Morgunblaðið - 15.11.2018, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 15.11.2018, Blaðsíða 52
✝ BrynjaTryggvadóttir fæddist í Reykjavík 3. desember 1932. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Sunnuhlíð í Kópa- vogi 4. nóvember 2018. Hún var dóttir hjónanna Tryggva Magnússonar póst- fulltrúa, f. 10. maí 1895 að Bitru í Eyjafirði, d. 16. mars 1971, og Dórótheu Hall- dórsdóttur húsfreyju, f. 19. apríl 1904 í Traðargerði á Húsavík, d. 19. júlí 1989. Bræður Brynju voru: Baldur framkvæmdastjóri, f. 23. maí 1931, d. 13. mars 1969, og Magnús menntaskólanemi, f. 26. ágúst 1943, d. 15. ágúst 1961. Brynja ólst upp í foreldra- húsum á Hringbraut 116 og varð stúdent frá Menntaskólanum í ágúst 1995, sambýlismaður hennar er Ingólfur Eiríksson bókmenntafræðingur. 2) Tryggvi Þórir, lyf- og öldr- unarlæknir, f. 19. apríl 1963, eiginkona hans er Ásta S. Guð- mundsdóttir sjúkraþjálfari, f. 3. apríl 1964. Börn þeirra eru: a) Egill, nemi í flugvirkjun, f. 18. ágúst 1992, dóttir hans og Berg- dísar Guðnadóttur er Birta Kamilla, f. 17. mars 2016. b) Ás- geir, verkfræðilegur eðlisfræð- ingur, f. 20. júní 1994. c) Stefanía Ásta stúdent, f. 28. mars 1999. Dóttir Tryggva og Hrafnhildar Bjarnadóttur var Tinna Hrönn, f. 22. apríl 1981, d. 19. júlí 2003. Brynja stundaði píanónám og lauk kennaraprófi frá Tónlistar- skólanum í Reykjavík. Starfaði hún síðan við píanókennslu, bæði heima og var svo ráðin að Nýja tónlistarskólanum fljótlega eftir stofnun hans árið 1979. Hún kenndi við skólann um aldarfjórðungs skeið, eða til árs- ins 2003 þegar hún fór á eftir- laun. Útförin fer fram frá Háteigs- kirkju í dag, 15. nóvember 2018, klukkan 13. Reykjavík 1952. Hinn 28. apríl 1955 giftist hún eftirlif- andi eiginmanni sínum, Agli Sveins- syni, bankamanni og myndskera, f. 7. október 1930. Synir þeirra eru: 1) Sveinn Yngvi prófessor, f. 6. ágúst 1959, eig- inkona hans er Ragnheiður I. Bjarnadóttir fæð- ingalæknir, f. 11. janúar 1961. Dætur þeirra eru: a) Þorbjörg aðstoðarsaksóknari, f. 28. apríl 1984, gift Birni Þorvaldssyni saksóknara. b) Brynja sýninga- stjóri, f. 2. apríl 1987, gift Frið- riki Steini Friðrikssyni hönnuði. Synir þeirra eru: Friðrik Yngvi, f. 19. september 2014, og Baldur Ingi, f. 10. ágúst 2018. c) Hólm- fríður fornleifafræðingur, f. 21. Brynja Tryggvadóttir tengda- móðir mín lést hinn 4. nóvem- ber. Ég er þakklát fyrir þau 37 ár sem ég þekkti hana. Brynja var mér sem önnur móðir. Fyrstu sambýlisár okkar Tryggva vorum við mikið í Teigagerðinu. Það reyndist henni oft erfitt að hafa þennan ungling á heimilinu og reyndi á umburðarlyndi hennar þar sem við vorum mjög ólíkar, okkur samdi þó oftast vel. Brynja var í eðli sínu blíð, hógvær og þolinmóð. Hún var mikil málamanneskja, greind og vel lesin. Barnabörnin voru henni mjög kær og tók hún alltaf mjög vel á móti þeim. Hún var hjálpleg að passa og fóru þau öll í píanónám til hennar eins og fjöldinn allur af krökkum úr 108-hverfinu. Brynja var mikill fagurkeri og átti fallegt heimili. Hún var listræn og var tignarleg í allri framkomu. Stundum fannst henni ég ekki taka það nógu al- varlega að vera læknisfrú. Svo minnist ég þess með gleði þegar við í gamla daga fengum okkur eina rettu saman og ræddum ýmis kvennamál, enda skapaðist ágætur trúnaður á milli þegar árin liðu. Brynja var greind fyrir nokkrum árum með alzheim- ersjúkdóm. Var hún í raun að miklu leyti horfin okkur hvað varðar persónuleika síðustu misserin. Alltaf var hún þó bros- andi og blíð, sem sýndi hennar innri mann betur en nokkuð annað. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa kynnst Brynju og eiga yndislegar minningar um hana. Guð geymi hana. Gráttu ekki yfir góðum liðnum tíma. Njóttu þess heldur að ylja þér við minningarnar, gleðjast yfir þeim og þakka fyrir þær með tár í augum, en hlýju í hjarta og brosi á vör. Því brosið færir birtu bjarta, og minningarnar geyma fegurð og yl þakklætis í hjarta. (Sigurbjörn Þorkelsson) Ásta S. Guðmundsdóttir. Í dag kveð ég Brynju Tryggvadóttur, píanókennara, listunnanda, lestrarhest og tengdamóður mína. Ég hitti hana fyrst fyrir rúmlega fjöru- tíu árum þegar ég kom inn á heimili þeirra hjóna, 17 ára menntaskólastelpa sem var bál- skotin í eldri syni hennar, hon- um Sveini Yngva. Ég bar ótta- blandna virðingu fyrir þessari glæsilegu heimskonu sem gekk í batikpilsum með klút um hárið eins og listakonur gerðu á þeirri tíð. Hún spilaði stór píanóverk á flygilinn í stofunni með bravör og las bækur fram á nótt um allt milli himins og jarðar en hafði sérstakan áhuga á and- legum málum og listum. Hún var fagurkeri með græna fingur og hafði yndi af garðinum í Teigagerði sem var sannkallað- ur skrúðgarður. Hún var alltaf vel tilhöfð og með mikla útgeisl- un. Við Brynja tengdumst nánar eftir að dætur okkar Sveins fæddust. Hún var einstök amma sem talaði við börn sem jafn- ingja sína og vílaði ekki fyrir sér að setjast á gólfið með lítil tesett og fara í þykjustuleik. Seinna voru öll barnabörnin í pí- anótímum hjá ömmu Brynju þar sem ég veit að þeim var kennt mikið fleira en á slagverk. Á eft- ir bauð afi Egill upp á kókómalt, ristað brauð og grínaktugt spjall. Þau Egill voru ólík en þó samlynd hjón sem bjuggu sér notalegt heimili, þar sem oft var gestkvæmt. Ást og umhyggja Egils í veikindum Brynju síð- ustu árin var einstök. Hann heimsótti hana daglega á hjúkr- unarheimilið, hélt í hönd hennar og las fyrir hana eða sagði gamansögur og uppskar geisl- andi bros. Ég vil þakka Brynju sam- fylgdina í gegnum lífið og fyrir allt sem hún kenndi mér; að lifa í núinu, njóta hins fagra – og setjast flötum beinum á gólfið og leika við barnabörnin. Ragnheiður I. Bjarnadóttir. Amma var fyrirmyndarkona af gamla skólanum, bar sig vel og sást ekki í öðru en fallegu pilsi með krullurnar eða rúll- urnar ennþá í hárinu. Þrátt fyrir að hafa sig alltaf til og vera glæsileg, þá gat hún brugðið sér í markmannshlutverkið fyrir Stefaníu og leyft henni að dúndra boltanum á sig, þrátt fyrir mikið áhugaleysi á fót- bolta. Hún og afi vildu allt fyrir okkur barnabörnin gera, til að mynda fengum við bræðurnir að setja klunnalega viðarkofann okkar niður í fallega garðinum þeirra. Hún dáðist mikið að fegurð- inni í heiminum, hvort sem það var í formi listar, tónlistar eða í formi fegurðar náttúrunnar. Hún var vel að sér í listasögu, var píanóleikari og skapaði og hélt við fögrum verðlaunagarði. Dæmigert var að koma að henni ömmu yfir listaverkabók með klassíska tónlist á spilaranum eða henni sjálfri við píanóið, þar sem henni leið hvað best. Eða þá á sumrin úti í garðinum þeirra fagra að snyrta beðin. Hún hafði mikil áhrif á okkur, meðal annars í gegnum áhuga- mál sín. Öll fengum við píanó- kennslu hjá henni, fengum að mála á striga úti í bílskúr undir handleiðslu afa og hennar, ásamt því að hjálpa henni ein- staka sinnum við garðyrkjuna. Fátt var betra en að gera hana ömmu stolta yfir píanóleik okk- ar, hún var dugleg að hvetja okkur og hrósa okkur þegar við átti. Alveg frá því að amma veikt- ist og eftir að hún féll frá hafa minningarnar um hana rifjast upp fyrir okkur, enda var ófáum stundum eytt heima hjá ömmu og afa, þar af vikulegum