Morgunblaðið - 09.11.2018, Blaðsíða 39
MENNING 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2018
Trölli
Teiknimynd byggð á sígildri barna-
bók Dr. Seuss um Trölla sem stal
jólunum. Trölli býr í fjöllunum og
lætur jólaskap íbúa nálægs þorps
fara í taugarnar á sér. Hann
ákveður því að stela af þeim jól-
unum. Leikstjórar eru Scott Mosier
og Yarrow Cheney.
Metacritic: 52/100
Overlord
Bandarískir fallhlífarhermenn fara
á bak við víglínuna til að styrkja
innrás bandamanna í Normandí á
D-deginum svokallaða í seinni
heimsstyrjöldinni. Þeim að óvörum
mæta þeim í þorpi einu blóðþyrstir
uppvakningar sem eru sköpunar-
verk nasista. Leikstjóri er Julius
Avery og meðal leikara Jovan
Adepo, Wyatt Russell og Pilou As-
bæk.
Metacritic: 52/100
The Girl in the Spider’s Web
Hörkutólið Lisbeth Salander úr
Millennium-þríleik rithöfundarins
Stiegs Larssons er aftur mætt til
leiks í kvikmynd sem byggð er á
fjórðu bók syrpunnar sem skrifuð
var af David Lagercrantz eftir að
Larsson lést. Salander og blaða-
maðurinn Mikael Blomkvist reyna
að leysa flókið glæpamál þar sem
morðingjar og tölvuhakkarar koma
m.a. við sögu og tvíburasystir Sa-
lander. Leikstjóri er Fede Alvarez
og með aðalhlutverk fara Claire
Foy, Sverrir Guðnason og Claes
Bang. Metacritic: 48/100
Serbneskir menningardagar
Fjórar serbneskar kvikmyndir
verða sýndar á serbneskum menn-
ingardögum sem hefjast í dag í Bíó
Paradís og standa yfir til og með
11. nóvember.
Hátíðin er skipulögð af Serbnesku
menningarmiðstöðinni á Íslandi í
samstarfi við utanríkisráðuneyti
Serbíu og Bíó Paradís.
Heiðursgestir hátíðarinnar í ár eru
leikstjórarnir Milos Skundric, Ni-
kola Kojo og Vuk Rsumovic og
verða þeir viðstaddir sýningar á
kvikmyndum sínum og svara spurn-
ingum gesta að þeim loknum.
Frekari upplýsingar um kvikmynd-
irnar fjórar og sýningartíma má
finna á bioparadis.is.
Bíófrumsýningar
Trölli, uppvakningar,
Salander og serbneskar
Háskakvendi Leikkonan Claire
Foy í hlutverki Lisbeth Salander í
The Girl in the Spider’s Web.
Guðrún Óla Jónsdóttir
gudruno@mbl.is
„Í þessum töluðum orðum er ég að
spjalla við þekktan íslenskan leik-
ara sem heitir Jóhannes Haukur
Hauksson og er að gera það gott
þessa dagana. En þetta er allt í lagi,
við tökum okkur bara smá hlé,“ seg-
ir Heiðar Sumarliðason kátur þegar
blaðamaður nær í hann í síma að
hausti. Heiðar hleypti nýverið af
stokkunum hlaðvarpsþáttum sem
kallast Rauð síl. Í þeim fær hann til
sín gesti og spjallar við þá um nýjar
kvikmyndir og sjónvarpsþætti.
Einmanalegt starf
Heiðar segist alltaf hafa haft
mikinn áhuga á kvikmyndum og
lengi vel ætlað sér að verða kvik-
myndagerðarmaður. „Ég hef í
rauninni líka skrifað kvikmynda-
handrit sem hafa fengið styrki frá
Kvikmyndamiðstöð en eru ekki
ennþá orðin að kvikmynd. Þannig
að þá er fínt að búa til hlaðvarp á
meðan,“ segir Heiðar en hans
helsta starf sé þó að vera leikskáld.
