafnan verk á svið á haustönn; gjarnan verk fullt af sög- um og boðskap sem á erindi til sam- félagsins hverju sinni. Á vorin er síð- an svokallað Nemendamót, en hefð er fyrir því að þá sé færður upp söngleikur. Leikarar í Shawshank-fangelsinu eru 14, en alls taka á bilinu 70-80 nemendur úr skólanum þátt í upp- setningu verksins. Æfingar hófust snemma í september og hafa staðið óslitið síðan. Leikstjórar eru þeir Viktor Pétur Finnsson og Höskuld- ur Þór Jónsson. Þeir brautskráðust með stúdentspróf frá Versló síðast- liðið vor en á árunum sínum þar tóku þeir virkan þátt í leiklist og öðru félagsstarfi í skólanum. Vonin er viðfangsefnið Leikritið Shawshank-fangelsið grípur sígilda sögu sem flestir kann- ast við. Sagan, sem Stephen King skrifaði upphaflega, hreyfir við öll- um, ungum sem öldnum, enda er við- fangsefnið vonin. Leikritið segir sögu Andys Dufresne sem lendir saklaus í fangelsi, samskipta hans við fanga og starfsfólk fangelsisins og sálarlífs hans sjálfs. Leikritið er bæði gamansamt og um leið mjög átakanlegt, segja leikararnir. Áformaðar eru alls tíu sýningar sem verða í hátíðarsal Verzlunarskólans við Ofanleiti í Reykjavík. „Leiklistin er gefandi; lærdómsrík veröld sem gaman er að kynnast. Þar spretta fram alls konar sögur og persónur sem gefa þér mikið og kenna. Mér finnst galdurinn í þess- ari list annars að miklu leyti felast í upplifuninni; að sjá verk verða til á sviðinu og áhorfendur fyllast áhuga á boðskapnum. Fyrir okkur nem- endur er líka heilmikill plús við ann- að í skólanum að vera í leiklist enda kennir hún okkur margt um mann- leg samskipti, sem er ómetanlegt veganesti,“ segir Sigurbjörg. Ljósmynd/Aðsend Hópur Margir efnilegir leikarar taka þátt í uppfærslu leikritsins. Sterk leiklistarhefð er í Verzlunarskólanum. Milli sterkra tilfinninga  Shawshank-fangelsið sýnt í Versló  Samskipti og sálar- líf innan múranna  Leiklistin er gefandi og lærdómsrík Leikari Killian G.E. Briansson í hlutverki Reds í fangelsinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.