Morgunblaðið - 09.11.2018, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.11.2018, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2018 ✝ Kristrún Sæ-björnsdóttir fæddist í Reykja- vík 1. október 1971. Hún lést af slysförum á Sel- fossi 31. október 2018. Foreldrar henn- ar voru Róshildur Jónsdóttir sjúkra- liði og Sæbjörn Valdimarsson blaðamaður, d. 2011. Fóstur- pabbi hennar frá fimm ára aldri var Eyþór Ingólfsson verkstjóri. Kristrún átti einn al- bróður, Björn Sæbjörnsson, sem er kvæntur Önnu Sólrúnu Pálmadóttur, og tvö hálfsystk- ini, Stefán Óla Sæbjörnsson, sambýliskona Edda Hrund Hall- dórsdóttir, og Ingunni Eyþórs- dóttur, sambýlis- maður Nói Steinn Einarsson. Synir Kristrúnar eru Frank Norman Eyþórsson, Safír Steinn Valþórsson og Sæbjörn Helgi Magnússon. Kristrún stund- aði nám við Menntaskólann í Kópavogi, lauk læknaritaranámi og sjúkraliða- prófi. Hún starfaði í ýmsum tískuvöruverslunum, á leik- skóla og sem sjúkraliði, meðal annars á Landspítala, í Sóltúni og á Droplaugarstöðum. Útför Kristrúnar fer fram frá Dómkirkjunni í dag, 9. nóvember 2018, og hefst at- höfnin klukkan 13. Elsku mamma mín. Nú ert þú komin heim. Ég á bágt með að trúa því. Þegar ég hverf í hugarró þá finnst mér ég heyra í þér tala til mín með þinni hlýju röddu. Þá brest ég í grát því ég elska þig svo heitt, mamma mín. Mikið væri gott að knúsa þig eða halda í höndina þína þá. Það skilur mig enginn eins og þú og enginn verður mér meiri en þú. Ekki bara af því þú varst mamma mín heldur því þú varst og gast. Þakka guði fyrir að hafa fært mér þig. Í senn varstu móðir mín, minn besti vinur og nú engillinn minn. Lífsins straumur leiðir okkur og smíðar okkar líf með því besta kærleikur og ljós í hjarta var þér gefið mér margt fallegt gefið af því hefur seint sjáum við að hlýja okkar gæti brostið trúum að ljósið skín þar sem fallegt er hjarta og góð er sál geymi ég það í hjarta mínu seint sem aldrei fer það mér frá. Því að á stuttum tíma ferð þú mér heiman frá allt er þar sem hjartað fer því þú ert komin heim þar allt fallegt er í ró, hamingju og eilífð mamma mín. Þinn sonur, Frank Norman Eyþórsson. Elsku Kristrún. Hún systir mín hefur skipað svo stóran sess í mínu lífi að það verður aldrei samt og mér líður eins og einhver hluti hjarta míns sé farinn og eftir situr tómarúm sem verður vandfyllt. Ég og Kristrún systir vorum mjög náin og í uppvextinum var ég mikið í verndarahlutverkinu og alltaf að passa hana og hafa á henni gætur. Minningarnar eru ótal margar úr hinum ýmsu að- stæðum, gleði og sorg í öllu hennar lífi. Kristrún var einstök og hreyfði við fólki. Hún hafði eitt- hvað sem ekki er öllum gefið, fallegt hjarta, mikinn kærleik, mikla hlýju, alltaf að hrósa fólki, hjálpleg, húmoristi, fagurkeri, gullfalleg með mikla útgeislun. Hún var góðum gáfum gædd og fékk mörg góð spil á hendi. Hún var mikill lestrarhestur og var Halldór Laxness í sérstöku uppáhaldi. Hún var frábær kokkur, bakaði og bjó til brauð- tertur og rétti sem brögðuðust og litu út fyrir að koma beint úr fínustu bakaríum. Handavinna og prjónaskapur lágu bara fyrir henni strax sem unglingi og átti hún auðvelt með að búa til fal- lega hluti. Þegar ég átti í erfiðleikum í mínu lífi gat ég alltaf reitt mig á Kristrúnu systur og hún gerði ávallt allt sem í hennar valdi stóð til að hjálpa mér. Lífið hennar systur minnar var ekki alltaf dans á rósum og síðustu árin voru henni erfið og hafði ég ekki alltaf mikið af henni að segja og sveiflaðist milli vanmáttar, reiði og auð- mýktar í hennar garð. Ég ól þó alltaf þá von í brjósti mér að hún myndi ná sér út úr þessum aðstæðum og hún vissi að ég var alltaf reiðubúinn að styðja hana veldi hún þá leið. Síðustu samverustundirnar okkar voru í vor þegar hún