Morgunblaðið - 15.11.2018, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.11.2018, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2018 Verkfræðistofan Vatnaskil útbjó nýtt reiknilíkan sem metur hættu á flóði í Múlakvísl í kjölfar jökulhlaups vegna eldgoss í Kötlu þar sem tekið er tillit til hækkunar lands vegna útfellingar sets. Þetta gerir að verkum að hætta geti verið á að núverandi varnargarður haldi ekki við verstu hugsanlegu aðstæður. Hugmyndir hafa verið settar fram um að hækka varnargarðinn um þrjá metra, þvert á straumstefnu flóðs frá Víkurkletti að sjávar- kambinum við ströndina. Að sögn sveitarstjóra myndi slík framkvæmd kosta milli 80 og 100 milljónir. Flóðasvæði Kötluhlaups í austurátt Vík í Mýrdal Mýrdalsjökull Styrkja þarf varnargarðinn fyrir Vík „SMS-skilaboðin sem við sendum út ef Katla lætur á sér kræla eru á íslensku og þau að Kötlugos sé að hefjast og íbúar beðnir að rýma samkvæmt rýming- aráætlun. Á ensku verða send út skilaboð um að Kötlugos gæti hafist og fólk beðið um að drífa sig til Víkur eða á Kirkjubæjarklaustur,“ segir Víðir Reyn- isson, verkefnastjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi. Hann segir að stefnt sé að því að búið sé að loka veg- um og slóðum og tæma af fólki áður en gos hefst. Að sögn Víðis er verið að setja upp óopinbera síðu sem virkjuð verði þegar skilaboð um að gos sé hafið ber- ist þeim sem staddir verða á þeim tíma í Mýrdal. Víðir segir að Neyðarlínan sé að taka við loftsnets- mastri á Háfelli og unnið hafi verið að því und- anfarið. Fljótlega verði kannað hversu víðfeðmt svæðið sé þar sem farsímasamband næst. „Þegar búið verður að kortleggja það munum við halda æfingu eins og við höfum gert áður og senda skilaboð með sms á alla þá sem gætu verið á hættu- svæði ef Katla gýs og komast þannig að því hversu vel gengur að ná til fólks á hugsanlegu hættusvæði þegar og ef Katla gýs,“ segir Víðir. Óopinber síða í vinnslu Ljósmynd/Mótív/Jón Svavarsson Undirbúningur Víðir Reynisson, verkefnastjóri. „Það er skrýtið að hafa eldfjall ná- lægt sér og ég er smá hrædd um að það gjósi. Ég verða meira hrædd þegar mikið er talað um Kötlu,“ segir Íris Anna Orradóttir, nem- andi í Víkurskóla. Hún segir að á síðustu Regnbogahátíð hafi verið 100 ár frá því að Katla gaus og þá var mikið talað um gosið. Íris er með það alveg á hreinu hvernig bregðast eigi við ef Katla gýs á skólatíma. „Við myndum fara inn og í útiföt, labba á slökkviliðsstöð- ina sem er uppi í brekkunni,“ segir Íris og tekur fram að það fari eftir því hvað gosið verði stórt hversu hættulegt það verði. Íris segir gott að búa í Vík af því að þar búa fáir. Þá bara deyr maður „Katla er eldfjall sem getur gosið út af því að hún hefur gosið áður og mér líst ekki vel á að hún gjósi,“ segir Bergur Páll Pálsson, sem veit ekki hvort hann sé hræddur við Kötlu. „Katla gýs eftir 200 ár og þá deyr maður,“ segir Mikael Ebbe Ingvarsson og Bergur Páll grípur inn í að það séu 100 ár síðan Katla gaus og þá séu hundrað ár þangað til hún gjósi aftur. Krakkana sem búa í Vík langar í ærslabelg sem þau geta hoppað á og skoppað. Slíkt leiktæki er ekki til í Vík og framtakssamir krakkar söfnuðu undirskriftum og fóru með bréf til sveitarstjórans. „Ég sagði mömmu að mig langaði að fá ærsla- belg eins og ég sá þegar ég var hjá ömmu minni á Akranesi. Mamma sagði mér að senda sveitarstjór- anum bréf og ég safnaði undir- skriftum og sendi bréfið sem marg- ir krakkar skrifuðu undir,“ segir Kristín Gyða Einarsdóttir, sem tel- ur að ærslabelgurinn kosti um tvær milljónir. Haldinn var flóamarkaður á Regnbogahátíðinni þar sem safn- að var fyrir ærslabelgnum. Mýr- dalshreppur ætlar að helminga framlög á móti því sem safnast og veitingastaðurinn Smiðjan seldi Ærslabelgs-hamborgara um helgina og gaf 500 kr. af hverjum borgara í þessa söfnun. Vinkonunar eru bjartsýnar á að af þessu verði Sefur róleg