píanó- tímum þar sem þau tóku hlýlega á móti okkur með innilegu knúsi, suðusúkkulaði og klass- ísku tvennunni, sem var ristað brauð og kókómalt. Einnig öll- um frábæru matarboðunum þar sem stofan fylltist af okkur barnabörnunum í kringum uppáhaldsréttinn okkar allra; lambalæri að hætti ömmu, og svo vanilluís með heitri súkku- laðisósu í eftirrétt. Þau sýndu okkur mikla ást og umhyggju, m.a. með matargerð og sam- veru, og ríkulegar minningar rifjast oft upp fyrir okkur um þessar yndislegu stundir í Teigagerðinu. Amma var alltaf svo yndisleg og góð, hreinskilin, hógvær og ávallt með gott jafnaðargeð. Við munum alltaf líta upp til hennar og reyna að halda haus í gegn- um erfiða tíma eins og hún gerði. Amma Brynja verður okkur ávallt ofarlega í huga. Blessuð sé minning hennar. Egill, Ásgeir og Stefan- ía Ásta Tryggvabörn. Við eigum svo ótalmargar yndislegar minningar um ömmu Brynju. Hvernig hún tók ávallt á móti manni opnum örmum og faðmaði svo innilega að vit manns fylltust af blómlegum ilmi handáburðar hennar. Þegar hún renndi fingrunum áreynslu- laust eftir flyglinum og fyllti stofuna af himneskum tónum. Lambalærið hennar með brún- uðum kartöflum og franska súkkulaðikakan. Þegar hún rétti manni bita af suðusúkkulaði með prakkarasvip og við lofuð- um allar á innsoginu að við myndum bara fá okkur smá, hlógum svo og fengum okkur alltaf meira. Eða þegar hún hljóp ákveðin á eftir fótboltan- um, í leik við barnabörnin, skellihlæjandi í síða pilsinu sínu. Það var alltaf tilhlökkunar- efni að heimsækja afa og ömmu í Teigagerðið. Við bönkuðum til að láta vita af okkur en gengum svo inn um opnar dyrnar þar sem tók á móti manni tónlist – lifandi eða leikin í hljómtækjum. Tónlist sem fyllti út í húsið á þeim hljóðstyrk að full áhrif hennar náðu að njóta sín en þó hægt að spjalla saman. Við kom- una eru amma og afi að bardúsa í íbúðinni, spjalla og grínast og taka á móti manni með brosi. Heimsóknir í Teigagerði áttu sína föstu passa – setið í eldhús- inu með afa og ömmu með kakó- malt, ristað þriggja korna brauð með osti og sultu, spjallað og grínast. Hlustað á ýkjusögur afa og hlegið saman yfir vitleysunni. Þó að maður væri barn talaði amma Brynja alltaf við mann eins og jafningja og hafði mik- inn áhuga á skoðunum manns. Hún ræddi við mann um heims- málin áður en Frank Sinatra eða Frankie Boy eins og amma kallaði hann var settur í botn og við dönsuðum í stofunni. Afi andvarpaði aðeins enda ekki mikill Frank Sinatra-aðdáandi en lét sig hafa þetta. Síðan sett- ist amma Brynja við flygilinn og við sungum Litlu fluguna, Einu sinni á ágústkvöldi og uppáhald okkar allra, Loff malakoff, sem var sungið hraðar og hraðar með hverju erindi. Hlýja, kímni og ást á tónlist fylgdu ömmu fram á síðustu stundir hennar. Þó að samtöl væru orðin fá þá voru bros ömmu hlý og hún hló að stór- karlalegum barnahljóðum í ný- fæddu langömmubarni. Í síðustu skiptin sem við heimsóttum hana gátum við enn sungið sam- an Loff malakoff þó að við gæt- um ekki lengur talað saman og amma Brynja flissaði þá og hristi hausinn yfir þessum fá- ránlega texta um Þórð gamla sem læknarnir vildu krukka í. Elsku amma Brynja, takk fyrir allar góðu samverustund- irnar og fyrir að kenna okkur að njóta þess fagra í kringum okk- ur. Þín verður sárt saknað en við erum þakklátar fyrir góðar og gleðilegar minningar frá stundum okkar saman. Þú kenndir okkur mikilvægustu lexíu þeirra allra; að njóta lífs- ins. Brynja, Hólmfríður og Þorbjörg Sveinsdætur. Brynja frænka okkar er látin, rétt tæplega 86 ára gömul. Við kveðjum og minnumst föður- systur okkar