Morgunblaðið - 09.11.2018, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.11.2018, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2018 Síðumúli 13 • 108 Reykjavík • 552 9641 • seimei.is seimeiisland • seimei.is Opið mánud.-fimmtud. kl. 12-18, föstud. og laugard. kl. 12-16 Sigurður Ingi Jó- hannsson, samgöngu- og sveitarstjórn- arráðherra og for- maður Framsókn- arflokksins, skrifaði merkilega grein í Morgunblaðið í gær. Þar fjallar ráð- herrann um nýlegan dóm Hæstaréttar, þess efnis að bann við innflutningi á fersku kjöti brjóti í bága við EES- samninginn. Þar með var stað- festur dómur Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kallaði ákvörðun íslenzkra stjórnvalda um að við- halda banninu „vísvitandi og al- varlegt brot á samningsskuldbind- ingum íslenskra stjórnvalda.“ „Framsókn segir nei“ EFTA-dómstóllinn hefur komizt að þeirri niðurstöðu að það sé ekki eingöngu bannið við innflutningi á fersku kjöti sem sé ólöglegt, held- ur einnig bann við innflutningi á ferskum eggjum og vörum úr ógerilsneyddri mjólk. Í samræmi við það gerðu lögmenn íslenzka ríkisins í síðustu viku réttarsátt, þar sem ríkið viðurkenndi bóta- skyldu sína í máli þar sem fersk egg voru gerð upptæk í tolli. Samráðherra Sigurðar Inga, Kristján Þór Júlíusson landbún- aðar- og sjávarútvegsráðherra, hefur ennfremur lýst því yfir að bannið verði afnumið. Nú virðist sem hann hafi a.m.k. annan sam- starfsflokk sinn í ríkisstjórn ekki lengur að baki sér í þeirri ákvörð- un að fara að lögum og alþjóð- legum skuldbindingum Íslands. „Framsókn segir nei,“ skrifar Sig- urður Ingi í greininni og boðar að Framsóknarflokkurinn muni „leita allra leiða með samstarfsflokkum sínum í ríkisstjórn og á vettvangi Norðurlanda til að koma í veg fyr- ir að heilsu landsmanna verði fórnað fyrir skammtímahags- muni.“ Hér er djúpt tekið í árinni. Og ekki heldur farið rétt með forsögu málsins. Sigurður Ingi lætur í það skína að það séu bara „einstakir kaupmenn og heild- salar sem hafi lengi barist fyrir því að opna landið fyrir er- lendum matvælum, nú síðast hráu kjöti.“ Framsókn gerði samninginn Þetta passar ekki við staðreyndir mála. Það voru íslenzk stjórnvöld sem sömdu við Evrópusambandið um að taka upp mat- vælalöggjöf sambandsins í EES- samninginn. Það þýðir meðal ann- ars að sömu lög og reglur gilda um matvælaeftirlit á öllu svæðinu og matvörur eru í frjálsu flæði innan þess. Heilbrigðiseftirlitið fer fram á upprunastað en matvörur eru undanþegnar heilbrigðiseft- irliti á landamærum, nema þá stikkprufum. Jafnframt eru í gildi ýtarlegar varúðarráðstafanir til að koma í veg fyrir smit milli landa ef dýrasjúkdómar eða matarsýk- ingar koma upp. Það var ekki samið um búvörur í tómarúmi; samningar náðust um að það sama gilti um sjávarafurðir, en það er auðvitað gífurlegt hagsmunamál fyrir íslenzkan sjávarútveg. Samningarnir um upptöku mat- vælalöggjafarinnar í EES- samninginn voru í grundvall- aratriðum frágengnir í landbún- aðarráðherratíð Guðna Ágústssonar, forvera Sigurðar Inga á formannsstóli Framsókn- arflokksins, þótt hann vilji reynd- ar ekki kannast við það í seinni tíð. Sjúkdómar koma frekar með fólki en kjöti Stjórnvöld fengu á þessum tíma vísindalega ráðgjöf, sem mælti ekki gegn því að gengið yrði til þessara samninga. Þannig var nið- urstaða Halldórs Runólfssonar, þáverandi yfirdýralæknis: „Eins og málum er nú háttað þá eru, að mati yfirdýralæknis, meiri líkur á að hingað berist framandi dýra- sjúkdómar með fólki heldur en með löglega innfluttu hráu kjöti. Ekki eru miklar líkur á að lýð- heilsu verði stefnt í aukna hættu með umræddum breytingum, að því gefnu að gerðar verði ráðstaf- anir til að stemma stigu við inn- flutningi á kjúklingakjöti menguðu af kamfýlóbakter.