Morgunblaðið - 09.11.2018, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 09.11.2018, Blaðsíða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2018 Árið er 1970 og Farrokh„Freddie“ Bulsara(Rami Malek) er ófram-færinn háskólanemi og flugvallarstarfsmaður sem hefur stóra drauma um framtíð sína, þrátt fyrir andstöðu foreldra sinna. Eitt kvöldið fer hann út á lífið og sér skólahljómsveitina Smile spila, en þar innanborðs eru gítarleikarinn Brian May (Gwilym Lee) og trommuleikarinn Roger Taylor (Ben Hardy). Þegar bassa- leikari sveitarinnar og aðalsöngv- ari hennar hættir til þess að elta frægðardrauma sína með hljóm- sveitinni Humpy Bong opnast tækifærið fyrir Freddie til að láta ljós sitt skína. Fyrr en varir er hin nýja hljómsveit með bassaleik- aranum John Deacon (Joseph Mazzello) fullskipuð og stefnir hátt undir nafninu Queen. En leið- in á toppinn er þyrnum stráð. Líklega er óþarfi að rekja sögu- þráð Bohemian Rhapsody eitthvað frekar, en henni er í raun best lýst sem hálfgerðri yfirferð yfir ævi og störf goðsagnarinnar Freddies Mercurys og um leið Queen sem hljómsveitar. Skemmst er frá því að segja að myndinni tekst það bara bærilega. Líklega er best að afgreiða tón- list myndarinnar fyrst, þar sem Queen birtist manni í öllu sínu veldi. Þeir Brian May og Roger Taylor munu víst hafa haft yfir- umsjón með tónlistinni og það heyrist vel. Verður að hrósa að- standendum myndarinnar alveg sérstaklega fyrir það hvernig þeir hafa sett bæði tónlist og sviðs- framkomu hljómsveitarinnar á hvíta tjaldið, með þeim afleið- ingum að áhorfandinn á erfitt með að sitja kyrr í sætinu þegar hver slagarinn á fætur öðrum dynur yf- ir salinn. Með töfrum tækninnar hefur líka tekist að láta aðalleik- arann Rami Malek hljóma eins líkt Freddie Mercury og mögulegt er í söngnum. Það hjálpar líka til að leikaralið myndarinnar er einstaklega vel valið með tilliti til fyrirmyndanna. Þeir Joseph Mazzello og Gwylim Lee líkjast þeim John Deacon og Brian May ótrúlega mikið. Ben Hardy er ögn lengra útlitslega séð frá Roger Taylor en bætir það upp með því að fanga karakterinn nær óaðfinnanlega. Af öðrum leik- urum myndarinnar má sérstaklega nefna gamla brýnið Mike Myers í hlutverki stjórnanda hjá EMI- plötuútgáfunni, sem seint mun teljast til aðdáenda hljómsveit- arinnar. Að öðrum ólöstuðum verður þó að nefna þau Lucy Boynton og Rami Malek sérstaklega. Boynton leikur Mary Austin, unnustu Mercurys, af mikilli list og nær vel að sýna þann ljúfsára trega sem fylgt hefur sambandi þeirra. Þá er varla hægt að lýsa frammistöðu Ramis Maleks í aðal- hlutverkinu nema sem algjörum leiksigri. Mercury er sýndur hér sem hinn stórkostlegi „performer“ sem hann var á sviðinu, en frægð- in gerir hann einmana og í stöð- ugri leit að einhverri lífsfyllingu. Viðhlæjendur hans reynast sjaldn- ast vinir, heldur eingöngu hræ- gammar sem vilja upphefja sig með því að tengjast stjörnunni. Myndin er að vísu ekki galla- laus. Fyrir aðdáendur hljómsveit- arinnar gæti það til dæmis stungið í augu að miklu skáldaleyfi hefur verið beitt við handritsgerð mynd- arinnar, til dæmis um það hvernig upphaf hljómsveitarinnar var og hvernig Freddie kynntist Mary, fyrstu „ástinni“ í lífi