Morgunblaðið - 09.11.2018, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2018
Snorrabraut 56, 105 Reykjavík
Sími 588 0488 | feldur.is
BÁRA
5.900
BÖRKUR
7.600
GOLA
16.800
YLUR
8.500
STEINN
38.200
KELDA
23.800
Velkomin í hlýjuna
EIR úlpa
158.000
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
„Árið 2016 slösuðust 155 stúlkur, 15
til 19 ára, í vinnu og 240 strákar.
Þrettán börn, 10 til 14 ára, og tvö
yngri en 9 ára slösuðust á sama tíma í
vinnu eða við komu á vinnuvettvang,“
segir Kristinn Tómasson, yfirlæknir
Vinnueftirlitsins, en hann var einn
þeirra sem héldu erindi á málstofu
sem Vinnueftirlitið og Umboðsmaður
barna héldu á Hótel Natura í gær.
„Í okkar samfélagshroka erum við
alltaf að hneykslast á aðstæðum
barna sem vinna við hræðilegar
kringumstæður úti í heimi. Slík um-
ræða ætti að kalla á okkur að skoða
hvernig erum við að tækla fyrstu að-
komu ungs fólks að vinnumarkaðn-
um og tryggja að þau komi örugglega
heil heim,“ segir Kristinn og bætir
við að sem dæmi þá hafi á síðustu
tveimur til þremur árum verið til-
kynnt um 23 beinbrot á börnum við
vinnu, yngri en 18 ára. Fjórar til-
kynningar hafi borist um ofraun á lík-
ama, átta tilvik um slys vegna hættu-
legra efna og efnasambanda. Slys þar
sem hvassir og beittir hlutir komu við
sögu voru 47.
„Það er allstór hópur barna sem
slasar sig með nægilega alvarlegum
hætti að það þurfi að tilkynna það til
vinnueftirlitsins á sama tíma og mjög
skýrt er í öllum reglum að börn eigi
ekki að vinna hættulega vinnu og
tryggt skuli að öryggi barna sé alltaf í
lagi. Samkvæmt þessum tölum eig-
um við svolítið í land með það,“ segir
Kristinn.
17 sveitarfélög með áhættumat
Í fyrirlestri Eðvalds Einars Stef-
ánssonar, sérfræðings hjá Umboðs-
manni barna, kom fram að atvinnu-
rekanda sé skylt að framkvæma
áhættumat og gera ráðstafanir til
þess að tryggja börnum og ungling-
um öryggi og heilbrigði á vinnustað
og veita þeim fullnægjandi kennslu
og leiðbeiningar til þess að tryggja
öryggi þeirra. Eðvald fór yfir úttekt
sem gerð var á umgjörð vinnuskóla í
sveitarfélögum. Þar kom fram að í 59
sveitarfélögum af 73 sem svöruðu var
boðið upp á vinnuskóla fyrir nemend-
ur allt frá 7. bekk og upp í 10. bekk
grunnskóla. Í 17 sveitarfélögum hafði
áhættumat farið fram, 34 sveitar-
félög höfðu ekki sinnt þeirri skyldu
og 8 sveitarfélög vissu ekki hvort
áhættumat hefði farið fram.
410 börn og ungmenni slös-
uðust á vinnumarkaði 2016
Morgunblaðið/Ásdís
Unglingavinna Mikilvægt er að fækka slysum á börnum og unglingum á vinnumarkaði með öruggu starfsumhverfi.
34 sveitarfélög hafa ekki gert lögbundið áhættumat vegna öryggis á vinnustöðum
Eðvald Einar
Stefánsson
Kristinn
Tómasson
Rauði krossinn á Íslandi hefur
hafið neyðarsöfnun vegna vopn-
aðra átaka og yfirvofandi hung-
ursneyðar í Jemen. Með þessu
tekur Rauði krossinn þátt í sam-
ræmdu átaki Rauðakrosshreyf-
ingarinnar og bregst við ákalli
alþjóðasamfélagsins vegna þeirr-
ar alvarlegu neyðar sem er í
Jemen.