kom heim frá Spáni og dvaldi hjá okkur í nokkra daga fyrst eftir að hún kom. Hún var þreytt og ekki í góðri líðan en jákvæð gagnvart því að snúa lífi sínu við. Í dag er ég afskaplega þakklátur fyrir að hafa fengið þessa daga með henni þar sem gamla góða Kristrún skein í gegn sem ég elska svo mikið og sakna svo sárt. Við fundum oft á okkur hér áður fyrr þegar öðru hvoru okk- ar leið ílla og þannig var það líka daginn sem hún lést að ég vissi að eitthvað mikið var að hjá henni áður en ég fékk þess- ar hræðilegu fréttir. Kristrún átti sterka trú og ég veit að núna er hún komin í ljós- ið og ylinn. Guð blessi þig og varðveiti. Ég læt staðar numið hér og kveð þig á þann hátt sem við gerðum ævinlega, ég elska þig ... Þú varst best. Björn bróðir. Undan tveimur jöklum, Snæ- fellsjökli í föðurætt og Skála- fellsjökli í móðurætt, hlaut að koma fram á sjónarsviðið stór- brotin og margslungin persóna. Minningar um systur mína skiptast í tvennt; um Kristrúnu sem var síðustu árin veik af fíknisjúkdómi og Kristrúnu systur mína. Í dag og alla daga minnist ég fyrst og fremst Kristrúnar systur minnar sem ég syrgi sárt. Það var alltaf veisla hvar sem Kristrún var niðurkomin. Hver máltíð lostæti enda listakokkur, þú spariklædd í þínu fínasta pússi gæddir hvert einasta andartak lífi – nærveran engri lík. Breiða brosið lýsti upp skammdegið og fyllti fátækleg- ustu sálir von um betri tíð. Ég sleit barnsskónum að miklu leyti í þinni umsjá. Þú varst viðstödd þegar ég tók fyrstu skrefin og fórst með mér í fyrsta sinn í bíó og útilegu. Þú kennir mér að elda humarsúpu og við hringjum í útvarpið og biðjum um óskalag, var það Kate Bush eða Bob Dylan? Humarsúpan mallar og þú prjónar á meðan eins og enginn sé morgundagurinn. Gerum góðlátlegt grín að mömmu sem bannar okkur að drekka malt af því það er áfengi í því. Þú gætir mín nótt sem dag með hjartað fullt af ást og gæsku. Allt með kossi kveður. Árin líða en áfram ertu mín stoð og stytta með útbreiddan faðminn sem angaði svo vel. Aldamótaárið skiptumst við á löngum tölvupóstum þar sem ég er stödd í Mexíkó. Ég hringi úr skítugum tíkallasíma í Víetnam og þú segist ekki trúa hvar ég er, ég tala við þig í marga klukkutíma á dag úr ódýra símaverinu í Barcelona, því rödd þín og hlýja er það eina sem veitir mér huggun við heimþránni. Þú segir mér að fara varlega og lesa Laxness. Samband okkar verður stop- ulla en rofnar aldrei. Það er komið að kveðjustund. Þú situr í vínrauða sófanum sem Pálínu ömmu þótti svo vænt um, heima hjá pabba og mömmu í Sóltúni. Það var kaldhæðni ör- laganna að okkar síðasta sam- tal snerist um að fara saman á myndina Lof mér að falla. Við föllumst í faðma og skiptumst á orðunum; ég elska þig. Þannig kvöddumst við alltaf. Þeir deyja ungir sem guð- irnir elska eins og segir í okkar uppáhaldsbók sem situr nú með þinni áletrun uppi í hillu hjá mér – systir mín Ljóns- hjarta. Mamma hefur alltaf sagt að lífið sé fyrirfram ákveðið. Síð- asti vegspottinn í þínu flókna lífi var hálfgerð harmsaga sem endaði í miklum harmleik sem kostaði tvær manneskjur lífið. En þessi saga endar ekki hér. Tíminn læknar ekki öll sár en ég vona að við, ástvinir þín- ir, munum í sameiningu geta beint þessari sáru reynslu í réttan farveg. Mamma hafði tilfinningu fyrir því að þú, augasteinninn hennar, myndir svífa inn í Sumarlandið á und- an henni. Pabbi, sem ól þig upp frá fjögurra ára aldri og unni þér svo heitt, saknar þín manna mest. Gullkálfarnir þín- ir, Frank, sem er mér sem bróðir, Safír, sem ég var tengd frá fyrsta augnabliki, og Sæ- björn, sem mig langar svo að kynnast betur, eru dýrmætir afleggjarar þínir sem munu minna okkur á þig um aldur og ævi. Full þakklætis fyrir allt sem þú gafst mér og börnunum mínum kveð ég þig í