sínu. Jim Hutton, hin ástin í lífi hans, fær einnig fremur stuttan tíma á skjánum miðað við það hversu stórt hlutverk hann lék á síðustu árum Mercurys. Þá er það öllu skiljanlegra að skautað er nokkuð hressilega yfir feril hljómsveitarinnar, enda væri það eflaust efni í margra klukku- tíma bíómynd. Umfjöllunin verður því af illri nauðsyn nokkuð yfir- borðskennd, jafnvel þótt reynt sé að draga fram flestar af merkari stundum hljómsveitarinnar. Um leið er einungis tæpt örlítið til dæmis á þeim „listrænu deilum“ sem gátu einkennt upptökur sveit- arinnar, sem og því mikla gjálífi sem Mercury stundaði þegar frægðarsól hans stóð sem hæst sem og þeim skelfilegu afleið- ingum sem það hafði. Raunar velja aðstandendur myndarinnar að gera Live Aid- tónleikana 1985 að nokkurs konar hápunkti myndarinnar og sleppa þannig við að sýna hina hetjulega baráttu Mercurys við HIV- sjúkdóminn nema að litlu leyti. Al- næmisfaraldurinn vofir þó yfir flestöllu í seinni helmingi mynd- arinnar. Í raun fellur Bohemian Rhap- sody vel í flokk hálfgerðra hetju- kvæða, þar sem goðsögnin fær að vera í fyrirrúmi, með þeim afleið- ingum að það sem betur hljómar fær oftar en ekki forgang á það sem gerðist í raun. Það dregur að mínu mati hins vegar ekki neitt úr skemmtana- gildi kvikmyndarinnar og ýtir í raun frekar við mér sem bæði áhorfanda og aðdáanda að kynna mér málin betur. Bohemian Rhapsody er því þeg- ar allt er dregið saman stórgóð skemmtun þar sem frábærri tón- list er blandað saman við magnaða lýsingu á ævi einnar mögnuðustu rokkhetju 20. aldarinnar, jafnvel þótt hún sé færð nokkuð í stílinn. Goðsögnin sett í fyrirrúm Bohemian Rhapsody Queen í fullum gangi á tónleikum með Freddie Mercury (Rami Malek) og gítarleikarann Brian May (Gwilym Lee) í fararbroddi. Malek vinnur leiksigur að mati gagnrýnanda Morgunblaðsins. Laugarásbíó, Sambíóin, Smára- bíó, Háskólabíó og Borgarbíó Akureyri Bohemian Rhapsody bbbbn Leikstjóri: Bryan Singer. Handrit: Anthony McCarten. Aðalhlutverk: Rami Malek, Lucy Boynton, Gwilym Lee, Ben Hardy, Joseph Mazzello, Aidan Gillen, Tom Hollander og Mike Myers. Banda- ríkin og Bretland, 2018. 134 mínútur. STEFÁN GUNNAR SVEINSSON KVIKMYNDIR Hljómsveitin Postmodern Jukebox heldur tónleika í Eldborgarsal Hörpu í kvöld kl. 20. Hljómsveitina stofnaði Scott Bradlee árið 2009 og leikur hún og syngur vinsæl lög frá seinustu árum og áratugum, popp og rokk sem hún setur í nýjan bún- ing og þá löngu liðinna tíma, m.a. do-wop og ragtime. Bradlee lýsir þessu sjálfur sem popptónlist í tímavél, að því er fram kemur í tilkynningu. Þar segir að Postmodern Juke- box hafi notið mikilla vinsælda og státi af meira en 950 milljónum áhorfa á YouTube og 3,3 milljónum fylgjenda. Fjölda myndbanda hljómsveit- arinnar má finna á YouTube og áhugasamir geta kynnt sér hljóm- sveitina á vefsíðu hennar, hpost- modernjukebox.com. Miðasala fer fram á harpa.is, tix. is og í síma 5285050. Vinsæl Stilla úr einu myndbanda Postmodern Jukebox. Póstmódernískur glymskratti í Hörpu  Postmodern Jukebox heldur tónleika Dásamlegir dropar í sturtunni þinni www.sturta.is | Reykjavíkurvegi 64, Hafnarfirði | s 856 5566 ICQC 2018-20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.