Verk eftir hann hafa meðal annars
verið sýnd í Þjóðleikhúsinu og
Borgarleikhússins.
„Starf leikskáldsins er einmana-
legt og með mjög löngu ferli. Það
líður rosalega langur tími þar til þú
færð einhvers konar tilbúna vöru.
Svo hittir maður fáa og þetta var
byrjað að liggja svolítið á mér. Mér
fannst því að með hlaðvarpinu
myndi ég svala þörf minni fyrir að
eiga í samræðum við fólk og líka að
búa til einhverja vöru.“
Skemmta og fræða
Heiðar segist taka þættina upp
heima í stofu og stemningin er
heimilisleg. „Ég er bara með eitt lít-
ið upptökutæki og fæ gestina heim
þar sem ég býð upp á kaffi og sóda-
vatn.“
Heiðar segir markmiðið með
hlaðvarpsþáttunum bæði að
skemmta og fræða. „Ég fæ til mín
gesti sem hafa þekkingu á viðfangs-
efninu og geta greint með mér þau
öfl sem eru í gangi á bak við gerð og
útkomu leikins efnis. Við tökum
okkur góðan tíma og reynum að
fara djúpt í viðfangsefnið. Reynum
svona að koma með vitræna og
greinandi umfjöllun um það sem
tekið er fyrir hverju sinni en þó á
aðgengilegan máta.“
Hvaðan er nafnið komið?
„Rauð síld er bein þýðing á kvik-
myndahugtakinu „red herring“ sem
þýðir í rauninni það að áhorfandinn
er blekktur til að halda að það sé
eitthvað í gangi en svo er það eitt-
hvað annað. Ég átti í rosalega mikl-
um erfiðleikum með að finna nafn á
þáttinn og var bara orðinn hálför-
vinglaður með það því ég þurfti að
fara að setja þetta af stað. Ég fór
því á internetið og gúgglaði bara
kvikmyndahugtök.“
Viðtökur verið góðar
Um þrír mánuðir eru liðnir frá
því fyrsti þáttur fór í loftið. Heiðar
segir þetta hafa farið vel af stað og
að viðtökurnar hafi verið góðar.
Hægt sé að hlaða þáttunum niður á
iTunes og helstu hlaðvarps-forrit-
um en einnig sé hægt að hlusta á þá
inni á vefsíðunni Soundcloud.
„Sjónvarpsþættirnir sem búið er
að taka fyrir eru Who is America,
Sharp Objects og Insatiable. Svo er
meðal annars búið að taka fyrir
kvikmyndirnar Lof mér að falla og
Mission: Impossible - Fallout. Og
þetta er allt saman aðgengilegt ef
fólk vill hlusta.“
Er Rauða síldin komin til að
vera?
„Já, það held ég bara. Ég hef alla
vega gaman af þessu og fólk er að
hlusta.“
Morgunblaðið/Eggert
Kvikmyndaáhugamaður Heiðar Sumarliðason segist alltaf hafa haft mikinn áhuga á kvikmyndum.