fyrir Kötlu „Það er gott að ala upp börn í Vík en samfélagið hefur breyst mikið,“ segir Anna Birna Björns- dóttir sem flutti til Víkur í Mýrdal fyrir 10 árum en hún er fædd og uppalin í Vík. Hún segir gott að ala upp börn í Vík en samfélagið hafi breyst mikið. Ferðamannaiðnaður- inn hafi vaxið hratt og það breyti samfélaginu á jákvæðan hátt þó að það geti einstaka sinnum verið truflandi vegna meiri umferðar en sambúð íbúa og ferðamanna gangi vel. „Þegar ég flutti til baka voru veitingastaðir bara opnir á sumrin. Katla raskar ekki ró minni en eftir eldgosið í Eyjafjallajökli gerir fólk sér betur grein fyrir því hvaða eftirköst gosið getur haft. Sér- staklega öskufallið sem íbúar Víkur fengu og setti allt á annan endann. Það myndi Kötlugos auðvitað gera líka,“ segir Anna sem segir að sum- ir íbúar fylgist vel með öllum mæl- ingum í kringum Kötlu. Anna segir það veita ákveðna öryggiskennd að vita að allir viðbragðsaðilar séu með verkefni sín á hreinu ef Katla gýs en Anna er vel tengd inn í Björgunarsveitina Víkverja. Hún hefur sömu áhyggjur og aðrir Vík- urbúar af fjölda nýrra íbúa og ferðamanna í Mýrdalnum og hvern- ig gangi að ná til þeirra ef Katla fer í gang. Hrædd þegar talað er um Kötlu Vinir Bergur Páll Pálsson og Mikael Ebbe Ingvarsson í Víkurskóla hafa ekki miklar áhyggjur af Kötlu. Vinkonur Kristín Gyða Einars- dóttir, Íris Anna Orradóttir og Anna Birna Björnsdóttir. Þriðja hvern dag fer Reynir Ragn- arsson og mælir leiðni í Múlakvísl og tvisvar í mánuði flýgur hann yfir jök- ulinn. Tekur myndir úr lofti sem hann sendir til Veðurstofunnar og Raunvísindastofnunar. Reynir hefur fylgst með Kötlu síðan 1980, fyrst af áhuga en eftir hlaup í Jökulsá 1990 var hann beðinn af Veðurstofu og Raunvísindastofnun að fylgjast með og senda myndir árlega af svæðinu. Reynir er mikill áhugamaður um Kötlugos. „Ég fæddist 16 árum eftir að Katla gaus síðast og heyrði frásagnir af mönnum sem lifðu á þeim tíma. Lýs- ingarnar eru svo ótrúlegar að maður trúir þeim varla. Stóreflis björg komu með hlaupum og það sem við köllum Jökulinn og er rétt innan við varn- argarðinn er bara jökull sem strand- aði í Kötlugosi og settist fastur þar sem sjór var fyrir. Nú gegnir hann miklu varnarhluverki fyrir þorpið,“ segir Reynir sem margoft hefur hald- ið að Katla væri að búa sig undir gos og hann hefur þá tilfinningu enn. „Það eru öðruvísi skjálftar nú en áður. Þeir eru dýpra í Kötluöskjunni, kannski er tæknin orðin betri en það er greinilega meiri leiðni í ánni og jökulfýlan finnst oftar. Það er líka meiri jarðhiti. Ég er með sterkari til- finningu en áður,“ segir Reynir sem er ekki hræddur við Kötlugos en er meðvitaður um að það geti verið hættulegt. „Íbúar í Mýrdalshreppi telja sig hafa tíma til að forða sér á örugga staði en það gæti orðið erfitt að ná til allra túristanna sem eru út um allan hrepp. Eitt er alveg víst að það kem- ur vatnsflóð annaðhvort úr Sól- heimajökli eða Mýrdalsjökli og jafn- vel þeim báðum þegar Katla fer af stað. Gosið gæti valdið einangrun og landspjöllum, sem gæti reynst íbúum erfitt,“ segir Reynir sem leggur þunga áherslu á að bæta flóðvarn- argarðinn sem á að vernda Vík. „Ég er hálft í hvoru að vona að ég lifi Kötlugos, ég verð að viðurkenna það. Ég reyni eins og ég get að vera með allt klárt ef Katla kallar, sjálfan mig, flugprófið, vélina og völlinn. Það tæki mig einungis 10 mínútur að ná fyrstu myndum úr lofti af gosinu,“ segir Reynir. Bíður eftir Kötlugosi Aðdáandi Reynir Ragnarsson er mikill Kötluaðdáandi og langar mikið að upplifa Kötlugos. Hann vonar að gos í Kötlu valdi sem minnstum usla. laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.is Epicurean skurðarbretti Verð frá 2.690 kr. Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is Einstök gæði frá 40 ár á Íslandi Sterkir og notendavænir sláttutraktorar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.