með hlýhug og þakklæti. Þegar faðir okkar lést 37 ára gamall stóð heimili Brynju og Egils okkur ávallt op- ið og voru sum okkar systk- inanna tíðir gestir á Sólvallagöt- unni og síðar í Teigagerðinu, allt fram á fullorðinsár. Var þá löngum setið við eldhúsborðið og spjallað, borðað og spjallað meira. Þá nutu sum okkar hand- leiðslu hennar í píanónámi, sem við höfum búið að æ síðan. Brynja bjó yfir fágætum smekk sem sýndi sig í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Hún og Egill dvöldu ung að árum meðal listamanna á Ítalíu og það var augljóst að þau fluttu hluta af ítalskri menningu með sér heim eins og heimili þeirra og matargerð báru vott um. Á bernskuárum okkar upplifðum við heimili þeirra dálítið eins og listasafn með óvenjulegum mál- verkum og listmunum á þess tíma mælikvarða. Og ekki má gleyma flyglinum sem undir- strikaði enn frekar hið listræna yfirbragð heimilisins. Í bak- grunni hljómuðu svo venjulega verk gömlu meistaranna. En Brynja var ekki aðeins listræn manneskja. Hún hafði næmt skopskyn og hafði lag á því að horfa á hlutina á þann hátt sem fáum er gefið. Þegar við bættist góð frásagnargáfa varð útkoman bráðskemmtilegar sögur af fólki og atburðum sem áratugum seinna koma enn ljóslifandi upp í hugann. Brynja missti báða bræður sína, Magnús og Baldur, í blóma lífsins og þótt það hafi ekki ver- ið hennar stíll að bera tilfinn- ingar sínar á torg er ekki erfitt að gera sér í hugarlund þann harm sem hún hefur mátt lifa með af þessum sökum. En hún eignaðist góðan og traustan eig- inmann sem var henni ætíð stoð og stytta og tvo drengi, Svein Yngva og Tryggva Þóri, sem Brynja Tryggvadóttir 52 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2018 Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Minningargreinar Hver er vilji þinn varðandi skipulag og fyrirkomulag útfarar, þ.e. hinsti vilji. Við bjóðum þér til samtals um það sem er þér mikilvægast við lífslok þín. Viljayfirlýsing þín verður eftirlifendum mikilvægt leiðarljós. Samtalið og varðveisla upplýsinga er þér að kostnaðarlausu. Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Elín Sigrún Jónsdóttir, lögfræðingur Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Ástkær móðir okkar, dóttir, tengdamóðir, systir og amma, INGIBJÖRG BJARNADÓTTIR, Stúlla, Hjallalundi 9f, Akureyri, lést í faðmi ástvina sunnudaginn 4. nóvember á líknardeild Landspítalans. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 16. nóvember klukkan 13.30. Freysteinn Gíslason Bjarni Gíslason Sigmar Ingi Gislason Dagmar Heiðdís Jóhannsdóttir Ásta Sigmarsdóttir makar, sistkyni og barnabörn Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HULDA PÁLMADÓTTIR, fyrrverandi læknaritari, Engjavegi 14, Ísafirði, andaðist á hjúkrunarheimilinu Eyri 30. október. Útför hennar verður frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 17. nóvember klukkan 14. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á fræðslusjóð Eyrar, 156-15-380134, kt. 650914-0740. Jón Páll Halldórsson Halldór Jónsson jr María Guðnadóttir Guðfinna Jónsdóttir Halldór Jakob Árnason Pálmi Kristinn Jónsson Jóhanna Jóhannesdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma SVEINBJÖRG FRIÐBJÖRNSDÓTTIR Hlíðartungu 2, Ölfusi lést á heimili sínu mánudaginn 12. nóvember. Jarðarförin fer fram frá Villingaholtskirkju laugardaginn 17. nóvember klukkan 14. Gunnar Sigurðsson Anna Guðrún Gunnarsdóttir Bjarni G. Sigurðsson Kolbrún Gunnarsdóttir Sigurjón F. Sigurjónsson Friðbjörn Gunnarsson Sigurrós Lilja Ragnarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.