“ Spádómar dýralæknisins Þetta er ekki í neinu samræmi við spádóma Sigurðar Inga um að heilsu bæði búfjár og manna (hinna síðarnefndu vegna vaxandi sýklalyfjaónæmis) sé í hættu stefnt vegna innflutnings á fersku kjöti. Ráðherrann dregur upp dýralæknismenntun sína í grein- arskrifunum. Hann spáði því reyndar líka árið 2012, þegar ákveðið var að ferðamenn mættu hafa með sér eitt kíló af osti úr ógerilsneyddri mjólk til landsins, að það myndi hafa „alvarlegar af- leiðingar“ og væri „óskiljanleg“ ráðstöfun. Hér erum við nú samt rúmum sex árum síðar og ekki hefur orðið vart við heilsubrest hjá mönnum eða skepnum vegna þessa ostainnflutnings, sem Sig- urður Ingi taldi „óhóflegan“, þannig að kannski ættum við ekki að taka of mikið mark á honum sem dýralækni. Ekki áhrif á sýklalyfjaónæmi Félag atvinnurekenda fékk hins vegar tvo óvilhalla dýralækna, sem hafa langa reynslu af mat- vælaeftirliti og hafa starfað fyrir ríkisstjórnir víða um heim og Bændasamtök Íslands, svo dæmi séu nefnd, til að leggja mat á áhættuna vegna innflutnings á ferskvöru og skrifa um það skýrslu. Niðurstaða þeirra var að ekki væru haldbær rök fyrir því að innflutningur á ferskvörunni myndi hafa neikvæð áhrif á lýð- heilsu fólks og heilsufar dýra. Ekki virtist heldur hægt að full- yrða að innflutningur á þessum vörum myndi hafa áhrif á út- breiðslu lyfjaþolinna baktería. Ný- legar rannsóknir, sem sérfræðing- arnir fóru yfir, benda til þess að lítið samhengi sé á milli lyfjaþol- inna baktería í fólki og þeirra sem finnast í matvælum. Niðurstaða þeirra er að ofnotkun sýklalyfja í heilbrigðiskerfinu sé nær alfarið orsök lyfjaþols sýkla hjá fólki. Skýrsluhöfundarnir komust sömuleiðis að þeirri niðurstöðu, rétt eins og yfirdýralæknir á sín- um tíma (og raunar núverandi yf- irdýralæknir líka) varðandi dýra- sjúkdómana, að aukinn fjöldi fólks sem ferðast til og frá landinu virð- ist líklegri til að hafa áhrif á út- breiðslu lyfjaþols en innflutningur á matvælum. Hvað segir Framsókn? Eftir lestur greinar Sigurðar Inga standa eftir nokkrar spurn- ingar, sem væri gott að fá svör við: 1. Telur Framsóknarflokkurinn það heiðarlegt að standa ekki við gerða samninga? 2. Hvert er réttaröryggi fyr- irtækja þegar bæði æðsti dóm- stóll landsins og alþjóðlegur dómstóll hafa komizt að sömu niðurstöðu um að lög séu brotin á þeim, en stjórnmálamenn lýsa því yfir að þeir muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að hafa hana að engu? 3. Er Framsóknarflokkurinn reiðubúinn að halda áfram að brjóta EES-samninginn hvað varðar innflutning á ferskum búvörum og stefna þannig í hættu hagsmunum íslenzks sjávarútvegs af hindrunarlaus- um útflutningi á fiski til EES- ríkja? 