Vegna vopnaðra átaka í land-
inu er skortur á mat, hreinu
vatni og eldsneyti og þar er vönt-
un á heilbrigðisaðstoð. 22 af þeim
27 milljónum sem búa í landinu,
sem eru 80% þjóðarinnar, þurfa á
aðstoð að halda. 15,7 milljónir
hafa ekki greiðan aðgang að
vatni og 14,8 milljónir hafa ekki
aðgang að sjúkrahúsum eða
heilsugæslu.
Þá hafa 2,9 milljónir Jemena
yfirgefið heimili sín og eru á
flótta vegna átakanna í landinu.
Starfsfólki og sjálfboðaliðum
Alþjóðaráðs Rauða krossins hefur
tekist að veita um 900.000 Jem-
enum aðstoð auk þess að fram-
kvæma yfir 30 þúsund aðgerðir á
sjúklingum.
Umfang vandans er gríðarlegt
og í fréttatilkynningu segir að
daglegt líf Jemena versni með
degi hverjum. Ástandið batni
ekki nema alþjóðasamfélagið
bregðist við.
Hægt er að styrkja hjálparstarf
Rauða krossins í Jemen með því
að senda SMS-ið HJALP í núm-
erið 1900.
Einnig má leggja inn á reikn-
ing 0342-26-12, kt. 530269-2649.
Neyðarsöfn-
un vegna
Jemen
Jemen Hungursneyð vofir yfir í
landinu verði ekkert að gert.
„Í reglugerð um vinnu barna og unglinga er lögð áhersla
á að öryggi og andlegu og líkamlegu heilbrigði þeirra sé
ekki hætta búin og að vinnan hafi ekki truflandi áhrif á
menntun og þroska,“ segir Þórunn Sveinsdóttir, deild-
arstjóri hjá Vinnueftirlitinu. Hún segir að almennt sé
vinna yngri en 13 ára bönnuð en undanþágur séu vegna
menningar- og listviðburða og íþrótta- og auglýsinga-
starfsemi. Leita þurfi þó leyfis hjá Vinnueftirlitinu áður
en til ráðningar komi og leggja fram áhættumat.
„Umsóknir um slík leyfi eru ekki margar og það eru
einungis um 40% fyrirtækja sem gert hafa áhættumat
fyrir vinnustað í heild,“ segir Þórunn sem segir ungmenni skilgreind sem
einstaklinga undir 18 ára. Barn sem einstakling undir 15 ára eða í skyldu-
námi og unglingur sé skilgreining á 15 til 17 ára sem ekki sé í skyldunámi.
Undanþága fyrir yngri en 13
VERND BARNA OG UNGLINGA
Þórunn
Sveinsdóttir
Vel var tekið í söfnunarátak
UNICEF á Íslandi og Te & Kaffi sem
lauk í lok október. Alls söfnuðust
11.363 lítrar af næringarmjólk fyrir
rúmar 2,5 milljónir króna sem
UNICEF nýtir til að meðhöndla börn
sem eru lífshættulega veik vegna
vannæringar.
Í söfnunarátakinu gaf Te & Kaffi
andvirði 300 millilítra af næringar-
mjólk með hverjum seldum bolla á
kaffihúsunum og viðskiptavinum
var boðið að gera það sama með því
að bæta 66 krónum við bollann.
Hlutfallslega flestir skammtar af
næringarmjólk voru keyptir á kaffi-
húsi Te & Kaffi í Aðalstræti og
mætti starfsfólk á skrifstofu
UNICEF á Íslandi til þess að fræðast
um hvernig næringarmjólkin nýtist
börnum í neyð.
Í tilkynningu frá UNICEF kemur
fram að Te & Kaffi hafi verið ötull
stuðningsaðili samtakanna allt frá
árinu 2008 og safnað yfir 40 milljón-
um króna fyrir börn í neyð. Stuðn-
ingurinn hefur m.a. nýst í að tryggja
börnum í Kólumbíu menntun, bregð-
ast við ebólufaraldrinum í V-Afríku
og bólusetja börn gegn mænusótt.
Næringarmjólk
fyrir 2,5 milljónir
Söfnun Starfsfólk Te & Kaffi heimsótti skrifstofu UNICEF á Íslandi.