hinsta sinn. Megi himnanna smiðir taka höfðinglega á móti þér, blásandi í básúnur, syngjandi sitt fegursta ljóðaval – þú mikli fagurkeri og sjarmör. Sveipuð gylltum ljóma, björt og falleg, eins og ég mun ávallt minnast þín. Hvíldu í friði, umvafin engl- um og sólargeislum, elsku syst- ir mín. Þar sem þú ert – skín alltaf sól. Ég elska þig, Meira: mbl.is/minningar Ingunn Eyþórsdóttir. Mig langar að minnast elsku fallegu mágkonu minnar og vin- konu. Undanfarna daga hafa minningar mínar um Kristrúnu komið til mín og er sannarlega margs að minnast. Kristrún sendi frá sér fallega strauma, mikla hjartahlýju og kærleik sem ég var svo heppin að fá að njóta. Ég man daginn sem ég hitti hana fyrst. Við Bjössi fórum til hennar og ég man hversu innilegir fagnaðar- fundir þeirra voru. Þarna sá ég hversu fallegt systkinasamband hún og Bjössi áttu. Ég man hversu falleg hún var, ég man fötin hennar, fasið og hvernig hún horfði á fallega Safír sinn. Hún tók utan um mig, hrósaði mér og lét mér líða eins og drottningu því þannig var Kristrún. Kristrún var fljót að vinna hjarta mitt og á milli okk- ar ríkti gott vinasamband. Ég sakna hennar óendanlega og tómleikatilfinningin er mikil. Elsku Kristrún, ég kveð þig eins og síðasta kveðjan þín til mín var: „Love you to the moon and back.“ Anna Sólrún Pálmadóttir. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni. Drottinn minn réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd og slökk þú hjartans harmabál slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Með saknaðarkveðju frá Bergdísi frænku. Elsku Kristrún frænka mín. Þegar Róshildur hringdi í mig og sagði að Kristrún væri dáin varð ég bæði klökk og reið. Hversu óréttlátt getur lífið orðið? Ég kom á heimili systur minnar sem nokkurs konar au pair þegar Kristrún var um mánaðargömul. Ég gætti henn- ar og Bjössa bróður hennar þá um veturinn þegar mamman var að vinna. Sterk taug myndaðist. Ég fylgdist með litlu fallegu stúlk- unni vaxa og dafna. Oft dvaldi hún í sveitinni um jól, páska og á sumrin. Hún var sem stóra systir í strákahópnum mínum. Árin liðu og unga stúlkan tókst á við lífið. Það var stolt ung móðir sem dvaldi hjá okk- ur yfir páska með sex mánaða frumburðinn, Frank Norman. Kristrún var einstök og gædd miklum hæfileikum. Það hrifust allir með henni. Hún náði til allra og gat rætt um allt mögulegt, bækur, myndlist, matargerð, handverk, það skipti engu hvar borið var nið- ur. Hún var listamaður. Eldaði besta matinn, brauðterturnar hennar voru þekktar innan fjöl- skyldunnar, allt svo gott og fal- legt. Prjónarnir og heklunálarnar voru ávallt innan seilingar og þar töluðum við sama tungu- mál. Hún var falleg, fagurkeri, brosmild og góð, gjafmild og ég naut góðs af því. Oft gaukaði Kristrún að mér fötum úr skápnum sínum, sem ég mun geyma til minningar. Síðan villtist hún á ranga braut. Það var von mín og trú að hún sneri við og fyndi réttu leiðina heim. Hún hefði gert það. Ég á fallegar minningar um elsku frænku mína og myndirnar tala sínu máli. Litla stúlkan í vöggunni, unglingsár- in með sína drauma og fallega konan, móðirin, með hlýja hjartað og stóra faðminn. Það skein sól og mun gera það áfram. Ég gekk með henni fyrstu skrefin og mun fylgja henni þau síðustu. Innilegar samúðarkveðjur til ástvina. Frank, Safír, Sæbjörn. Elsku Róshildur systir og Ey- þór. Bjössi minn, Ingunn, Stef- án og ykkar fjölskyldur. Guð veri með ykkur í sorginni. Þóra Vilborg Jónsdóttir. Ég kynntist Krissu þegar við vorum 12 ára þegar hún kom frá Snælandsskóla yfir í Þing- hólsskóla. Hún var svo mikil skvísa, mér fannst hún svo mik- ið flott. Við náðum fljótt vel saman ásamt Maju og Steinu og minn- ingarnar eru svo margar frá unglingsárunum okkar. Hún kom inn í okkar