4. Hvernig hyggst Framsókn- arflokkurinn berjast gegn þeirri hættu sem steðjar að dýrastofn- um og fólki vegna aukinna ferðalaga fólks á milli landa og vísindamenn eru sammála um að sé miklu stærri ógn en lög- legur innflutningur á mat? Ætl- ar flokkurinn að berjast fyrir hömlum á ferðalög? Framsókn og réttaröryggið Eftir Ólaf Stephensen »Hvert er réttarör- yggi fyrirtækja þeg- ar stjórnmálamenn lýsa yfir að þeir hyggist hafa niðurstöður dómstóla að engu? Ólafur Stephensen Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Núverandi heil- brigðismálaráðherra boðar að nú skuli rýmka reglur um fóst- ureyðingar. Nú megi eyða 22 vikna fóstri. Móðirin þarf ekki að gefa upp neinar ástæð- ur né kemur þetta föð- urnum nokkuð við. Á þessum tíma er fóstrið rúmir 27 cm frá hnakka niður í tær og vegur um 450 grömm. Augu hafa myndast. Neglur eru komnar á sinn stað á fingrum. Ef um stúlku er að ræða eru eitlar að myndast í brjósti sem gera mögu- legt að framleiða mjólk síðar á lífs- leiðinni. Ef um er að ræða dreng þá er vísir að eistum að færa sig niður í pung. Fóstrið er farið að nærast og nálgast sykur sem myndar saur sem verður fyrsti kúkurinn sem barnið losar sig við eftir fæðingu. Heyrnin er að þroskast og fóstrið hlustar á foreldra sína tala saman, á hjarta- slög móðurinnar og garnagaul. Barnaspikið á eftir að myndast. Ég hef ekki heyrt nema einn stjórnmálamann mótmæla þessum gjörningi. Ekki er von til að hin gelda kirkja hafi álit á málinu. Aftur á móti virðast læknar áhugasamir um löggjöfina og koma fram í fjöl- miðlum til að sannfæra okkur hin. Tveir þeirra voru í fréttaaukatíma í vikunni sem leið á RÚV. Annar titl- aði sig sérfræðing í siðferði. Af hverju þessar breytingar? Jú, nú eru aðrir tímar og ný tíska. Sérfræð- ingur í siðferði var í útvarpinu og sagði að það þyrfti bara að fræða fólk svo það gerði sér grein fyrir nauðsyn þessara laga. Gott. Ég velti fyrir mér hvernig þessi aðgerð er framkvæmd. Þegar fóstrið er orðið svona stórt, þarf þá ekki að fram- kalla einhvers konar fæðingu? Er fóstrið líflátið fyrir eða eftir fæðingu? (Dæmi eru um að 22 vikna fyr- irburar hafi lifað og dafnað eftir fæðingu.) Hvað er gert við leif- arnar? Fara þær beint í ruslatunnu spítalans? Ég hvet lækna til að upplýsa fólk um að- gerðina. Hingað til hef ég ekki verið and- stæður fóstureyð- ingum, þótt ég fagni þeim ekki. Ég veit að ýmsar ástæður og aðstæður réttlæta fóstureyðingar fyllilega. En nú hryllir mig við og get ekki orða bundist. Það hefur vakið athygli mína að nú er búið að banna fóstureyðingar á Íslandi en „þungunarrof“ leyft þeirra í stað. Það má víst ekki nefna hlutina sínum réttu nöfnum. Þung- unarrof er vægara og það er eins og konur geti hvílt sig á óléttunni. Hverjir eru það sem taka að sér að leiðrétta málið og búa til hugtök sem eru þeim þóknanleg, þegar fyrir eru orð sem allir skilja og lýsa nákvæm- lega gjörningnum? Í sumar hlustaði ég á hinn geð- þekka Boga Ágústsson í morgun- útvarpinu fara yfir fréttir vikunnar. Boga varð á að tala um fóstureyð- ingar í þættinum en hann sá skyndi- lega að sér, baðst afsökunar og tal- aði um þungunarrof eftir það. Þar skall hurð nærri hælum. Fóstureyðingar Eftir Lúðvík Vilhjálmsson Lúðvík Vilhjálmsson » Þegar fóstrið er orð- ið svona stórt, þarf þá ekki að framkalla einhvers konar fæð- ingu? Er fóstrið líflátið fyrir eða eftir fæðingu? Höfundur er eftirlaunaþegi. Allt um sjávarútveg Móttaka aðsendra greina Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.