Síldin komin til að vera
Hlaðvarpið Rauð síld er tekið upp heima hjá umsjónar-
manni Rætt um nýjar kvikmyndir og sjónvarpsþætti
Ronja Ræningjadóttir (Stóra sviðið)
Sun 11/11 kl. 13:00 18. s Sun 2/12 kl. 17:00 24. s Sun 20/1 kl. 16:00 33.sýn
Sun 11/11 kl. 16:00 19. s Sun 9/12 kl. 14:00 Auka Sun 27/1 kl. 13:00 34.sýn
Lau 17/11 kl. 14:00 Auka Sun 9/12 kl. 17:00 25. s Sun 27/1 kl. 16:00 35.sýn
Lau 17/11 kl. 17:00 Auka Lau 29/12 kl. 13:00 Auka Sun 3/2 kl. 13:00 36.sýn
Sun 18/11 kl. 13:00 20. s Lau 29/12 kl. 16:00 Auka Sun 3/2 kl. 16:00 37.sýn
Sun 18/11 kl. 16:00 21. s Sun 30/12 kl. 13:00 26. s Sun 10/2 kl. 13:00 38.sýn
Lau 24/11 kl. 17:00 Auka Sun 30/12 kl. 16:00 27. s Sun 10/2 kl. 16:00 39.sýn
Sun 25/11 kl. 14:00 Auka Sun 6/1 kl. 13:00 28.sýn Sun 17/2 kl. 13:00 40.sýn
Sun 25/11 kl. 17:00 22. s Sun 6/1 kl. 16:00 29.sýn Sun 17/2 kl. 16:00 41.sýn
Lau 1/12 kl. 14:00 Auka Sun 13/1 kl. 13:00 30.sýn Sun 24/2 kl. 13:00 42.sýn
Lau 1/12 kl. 17:00 23. s Sun 13/1 kl. 16:00 31.sýn Sun 24/2 kl. 16:00 43.sýn
Sun 2/12 kl. 14:00 Auka Sun 20/1 kl. 13:00 32.sýn
Stórskemmtilegur og æsispennandi söngleikur fyrir alla fjölskylduna!
Samþykki (Stóra sviðið)
Fim 15/11 kl. 19:30 5.s Fös 23/11 kl. 19:30 7. s Fös 30/11 kl. 19:30 9.s
Fös 16/11 kl. 19:30 6.s Fim 29/11 kl. 19:30 8.s Fös 7/12 kl. 19:30 10.sýn
Kraftmikið, splunkunýtt verk sem sló í gegn í Breska þjóðleikhúsinu.
Fly Me To The Moon (Kassinn)
Sun 11/11 kl. 19:30 15. s Fim 22/11 kl. 19:30 19.sýn Sun 2/12 kl. 19:30
Fös 16/11 kl. 19:30 17.s Fös 23/11 kl. 19:30 20.sýn
Lau 17/11 kl. 19:30 18.s Lau 1/12 kl. 19:30
Nýtt verk eftir höfund hins geysivinsæla leikrits Með fulla vasa af grjóti
Insomnia (Kassinn)
Mið 14/11 kl. 19:30 Frums Sun 25/11 kl. 19:30 4.sýn Sun 9/12 kl. 19:30 7.sýn
Fim 15/11 kl. 19:30 2.sýn Fim 29/11 kl. 19:30 5.sýn
Lau 24/11 kl. 19:30 3.sýn Fös 30/11 kl. 19:30 6.sýn
Brandarinn sem aldrei deyr
Klókur ertu Einar Áskell (Brúðuloftið)
Lau 10/11 kl. 11:00 Lau 10/11 kl. 13:00
Nokkrar gamlar spýtur og góð verkfæri geta leitt mann inn í nýjan heim
Leitin að jólunum (Leikhúsloft)
Lau 17/11 kl. 11:00 313.s Sun 2/12 kl. 12:30 323.s Lau 15/12 kl. 14:30 333.s
Lau 17/11 kl. 12:30 314.s Lau 8/12 kl. 11:00 324.s Sun 16/12 kl. 11:00 334.s
Lau 24/11 kl. 11:00 315.s Lau 8/12 kl. 13:00 325.s Sun 16/12 kl. 13:00 335.s
Lau 24/11 kl. 13:00 316.s Lau 8/12 kl. 14:30 326.s Sun 16/12 kl. 14:30 336.s
Lau 24/11 kl. 14:30 317.s Sun 9/12 kl. 11:00 327.s Lau 22/12 kl. 11:00 337.s
Sun 25/11 kl. 11:00 318.s Sun 9/12 kl. 12:30 328.s Lau 22/12 kl. 13:00 338.s
Sun 25/11 kl. 12:30 319.s Fös 14/12 kl. 17:30 329.s Lau 22/12 kl. 14:30 339.s
Lau 1/12 kl. 11:00 320.s Fös 14/12 kl. 19:00 330.s Sun 23/12 kl. 11:00 340.s
Lau 1/12 kl. 12:30 321.s Lau 15/12 kl. 11:00 331.s Sun 23/12 kl. 13:00 341.s
Sun 2/12 kl. 11:00 322.s Lau 15/12 kl. 13:00 332.s Sun 23/12 kl. 14:30 342.s
Grímuverðlaunasýningin Leitin að jólunum.