vinahóp með stóra brosið sitt og góðvildina sem fylgdi henni alltaf. Kárs- nesbrautin, heimili hennar, var okkur vinkonunum alltaf opin, Róshildur og Eyþór tóku alltaf vel á móti okkur stelpunum enda yndisleg hjón. Krissa var fyrst okkar til að verða ófrísk aðeins 16 ára og við vinkonurnar svo spenntar yfir því og þegar prinsinn hann Frank Normann fæddist hóp- uðumst við saman yfir þessu fallega barni. Krissa svo ung, alveg að verða 17 ára, ótrúlega myndarleg mamma, prjónaði þvílíku settin á hann og var fyrirmyndarmamma. Ári seinna flutti ég til Þýskalands með Þóreyju vinkonu og þegar hóp- urinn kom að heimsækja okkur, Maja, Krissa og Steina, áttum við ógleymanlegan tíma saman. Vá hvað við gátum hlegið mikið og haft gaman, það var aldrei leiðinlegt þar sem við vorum saman komnar. Þegar ég eignaðist minn son nokkrum árum seinna var Krissa mikill stuðningur við mig, á tímabili leigðum við sam- an tvær einstæðar mæður með drengina okkar. Sá tími þykir mér mjög dýrmætur í dag, margar yndislegar minningar. Krissa kenndi mér margt og sérstaklega þegar kom að elda- mennsku en hún var frábær kokkur. Þegar Krissa byrjaði að búa með Valla var þeirra heimili miðstöð fyrir okkur vin- ina að hittast, alltaf gaman hjá þeim og þegar Safír Steinn fæddist þá var mikil gleði í hópnum. Því miður skildi leiðir okkar þegar við vorum 26 ára þegar ég fór út til Bandaríkjanna í nám og Krissa var því miður þá komin í neyslu. Við reyndum nokkrum sinnum að hafa sam- band eftir að ég kom heim, en það var of erfitt fyrir mig að sjá þessa fallegu vinkonu mína falla fyrir heimi fíknarinnar. Ég hugsa eins og allir í kringum hana, hefði ég getað gert meira eða eitthvað öðruvísi, eitthvað sem hefði getað bjargað henni? En eins og góð vinkona mín sagði mér í síðustu viku, oft er fólk sem er of gott sem fer á vald fíknarinnar, getur ekki horfst í augu við illsku fólks, og ég trúi því með Krissu, hún vildi öllum vel og mátti ekki sjá neitt aumt, hvorki hjá mönnum né dýrum. Ég trúi því að hún sé komin á góðan stað í dag og þegar minn tími kemur mun ég hitta hana eins og ég man eftir henni. Góð og yndisleg mann- eskja með fallega brosið sitt, þá Kristrún Sæbjörnsdóttir HINSTA KVEÐJA Vaktu, minn Jesús, vaktu í mér, vaka láttu mig eins í þér. Sálin vaki, þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. (Hallgrímur Pétursson) Edda Hrund. Elsku Kristrún. Þú finnur stað þar sem þú finnur ekki til. Þú finnur að þú ert ennþá til. Knúsaðu ömmu og afa frá mér. Elsku Frank, Safír og Sæbjörn. Bjössi, Ingunn og Stefán. Róshildur og Ey- þór. Hugurinn er hjá ykkur dag og nótt. Ingi St. Þorst. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir afi og langafi, ARNÓR HARALDSSON frá Þorvaldsstöðum, Langanesströnd, Víðilundi 24, Akureyri, lést á öldrunarheimilinu Hlíð 31. október. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 12. nóvember klukkan 13.30. Júlía Friðriksdóttir Þórunn Björg Arnórsdóttir Almar Björnsson Unnur Helga Arnórsdóttir Eydís Arnórsdóttir Ingimar Tryggvason afa og langafabörn Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BRYNJA TRYGGVADÓTTIR píanókennari, Teigagerði 9, lést 4. nóvember. Útförin fer fram frá Háteigskirkju fimmtudaginn 15. nóvember klukkan 13. Egill Sveinsson Sveinn Yngvi Egilsson Ragnheiður I. Bjarnadóttir Tryggvi Þórir Egilsson Ásta S. Guðmundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur föðurbróðir okkar, ÞÓRARINN INDRIÐASON, síðast til heimilis á Vífilsgötu 5, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Grund miðviku- daginn 24. október. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Ingunn Karítas Indriðadóttir Guðný Vigdís Indriðadóttir Indriði Indriðason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.