Reykjavík Kabarett (Þjóðleikhúskjallarinn)
Fös 9/11 kl. 22:00
Daður og dónó
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Mið 14/11 kl. 20:00 Mið 28/11 kl. 20:00 Mið 12/12 kl. 20:00
Mið 21/11 kl. 20:00 Mið 5/12 kl. 20:00
Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins!
Fjallkonan fríð (Þjóðleikhúskjallarinn)
Lau 10/11 kl. 20:00 3.sýn Sun 11/11 kl. 17:00 4.sýn
Fjallkonan skoðuð á fullveldisafmæli
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200
Elly (Stóra sviðið)
Fös 9/11 kl. 20:00 164. s Fim 22/11 kl. 20:00 172. s Sun 2/12 kl. 20:00 177. s
Sun 11/11 kl. 20:00 aukas. Fös 23/11 kl. 20:00 173. s Fim 6/12 kl. 20:00 178. s
Fim 15/11 kl. 20:00 aukas. Sun 25/11 kl. 20:00 174. s Fös 7/12 kl. 20:00 179. s
Lau 17/11 kl. 20:00 165. s Fim 29/11 kl. 20:00 175. s
Sun 18/11 kl. 20:00 171. s Lau 1/12 kl. 20:00 176. s
Stjarna er fædd.
Allt sem er frábært (Litla sviðið)
Lau 10/11 kl. 20:00 19. s Fös 23/11 kl. 20:00 21. s
Lau 17/11 kl. 20:00 20. s Fös 30/11 kl. 20:00 22. s
Gleðileikur um depurð.
Kvenfólk (Nýja sviðið)
Fim 22/11 kl. 20:00 1. s Lau 1/12 kl. 20:00 6. s Sun 16/12 kl. 20:00 11. s
Fös 23/11 kl. 20:00 2. s Fös 7/12 kl. 20:00 7. s Fim 20/12 kl. 20:00 aukas.
Lau 24/11 kl. 20:00 3. s Lau 8/12 kl. 20:00 8. s Fös 21/12 kl. 20:00 aukas.
Sun 25/11 kl. 20:00 4. s Fim 13/12 kl. 20:00 9. s Fös 28/12 kl. 20:00 12. s
Fös 30/11 kl. 20:00 5. s Fös 14/12 kl. 20:00 10. s Lau 29/12 kl. 20:00 13. s
Drepfyndin sagnfræði með söngvum.
Tvískinnungur (Litla sviðið)
Fös 9/11 kl. 20:00 Frums. Sun 18/11 kl. 20:00 3. s Sun 25/11 kl. 20:00 5. s
Fim 15/11 kl. 20:00 2. s Fim 22/11 kl. 20:00 4. s Lau 1/12 kl. 20:00 6. s
Ást er einvígi.
Jólaflækja (Litla sviðið)
Lau 24/11 kl. 13:00 1. s Lau 1/12 kl. 13:00 3. s Lau 8/12 kl. 13:00 5. s
Sun 25/11 kl. 13:00 2. s Sun 2/12 kl. 13:00 4. s Sun 9/12 kl. 13:00 6. s
Litrík jólasýning fyrir þau yngstu.
Rocky Horror (Stóra sviðið)
Lau 10/11 kl. 20:00 66. s Lau 24/11 kl. 20:00 68. s
Fös 16/11 kl. 20:00 67. s Fös 30/11 kl. 20:00 69. s
Sýningum lýkur í nóvember.
BORGARLEIKHÚSIÐ
Kynntu þér nýjan tapas-matseðil Leikhúsbarsins
á borgarleikhus.is
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is